Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Læknar eru sá hópur há- skólamenntaðra manna þar sem sjálfsvíg eru algengust. Sjálfur hefur Óttar horft á eftir þó nokkrum kollegum sínum sem hafa fyrirfarið sér. „Læknar vita hvernig á að fyrirfara sér og hafa ótak- markað aðgengi til þess, að töflum og öllu mögulegu og vita hvað þarf að gera. Læknar líta sitt eigið sjálfsvíg ekki sömu augum og sjálfsvíg annarra. Þeim finnst að sín sjálfsvíg séu af miklu betur ígrunduðum ástæðum, það sé alveg tvennt ólíkt. Þeim finnst sjálfsvíg vera ákveðin staðhæfing og yfirlýsing og menn skilja sínar tilraunir mjög vel en sýna á meðan til- raunum annarra kannski mjög lítinn skilning. Þeir sem koma á bráðamóttöku og hafa reynt að fyrirfara sér segjast einmitt oft hafa fund- ið hreinlega andúð frá heil- brigðisstarfsfólki enda er það ríkt í læknum að vilja bjarga annarra manna lífum og þarna er einhver sem gengur þvert gegn því.“ Fjölskyldum haldið í heljargreipum Þeir sem hóta sjálfsvígi eru eina fólkið í geðheilbrigð- iskerfinu sem er nauðgung- arvistað og svipt sjálfræði án þess að vera með nein geð- rofseinkenni. Óttar hefur séð margt fólk sem hefur verið nauðungarvistað og fengið góðan bata og er á því að það eigi að gera það í þess- um tilfellum en segir þetta afskaplega flókinn og erfiðan meðalveg. „Sjálfsvígshótun er af- skaplega öflug hótun og stjórntæki og það er hægt að stjórna heilu fjölskyldunum og geðdeildunum með því að vera alltaf að hóta að drepa sig. Það eru fjölskyldur út um allt land sem tipla á tánum í kringum einhvern einstakling sem er alltaf að hóta því. Þá er spurningin: hvað á maður að taka þessar hótanir alvar- lega? Það er svo erfitt að sjá þetta fyrir. Hvort þetta er raunveruleg hótun eða enn ein hótun til að stjórna sínu umhverfi.“ Margir fletir S jálfsvígið er eitthvað sem ég hef velt mikið fyrir mér. Ég man hvenær ég sem unglingur varð meðvitaður um að hægt væri að ljúka lífi sínu og í gegnum tíðina hef ég kynnst mörgum sem hafa velt því fyrir sér að fyrirfara sér eða hafa framið sjálfsvíg,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir um tilurð bókar sinnar Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa? Óttar segir mik- ilvægt að ná sambandi við þá sem hugleiða sjálfsvíg og ef umræðan opnist verði fólk tilbúnara til að virða þessar alvarlegu hugmyndir. „Umræðan er lokuð og meðal annars vegna gamalla trúarástæðna. Í fjölskyldum þar sem einhver hefur fyrirfarið sér verður það mikið leyndarmál. Þetta er einhver erf- iðasti dauðdagi sem hægt er að horfast í augu við; að foreldri eða barnið manns hafi ekki viljað lifa.“ Að það sé hámark eigingirninnar að fyrirfara sér, segir Óttar vera mýtu. Það sem hann finni vel þegar farið sé í gegnum bréf þeirra sem fyrirfara sér og talað við þá sem hafa reynt, sé að þeir telja það til- litssemi við eigið umhverfi. Það sé best fyrir alla að þeir hverfi. Lang- flestir sem fyrirfara sér kljást við þunglyndi. Verst sé þegar fólk drekki ofan í alvarlegt þunglyndi og dauðahugsanir. „Þegar fólk er búið að þróa með sér lélega sjálfsmynd og þessi hugmynd er búin að blunda mjög lengi í sál viðkomandi getur það gerst að menn eru að drekka, eitthvað kemur upp á og þeir ákveða að gera alvöru úr þessu.“ Óttar segist persónulega hafa mestar áhyggjur af þeim ungu karl- mönnum sem eru milli 18-24 ára, sem erfitt er að ná til en í þeim hópi hefur sjálfsvígum fjölgað. „Þeir eru hvatvísir og þeir fremja sjálfs- víg sem takast, öfugt við konur. Þær gera fleiri tilraunir en sjaldnar með banvænum afleiðingum eins og hjá strákunum. Þeir gera tilraun sem tekst, en konurnar eru frekar að kalla á hjálp. Aðdragandinn að því að þeir stytta sér aldur er oft styttri. Oft kemur neysla inn í en líka ákveðin félagsleg vandamál. Vandamál þeirra hafa verið í brennideplinum undanfarið og tals- vert verið skrifað um unga karl- menn sem eru að detta úr skóla, af vinnumarkaði, eru á örorku og liggja kannski í tölvuleikjum enda- laust. Þetta er hópur í ákveðinni sjálfsvígshættu. Auk ungra karl- manna hefur sjálfsvígum einnig fjölgað í hópi eldra fólks.“ Hefur afstaðan til sjálfsvíga breyst? „Já hún hefur breyst en þó er ennþá mikil fordæming, bæði verða sjálfsvegendur fyrir henni og einnig aðstandendur. Það er leitað eftir blórabögglum. Þetta hlýtur að vera einhverjum að kenna. Gerði ég eitt- hvað? Var þetta vegna þess að við- komandi var ekki lagður inn nauð- ungarinnlögn eða fékk ekki lyf? Það er aldrei hægt að fyrirbyggja öll sjálfsvíg. Sjálfsvíg hafa verið óað- skiljanlegur hlutur í sögu mann- kynsins. Og munu alltaf vera það. En maður vill alltaf hafa þennan hóp sem minnstan.“ Heimspekingar hafa lengi velt fyrir sér sjálfsákvörðunarrétti mannsins yfir eigin lífi. „Menn hafa velt því fyrir sér hvort við eigum lífið sjálf, guð eða hvort það er til dæmis samfélagið sem er búið að kosta okkur til náms og leikskóla og gera allt mögulegt – á það kannski þetta líf? En ég skrif- aði þessa bók því ég vil koma því til skila að það er alltaf von. Ég hef séð það margoft gerast að fólk hef- ur stokkað upp spilin og fengið nýtt líf. Ég lít svo á að dauðahugsanir séu hluti af þunglyndi sem er sjúk- dómur sem hægt er að meðhöndla. Svo er þetta auðvitað bara svo mikil sóun að drepa sig – lífið er nú ekki það langt í sjálfu sér að það þurfi að stytta það enn frekar. Þetta er of- boðsleg sóun á mjög mörgu.“ Í ár munu um 400 manns gera tilraun til að kveðja eigið líf ... ... Þar af eru um 50-100 tilraunir alvarlegar*. *Þegar talað er um alvarlega tilraun er til dæmis átt við þegar fólk notast við skotvopn, banvæna lyfjaskammta og þegar fólk reynir að hengja sig, þegar litlu mátti muna að viðkomandi létist. Hefur mestar áhyggjur af ungum karlmönnum Morgunblaðið/Kristinn Á Íslandi falla 35-40 manns fyrir eigin hendi á hverju ári... af þeim eru 75% karlmenn. * ÓTTAR GUÐMUNDSSON GEÐLÆKNIR SEGIR ERFIÐAST AÐ KOMA Í VEG FYRIR SJÁLFSVÍG UNGRA KARLMANNA. ÞEIR SÉU HVATVÍSIR OG TILRAUNIR ÞEIRRA TIL ÞESS AÐ SVIPTA SIG LÍFI HEPPNAST OFTAR EN UNGRA KVENNA SEM REYNA SLÍKT. „Vandamál þeirra hafa verið í brennideplinum undanfarið og talsvert verið skrifað um unga karlmenn sem eru að detta úr skóla, af vinnumarkaði, eru á örorku og liggja kannski í tölvuleikjum endalaust,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir. * Það er erfitt að vera vinur einhvers sem þjáist af þunglyndi enþað er hins vegar eitt það hlýlegasta, göfugasta og besta sem þúgetur nokkurn tímann gert.“ Stephen FryÞjóðmálJÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.