Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Side 57
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Lofts Guðmundssonar rithöfundar og nafna hans ljósmyndarans er minnst á sýningu sem verður opnuð á laugardag klukkan 15 í Ásgarði í Kjós. Sýningin nefnist „Leiklist í Kjós“ en báðir voru fæddir í sveitinni og komu að leiklist og kvikmyndagerð. 2 Unnendur áhugaverðra kvik- mynda ættu ekki að missa af sænsku myndinni Monica Z sem sýnd er í Bíó Paradís. Kvikmyndin fjallar um ævi djass- söngkonunnar Monicu Zetterlund sem var um tíma ein fremsta djass- söngkona heims. Hin íslenskættaða Edda Magnason leikur Monicu. 4 Sýning á verkum eftir Ólaf Sveinsson hefur verið opn- uð í safnaðarheimili Glerár- kirkju og verður opin um páskahelgina. Hann sýnir einnig í safnaðarheimili Akureyrarkirkju, verk 14 ára, og verður sú sýning opin næstu vikur. 5 Ragnheiður Guðmunds- dóttir opnar á laugardag klukkan 14 myndlistarsýn- ingu í Grafíksalnum, sjávar- megin í Hafnarhúsinu, sem hún kallar „Endurfæðing hjartans“. Er hjart- að kjarni okkar? Býr vitundin í hjart- anu en ekki í heilanum? Að því spyr Ragnheiðar. Fólk þarf að hlusta á hjartað, segir hún. 3 Hugleikur sýnir að kvöldi ann- ars í páskum í Tjarnarbíói bráðskemmtilegan nýjan söng- leik Þórunnar Guðmunds- dóttur, Stund milli stríða. Verkið gerist í húsmæðraskóla í Reykjavík millistríðsáranna. MÆLT MEÐ 1 ferlinu þeir eru staddir hverju sinni. Í leik- húsinu líkt og annars staðar gildir að maður getur ekki farið að hlaupa fyrr en maður er fær um að ganga. Ég hef sem leikari sjálfur unnið með leikstjórum sem ekki skilja vinnu- ferli leikarans og fara jafnvel að öskra og æpa vegna þess að þeir treysta ekki leik- urum sínum og vilja fá sjáanlegan árangur strax. Þeir skilja ekki að þó maður viti vit- rænt hvað maður hyggst framkalla þá getur tekið tíma að framkalla það líkamlega og í samspili við aðra. Mitt hlutverk sem leik- stjóri er að hjálpa leikurum mínum að fram- kalla hlutina,“ segir Metz og bætir við: „Í mínum huga snýst leiklist fyrst og síðast um að virkja ímyndunarafl leikhúsáhorfenda. Mér finnst mikilvægt að ögra leikurum mín- um og gefa þeim færi á að takast á við krefj- andi verkefni sem þroskar þá í listinni. Hvert einasta leikrit lýtur sínum eigin lög- málum. En aðalmarkmið mitt er hvernig koma megi verkinu til áhorfenda með sem skýrustum og áhrifaríkustum hætti,“ segir Metz að lokum. Morgunblaðið/Eggert Ljósmynd/Eddi „En eftir að síðasta leikrit mitt, The Crucible [Eldraunin], hafði verið sýnt, föðmuðu kommúnistar mig að sér, eins og þeir ættu í mér hvert bein. Þeir vissu, að í þessu leikriti er sneitt að McCarthy- ismanum, en gættu þess ekki, að í því er ráðizt gegn öllum öfgastefnum, svo að leikritið er einnig hrópandi mótmæli gegn því, sem gerzt hefur og gerist í Rússlandi og annars staðar, þar sem kommúnistar hafa varpað andstæðingum sínum á „galdrabálin“. Í sannleika sagt á ég von á því, að álit þeirra á mér breytist eftir hvert nýtt leikrit sem ég sendi frá mér. Það skiptir mig þó engu,“ – bætir Miller við með kankvísu brosi. Hvenær byrjuðuð þér að skrifa The Crucible? „Fyrir tveimur árum. Aftur á móti byrj- aði ég að hugsa um efnið árið 1938, þeg- ar ég var að ljúka háskólanámi. Af því get- ið þér séð, að leikritið er ekki fyrst og fremst skrifað gegn McCarthy-isma, eins og margir halda, því að hann var ekki til þá, heldur öllum öfgastefnum, sem reyna að ná fótfestu með rannsóknardóm- stólum og allsherjarógnaröld. – Ég heill- aðist strax af þessu söguefni, fannst það sérkennilegt og aðlaðandi á vissan hátt. Leikritið finnst mér hafa komið á réttum tíma. Hinn sögulegi bakgrunnur þess lýsir vel okkar eigin öld. Eldtungurnar frá galdrabrennum 17. aldarinnar ber enn við himin og varpa drungalegu svipleiftri á atómöld nútímans. […] Í löndum komm- únismans er hvers konar andspyrna talin eiga rót sína að rekja til hinna djöfullegu auðvaldsafla og í Ameríku eiga allir aðrir en afturhaldsmenn á hættu að vera sak- aðir um að eiga samneyti við hið rauða víti. Af þessu fær hvers konar pólitísk andspyrna djöfullegan grimmdarsvip, sem réttlætir, að allar hefðbundnar venjur um samskipti siðmenntaðra manna séu numd- ar úr gildi. Stjórnarstefna er þannig lögð til jafns við siðferðilegan rétt og öll and- spyrna talin af hinu vonda. Þegar tekizt hefur að koma á slíkri jafngildingu valds og siðferðilegs réttar, verða í þjóðfélaginu samsæri og gagnsamsæri og ríkisstjórnir líta þá ekki lengur á sig sem gjörðardóm- ara, heldur eins konar svipu guðs.“ Gegn öllum öfgastefnum Arthur Miller rúmlega fimmtugur árið 1966. Ljósmynd/Eric Koch MATTHÍAS JOHANNESSEN RÆDDI VIÐ ARTHUR MILLER Á HEIMILI BANDARÍSKA LEIKSKÁLDSINS 1954 OG FER BROT AF ÞVÍ SAMTALI HÉR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.