Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 P áskar eru að ganga í garð, síðbúnir nokkuð í þetta sinn. Kyrrðarvikan er á enda og páskadagur handan við hornið. Huggunarríkir dagar á Skálholtsstað Vorið 1991 að loknum Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem var ekki með öllu tíðindalaus, fóru bréfrit- ari og betri helmingur hans á kyrrðardaga í Skál- holti. Það urðu ógleymanlegir dagar, sem gerðu okkur gott. Ég man ágætlega eftir öðrum þátttakendum sem þarna voru og virtust njóta stundarinnar og staðar- ins, enda verður ekki á betri umgjörð kosið. Við hjónin náðum ágætu sambandi við aðra þá sem voru þarna á sama róli og við. Ekki þó vegna þess að við ættum svo uppbyggileg samtöl við það góða fólk, sem við þekktum sumt, könnuðumst við eða höfðum aldrei séð áður. Það giltu fastar reglur á þessum kyrrðardögum. Þátttakendur sögðu ekki eitt einasta orð við aðra þá daga sem staðið var við. Við vorum í tveggja manna herbergi á heimavistinni og einnig þar inni var þagnarbindindi. Og þótt engin væru þar vitnin stóð- umst við það. Þetta óvanalega en ágæta fyrirkomulag varð til þess að viðstaddir kinkuðu oftar kolli til grannans við morgunverðarborðið eða brostu aðeins meira en endranær yfir kvöldskammtinum. Röddin Nokkrum sinnum á dag settist hópurinn í sal og á upphækkuðu gólfi fyrir framan hann hafði fjöldi log- andi smákerta myndað kross. Þegar við komum inn í þennan sal sáum við auðan hægindastól fyrir aftan stólana sem okkur voru ætlaðir. Er við höfðum setið smástund heyrðum við rödd Sigurbjörns Einars- sonar biskups fara með einn af Passíusálmunum. Þótt engin fyrirmæli hefðu verið gefin í þá veru datt engum í hug að líta um öxl. Þegar Sigurbjörn hafði lokið lestrinum fór hann með sína eigin hugleiðingu um sálminn. Þegar henni var lokið sátum við um stund eins og í leiðslu, en stóðum þá upp. Það voru fá andlit án tára og við horfðum öll eins og ósjálfrátt til hægindastólsins, en þar var enginn. Reynslan varð sú sama öll skiptin, nema helgin fór vaxandi. Nokkrum sinnum á dag var samverustund í kirkj- unni og þar gátu þátttakendur látið til sín heyra eins og við átti. En engin samtöl áttu sér stað þar. Hver og einn gat svo skrifað nafn sitt á blað við her- bergi Sigurbjörns biskups og fékk þá einkaviðtal við hann. Svo voru fríar stundir til gönguferða um staðinn eða til að halla sér á beddann í heimavistinni. Óvænt endurnæring Landsfundurinn sem nefndur var hafði reynt tölu- vert á og hin snarpa kosningabarátta sem í hönd fór og enn snarpari stjórnarmyndun gerðu það líka. Ekki er hægt að hugsa sér annan undirbúning, sem betur hefði dugað sálartetrinu, en þessa einstöku daga í Skálholti. Einhver kynni að spyrja hvort trúlitlu fólki eða trúlausu myndi gagnast tími eins og þessi jafnvel og hér er lýst. Ekkert skal fullyrt um það, en þó er það langlíklegast. Það var engin krafa gerð til þátttak- endanna önnur en sú að virða þá kyrrð sem var um- gjörð og inntak þessara daga. Allt sem þeir höfðu fram að færa beindist því í þetta sinn inn á við og sneri eingöngu að þeim sjálfum. Engum var þó gert að samþykkja neitt né heldur að játast neinu. Teknir í trúarbakaríið Margir þeirra sem trúa og fela það ekki sérstaklega, þótt þeir hafi ekkert hlutverk sem slíkir og hafi enga þörf til að snúa öðrum til trúar, kannast sjálf- sagt við menn sem endilega vilja fá að ræða við þá um þau atriði. Gerist það iðulega í samkvæmum af ýmsu tagi og eins þótt áfengi sé ekki brúkað sem stundum ýtir undir slíka áráttu. Slíkir stilla sér iðu- lega upp í hlutverk hins íhugula vitmanns, þess sem á samleið með vísindunum gegn hindurvitnunum. Það er ósköp hvimleitt að lenda oft í þessu, sér- staklega vilji menn, vegna annarra, sýna meira um- burðarlyndi og kurteisi en viðkomandi á sérstaka kröfu til. Úr slíku verður einatt furðufljótt eins kon- ar yfirheyrsla, jafnvel sveipuð yfirlætisfullu glotti spyrjandans. Og það er auðvitað spurt stórt eins og efni standa til: Um sköpun heimsins og þá bæði um tíma og rúm. Nóaflóðið ber iðulega á góma, og það löngu fyrir daga kvikmyndarinnar. Aðgerðir Móse við Rauðahafið eru vinsælar og lækning á Lazarusi dauðum. Og þegar sá, sem hefur stöðu grunaðs í boðinu, játar viljugur á sig allt sem spurt er um (svo Hinn Sérstaki myndi hlusta fullur öfundar á væri hann nærri), er komið að Maríu guðsmóður með ein- beittri kröfu um tæknilega umræðu um það atvik, þar sem farið væri í þaula yfir aðkomu Jósefs, erki- engilsins og Guðs almáttugs. (Fróðlegt væri að vita hvort Sá Sérstaki léti síðastnefnda sverja við Biblí- una væri hann með málið.) Þegar þetta mikla tromp hefur verið afgreitt eins og öll hin er gjarnan hrópað hvort grunaður sé kannski einn af þeim sérvitring- um sem hafni kenningum Darwins. Þegar því er svarað að þær kenningar hafi ekki verið bornar sér- staklega undir grunaðan til samþykktar eða synjun- ar er oft stutt í að gestgjafi eða fyrirsvarsmaður beini vitmenninu að einhverjum öðrum, sem er ekki svo áberandi langt fyrir neðan hann í slíkum efnum. Darwin kom á róti með kenningunum Það varð vissulega mikið uppnám þegar hinar merku kenningar Darwins voru birtar á sínum tíma. Verk hans og rannsóknir og síðan kenningar hans sýndu ljóslega að þar fór merkilegur fræðimaður, sem var kjarkmaður að auki. Og það dregur ekki neitt úr áliti á honum þó að á það sé bent að eftir Aldrei náðu þeir Darwin og Disraeli að ráfa um Skálholtsstað með öpum og englum Reykjavíkurbréf 18.04.14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.