Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Blaðsíða 59
20.4. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Hinumegin við fallegt að eilífu – Líf, dauði og von í fátækrahverfi í Mumbai er verðlaunabók eftir Katherine Boo. Þetta er fyrsta bók Katherine Boo, sem var blaðamaður og ritstjóri á Washington Post. Í bókinni bregður hún upp mynd af mannlegum örlögum í utan- garðssamfélagi á Indlandi. Við flugvöllinn í Mumbai á Indlandi reis fátækrahverfi und- ir lok 20. aldar. Þarna komu ör- snauðir farandverkamenn sér fyrir og gera sér mat úr rusli á sorphaugum. Þar er fjölskrúð- ugt mannlíf sem er að mestu hulið þeim sem betur mega sín, ekki síst Vesturlandabúum. Þetta er bók um lífsbaráttu þessa fólks. Það sem ekki sést Ný ævisaga Charlie Chaplin er komin út. Höf- undur hennar er Peter Ackroyd sem skrifaði á sínum tíma rómaða ævisögu Charles Dickens. Í þessari nýju ævisögu um Chaplin er sjónum beint að æsku hans sem var vægast sagt öm- urleg. Chaplin ólst upp í fátækrahverfum Lund- úna, móðir hans var dansari og vændiskona sem þjáðist af geðveiki og var nokkrum sinnum vist- uð á hæli. Faðirinn yfirgaf hana og tvö ung börn þeirra og drakk sig í hel. Chaplin og bróðir hans reyndu að bjarga sér með því að stela sér til matar og sváfu á götunni meðan móðir þeirra dvaldi á geðveikrahæli. Hæfileikar Chaplins urðu honum til bjargar en hann kom fyrst fram á sviði sjö ára gamall. Hann hélt ungur til Bandaríkjanna og varð einn fræg- asti maður heims. Hin ömurlegu bernskuár mörkuðu hann. Hann varð nískur og sýndi sam- starfsfólki iðulega ruddaskap og segja má að hann hafi dekrað við dynti sína. Hann notaði ekki úr og lét alltaf eins og hann vissi ekki hvaða vikudagur var. Þegar hann var gagnrýndur fyrir að mæta ekki á fyrirfram ákveðna fundi svaraði hann yfirlætislega: „Ég er heimsfrægur.“ Einkalíf Chaplins fær vitanlega umfjöllun í bókinni, en víst er að hefði heimsfrægur leikari nútímans hegðað sér eins og Chaplin gerði hefði hann verið út- hrópaður. Chaplin sagðist sjálfur hafa haft kyn- mök við rúmlega 2.000 konur, kannski var hann bara að grobba. Hann hafði mikinn áhuga á ung- lingsstúlkum og í þeim hópi var eiginkona hans númer tvö sem var fimmtán ára þegar hann tók að veita henni athygli. Hún lýsti honum sem kyn- lífsvél. Fjórða og síðasta eiginkona Chaplins var Oona, dóttir leikskáldsins Eugene O’Neill. Hún var 17 ára þegar þau kynntust en hann 53 ára og saman áttu þau sjö börn. Chaplin var fullkomnunarsinni og það var ekki auðvelt að eiga samvinnu við hann. Upphafs- atriðið í Borgarljósum þar sem flækingurinn hittir blindu blómasölustúlkuna var tekið upp 342 sinnum og reyndi mjög á hina ungu leikkonu, Virginu Cherrill. Marlon Brando sem lék í mynd Chaplins Greifynjan frá Hong Kong lýsti honum sem skelfilega grimmum manni og sagði hann vera sjálfhverfan harðstjóra. SJÁLFHVERFUR HARÐSTJÓRI? Chaplin og Virginia Cherrill í Borgar- ljósum. Þórarinn Eldjárn er höfundur ljóðabókarinnar Tautar og raular sem er nýkomin út. Hún geymir sjötíu afar fjölbreytileg ljóð, flest frumort og ný en einnig fáein þýdd. Efnið skiptist í fjóra nokkuð ólíka hluta: óbundin ljóð og háttbundin, prósaljóð og þýðingar á ljóð- um, þar á meðal eftir stór- skáldin August Strindberg, Gustaf Fröding og Tove Jans- son. Þetta er tíunda ljóðabók Þórarins. Ný ljóð og þýdd frá Þór- arni Eldjárn Ljóð frá Þór- arni, hrunið og sár fátækt NÝJAR BÆKUR ÞÓRARINN ELDJÁRN ER HÖFUNDUR NÝRRAR LJÓÐABÓKAR SEM MUN ÖRUGGLEGA GLEÐJA AÐDÁENDUR HANS. Í NÝRRI HRUNBÓK ER FJALLAÐ UM ÞAÐ HVERJIR BÁRU ÁBYRGÐ Á HRUNINU. Í ÞÝDDRI VERÐLAUNABÓK ER SAGT FRÁ LÍFI FÁTÆKLINGA Á INDLANDI. Í BARNABÓK ERU BÖRNUM KENND ÝMIS HUGTÖK. Í bókinni Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi – lýsir blaðamað- urinn Ingi Freyr Vilhjálmsson því hvernig stór hluti þjóðarinnar, þar á meðal fjölmiðlar, fræðimenn, lista- menn og stjórnmálamenn, steig dans með íslenskum auðmönnum í blindri trú á endalaust góðæri á ár- unum fyrir hrun. Bókin er læsileg og afar athyglisverð, þótt deila megi um einstaka túlkanir höfundar. Bók um hruna- dansinn Felustaðirnir hans Hermanns er skemmtileg barnabók fyrir yngri börn og auðveldar þeim að skilja hugtök sem stundum vefjast fyrir þeim. Hér koma fyrir hugtök eins og: á bak við uppi, inni, undir, yfir, ofan í og svo framvegis. Höfundur er Karen Emigh og Steve Dana gerði myndirnar. Huginn Þór Grétarsson þýddi bók- ina. Felustaðir Hermanns * Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmd.Jesús Kristur BÓKSALA 9.-15. APRÍL Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Íslenskar þjóðsögurBenedikt Jóhannesson /Jóhannes Benediktsson önnuðust útgáfu 2 Hamskiptin - Þegar allt varð faltá Íslandi Ingi FreyrVilhjálmsson 3 Hljóðin í nóttinniBjörg Guðrún Gísladóttir 4 Eða deyja ellaLee Child 5 AndófVeronica Roth 6 ParadísarfórnKristina Ohlsson 7 Húsið við hafiðNora Roberts 8 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 9 Gæfusopr - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn 10 Iceland Small World lítilSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 Eða deyja ellaLee Child 2 ParadísarfórnKristina Ohlsson 3 Húsið við hafiðNora Roberts 4 Sannleikurinn um mál HarrysQuebert Joël Dicker 5 Sögusafn bóksalansGabrielle Zevin 6 HHhHLaurent Binet 7 SkuggasundArnaldur Indriðason 8 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini 9 KonungsmorðiðHanne-Vibeke Holst 10 Sverðagnýr 1 Stál og snjórGeorge R.R. Martin MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.