Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 V ið mælum okkur mót á Kaffitári í Þjóðminjasafninu – í göngu- færi frá heimili Gísla Marteins Baldurssonar í Vesturbænum. „Ég pantaði fyrir okkur svona páskabrauð, þetta er eitthvað nýtt frá þeim,“ segir hann um leið og hann sest nið- ur og biðst afsökunar á að hafa tafist örlítið. Það er fyrirgefið, enda blaðamaður ekki þekktur að stundvísi heldur. Gísli Marteinn sagði frá því í síðustu viku að hann væri á leið í leyfi frá RÚV næsta vetur til að setjast á skólabekk í Harvard- háskóla. Eftir páskana verða aðeins tveir þættir til viðbótar af Sunnudagsmorgni áður en þátturinn fer í sumarleyfi. „Þegar ég samdi við RÚV í haust um að taka að mér þáttinn sagði ég strax frá því að ég ætlaði að sækja um þetta nám og ef ég kæmist inn tæki ég launalaust leyfi einn vetur. Það var auðsótt mál, kannski af því að þeir héldu að það væru litlar líkur á að ég kæmist inn,“ segir hann og brosir. Námið sem Gísli Marteinn komst inn í er ársnám við Harvard Graduate School of De- sign, eða Harvard GSD, sem er talinn einn af allra bestu arkitektaskólum í heiminum. Hann ætlar þó ekki að læra arkitektúr held- ur fer hann í nám sem lýkur án prófgráðu og er hugsað fyrir fólk sem hefur unnið á einhvern hátt að borgarmálum. Á hverju ári eru tíu valdir í námið úr ýmsum áttum, t.d. ljósmyndarar, skipulagsfræðingar, borgar- stjórar, arkitektar og fleiri. „Við sjáum um okkar stundaskrá sjálf, veljum fög og erum með reglulegar kynningar fyrir aðra nem- endur á því sem við höfum verið að gera. Við erum líka hvött til að lesa mikilvægar bækur um borgir og skrifa sjálf um okkar hugmyndir. Þetta nám er algjörlega eins og skapað fyrir það sem mig langar að gera.“ Eins og þáttur af Glee Gísli Marteinn fer út með alla fjölskylduna líkt og þegar hann fór í meistaranám í Edinborg veturinn 2008-2009. Gísli og Vala Ágústa Káradóttir eiginkona hans eiga dæt- urnar Vigdísi Freyju, sem er í 7. bekk Melaskóla, og Eísabetu Unni, sem er á fyrsta ári í MR. Vala mun sinna námi frá Háskóla Íslands meðan þau eru úti en stelp- urnar fara í skóla ytra. „Þetta verður ævin- týri fyrir okkur öll. Við reynum að gera þetta þannig að þetta verði sem skemmtileg- ast fyrir dæturnar og þær fái sem mest út úr þessu. Þær eru báðar mjög spenntar og mæta þessu með jákvæðu hugarfari. Þær eru spenntar fyrir því að kynnast nýrri borg, læra á neðanjarðarlestakerfi og fara í bandaríska skóla. Sú yngri sér þetta fyrir sér eins og góðan þátt af Glee,“ segir hann og hlær. Hann segist þakklátur fyrir þann skilning sem yfirmenn hans hjá RÚV hafi sýnt þess- um fróðleiksþorsta. Gísli verður þó ekki al- veg í felum í námsleyfinu heldur mun senda pistla til RÚV meðan á náminu stendur. „Það verður skemmtilegt að geta komið með nýja strauma inn í umræðuna hér heima. Svo bara kem ég til baka fullur af nýjum krafti og ég hlakka til að fara að vinna í dagskrárgerð hjá Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra og Magnúsi Geir útvarps- stjóra, sem hafa frábæra og metnaðarfulla sýn á íslenskt sjónvarp.“ Gísli hverfur þó ekki alfarið af skjánum strax því hann sinnir þáttagerð í sumar og afrakstur þeirrar vinnu birtist sjónvarps- áhorfendum í haust. „Það verður líkast til stutt þáttaröð af innihaldsríkum viðtals- þáttum þar sem við teflum saman fortíðinni og nútímanum. Það væri gaman að geta not- að efni úr safni sjónvarpsins á frumlegan og skemmtilegan hátt sem segir okkur samt eitthvað um það hvar við erum í dag. En þetta kemur betur í ljós í haust.“ Nauðsynlegt að loka dyrum svo aðrar opnist Gísli Marteinn kom mörgum á óvart síðast- liðið haust þegar hann sagði skilið við borg- arpólitíkina, vettvang sem hann hafði starfað á frá árinu 2002. Hann var á leið í prófkjör sjálfstæðismanna í borginni og á fullu í und- irbúningi fyrir það í september síðastliðnum þegar Páll Magnússon, þáverandi útvarps- stjóri, hafði samband og bauð honum að koma aftur í sjónvarpið og stýra spjallþætti á sunnudögum. Sem dæmi um hversu brátt allt bar að má nefna að á föstudegi skilaði hann inn gögnum til auglýsingastofu svo hægt væri að hanna allt útlit kosningabar- *Þetta verður ævintýri fyrir okkur öll. Við reynumað gera þetta þannig að þetta verði sem skemmti-legast fyrir dæturnar og þær fái sem mest út úr þessu. Þær eru báðar mjög spenntar og mæta þessu með já- kvæðu hugarfari. Þær eru spenntar fyrir því að kynn- ast nýrri borg, læra á neðanjarðarlestakerfi og fara í bandaríska skóla. Orðinn „óþolandi“ borgariGÍSLI MARTEINN BALDURSSONKOM MÖRGUM Á ÓVART SÍÐAST-LIÐIÐ HAUST ÞEGAR HANN HÆTTI SEM BORGARFULLTRÚI SKÖMMU FYRIR PRÓFKJÖR. HANN HEFUR STÝRT SJÓNVARPSÞÆTTI, LAGT GRUNN AÐ OPNUN KAFFIHÚSS, KEYPT MIÐA Á HM Í BRASILÍU OG KOMIST INN Í NÁM Í HARVARD FRÁ ÞVÍ HANN HÆTTI AUK ÞESS AÐ VERA AÐ EIGIN SÖGN ORÐINN ÓÞOLANDI BORGARI - ÞÓ Í JÁ- KVÆÐRI MERKINGU. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.