Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Græjur og tækni Með Smartbean Bluetooth-tækinu er hægt að breyta öllum heyrnartólum í Bluetooth- heyrnartól og losna þannig við óþægindin snúruheyrnartól. Tækið, sem er á stærð við iPod shuffle, kostar 40 dollara á Amazon, eða rúmlega fimm þúsund krónur. Heyrnartól gerð þráðlaus S telpur eru að koma meira og meira inn í þessi fög sem er mjög skemmti- legt,“ segir Erla Harð- ardóttir, nýkjörinn formaður nemendafélagsins Tvíundar sem er nemendafélagnema í tölv- unarfræðideild við Háskólann í Reykjavík. Hrönn Róbertsdóttir er upp- lýsingafulltrúi og Fanney Hrund Jónasdóttir gjaldkeri en auk þeirra eru þau Liljar Már Þor- björnsson, Svava Dögg Björg- vinsdóttir og Grímur Krist- jánsson í stjórn Tvíundar. Stúlkur sækja meira í tækni- greinar en undanfarin tvö ár hefur markvisst verið reynt að fjölga stúlkum í þeim greinum. Nú stunda alls 653 nám í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík, þar af 115 konur. Aldrei spilað tölvuleiki Erla segist ekki vera hinn týp- íski tölvunarfræðinemandi; hún kenni ballett og hafi aldrei spil- að tölvuleiki. Námið sé hins veg- ar skemmtilegt og forvitnilegt. „Ég valdi þetta nám svolítið út í bláinn en þetta er fjölbreytt nám og starfsmöguleikarnir miklir þegar maður er búinn. Pabbi minn er forritari og það hafði eflaust áhrif. Svo er þetta er bara mjög skemmtilegt og gefandi nám.“ Stelpurnar í tölvunarfræði stofnuðu félagið /sys/tur í haust. „Markmiðið með stofnun /sys/tra er að skapa vettvang fyrir stelp- ur þar sem þær geta fjallað um nördalega hluti án þess að hafa áhyggjur,“ segir á heimasíðu fé- lagsins, sky.is. Vísun í goðsögn Nafnið /sys/tur er vísun í skrá- arkerfi stýrikerfisins Linux og póstlistann Systers sem Anita Borg stofnaði árið 1987. Póstlist- inn var hugsaður sem tengslanet kvenna innan tæknigeirans en þegar hún byrjaði með hann voru tólf konur skráðar. Nú er hann orðinn að heimsins stærsta póstlistasamfélagi kvenna í tæknigeiranum. Starf félagsins fer þannig fram að tvisvar í mánuði eru svokölluð /sys/tra/kvöld. Þá koma konur úr tæknigeiranum til að segja stelpunum frá starfi sínu og reynslu. Þar að auki hafa verið settar upp tæknilegar vinnustofur þar sem tölvur eru meðal annars teknar í sundur og aðrar áskoranir skoðaðar. „/sys/tur var fyrst hugsað bara frá tölvunarfræðinni en núna hefur félagið stækkað og þarna eru komnar inn stelpur úr öðrum tæknideildum. „Konur í tækni“, ætli það sé ekki góð yfirskrift.“ Heillandi heimur tölvunnar Í TÖLVUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK ERU 20% NEMENDA KONUR. ÞEIM HEFUR FJÖLGAÐ TÖLUVERT UNDANFARIN ÁR ENDA FÓR HÁSKÓLINN Í MARKVISST STARF AÐ SÆKJA STELPUR Í ÞETTA NÁM. Í NÝKJÖRINNI STJÓRN NEMENDAFÉLAGS TÖLVUNARFRÆÐIDEILDARINN- AR ERU FJÓRAR KONUR OG TVEIR KARLMENN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Nýkjörin stjórn Tvíundar, nemendafélags í tölvunarfræðideild við HR. Hrönn Róbertsdóttir upplýsingafulltrúi, Svava Dögg Björgvinsdóttir skemmtanafulltrúi, Erla Harðardóttir formaður og Fanney Hrund Jónasdóttir gjaldkeri. Morgunblaðið/Árni Sæberg * /sys/tur varfyrst hugsaðbara frá tölvunar- fræðinni en núna hefur félagið stækk- að mikið. LithiumCard sló í gegn á fjár- mögnunarsíðunni Indiegogo síð- astliðinn febrúar en frumkvöðl- arnir á bak við LithiumCard, Linearflux, höfðu vonast til að safna 30 þúsund dollurum til að koma vöru sinni á markað. Þeir söfnuðu rúmum 170 þúsund doll- urum og mun LithiumCard fara í framleiðslu í lok apríl eða maí. Búist er við að tækið komi á markað í lok ársins. Tækið er álíka þykkt og fimm kreditkort sett saman og gert til að passa í flestöll veski. Tækið hefur fengið viðurnefnið súper- hleðsla (e. Supercharger) og ekki að ástæðulausu því það nær að hlaða síma og önnur tæki með sama hraða og sé vegginnstunga notuð. Sé síminn settur í flug- stillingu tekur enga stund að ná topphleðslu en símar hlaðast mun fljótar séu þeir settir í þá still- ingu. Til að nota tækið þarf að hlaða það með venjulegri usb- snúru. Þá er það tilbúið til notk- unar og á ein hleðsla að duga til að fylla á batterísbirgðir þriggja tækja hvar og hvenær sem er. Batteríhleðsla hvar sem er SNJALLSÍMAR OG ÖNNUR TÆKI GETA GERT DÁSAM- LEGA HLUTI OG AUÐVELD- AÐ LÍFIÐ EN BATTERÍIÐ DUGAR OFT HELDUR SKAMMT FYRIR MARGA. Það getur tekið á taugarnar að vera alltaf með batteríslaust snjalltæki. LithiumCard getur hlaðið það. Ódýrt: Stafrænn FANTAST- kjöthitamælir, segull á bakhlið- inni, hægt að hafa bæði Celcius og Fahrenheit. Verð: 1.490 Fæst í IKEA. DÝRT, MIÐLUNGSDÝRT, ÓDÝRT Kjöthita- mælir Dýrt: iGrill Þráðlaus kjöt- hitamælir sem tengist iPhone, iPad eða iPod touch með Bluetooth. Verð: 22.990 Fæst í epli.is Miðlungs: Stafrænn og þráðlaus Weber-kjöt- hitamælir. Tveir þræðir geta verið á sama tíma hvor í sínu stykkinu. Verð: 9.895 Fæst í Elko Lindum. Aðgerðirnar felast meðal annars í að auka sýnileika kvenna í tæknigreinum, bæði í auglýs- ingum og í um- fjöllun um fagið, draga fjölbreytt og spennandi störf í geiranum fram og konur sem sinna þeim, og efna til við- burða þar sem við vinnum sér- staklega með stúlkum. Þar má til dæmis nefna Stelpur og tækni / Girls in ICT-day, sem við höldum í fyrsta sinn hinn 30. apríl næstkomandi, en dagurinn er samstarfsverkefni HR, mennta- og menningarmálaráðu- neytisins, GreenCloud, Advania, Hugsmiðjunnar og Women in tech, sem er félagsskapur innan GreenCloud.“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskól- anum í Reykjavík, segir að skólinn hafi farið markvisst í að sækja stelpur í tækninám í skólanum. „Í tölvunarfræðideild núna eru 20% konur og 80% karlar. Til samanburðar má taka árið 2012 en þá vorum við í 14% konum og 86% körlum. Þannig að við erum á réttri leið og sjáum að aðgerðirnar skila sér. Ástæða þess að við fórum í markvissar aðgerðir er að við sáum að tæknigreinar voru úr samhengi við kynjahlutföll háskólanema. Árið 2010 voru 62% heildarnemendafjölda á há- skólastigi á Íslandi konur, og hlut- fall kvenna í háskólanámi eykst enn. En konur sóttu mun minna í tæknigreinar en karlar og það þyrfti að snúa við þessari þróun. Hlutfallið eykst ár frá ári Jóhanna Vigdís Guðmunsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.