Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 8
Teiknimyndin How to train your dragon 2 verður frumsýnd í Bandaríkjunum 13. júní næstkomandi og á Íslandi viku síðar. Líkt og í fyrri myndinni verður það Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, sem mun eiga titillag mynd- arinnar sem hann kallar Where No One Goes. Jónsi samdi lagið Sticks and Stones fyrir fyrri myndina en lagið fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna 2010 og varð mjög vinsælt í kjölfarið víða um heim. Þetta er enn ein rósin í hnappagat Jónsa á þessu ári. JÓN ÞÓR BIRGISSON, BETUR ÞEKKTUR SEM JÓNSI Í SIGUR RÓS, SEMUR TITILLAG TEIKNI- MYNDARINNAR HOW TO TRAIN YOUR DRA- GON 2. HANN GERÐI EINNIG TIT- ILLAGIÐ VIÐ FYRRI MYNDINA. Jónsi endurtekur leikinn AFP Aðalleikarar myndarinnar á Cannes. Jay Baruchel, Kit Harington, America Ferrera, Cate Blanchett og Djimon Hounsou. Fyrr á árinu kom hann fram ásamt félögum sínum í Sigur Rós í þáttunum Game of Thrones þar sem þeir birtust sem tónlistarmenn í brúðkaupi en lag eftir sveitina var leikið í þættinum. Fjölmargar Hollywood-stjörnur tala inn á kvikmyndina How to train your dragon 2 og má þar nefna Kit Harrington úr Game of Thrones, Cate Blanchett, Gerard Butler, Jonah Hill og grínleikkonan Kristen Wiig úr Bridesmaids. Jónsi í Sigur Rós. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Getur verið að það þurfi bara smekk-legra fólk í skipulagsmál Reykjavík-urborgar? Að deilur um þéttingu byggðar megi lægja með smekklegri þéttingu byggðar en Reykvíkingar hafa fengið að kynn- ast? Byggð í Reykjavík hefur frá upphafi verið að þéttast þótt hún hafi um leið verið að þenjast út. Reykjavík eins og flestar borgir í heiminum hefur einfaldlega stækkað. Hún mun halda áfram að stækka hvort tveggja með þenslu og þéttingu. Þétting byggðar þar sem hún er nú þegar langþéttust, í miðborginni og elstu hverf- um borgarinnar, er hins vegar gagnrýnd. Varla rís hús í Vesturbænum eða miðborginni án þess að um það verði nokkrar deilur. Íbúar á þessu svæði virðast vera á einu máli um að byggingarmagn sé almennt of mikið og án þess að gert sé ráð fyrir því að íbúar nýbygging- arinnar eigi bíla eða fái gesti á bílum. Borg- aryfirvöld hafa stundum tekið undir þetta sjón- armið með því að lækka byggingar um eina hæð eða fækka íbúðum lítillega. Samt ríkir vart sátt um nokkra nýbyggingu á svæðinu. Borgarfulltrúar lýsa því yfir að mikilvægt sé að þétting byggðar sé í samræmi við nánasta umhverfi. Samt heyrir það til undantekninga að nýbyggingar í elstu hverfum borgarinnar taki mið af byggingarstíl og byggingarsögu hverfanna. Útidyr úr stáli og gleri, stórar rúð- ur án gluggapósta, gluggar án vatnsbretta eða gluggasyllna. Allt eru þetta einkenni nýrra húsa í mið- og vesturborginni sem er þó eina samfellda svæði landsins sem mótað er af byggingarstíl gagnstæðra einkenna. Eins og fílar í postulínsbúð spretta upp hús með stál- gluggum, iðnaðargrænum jafnvel, við hlið húsa með aldargömlum gluggapóstum úr gegn- heilum eðalvið. Þetta er alveg merkileg þróun þegar hafðar eru í huga yfirlýsingar borgarfull- trúa. En kannski hefur það allt aðra merkingu í huga borgarfulltrúa heldur en í huga nágrann- ans þegar talað er um samræmi í umhverfinu. Hugmyndir Samfylkingarinnar um þróun íbúð- arbyggðar til dæmis við gömlu höfnina í Vest- urbæ eru þær, að sögn, að þar verði byggðar ódýrar íbúðir, t.d. stúdentaíbúðir og félagslegar íbúðir eða íbúðir með einhvers konar kvöðum sem geri þær ódýrar. Er líklegt að slíkar íbúðir skarti gluggasyllum og trégluggum? Það er ekki útilokað en þegar verðmiðinn er ákveðinn af stjórnmálamönnum eru ekki miklar líkur á því að útlitið taki mið af umhverfinu. Þegar þétting byggðar er af þessum toga er baráttan gegn byggingarmagni ekki gegn magninu sem slíku heldur vörn gegn árás á byggingarstíl sem Reykjavíkurborg ætti að sjá sóma sinn í að vernda. Útlitið skiptir máli * Steypt hús með glugga-póstum, bárujárnshúsmeð trégluggum, gluggasyllur, vatnsbretti, útdyr úr við. Er til of mikils mælst þegar ný hús eru reist innan um eldgömul? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Hafdís Huld Þrastardóttir átti afmæli í vikunni og hamingjuóskum rigndi yfir hana á samfélagsmiðlum. Tónlistarkonan virtist ánægðust með eina afmæl- isgjöfina en undir kvöld birti hún mynd á twitter af sér með afar fallegt úkúlele. Enn er verið að skrifa og spjalla um Pollapönk á twitter og fólk víða að lætur í ljós álit sitt á hljóm- sveitinni og Eurovision-lagi hennar. Matthias Køhler frá Danmörku er einn þeirra og lét þessi orð falla í gær: „Við ættum að fá alla þessa ömurlegu þjóðarleiðtoga heims, læsa þá inni í herbergi og neyða þá til að hlusta á Pollapönk og hleypa þeim ekki út fyrr en þeir hafa náð að verða vinir.“ Þessa dagana er rifist um það hvort það sé einkabíllinn eða reið- hjólið sem gerð sé aðför að og sýnist sitt hverjum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason er með nýtt innlegg í um- ræðuna og skrifar á Facebook: „Ég mótmæli þessari gegndarlausu að- för að einkaþotunni.“ Þorbjörg Marinósdóttir, rithöf- undur og mark- aðsstjóri, eða Tobba Marinós eins og hún er jafnan kölluð, velti fyrir sér frægum kvennatvíeykjum í vikunni. Á Fa- cebook skrifaði hún: „Af hverju eru engin fræg kvennatvíeyki á Íslandi? Allt karlmenn! Halli og Laddi, Simmi og Jói, Radíusbræður, Jón og Sigurjón, Auddi og Sveppi, Benedikt og Fannar …“ Nokkrir vina hennar nefna Skoppu og Skrítlu sem dæmi, einn tilnefnir Tvær úr tungunum og annar skrifar: „Voru Selma og Hansa ekki einu sinni team?“ AF NETINU Vettvangur Secret Solstice tónlistarhátíðinni, sem haldin verður í fyrsta sinn hér á landi 20.-22.júní næstkomandi var ýtt úr vör með risastóru partíi í London á föstudag þar sem íslensku plötu- snúðarnir Intro beats og Yamaho spiluðu fyrir dansi ásamt enskum kollegum þeirra. Fór gleðin fram í Trapeze Basement klúbbnum. Massive Attack leiðir risastóran hóp listamanna sem koma fram á hátíðinni í Laugardal. Skífum þeytt í London Natalie G. Gunnarsdóttir er DJ Yamaho. Hún þeytti skífum í undirbúningsteiti Secret Solstice í London á föstudag.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.