Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Side 32
Ég vildi að þær upplifðu ævintýralegt boð sem þær gerðu enda sátum við
sem fastast frá klukkan sjö til þrjú um nóttina og rifjuðum upp sögur af
ömmu Gauju og afa Sigga,“ segir Sigurlaug um frænkuboðið sitt.
Kjötbollurnar í boðinu voru í ætt við þær sem hægt er
að fá á veitingastaðnum Alla Vedova í Feneyjum en
hakkið sitt fær Sigurlaug alltaf hjá Bjössa í Kjöthöllinni.
KRÆKLINGUR OG PAVLOVUR
Frænkuboð
Sigurlaugar
Frá vinstri: Sigrún Sigurðardóttir,
móðir Sigurlaugar, Stefanía
Arnardóttir, Bryndís Christensen,
Sigurlaug Margrét sjálf, Gígja
Tryggvadóttir, Harpa Arnardóttir
og Ásta Arnardóttir.
ÞAÐ VAR SETIÐ OG SPJALLAÐ LANGT FRAM Á NÓTT Í
MATARBOÐI SIGURLAUGAR MARGRÉTAR JÓNASDÓTTUR.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sigurlaug valdi allt hráefnið af kostgæfni. Tómatana fékk hún
frá Friðheimum og súrdeigsbrauðið hjá Marenzu í Kaffi Flóru.
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014
Matur og drykkir
1 kg ferskir tómatar
góð handfylli basilíka
nokkrir dropar góð ólífuolía
salt
3 hvítlauksrif
8 sneiðar súrdeigsbrauð
Afhýðið tómatana ef þið viljið.
Fræhreinsið og skerið í litla bita.
Setjið í skál og kryddið með salti,
pipar og handfylli af basilíku og lát-
ið bíða í stutta stund svo kryddið
blandast vel við tómatana. Grillið
súrdeigsbrauðið vel og vandlega, í
grilli eða í ofni, það er betra að
hafa það vel dökkt. Nuddið hressi-
lega hvítlauknum á brauðið og
setjið olíu á það. Raðið brauðinu á
disk, setjið tómatana ofan á hverja
sneið og berið strax fram.
Bruschetta
með tómötum
„Besta reglan ef maður ætlar að halda gott matarboð er
að bjóða skemmtilegu fólki, ég held að það sé best að
fólk hafi það í huga, þá getur maturinn klúðrast að vild.“
É
g bauð elskulegum frænkum mínum heim og við rifjuðum upp
saumaklúbbinn sem amma Gauja stofnaði fyrir okkur og Hlyn
frænda. Amma var frábær og við elskuðum hana öll, hún sendi
okkur oft í sjoppuna í Grímsbæ að kaupa bagatello og við fengum
að kaupa hlauporma fyrir afganginn,“ segir Sigurlaug Margrét Jón-
asdóttir útvarpskona. Síðastliðið laugardagskvöld útbjó hún dýrindis
kræklingarétt, spagettírækjurétt og fleira til.
Amma Sigurlaugar rak um árabil hannyrðaverslunina Hlíð í Kópavog-
inum og það lá því beint við að stofna saumaklúbb fyrir barnabörnin en í
honum fengu þau prins póló og kók og lærðu að smyrna púða sem eru
allir til enn í dag. „Síðan þá höfum við stelpurnar hist og þóst vera í
saumaklúbbi en höfum svo sem ekki saumað neitt en talað og hlegið þeim
mun meira.“
Sigurlaug segir það sinn veikleika að vilja halda tíð matarboð og ef það
er ekkert tilefni sé bara að búa það til. Boðin eru yfirleitt ekki formleg
þótt oft sé sparimatur eldaður og lagt fallega á borð. Oft sé jafnvel nóg
að eiga parmesanost og dásamlega tómata og gera pasta pomodor.
„Þegar ég bauð frænkum mínum vildi ég pússa fallegu glösin mín og
diskana frá Margréti á Akureyri, strauja dúkinn, kaupa blóm og vera
lengi að undirbúa veisluna svo að þær fengju það á tilfinninguna að ég
væri búin að undirbúa þetta lengi, ég vildi gefa þeim að borða eitthvað
sem ég elska og það var eitthvað svo yndislegt að setjast niður með
penna og blað og teikna upp matarboðið sem ég geri reyndar oft. Svo var
að hringja í bændur, sem er ennþá skemmtilegra, ég byrjaði á því að
hringja í Friðheima og fékk senda dásamalega tómata, síðan var það Ís-
landsskelin og svo að lokum var hringt í blómabóndann Gísla í Dalsgarði
sem lét mig fá marglitaðar og fallegar rósir.“
Sigurlaug segist geta nefnt mörg skemmtileg matarboð sem hún hefur
farið í í gegnum tíðina en að öðrum ólöstuðum séu áramótafjölskylduveisl-
ur Holt-fjölskyldunnar frábær. „Þau eru miklir vinir okkar og bjóða okk-
ur öllum um hver áramót og það sem er skemmtilegast er að fjölskyldan
stækkar, barnabörnin eru farin að taka sitt plás og allir elska þessa hefð.
Þau elda handa okkur kalkún og svínakjöt, meðlætið er stórkostlegt og
kökurnar eru þannig að maður fer að hágráta þegar maður borðar þær.
Svo eru samkvæmisleikir og heimilisfaðirinn fer niður í kjallara og dregur
fram gamlar vínflöskur og um síðustu jól smökkuðum við rauðvín frá
árinu 1945. Þetta er sannkallað fjölskylduboð og er eitthvað betra en
það?“
Polpetti di carne
450 g mjölmiklar kartöflur
3 hvítlauksrif
250 g gott nautahakk
4 msk. rifinn parmesanostur
1 eggbrauðrasp
handfylli af steinselju
olía til steikingar
Sjóðið kartöflurnar í örlitlu salti þar til þær eru
mjúkar, maukið þær með töfrasprota og bætið
maukuðum hvítlauk út í og hrærið létt saman. Bæt-
ið kjötinu út í og blandið vel saman með töfrasprot-
anum. Kryddið með steinselju, parmesanosti og
eggi, kryddið svo með pipar og salti. Geymið í kæli í
2 klst., þannig verður auðveldara að gera bollurnar.
Þá er að búa til bollurnar og gott að rifja upp gamla
takta ömmu með kjötfarsið, takið til skeið, setjið
vatn í glas og byrjið. Notið lófann og skeiðina til að
forma bollurnar og þess á milli skal kæla skeiðina í
vatninu, þá verður þetta fullkomið.
Hitið olíu á pönnu og djúpsteikið bollurnar. Legg-
ið á pappír, saltið örlítið, hellið freyðivíni í glas og
réttið gesti ykkur bolluna og glasið, bollurnar eru
bestar nýsteiktar.