Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 53
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Það er ekki nýlunda að geðhvörf komi fyrir í sjón- varpsþáttum en hitt er sjaldgæfara að aðalsögu- hetjur glími við veikindi af því tagi, svo sem Carrie Mathison í hinum margverðlaunuðu bandarísku spennuþáttum Homeland. Mathison er afburðasnjall greinandi hjá banda- rísku leyniþjónustunni, CIA, með sérþekkingu á Mið-Austurlöndum. Hún er um tíma í innsta hring stofnunarinnar en undan henni fjarar þegar yf- irmennirnir komast að raun um að hún glímir við geðhvörf. Því hafði henni tekist að leyna um langt skeið. Samt þurfa þeir að kyngja stoltinu og kveðja hana aftur á vettvang vegna sérþekkingar hennar á afar flóknu máli. Geðhvörf einkennast af mislöngum tímabilum með þunglyndi eða örlyndi (maníu). Á þessum sjúk- dómstímabilum getur sjúklingurinn verið sturlaður, þ.e.a.s. að raunveruleikaskyn hans er brenglað. Fjöldi sjúkdómstímabila er breytilegur frá einni persónu til annarrar, nokkrar fá aðeins eitt tímabil aðrar fleiri. Á milli veikindatímabila er viðkomandi í raun heilbrigður, að því er fram kemur á vefnum doktor.is. Loksins talað opinskátt Handritshöfundar Homeland sökktu sér í rann- sóknir á sjúkdómnum, ræddu við geðhvarfa- sjúklinga og sóttu upplýsingar í bók Kay Redfield Jamison, An Unquiet Mind, sem oft er nefnd „biblía geðhvarfanna“. Jamison er klínískur sálfræðingur sem sjálf hefur átt í höggi við geðhvörf. Túlkun Claire Danes á Carrie Mathison hefur vakið mikla athygli og án efa breytt skilningi og sýn margra á geðhvörf. Þannig skrifaði Jamie Stiem, geðhvarfasjúklingur og systir eins handritshöfunda Homeland, Meredith Stiem, eftirfarandi í New York Times: „Það var sársaukafull staðfesting á hæfileikum systur minnar að atriði sem hafa ef til vill ekki haft mikil áhrif á aðra áhorfendur kölluðu fram tár hjá mér. Samt sem áður er ég sannfærð um að aðstandendur þáttarins, handritshöfundar, framleiðendur og fröken Danes hafa gert almenn- ingi mikinn greiða: Mögulega þýða viðtökur þátt- arins, sem hafa verið glimrandi, að Bandaríkjamenn geta loksins talað opinskátt um geðhvörf.“ Yfigefur börn sín sex Geðhvörf eru einnig í forgrunni í öðrum vinsælum bandarískum þætti, gamandramanu Shameless. Karakterinn, Monica Gallagher, er að vísu ekki í aðal- hlutverki en veikindi hennar hafa djúpstæð áhrif á eiginmann hennar og börnin sex. Geðhvörfin og alkóhólisminn, sem frú Gallagher glímir einnig við, gera það að verkum að hún getur ekki sinnt þeim. Það er átakanlegt þegar hún reynar að gera bót og betrun, snýr aftur heim – eldhress. Fer eins og hvirf- ilbylur um heimilið og nálægar verslanamiðstöðvar í örlyndinu – ólyfjuð. En það sem fer upp kemur niður líka og aumingja frú Gallagher magalendir í þung- lyndinu. Endar með því að skera sig á púls í miðri þakkargjörðarmáltíðinni – fyrir framan börnin sex. Höfundar Shameless hafa hlotið mikið lof fyrir meðhöndlun sína á geðhvörfunum. „Partur af Mo- nicu þráir að breytast og vera til staðar fyrir börnin sín,“ segir handritshöfundurinn og framleiðandinn Ethan Frankel. „En hún vill líka gera aðra hluti, án þess að vera dofin af lyfjum. Þetta er stöðug innri barátta.“ Frank og Monica Gallagher í Shameless ásamt dóttur sinni, Debbie. Þétt er staðið saman þrátt fyrir ótrúlega erfiðleika. Er Carrie Mathison í Homeland fær um að gegna störfum fyrir CIA þrátt fyrir geðhvörf? Stöðug innri barátta Viðbrögð Sögu Norén, lögreglukonu í Brúnni, við félagslegu áreiti eru gjarnan kostuleg. Hún spjallar ógjarnan um daginn og veginn. Undrið dr. Spencer Reid í Criminal Minds. Hrein og bein. Temperence Brennan réttarlæknir í Bones. Martin Ellingham læknir (Doc Martin) er með afbrigðum snakill- ur. Duttlungar hans mælast misvel fyrir í fásinninu í Portwenn. Ólíkindatólið og eðlisfræðingurinn dr. Sheldon Cooper í Big Bang Theory. Samskipti við hann geta reynt á þolinmæðina. * Hitt greinirhana þó fráhetjum sem framfylgt hafa lögum og reglum á skjánum gegnum árin, svo sem Derrick, Kojak og Hunter, að þegar kemur að mannlegum sam- skiptum er Saga gjör- samlega úti á túni. Georg Bjarnfreðarson, með beiskari mönnum. Siðblinda hefur áður sést í sjónvarpi en sjaldan með eins grímulausum hætti og í tveimur bandarískum þáttum, sem njóta mikillar lýðhylli um þessar mundir, stjórnmálasápunni House of Cards og gamandramanu Shameless. Aðalpersónurnar, sem heita báðar Frank (ætli það sé tilviljun?), hafa löngu tapað baráttu sinni við sjálfhverfuna og þekkja engin takmörk þegar kemur að því að fá sínu framgengt. Frank Gallagher í Shameless getur að vísu skýlt sér bak við ólæknandi alkóhólismann en Frank Un- derwood í House of Cards er einfaldlega illur að upplagi. Joð gamli Err er eins og kórdrengur við hliðina á honum. Völd eru Underwood allt og til að öðlast þau lætur hann einskis ófreistað, líf annarra eru eins og hver önnur skiptimynt í því samhengi. Ófögur mynd er þarna dregin upp af bandarísku stjórnmálalífi en upprunalega útgáfan er raunar bresk. Sama máli gegnir um Shameless. Hvers vegna að frumskapa ef hægt er að stela og stæla efni sem þegar hefur sannað ágæti sitt? Það sem einkennir siðblinda einstaklinga er að þeir virðast ekki hafa samvisku og geta þar af leiðandi ekki fundið fyrir sektarkennd, auk þess sem þeir eru ófærir um að setja sig í spor annarra. Siðblindir eru oft heillandi á yfirborðinu og vel gefnir. Þeir eru ekki haldnir ranghug- myndum né hugsa órökrétt líkt og þeir sem þjást af geðröskunum gera. Siðblindir eru alla jafna í góðu andlegu jafnvægi. Umrenningurinn umborinn Frank Underwood er dyggilega studdur af eiginkonu sinni, ellegar vit- orðsmanni, Claire, sem hefur síst fallegri sál að geyma. Oft er flagð und- ir fögru skinni. Frank Underwood situr sperrtur á stóli varaforseta Bandaríkjanna en nafni hans Gallagher er umrenningur. Sefur gjarnan úr sér í næsta skafli. Hann svífst einskis til að komast yfir bætur eða aðra aðgengilega aura og tilgangurinn er aðeins einn – að svala sárum þorstanum. Gallagher er mun sympatískari karakter en Underwood enda fárveikur af hinum öm- urlega sjúkdómi alkóhólisma. Áhorfendur geta á köflum ekki annað en stolist til að halda með honum. Eins og Joð Err í gamla daga. Öll ill- menni eiga sér nefnilega viðkvæmari hlið. Öll nema Frank Underwood. Frank, er það ekki einlægni? Undirferli er þeirra fag. Frank og Claire Underwood í House of Cards.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.