Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 39
NÝ RAFHLAÐA SEM SÝND VAR Í VIKUNNI
MENGAR EKKI, HITNAR EKKI OG GÆTI KOMIÐ
RAFBÍL 480 KÍLÓMETRA Á EINNI HLEÐSLU.
Fyrirtækið Power Japan Plus ásamt Kyushu há-
skólanum í Japan tilkynnti í vikunni að rafhlaða
sem þeim tókst að búa til væri 100% endurvinn-
anleg, hún væri mun ódýrari í framleiðslu og
tuttugu sinnum fljótari að hlaðast en þær rafhlöð-
urnar sem eru notaðar í dag. Rafhlaðan, sem kölluð
er Ryden, gerir drauminn um langdrægan rafmagns-
bíl aðeins raunverulegri því hún á að duga fjölskyldu-
bifreið 480 kílómetra á einni hleðslu. Vegalengdin frá
Reykjavík til Ísafjarðar eru 455 kílómetrar og kæmust því fimm
einstaklingar á Aldrei fór ég suður fyrir rúmlega 100 krónur.
Ólíkt flestum rafhlöðum nútímans er enga þungmálma eins og
nikkel eða kóbolt að finna í nýju rafhlöðunni en þessi tvö efni
brotna illa niður í náttúrunni og menga mikið. Rafhlaðan hitnar
ekki og skemmist ekki þótt hún sé ekki tæmd reglulega. Hún
var sýnd í fyrsta sinn á Electric Drive Transportation Associa-
tion ráðstefnunni og vonast framleiðandinn til að geta framleitt
rafhlöður fyrir bíla strax á næsta ári.
HÖNNUN OG UPPFINNINGAR
Ný ofurrafhlaða
AFP
Nintendo leikjatölvan er ein vinsælasta leikjatölva sögunnar. Einn vinsælasti leikur Nintendo var leikurinn
Duck Hunt og þurfti þá að kaupa sérstaka byssu með. Hægt var að fá Nintendo tölvu, byssu og leikinn á
14.950 krónur árið 1991.
Þegar byssunni var miðað á skotmark á skjánum, sem yfirleitt var önd á flugi eins og í tilviki Duck hunt, og
tekið var í gikkinn nam byssan hvort skotmarkið hafði verið hitt eða ekki.
Þegar tekið var í gikkinn málaði tölvan allan skjáinn svartan, allt nema skotmark-
ið sem var teiknað hvítt. Innst í byssuhlaupinu var ljósnæm díóða sem nam
hvort byssunni væri miðað á svartan flöt eða hvítan á skjánum og
þannig gat tölvan skorið úr um hvort gæsin féll til jarð-
ar eða hélt flugi sínu áfram.
Íslendingar, sem og aðrir,
tóku miklu ástfóstri við
Duck Hunt enda ekki á
hverjum degi sem hægt
var að leika sér með
byssu inni í stofu. Lengi
vel var Duck Hunt aðal-
leikur Nintendo þangað til
pípulagningamaðurinn Marío kom
til sögunnar með leiknum Mario
Bros.
GAMLA GRÆJAN
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
* Tæknin hefur gefið jafnvel hljóðlátustunemendum rödd.Jerry Blumengarten, kennari og rithöfundur
Haraldur blátönn var konungur Dana 958-
986 en hann lést árið 986. Haraldur þótti afar
fær í að fá fólk af mismunandi uppruna til að
tala saman. Þegar sænski tæknirisinn Ericson
var að koma með sína nýjustu uppfinningu á
markað fyrir 20 árum gat hann látið tæki frá
mismunandi framleiðendum tala saman.
Nafnið Bluetooth var því kjörið til að nota um þessa nýju
samtalstækni tækjanna. Um 95% allra farsíma styðja Blueto-
oth-tæknistaðalinn og flestallar fartölvur sömuleiðis. Það er
lítið mál til dæmis að láta mús frá Apple tala saman við far-
tölvu frá HP, þökk sé Bluetooth-staðlinum.
Bluetooth-staðallinn var fyrst fundinn upp til að minnka
snúrur. Staðallinn, sem hefur þróast mikið gegnum árin,
sendir upplýsingar í önnur pöruð tæki sem eru nálægt í
gegnum útvarpsbylgjur.
Bluetooth-merkið, sem flestir kannast við, er stafirnir H
og B í rúnaletri settir saman í eitt tákn sem á að tákna Har-
ald blátönn.
TÖFF TÆKNISTAÐREYND
Nefnt eftir Haraldi blátönn
Teiknuð mynd af Haraldi Blátönn sem var konungur Dana.
Nintendo byssan
Smáralind | Sími 512 1330
Opið Sunnudaga 13-18
iPadmini
Netturogflottur
Verð frá:49.990.-
iPadAir
Kraftmikillog léttur
Verð frá:84.990.-
iPad
hvarsemer,
hvenærsemer
Hágæðaheyrnartól
SolRepublic
Verð frá:6.990.-