Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 41
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
É
g er búin að taka 12. september frá og þann 11. september
verð ég hlekkjuð við Kitchen Aid-hrærivélina því ég er búin
að lofa upp í ermina á mér. Ég er að fara að baka brúðar-
tertu enda ekki á hverjum degi sem elsku George Clooney
okkar gengur í það heilaga.
Við Kolbrún Bergþórsdóttir, samstarfskona mín, höfum fylgst náið
með ástarlífi stórleikarans síðustu ár. Þótt hann hafi verið á töluverð-
um lausagangi og með skuldbindingarfælnina í botni er samt ekki
annað hægt en að halda með honum. Ég meina – maður með þetta
útlit fær einhvern veginn endalausa sénsa. Svona maður á alltaf inn-
eign – sama hvað.
Þegar horft er yfir kærustuhóp Clooneys er ákveðið útlit sem
heillar leikarann. Ef það er eitthvað sem hann á erfitt með að stand-
ast þá eru það forkunnarfagrar, hávaxnar, dökkhærðar sleggjur.
Vandamálið er að hann hefur yfirleitt ekki tollað með þeim degi leng-
ur en tvö ár. Þá hefur kemestríið verið farið að dala og hann gefist
upp. Tala nú ekki um þegar kærusturnar hafa ýtt á hann að ganga í
hjónaband. Þá hefur hann reimað á sig hlaupaskóna og hlaupið hratt
á brott (svona eins og margir menn gera).
Sem er svo sem alveg skiljanlegt. Það er ekkert til meira ósjarmer-
andi en of „needy“ píur. Það er varla hægt að eiga þannig vinkonur –
hvað þá að búa með þeim. Svo má ekki gleyma því að maður með
þetta útlit verður náttúrlega að leyfa fleiri en einni að njóta – annað
væri hreinræktuð sóun.
Maður eins og hann er líka meðvitaður um kemestrí. Kemestrí er
eitt það verðmætasta sem til er því það er ekki hægt að búa til –
hvorki með peningum né völdum. Ef það væri hægt að búa til ke-
mestrí myndi fólk líklega búa það til með hverjum sem er – því það
er eitthvað svo notalegt að laðast að annarri manneskju. Þegar fólk
er á valdi kemestrísins skiptir ekkert annað máli í heiminum og það
er ekki rými fyrir neitt nema þá sem eru í klístraðir saman í ke-
mestríinu.
Með tímanum eyðist kemestríið upp (því miður), jafnvel þótt fólk
reyni að halda öðru fram. Ef þið heyrið fólk einhvern tímann segja að
ástin breytist með aldrinum þá er það raunverulega að meina – ke-
mestríið hverfur og fólk reynir að gera gott úr öllu saman … Eða
eitthvað í þá áttina.
Það að lögfræðingurinn Amal Alamuddin hafi náð að gera Clooney
svo rangeygðan af hrifningu að hann sé búinn að taka 12. september
frá er því eiginlega stórfrétt. Hann hefur bara einu sinni á ævinni
gengið í hjónaband en það var með hinni undurfögru Taliu Balsam.
Clooney og Balsam voru saman á árunum 1984-1987. Svo kom babb í
bátinn og þau hættu saman en kemestríið var svo tryllt að þau byrj-
uðu aftur saman og giftu sig í Las Vegas 1989. Hjónabandið entist þó
ekki nema í smá tíma.
Fyrir utan kökubaksturinn er í mörg horn að líta. Ég geri ekki ráð
fyrir öðru en að við Bergþórsdóttir látum sérsauma á okkur sérstaka
kjóla til að klæðast í brúðkaupinu. Rautt kemur sterklega til greina
enda klæðir sá litur okkur báðar og svo er rauður líka litur ást-
arinnar. Við erum ekkert að velta fyrir okkur fatnaði Clooneys og
Alamuddin – þau hljóta að spjara sig.
martamaria@mbl.is
George Clooney og Amal Alamuddin ætla að gifta sig 12. september.
Það er ekki
hægt að búa
til „kemestrí“
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
www.facebook.com/spennandi - www.spennandi.com
Opið: Mán. - fim: 12 - 18 og fös. 12-16
3322 & Innate - frönsk hönnun vor 2014