Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.04.2014, Síða 64
Vilhjálmur Bjarna- son, þingmaður. Hjalti Rögnvalds- son, leikari. Ellen Kristjáns- dóttir, söngkona. Árni Páll Árnason, þingmaður. Árni Páll Árnason, „ekki stjórnmálamaðurinn“ eins og hann heitir á ja.is, segist hafa sett þennan titil við nafn sitt í símaskránni í kringum kosn- ingar síðasta vor. „Ég vakn- aði einn morguninn og sá að ég átti að vera mættur í ein- hver fimm útvarpsviðtöl. Þá ákvað ég að taka upp símann, hringja í já.is og setja „ekki stjórnmálamaður“ fyrir aftan nafnið mitt,“ segir Árni Páll sem segist nú vera alveg laus við áreitið frá fjölmiðlafólki og kjósendum sem vildu ná tali af stjórnmálamanninum. Alls eru átta einstaklingar skráðir sem „ekki-fólk“ í símaskránni. Þeirra á meðal eru Ellen Kristjánsdóttir, ekki söngkonan, Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, Hjalti Rögnvaldsson, ekki leikari, og flugumferðarstjór- inn Jón Karl Einarsson, sem er ekki kórstjórinn sem ber sama nafn. VILDI LOSNA VIÐ ÁREITI „Ekki“-fólkið í skránni Morgunblaðið/Þórður Árni Páll Árnason, ekki stjórnmálamaður. ÁRNI PÁLL ÁRNASON NEMI ER EINN ÁTTA ÍSLENDINGA SEM ERU SKRÁÐIR Í SÍMASKRÁ MEÐ „EKKI“ FYRIR AFTAN NAFN SITT SUNNUDAGUR 20. APRÍL 2014 Trúlega kannast margir við strandblak þar sem tveir fáklædd- ir einstaklingar spila gegn tveimur á heitum ströndum úti í hinum suðræna heimi. Nú er hins vegar spilað strandblak í snjó og það helst í meira en tvö þúsund metra hæð í Ölpunum. Snjóblak var fyrst spilað árið 2009 en nú er þetta orðið töluvert vinsæl íþrótt og var sérstök móta- röð sett á laggirnar á síðasta ári. Stoppar mótaröðin í Austurríki, Þýskalandi, Ítalíu og Sviss þetta árið. Í vikunni var keppt í Austurríki þar sem 15 þúsund manns mættu til að horfa á strandblak í snjó. Vona skipuleggjendur mótarað- arinnar að mótið geti svo farið víð- ar um Evrópu og jafnvel um heim- inn. Horfa þeir sérstaklega til Bandaríkjana og Austur-Evrópu. Reglurnar í snjóblaki eru eins og í strandblaki. Tveir spila saman gegn tveimur og má nota þrjár snertingar til að koma boltanum yfir netið. 50 lið voru skráð í mótið í Austurríki þar sem mátti sjá heims- og Evrópumeistara sem og Ulrike Pfletschinger, sem er ein skærasta stjarna Þjóðverja í kvennablaki. FURÐUR VERALDAR Strand- blak í snjó Keppendur í snjóblaki eru ekki á stuttbuxum og bíkiníi heldur með ullar- húfur og í lopasokkum. Það getur verið kalt á fjallstoppnum. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Völundur Snær Völundarson veitingamaður. Bjarni Snæbjörnsson leikari. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV. Ótakmarkað fyrir alla fjölskylduna með RED Family Með RED Family fá allir í fjölskyldunni ótak- mörkuð símtöl og SMS óháð kerfi í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Allir samnýta gagnamagnið og fjölskyldan fær einn símreikning. Skiptu yfir í Vodafone RED á vodafone.is Vodafone Góð samskipti bæta lífið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.