Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Qupperneq 16
1 Sópaðu reglulegaBróðurpartur óhreininda á gólfinukemur að utan. Til þess að koma að mestu leyti í veg fyrir það þarf að sópa reglulega stéttina fyrir utan heim- ilið, gangstéttina, bílskúrinn, pallinn og allt það sem stigið er á áður en gengið er inn. Þá er snjallt að hafa mottu báð- um megin við útidyrahurðina. Muna bara að ryksuga reglulega þessa fyrir innan og dusta þessa fyrir utan. 2Hreinar loppurEf þú átt gæludýr, hund eða kött,er gott að hafa handklæði ein- hvers staðar nálægt útidyrahurðinni til að þurrka af skítugum loppum og koma þannig í veg fyrir að dýrin beri inn með sér allskonar óhreinindi. 3Heimatilbúinn hreinsirEitt besta efni sem hægt er að notaá gler, glugga og spegla er einfald- lega vatn með smá ediki út í. Fínt að miða við 1 tsk. af borðediki á móti 2 dl af vatni. 4 ÞrifaáætlunÞað er gott að koma sér upp ákveðnuskipulagi þegar kemur að þrifum á heimilinu. Þrískipt áætlun er upplögð: 1. Verkefni sem þarf að gera á hverjum degi eða nokkrum sinnum í viku. 2. Verkefni sem þarf að gera vikulega eða mán- aðarlega. 3. Verkefni sem þarf að gera einu sinni til tvisvar á ári. 5Gerðu ítarlegan listaHafðu listann yfir þrif ítarlegan, það stuðl-ar að skilvirkni í þrifum á heimilinu. Ekki skrifa „Taka til í svefnherberginu“, skrifaðu frekar ná- kvæmlega hvað þarf að gera, eins og til dæmis: skipta á rúmunum, ryksuga undir rúmi, sortera í nærfataskúffu og því um líkt. 6 Þrif í dagsljósiÞað er betra að ryksuga ídagsbirtu. Þá sést betur ná- kvæmlega hvar rykið hefur fallið. 7TónlistHlustaðu á fjöruga tónlist ámeðan þú þrífur, það kemur manni í meira stuð og gerir þrifin einfaldlega skemmtilegri. Tónlist gerir allt einfaldlega miklu betra. 8Hirtu um bækur þínarEflaust erum við öll miklirlestrarhestar en við lesum nú ekki allar bækurnar á hverjum degi og hvað þá allar í einu. Það þarf að hugsa vel um þessar elskur sem eiga það til að safna töluverðu ryki á sig. Gott er að fara með þurran málningarbursta yfir bækurnar og dusta þannig rykið af þeim. 9Hrein sturtuhengiSturtuhengi dragaí sig mikinn raka og eftir smá tíma getur komið vond lykt af þeim. Í staðinn fyrir að henda þeim og kaupa ný er miklu sniðugra að henda þeim í þvottavél- ina. Nýtum hlutina okk- ar vel. 10 Þrif á glugg-unumÞó að það sé betra að ryksuga í dagsbirtu er því ekki eins farið með gluggana. Gler þornar fyrr í sól- inni og því er líklegra að það komi rákir þegar það er þrifið. Mun betra er að þrífa gluggana í seinni part dags, í skammdeginu eða þegar skýjað er. ÝMSAR GÓÐAR HUGMYNDIR SEM HJÁLPA TIL VIÐ AÐ HALDA HEIMILINU HREINU 10 snyrtileg ráð fyrir heimilið Morgunblaðið/Þórður HEIMILISSTÖRFIN ERU KANNSKI EKKI Í UPPÁHALDI HJÁ MÖRGUM OG ÞAÐ ER MEIRA EN AÐ SEGJA ÞAÐ AÐ HALDA HEIMILINU HREINU. SUNNUDAGSBLAÐIÐ HAFÐI UPPI Á NOKKRUM GÓÐUM HÚSRÁÐUM SEM KOMA SÉR VEL OG GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA VIÐ HVERSDAGSLEG VERK. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Gerðubergssafn, laugardag kl. 14.Nánar: Gengið verður frá safninu niður að Elliðaám og fiskarnir skoðaðir í náttúrunni. Kaffi verður eftir á í safninu. Dagur farfiskanna SPARAÐU 25% AFÖLLUM RÚMFÖTUM 22. - 26.MAÍ 140x200/60x63 cmBómull. 6.995,- NÚ5.246,- Fjer rúmföt 140x200/60x63 cmBómull. 6.995,- NÚ5.246,- Happiness rúmföt SPARAÐU 25% AFÖLLUM HANDKLÆÐUM 22. - 26.MAÍ Ýmsir litir. 40x60 cm895,- NÚ671,- 50x100 cm1.795,- NÚ1.346,- 70x130 cm3.495,- NÚ2.621,- 100x150 cm4.995,- NÚ3.746 Basehandklæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.