Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 13
„Hagsmunir félagsmanna okkar
eru jafn ólíkir og þeir eru margir.
Séu verkalýðsfélög öflug geta þau
svarað því á margan hátt. Enga þá
hugmynd sem
bætt getur
stöðu fólksins
okkar má úti-
loka,“ segir Að-
alsteinn Árni
Baldursson for-
maður Fram-
sýnar – stétt-
arfélags í
Þingeyj-
arsýslum.
Fargjöld í
innanlandsflugi,
hvert sem leið
liggur, hafa
hækkað mikið
síðustu ár. Ná-
mundað kostar
farið með flug-
félaginu Erni
milli Húsavíkur
og Reykjavíkur
15 til 20 þúsund
kr, það er allt að
40 þúsund krón-
ur fram og til baka. „Slíkt tekur í
pyngjuna hjá landsbyggðarfólki og
því munar það líka um að fá mið-
ana á hálfvirði. Samstarf okkar við
Erni um þetta hefur líka verið með
miklum ágætum,“ segir verkalýðs-
leiðtoginn.
Aðalsteinn segist hafa skynjað
áhyggjur hjá sínu fólki vegna
þessa. Því var gengið til samninga
við Erni sl. haust og keyptur vænn
skammtur af miðum á 7.500 kr.
ferðin. Miðarnir eru svo seldir fé-
lagsmönnum aftur fyrir sömu upp-
hæð. Nú hefur Framsýn keypt alls
2.340 miða og
hefur gengið
vel á skammt-
inn.
Ein besta
kjarabótin
„Það má eig-
inlega segja að
miðarnir fljúgi
út. Svona fyrir
utan þessa al-
mennu kjara-
pólitík og að
sjá til þess að
samningar séu
virtir, sem er
endalaust
strögl, þá er
þetta að mínu
mati ein besta
kjarabót sem
okkar fólk hef-
ur lengi feng-
ið,“ segir Að-
alsteinn sem
skynjar mikla ánægju félagsmanna
með þetta. Raunar hafi nýleg
könnun leitt í ljós að 97% fé-
lagsmanna Framsýnar séu ánægð
með þjónustu félagsins – en 3%
tóku ekki afstöðu.
„Almennt segir þetta hvað
verkalýðsfélögin geta gert af-
skaplega margt fyrir sitt fólk sé
stemningin til staðar,“ segir Að-
alsteinn að síðustu. sbs@mbl.is
HÚSAVÍK
Framsýnir fljúga
á hálfvirði
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Hefðbundinni steinbítsvertíð er að
ljúka og Sigurður Garðarsson á
Flateyri er nokkuð sáttur við aflann.
„Þetta hefur að vísu verið lélegra en
í fyrra en þó allt í lagi,“ segir hann.
Sigurður fer venjulega út um fjög-
urleytið að nóttu og vinnudegi lýkur
um klukkan sex síðdegis. „Það er
ekki sofið sérstaklega mikið á þess-
um tíma.“ Sigurður rær á átta tonna
báti, og er allt frá tveimur tímum
upp í fjóra og hálfan á miðin. Hann
byrjaði 14 ára á sjó, hefur haft þann
starfa í hálfan fjórða áratug og nær
allan tímann gert út sjálfur, skip af
ýmsum stærðum og gerðum.
Dauflegt er yfir Flateyri þess
dagana, segir Sigurður, en þó eitt-
hvað um erlenda ferðamenn. Margir
aðkomumenn eigi hús í bænum sem
þeir leigi útlendingum á vorin en
komi sjálfir seinna í sumar.
„Þetta er framtíð sjávarþorpanna;
við erum örfáir sem skiljum ekki
þróunina og höldum áfram að basla.
Við berjumst kvótalitlir og fáum svo
ölmusu að sunnan í byggðakvót-
anum en vilji þeirra sem ráða hér er
að byggðakvótinn fari allur á eina
hendi, hér verði ein stór verksmiðja
og verbúð full af útlendingum. Mér
líst ekki á þá þróun.“
FLATEYRI
Sigurður Garðarsson: Við erum örfáir sem skiljum þetta ekki og böslum áfram.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
„Líst ekki á þróunina“
Úlfur Logason á Akureyri byrjaði
að teikna og mála smástrákur og
hefur vart linnt látum síðan. Á
ekki langt að sækja hæfileikana og
aðrir hrífast af útkomunni; Úlfur
sýnir nú 12 olíuverk og 10 penna-
teikningar á arkitektastofunni Koll-
gátu og þeir sem komu tveimur
tímum eftir opnun voru of seinir
hafi ætlunin verið að eignast verk.
Allt var þá selt.
„Ég vonaðist auðvitað til að selja
eitthvað en átti alls ekki von á
þessu,“ sagði Úlfur við Morgun-
blaðið í vikunni. Sýningin hófst um
síðustu helgi.
Faðir Úlfs rekur Kollgátu í
gömlu kartöflugeymslunni ofarlega
í Grófargili. „Við pabbi höfum
nokkrum sinnum rætt um að ég
myndi sýna hérna og þessi tími
hentaði ágætlega,“ segir Úlfur.
„Flest sem ég geri er í þessum
dúr, þó ekki allt. En mér finnst
fólk áhugaverðasta myndefnið,“
segir Úlfur en olíuverkin eru öll
andlitsmyndir - portrett - og
pennateikningar af ýmsum lista-
mönnum á Akureyri.
„Ég hef alltaf haft gaman af því
að teikna og var lengi í tímum hjá
afa. Fór í bílskúrinn til hans einu
sinni viku. Það var líklega frá því
ég var níu ára og þar til ég var
tólf. Hann kenndi mér margt gott.“
Afi Úlfs var Einar Helgason,
myndlistarkennari til áratuga og
þekktur knattspyrnumaður á árum
áður. Einar lést skömmu fyrir síð-
ustu jól og á sýningunni er einmitt
afar magnað olíuverk, í einkaeign
og ekki til sölu, af Einari og ömmu
Úlfs, Ásdísi Karlsdóttur. „Ég hugs-
aði um það þegar afi var að fara að
mig langaði að mála mynd sem
tengdist því. Svo sá ég ljósmynd
sem pabbi tók alveg undir það síð-
asta; það er mjög falleg mynd og
ég ákvað að nota hana.“
Úlfur hefur verið á námskeiðum
hjá Stefáni Boulter í Myndlista-
skólanum á Akureyri og var á list-
námsbraut í Verkmenntaskólanum
á vorönn.
Framtíðin er nokkuð ljós: „Ég
stefni að því að verða myndlist-
armaður og hef lengi gert,“ segir
hann.
AKUREYRI
Úlfur í listargæru
SEXTÁN ÁRA LISTAMAÐUR,
ÚLFUR LOGASON, KVEÐUR
SÉR HLJÓÐS MEÐ SÝNINGU
Úlfur við málverk af afa og ömmu, Einari Helgasyni og Ásdísi Karlsdóttur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Úlfur Logason, olíu-sjálfsmynd.
Iðnnemar við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki
smíðuðu í vetur forláta fuglaskoðunarhús, sem í vik-
unni var komið fyrir við ána Blöndu. Við Blönduós
hafa á síðustu árum fundist um 50 fuglategundir.
Fuglaskoðun við Blöndu
Sumarhótelið Bjarkalundur í Reykhólasveit hefur verið
opnað. Reksturinn verður með sama sniði og síðustu ár
og Georg Bjarnfreðarson, starfsmaðurinn eftirminnilegi
úr sjónvarpsseríunni Dagvaktinni, því víðs fjarri...
Opið, en enginn Georg
DANMÖRK
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á man
n frá
69.500*
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
*Netverð á mann miðað við staðgreiðslu, lágannatímabil.
FÆREYJAR
2 fullorðnir
með fólksbíl
Netverð á mann frá
34.500*
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Komdu út að keyra
Berlín · Amsterdam · París
Róm · Barcelóna?
Ernir flýgur sex daga í viku á milli
Húsavíkur og Reykjavíkur sumar
sem vetur. Sumaráætlun tekur
gildi 1. júní og þá er flogið í tví-
gang mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga en ein
ferð er miðvikudaga og sunnu-
daga.
Sex dagar
í viku