Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 57
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Á sunnudag eru síðustu for- vöð að sjá leikrit Auðar Övu Ólafsdóttur, Svanir skilja ekki, í Þjóðleikhús- inu. Gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði verkið skoða „þann ein- kennilega galdur sem þarf til að hið margþætta og flókna samband hjóna gangi upp og sé farsælt. 2 Sýning sænska ljósmyndarans Hans Månsson, Vatnaver- öld: Tuttugu metrar af fjalla læk verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag, laugardag, kl. 14. Sænski náttúrufræðingurinn Stefan Edman heldur fyrirlestur á opnuninni. Sýningin stendur til 16. júní. 4 Stórsveit Reykjavíkur stend- ur fyrir árlegu Stórsveita- maraþoni á Munnhörpunni í Hörpu á morgun, sunnudag, milli kl. 13-16. Stórsveitin og fimm gestahljómsveitir leika hver í um 30 mínútur. Aðgangur er ókeypis. 5 Raflosti, framsækinni hátíð fyrir nýja list þar sem rafmagn og tækni eru notuð við sköp- un eða flutning verkanna, lýk- ur í Reykjavík á laugardag. Klukkan 15 er samkoma hjá Siglingafélagi Reykja- víkur við Ingólfsgarð og klukkan 20 „Stórleikar“ í Sölvhól, tónleikasal Listaháskóla Íslands. 3 Listahátíð í Reykjavík stendur nú yfir og er um að gera fyrir alla listunnendur að fara á tónleika, skoða hinar margbreytilegu sýningar eða mæta á aðrar forvitnilegar uppákomur sem gæða lífið lit og auka lífsfyllinguna. MÆLT MEÐ 1 Sýningin Lusus naturae, sem er afrakstur samstarfs Ólafar Nor-dal myndlistarmanns, Þuríðar Jónsdóttur teiknara og GunnarsKarlssonar, verður opnuð í Hafnarborg í dag, laugardag, klukkan 14. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og er á efri hæð menningarmiðstöðvarinnar. Þar getur að líta viðamikið myndbands- verk á þremur stórum skjám. Lifandi tónlistargjörningur verður þrisvar á sýningunni, fyrst við opnunina í dag og aftur á morgun, sunnudag, klukkan 15, og loks á fimmtudagskvöldið kemur. Þá verð- ur flutt tónsmíð Þuríðar og eru flytjendur Gunnar Guðbjörnsson ten- ór, Snorri Heimisson á kontrafagott og Íslenski flautukórinn. Á sýningunni mætast ólíkar listgreinar og skapa flæðandi upplifun myndlistar og tónlistar. Lusus naturae er latneskt hugtak, sem gjarnan var notað um óskilgreind fyrirbæri í náttúrunni, það óút- skýranlega og óflokkanlega, hverskonar afmyndun og bjögun, hvort sem hún var af manna völdum, tilviljun eða frávik frá eðlilegri þróun. Lusus þýðir brandari og því er lusus naturae brandari náttúrunnar. Í verkinu er sokkið niður í djúp hafsins og fylgst með lífshlaupi skáldlegra lífvera, óskilgreindra „lususa“ sem eru í senn undarlegir og heillandi í afmyndun sinni. Verkið er draumkennt og fagurt eins og djúpið, á mörkum hins hlutbundna og óhlutbundna. Þau Gunnar, Þuríður og Ólöf hafa áður unnið saman að metn- aðarfullum verkefnum. „Verkin gerast í einhverskonar djúpi og við leitum nokkuð inn í gróteskuna, sem húsaskreyti,“ segir Ólöf. „Það þróaðist upp úr endurreisninni, var ekki álitið list en mikill frjálsleiki og fantasía fékk að njóta sín í þessum hlutum. Við leitum í fantast- ískar verur sem gróteskan hefur varðveitt.“ Hún segir myndbandsverkunum varpað upp á stór tjöld og undir hljómi tónverk Þuríðar. „Síðan flytjum við aðra útgáfu tónverksins, sem er rúmar tuttugu mínútur, í tónlistargjörningunum. Myndefnið byggist að hluta á mannslíkamanum en samt eru þetta einskonar dýr og Þuríður notar líka mikið hljóð sem eru raunveruleg í bland við rafhljóð.“ Veruleiki og skáldskapur togast því á í heimi þessa metn- aðarfulla verkefnis, sem listamennirnir hafa unnið að um skeið. „Já, þetta er heilmikið verkefni,“ segir Ólöf. SÝNINGIN LUSUS NATURAE OPNUÐ Í HAFNARBORG Brandari náttúrunnar SÝNINGARVERKEFNI ÓLAFAR NORDAL, ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR OG GUNNARS KARLSSONAR ER Á DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR. Gunnar Karlsson, Ólöf Norðdal, Þuríður Jónsdóttir og Gunnar Guð- björnsson hafa skapað hrífandi heim myndverks og tónlistar. Morgunblaðið/Eggert „Það má því segja að verðlaunin hafi haft töluverð áhrif,“ segir Anna Þorvaldsdóttir og vísar þar til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs sem hún hlaut 2012. er viðstödd flutning, en þess utan skipu- legg ég mig þannig að ég hafi góðan tíma inn á milli til að loka mig af. Við maðurinn minn fluttum heim til Íslands í fyrra eftir að hafa verið á flakki í tæp tvö ár þar á undan, að miklu leyti vegna minna tónlistarverkefna og þar áður bjuggum við erlendis í tæp sex ár. Mér finnst hins vegar dásamlegt að vera kom- in aftur heim.“ ferðast talsvert vegna flutnings verka sinna og því liggur beint við að spyrja hvort henni reynist aldrei erfitt að finna tíma til að semja. Eða getur hún kannski skrifað á hótelherbergjum? „Nei, ég get ekki unnið alveg nógu vel á ferðalögum. Ég þarf að geta lokað mig af til að skrifa. Ég er lánsöm með það að verk mín eru flutt víða og ég reyni því að velja af kostgæfni þá tónleika þar sem ég samhengi að fullu. En áður en ég fékk verðlaunin var ég búin að skapa mér ákveðinn vettvang í Bandaríkjunum. Verð- launin juku sýnileika minn og opnuðu mér nýjar dyr að Evrópu, þar með talið Norð- urlöndunum. Það má því segja að verð- launin hafi haft töluverð áhrif.“ Af vef Önnu, annathorvalds.com, má sjá að hún hefur haft nóg að gera síðustu misseri. Aðspurð segist hún þurfa að Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.