Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 51
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 að fyrst ég er ekki sammála þeim hljóti ég að vera gólandi kommúnisti,“ segir hann og brosir sínu breiðasta. „Ýmsir sem ekki hafa velt þessum hlutum mikið fyrir sér virðast upplifa það þannig að það sé sérstök hægristefna að vilja hrað- brautir og mislæg gatnamót en að hugtök eins og þétting byggðar, almennings- samgöngur og göngugötur séu vinstrimál. Ég spyr á móti: Hvernig er það hægristefna að vilja eyða tugum milljarða af skattpen- ingum í mislæg gatnamót en vinstri að vilja draga úr þeim útgjöldum? Ég veit ekki hvaðan menn fá þá stjórnmálafræði. Sama með flugvöllinn. Sama fólk og hefur lagt niður heilu heilbrigðisstofnanirnar úti á landi undir forystu Sjálfstæðisflokksins, í nafni hagræðingar, má ekki heyra á það minnst að leggja niður ríkisfyrirtækið Reykjavíkurflugvöll sem kostar skattgreið- endur stórfé. Flugvellirnir tveir, í Reykjavík og Keflavík, eru tvö ríkisfyrirtæki sem starfa hlið við hlið og gera það sama. Það er mjög einföld hagræðingaraðgerð að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og nota hinn flug- völlinn í staðinn. Stórfé myndi sparast, eins og vandaðar skýrslur hafa sýnt.“ Gísli Marteinn bendir einnig á að landið í Vatnsmýrinni er í opinberri eigu. „Þetta er mjög verðmætt land og þær opinberu eigur sem liggja í því landi eru ekkert öðruvísi en hverjar aðrar ríkiseigur. Þarna eru verð- mæti sem ríkið er að sóa. Ef einkaaðili ætti landið myndi hann ekki hafa þar flugvöll. Fyrir mér er það augljóst að það að vilja flugvöllinn burt er meira hægramál en vinstra. En ég hef hins vegar aldrei viljað setja málið þannig upp, þetta snýst fyrst og fremst um að gera Reykjavík að betri borg og skapa aukin lífsgæði fyrir þá 20 þúsund Reykvíkinga sem munu bætast við á næstu 15 árum. Það eru ekki bara fasteignafélög, verkalýðsfélög og fjárfestingafélög sem segja að við þurfum að byggja nálægt mið- borginni, það eru líka borgarbúar sjálfir sem lýsa því yfir aftur og aftur að þeir vilji helst búa miðsvæðis og aðallega unga fólkið. Það er furðuleg pólitík að vilja ekki hlusta á það.“ Yfirskriftin á bréfinu sem Gísli Marteinn sendi vinum sínum og stuðningsmönnum þegar hann hætti í borgarstjórn í haust var: „Við erum öll borgarfulltrúar“ og það er greinilegt að hann hefur ekki misst ástríð- una fyrir þessum málum þótt hann hafi horfið til annarra starfa. „Ég lít svo á að við eigum öll að vera borgarfulltrúar – ég reyni að vera það áfram með því að hætta ekki að skrifa um borgarmál og halda fram mínum sjónar- miðum um betri borg hvar sem ég get,“ segir Gísli Marteinn Baldursson. Fyrirlestur sem Gísli Marteinn hélt á fundi Landsbankans um Reykjavík sem ferða- mannaborg vakti athygli nýverið. Þar lét hann þau orð falla að hann bæði til Guðs að „einhver túristi lendi ekki í því að vera á ein- hverju glötuðu hóteli í Kópavogi“. Einhverjir Kópavogsbúar töldu þetta sýna hroka og móðguðust fyrir hönd Kópavogs. „Mér finnst fráleitt að móðgast yfir þessu. Ef þú velur þér að búa í Garðabæ eða Kópa- vogi þá ertu beinlínis að flýja það sem gæti kallast túristaparadís. Slagorð Kópavogs hefur alltaf verið að það sé gott að búa í Kópavogi og ég var svosem ekkert að draga úr því. En það þarf enginn að móðgast yfir því að ég segi að það sé ekki gott fyrir túrista að vera í Kópavogi, með fullri virðingu fyrir þrumustuðinu á Catalínu.“ Erindi Gísla Marteins heitir „Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ en þar fjallar hann um þær hættur sem þarf að var- ast vilji Reykvíkingar forðast að festa ferða- menn sem hingað koma í slíkri gildru. Túristagildra er það kallað þegar staðir sem eru vinsælir hjá túristum yfirfyllast af ferðamönnum sem aftur leiðir til þess að þjónustan verður slakari (því túristinn kem- ur ekki endilega aftur og aftur heldur stopp- ar aðeins í fáa daga) og verðlag verður of hátt. Ferðamenn þurfa að dreifast víðar en um Kvosina og Laugaveg „Erlendir gestir í borgarferð vilja vera þar sem smart Íslendingar eru að fá sér kaffi eða bjór, ekki þar sem ferðamenn í anorökkum eru að kaupa sér lunda. Í þessum fyrirlestri er ég að ræða það sem við getum gert til að Reykjavík verði áfram valin ein „heitasta“ borg heims, en breytist ekki í karakterlausan ferðamannastað. Eitt af því sem ég bendi á er að við þurfum að stækka svæðið sem ferðamenn sækja í. Þetta er nú þegar að ger- ast að nokkru leyti með auknu mannlífi niðri við höfn og úti á Granda. Þannig dreifast túr- istarnir víðar en bara um Kvosina og Lauga- veg. Sama þróun hefur átt sér stað í hina átt- ina með Kex Hosteli og uppbyggingunni fyrir ofan Hlemm. Ferðamenn sem hafa áhuga á Reykjavík eða íslensku borgar- umhverfi fá ekki sömu upplifun af borgar- ferðinni ef þeir eru settir niður á hótel í Kópavogi, þótt þau kunni að vera frábær kostur fyrir fólk sem er fyrst og fremst að staldra við í borginni á leið sinni út úr henni aftur. Ef ferðamenn eru að kaupa vöruna Reykjavík út af flottu mannlífi, öflugu tón- listarlífi, heimsklassa matargerð og fleiru sem borgarlífinu fylgir, þá er einfaldlega minna af því í Hamraborginni en 101 Reykja- vík,“ segir Gísli Marteinn. Í fyrirlestrinum bendir Gísli Marteinn á að í Reykjavík séu vinsælustu veitingastaðirnir (samkvæmt Tripadvisor) allir á einum bletti, einmitt þar sem byggðin er þéttust. Að hans mati mun þéttari byggð nálægt miðsvæðum Reykjavíkur, til dæmis meðfram Skipholti og Suðurlandsbraut skapa grundvöll fyrir aukinni þjónustu, verslun og veitingastöðum. Kópavogur ekki sama og Reykjavík Ferðamannaborgir Borg Ferðamenn per íbúa Feneyjar 10,8 Amsterdam 7,8 Reykjavík 6,2 Róm 5,2 Mílanó 5,1 Flórens 4,6 LasVegas 4,5 Vinstra megin má sjá hversu þétt vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur standa. Á kortinu hægra megin er Kaupmannahöfn í sömu stærðarhlutföllum. Rauðu dílarnir sýna vinsæl- ustu veitingastaði þeirrar borgar en eins og sjá má dreifast þeir á mun stærra svæði (bláu dílarnir hægra megin eru afritaðir af Reykjavíkurmyndinni til samanburðar). Reykjavík er komin í hóp þeirra borga með hvað flesta ferðamenn per íbúa. Í Lundúnum eru t.d. 1,9 ferðamaður á íbúa. Um fátt var meira rætt í febrúar en viðtal Gísla Marteins við forsætisráðherra, Sig- mund Davíð Gunnlaugsson. Strax eftir við- talið setti Gísli Marteinn inn færsluna „Vá. Þetta var furðulegt“ á Twitter sem var end- urtíst af notendum miðilsins 132 sinnum sem heggur nærri Íslandsmeti. Netmiðlar hömuðust strax eftir viðtalið við að skrifa fréttir upp úr því, enda þótti framganga for- sætisráðherra undarleg. „Ég var bara búinn að búa mig undir þetta viðtal líkt og önnur. Ég var búinn að taka viðtöl við fimm ráðherra úr ríkisstjórn- inni og hef reynt að spyrja þeirra spurninga sem ég tel að fólk vilji fá svör við. Ég reyni að vera með þá viðtalstækni að leyfa fólki að svara. Viðtalið fór bara eðlilega af stað, en svo fór það bara í það far sem það fór. Það sá öll þjóðin hvað gerðist. Það er ekkert hægt að spinna það eftir á.“ Gísli segist aldrei hafa fengið jafnmikil viðbrögð við neinu viðtali sem hann hefur tekið á ferlinum. „Þau voru nær eingöngu jákvæð. Tölvupóstarnir skiptu hundruðum frá ólíklegasta fólki úr öllum flokkum. Eng- inn flokkur er þar undanskilinn. Í þessum tölvupóstum notar fólk hástemmd lýsing- arorð af þakklæti og undrun yfir þessu. Ég er búinn að vera í sjónvarpi mjög lengi þannig að ég tók þessu öllu með jafn- aðargeði. Sjónvarp hefur mjög sterk áhrif í stuttan tíma og svo kemur bara næsti þáttur.“ Hann segist þó telja að stjórnmálamenn séu dæmdir yfir lengri tíma. „Eitt viðtal ætti ekki endilega að breyta sýn fólks á verk stjórnmálamanns. Það er engin ósk hjá mér að Sigmundur Davíð verði alltaf með þetta viðtal á bakinu og dæmdur af því. Ég var bara hissa á því í viðtalinu hvernig hann svaraði og ég held ég hafi meira að segja sagt það í miðju viðtalinu að mér fyndist þetta vera skrýtið viðtal.“ Aldrei fengið jafnmikil viðbrögð við neinu viðtali Forsætisráðherra í stólnum hjá Gísla Mar- teini að sunnudagsmorgni 16. febrúar. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA VAXTALAUSAR GREIÐSLUR Í ALLT AÐ 6 MÁNUÐI MERIDA BELLA 20 BARNAHJÓL 45.990 KR. Léttgreiðslur 7.665 KR. í 6 mánuði Stærð: 20” Bremsur: V-BRAKE Gírar: Shimano 6-SPEED MERIDA BELLA BARNAHJÓL 24.990 KR. Léttgreiðslur4.165 KR. í 6 mánuði Stærð: 12” Bremsur: Fótbremsur MERIDA JONATHAN ÞRÍHJÓL 17.990 KR. Léttgreiðslur 2.998 KR. í 6 mánuði Einnig til í bleiku

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.