Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.4. 2014 Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egilsson opna á laugardag klukkan 14 saman sýningu á nýjum ljósmyndaverkum í Populus tremula á Akureyri. Sýninguna kalla þau „Thoella“ og er hún aðeins opin þessa einu helgi, klukkan 14 til 17 á laugardag og báða páskadagana. Sýndar verða þrjár ljósmyndaraðir. „Fyrst og fremst er ég“ eru 21 portrettmynd eftir Sigríði Ellu af fólki með Downs-heilkennið. Hún sýnir einnig verkið „Bloodgroup“, ljós- myndabók um samnefnda hljómsveit en myndirnar tók Sigríður Ella á tímabilinu 2010 til 2013. „Fegurðin í dauðanum“ er heiti verks Þórarins en í því birtist sýn hans á það: fegurðina í dauðanum. SÝNA SAMAN UM HELGINA LJÓSMYNDAVERK Hluti eins verks Sigríðar Ellu á sýningunni, úr myndröðinni „Fyrst og fremst ég“. Leikrit Árna Kristjánssonar fjallar um það þegar Davíð Stefánsson sýnir vinum Gullna hliðið. Útvarpsleikhúsið á Rás 1 flytur klukkan 13 á páskadag „Söng hrafnanna“, nýtt leikverk eft- ir Árna Kristjánsson í leikstjórn Viðars Egg- ertssonar. Hljóðvinnslu annast Einar Sigurðs- son. Verkið er unnið í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Minjasafnið á Akureyri og var á dögunum frumflutt sem hljóðinnsetning í Davíðshúsi, á 50 ára dánarafmæli Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi, en leik- ritið gerist þar í húsinu. Ólafur Darri Ólafs- son leikur Davíð, Hannes Óli Ágústsson leik- ur Pál Ísólfsson og Hilmir Jensson leikur Árna Kristjánsson píanóleikara. Einnig fara María Pálsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árna- dóttir með hlutverk í leiknum. LEIKRIT UM DAVÍÐ STEFÁNSSON HRAFNASÖNGUR Kammerkórinn Schola cantorum fagnar því að 400 ár eru liðin frá fæð- ingu Hallgríms Pétursonar, á tónleikum sínum í Hall- grímskirkju á annan í pásk- um, klukkan 20. Kórinn frumflytur þá nýtt verk eftir tónskáldið Hreiðar Inga Þorsteinsson en það er samið við sálma Hallgríms Péturssonar og segir upprisusög- una. Á efnisskránni er einnig hátíðarkantata Benjamins Brittens (1913-1976), „Rejoice in the Lamb“. Textinn er fjörugur og verkið eft- ir því, en sungið er um dýr sem lofsyngja Guð. Söngvarar úr röðum kórsins fara með einsöngshlutverk. Þá mun kórinn einnig flytja sígilda helgisöngva úr söngvasafni Róberts A. Ottósonar. Tónskáldið Hreiðar Ingi er gesta- stjórnandi á tónleikunum í fjarveru Harðar Áskelssonar, stjórnanda Scola cantorum. TÓNLEIKAR SCOLA CANTORUM HELGISÖNGVAR Hreiðar Ingi Þorsteinsson Menning É g var mjög glaður og stoltur þeg- ar Tinna [Gunnlaugsdóttir] hafði samband við mig fyrir hálfu öðru ári og bauð mér að koma hingað og vinna aðra uppsetningu fyrir Þjóðleikhúsið,“ segir Stefan Metz, en hann leikstýrir Eldrauninni eftir Arthur Miller í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar sem Þjóðleikhúsið frumsýnir föstudaginn 25. apríl. Stefan Metz var síðast á Íslandi árið 1999 þegar hann leikstýrði rómaðri sýningu á Krítarhringnum í Kákasus eftir Bertolt Brecht í Þjóðleikhúsinu. Metz hóf leik- húsferil sinn sem leikari og lék m.a. í The Street of Crocodiles, The Three Lives of Lucie Cabrol og Mnemonic hjá Complicite leikhúsinu í London, en hefur starfað sem leikstjóri sl. fimmtán ár og leikstýrt í virtum leikhúsum í Sviss, Bretlandi, Þýskalandi, Sví- þjóð og á Spáni. Hann hefur leikstýrt reglu- lega hjá Borgarleikhúsinu í Gautaborg og af sviðsetningum hans þar má nefna Þrettánda- kvöld, Pétur Gaut, Biblíuna, Don Kíkóta og Sem yður þóknast. Aðspurður segir Stefan Metz að Eldraunin sé fyrsta leikritið eftir Miller sem hann leik- stýri. „Ég nýt þess að skapa leiksýningar með áherslu á hið sjónræna, enda er leiksýn- ing bæði fyrir augu og eyru. Það felst því ákveðin áskorun fyrir mig að takast á við leik- rit þar sem mjög mikil áhersla er lögð á textann. Sem dæmi gefur höfundurinn skýr fyrirmæli í svigum um hvernig eigi að fara með text- ann, en ég hef tekið alla sviga með slíkum fyrirmælum burt, því mér finnst nauðsynlegt að leikararnir hafi frelsi til að nálgast textann og tilfinn- inguna í honum á eigin for- sendum,“ segir Metz og bendir á að ríflega 60 ár séu síðan verkið var frumsýnt á Broadway „Við þurftum því eðli- lega að skoða hvað eltist vel og hvað ekki. Ég hef því stytt verkið nokkuð, en það er eðlilegur hlutur þess að gera verkið að sínu og miðla sinni listrænni sýn.“ Moldin undirstrikar óhreinindin í sálum fólks sem leiðir til ills Eldraunin fjallar um galdraofsóknir í Salem í Bandaríkjunum veturinn 1692-93, en Miller skrifaði verkið með hliðsjón af þeim ofsókn- um sem fjöldi fólks í Bandaríkjunum mátti þola á sjötta áratug síðustu aldar þegar fulltrúar yfirvalda, með Joseph McCarthy í broddi fylkingar, lögðu ofurkapp á að fletta ofan af starfsemi kommúnista í landinu. Í leikritinu eru nokkrar ungar stúlkur staðnar að verki úti í skógi við að reyna að særa fram anda. Í kjölfarið byrja þær að ásaka aðra í þorpinu um galdur. Smám saman nær tortryggnin tökum á þessu litla samfélagi. Rannsóknarmenn og dómarar eru kallaðir til og enginn er lengur óhultur. Bóndinn John Proctor dregst inn í hringiðu atburðanna þegar Abigail Williams, fyrrum ástkona hans, sakar Elizabeth, eiginkonu hans, um galdur. Spurður hvar hann staðsetji verkið í tíma og rúmi segir Stefan Metz að sér hafi þótt mikilvægt að halda í ákveðið tímaleysi og leyfa þannig áhorfendum að nálgast verkið á eigin forsendum. „Grunnur verksins byggir á samfélagi þar sem hjátrú og hindurvitni var ríkjandi. Sem betur fer lifum við ekki á slík- um tímum lengur. Ég reyni að tengja verkið við nútímann, en ég er þeirrar skoðunar að öll góð leikrit tali til fólks á öllum tímum. Mér fannst mikilvægt að fólk væri ekki að horfa á verkið með sögulegum gleraugum og þess vegna fannst mér að útlit sýningarinnar ætti ekki að vera bundið við Salem veturinn 1692-93 þegar nornaveiðarnar áttu sér raun- verulega stað,“ segir Metz og bendir á að búningar Sean Mackaoui séu þannig inn- blásnir af vinnufötum verkafólks og bænda á meginlandi Evrópu á fimmta og sjötta ára- tug síðustu aldar. „Við Sean Mackaoui vorum sammála um að hafa leikmyndina eins einfalda og hægt væri. Við urðum fljótlega sammála um að láta leika verkið í einu rými sem nota má sem rými til umræðna og sem réttarsal. Þannig erum við með fangelsisrýmið inni á sviðinu allan tímann og það er þakið mold, en moldin hefur þann eiginleika að hægt er að ganga hljóðlaust á henni auk þess sem hún undirstrikar óhreinindin í sálum fólksins sem leiðir til ills og falskra ásakana.“ Margir sjá leikritið sem allegoríu á McCarthy-ismann sem réð ríkjum á ritunartíma verksins og því liggur beint við að spyrja Metz hvort hann vinni meðvitað með þessi tengsl í uppfærslu sinni. „Ég er ekki markvisst að vinna með þau tengsl í sýningunni, því ég vil að áhorfendur hafi frelsi til að tengja verkið við ofsóknir allra tíma, en norna- veiðar eiga sér stað víða í dag,“ segir Metz og bendir á að skipta megi kommúnism- anum út fyrir alls kyns öfgastefnur. „Verkið fjallar um hversu langt fólk er tilbúið að ganga í því að samþykkja lygar og sverta vini sína til þess eins að bjarga eigin skinni.“ Fer ekki of snemma í senur Eldraunin er að sögn Metz fjölmennasta leiksýningin sem hann leikstýrir til þessa, en tæplega tuttugu leikarar taka þátt í upp- færslunni. Í hlutverkum Johns, Elizabethu og Abigail sem eru í forgrunni verksins eru Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálms- dóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir. Fjórir leikarar úr leikhópnum unnu með Stefani Metz í Krítarhringnum á sínum tíma, þ.e. þau Margrét, Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Steindórsdóttir. Spurður hvort hann hafi óskað sérstaklega eftir þessum leikurum nú svarar Metz því játandi og tekur fram að það sé alltaf kostur þegar leikstjóri þekki leikarana sína og þurfi þá ekki að byrja á núllpunkti í vinnunni. „Þegar ég kom til Ísland 1999 heillaðist ég af því hversu hæfileikaríkir og góðir íslensk- ir leikarar eru. Það var ekki síst ástæða þess að mig langaði til að koma aftur,“ segir Metz og bætir við: „Íslenskir leikarar fá aug- ljóslega góða þjálfun og menntun í leik- aranámi sínu hérlendis. Þeir búa jafnframt yfir miklum innri styrk sem er lykilatriði þegar á hólminn er kominn. Mér hefur fund- ist frábært að vinna hérna í Þjóðleikhúsinu, því leikhópurinn er framúrskarandi, starfs- andinn mjög góður og öll aðstaðan í húsinu til fyrirmyndar. Mér finnst samstarfsfólk mitt allt svo jákvætt, gefandi og styðjandi hvert við annað, en slíkt er hreint ekki sjálf- gefið. Þegar upp er staðið ræðst það af and- anum í hópnum hvernig sýningin verður. Þegar tekst að skapa góðan anda skilar það sér margfalt inn í sýninguna. Leikstjórn er því miklu meira en bara vinna. Mér finnst mjög mikilvægt að bræða leikhópinn saman og byrja æfingaferlið alltaf á því að vinna með spuna og ræða bakgrunnsefni sem hjálpar til við að skilja verkið. Allir þurfa að vera í sama bátnum hvort sem viðkomandi fer með stórt eða lítið hlutverk og því gæti ég þess að fara ekki of snemma að vinna senur leikverksins.“ Spurður hvort það hjálpi sér sem leikstjóri að vera sjálfur leikaramenntaður svarar Metz því játandi. „Ég veit í gegnum hvað leikararnir þurfa að ganga og hvar í vinnu- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ FRUMSÝNIR ELDRAUNINA EFTIR ARTHUR MILLER Nornaveiðar tíðkast víða í dag LEIKSTJÓRINN STEFAN METZ SEGIST HAFA HEILLAST AF ÍSLENSKUM LEIK- URUM ÞEGAR HANN LEIKSTÝRÐI Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU FYRIR 15 ÁRUM. NÚ ER HANN MÆTTUR AFTUR TIL AÐ TAKAST Á VIÐ EITT LYKILVERKA MILLER. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mér finnst mikilvægt að ögra leikurum mínum og gefa þeim færi á að takast á við krefjandi verkefni sem þroskar þá í listinni,“ segir Stefan Metz. Elma Stefanía Ágústsdóttir leikur Abigail Williams. * Verkiðfjallar umhversu langt fólk er tilbúið að ganga í því að samþykkja lygar og sverta vini sína til þess eins að bjarga eigin skinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.