Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.5. 2014 BÓK VIKUNNAR Tvífari gerir sig heimakominn er ný ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson og þar er meðal annars að finna ljóð sem fékk Ljóðstaf Jóns úr Vör í byrjun þessa árs. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Fjölmargir lesendur hafa dálæti ásögulegum spennubókum og einslík, afar vönduð, er nú á markaði. An Officer and a Spy er skáldsaga eftir Robert Harris en þar er Dreyfus-málið í forgrunni. Aðalpersóna bókarinnar er franski liðsforinginn Georges Picquart sem árið 1895 fylgist með því þegar Alf- red Dreyfus, sem sakfelldur hefur verið fyrir njósnir og dæmdur í lífstíðarfang- elsi, er sviptur tign og auð- mýktur op- inberlega fyrir framan æp- andi múg. Dreyfus er fluttur á Djöflaeyju þar sem hann er í fangelsisvist við ömurlegar aðstæður. Á meðan fer Pic- quart, sem í byrjun hafði verið sann- færður um sekt Dreyfusar, að efast og kemst loks á þá skoðun að saklaus maður hafi verið sakfelldur. Hann tekur að berj- ast fyrir því að réttlætið nái fram að ganga og hinn raunverulegi njósnari verði sóttur til saka, en æðstu menn hers- ins kæra sig ekki um að sannleikurinn komi í ljós. „Hvaða máli skiptir að einn gyðingur sé í vist á Djöflaeyju?“ spyr einn þeirra Picquart. Robert Harris er þekktur breskur spennusagnahöf- undur, skrifaði meðal annars met- sölubækurnar Föðurland (en þar hefur Adolf Hitler unnið seinni heims- styrjöldina) og Pompeii. Officer and a Spy fékk frá- bæra dóma í heimalandinu og rataði á lista helstu stórblaða yfir bestu bækur ársins. Í bók- inni fylgir Harris Dreyfusmálinu mjög nákvæmlega og nær allar persónur bók- arinnar eru byggðar á raunverulegum persónum og sömuleiðis er atburðum að mestu fylgt, en um leið verður lesandinn vitanlega að hafa í huga að hann er að lesa skáldverk þar sem höfundur tekur sér ákveðið frelsi. Bókin er spennandi, af- ar fróðleg og sneisafull af áhugaverðum persónum, þar á meðal er rithöfundurinn Emile Zola sem beitti sér mjög í Drey- fus-málinu, George Clémenceau sem var vinur Picquarts og varð forsætisráð- herra, og Pauline hin gifta ástkona Pic- quarts kemur mjög við sögu í bókinni. Barátta Picquarts er aðdáunarverð en leynilögreglan fylgdist með honum og líf hans var jafnvel í hættu. Bók sem er sannarlega þess virði að lesa. Orðanna hljóðan SPENNU- SAGA UM HETJU Barátta Picquarts fyrir réttlætinu var hetjuleg. Sérlega vönduð spennusaga. S itinn þráður úr köngulóarvef er fyrsta ljóðabók Sigurðar Jóns Ólafssonar, en hann hefur áður birt ljóð í tímaritum og Lesbók Morgunblaðsins. Sigurður, sem er fæddur árið 1947, er með BA-próf í bókasafnsfræði og íslensku og hefur starf- að hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur í rúm þrjátíu ár. „Það er nokkurra áratuga draumur að gefa út ljóðabók,“ segir Sigurður. „Ég byrjaði að föndra við ljóðagerð ungur maður, orti nokkur ljóð á ári og segja má að þessi ljóðabók sé áratuga afrakstur. Sá ágæti maður, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son, rithöfundur og tónlistarmaður, las handritið yfir fyrir mig og kom með gagn- legar athugasemdir. Niðurstaðan er bók sem í eru fjörutíu og fjögur ljóð af þeim sem ég hef ort og henni er skipt í fjóra kafla. Þarna eru ljóð um náttúruna en einnig ljóð um það sem fyrir augu ber í borginni, sum ljóðanna tengjast bernsku- minningum og svo eru þarna trúarljóð. Ég lít reyndar svo á að ljóðin séu öll trúar- legs eðlis.“ Hvað er trúin fyrir þér? „Trúin birtist í umhverfinu og nátt- úrunni en fyrst og fremst í mannlegum samskiptum. Ég lít svo á að allt sem er lifandi skipti máli, hvort sem það er manneskjan, dýrin eða gróðurinn.“ María mey er persóna í sumum ljóðanna. Um hlutverk hennar segir Sig- urður: „Þarna er um að ræða áhrif frá námi mínu í Háskólanum, sem tengist Maríufræðum og Maríukveðskap á síðmið- öldum. Hjá mörgum skáldum er María mey tákn hinnar fullkomnu móður og í ljóðum mínum færi ég hana niður á jörð- ina en upphef hana ekki til himna.“ Spurður að því hvort hann stefni á að gefa út fleiri ljóðabækur segir Sigurður: „Það styttist í að ég hætti að vinna og það er aldrei að vita hvað ég geri eftir það. En að svo komnu máli verður ekkert gefið upp.“ Sigurður hefur unnið á Borgarbókasafn- inu í 30 ár sem gefur sterka vísbendingu um að bækur skipti hann miklu máli. „Ég hef verið lestrarhestur frá unglingsárum,“ segir hann. „Ég hef alltaf lesið mikið af ljóðum og hef alltaf ljóðabók við höndina. Með árunum hefur minna farið fyrir lestri á skáldsögum, nema þá sögulegum skáld- sögum en ég les meira af ævisögum og þjóðlegum fróðleik.“ Spurður um eftirlætisljóðskáld segir hann: „Af skáldum frá seinustu öld er Snorri Hjartarson í mestu uppáhaldi. Þeg- ar ég byrjaði að lesa ljóð að einhverju ráði hreifst ég mest af módernískum ljóð- um og ljóðskáld eins og Þorsteinn frá Hamri, Stefán Hörður Grímsson, Hann- es Pétursson og Jóhannes úr Kötlum höfðuðu mest til mín á þeim tíma; ljóð- skáld sem eru með annan fótinn í hefðinni og hinn í nútímanum.“ MARÍA MEY ER PERSÓNA Í NOKKRUM LJÓÐANNA Áratuga afrakstur „Ég lít svo á að allt sem er lifandi skipti máli, hvort sem það er manneskjan, dýrin eða gróðurinn,“ segir Sigurður Jón Ólafsson ljóðskáld en fyrsta ljóðabók hans er nýkomin út. Morgunblaðið/Þórður SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON BYRJAÐI AÐ YRKJA UNGUR MAÐUR OG SENDIR NÚ FRÁ SÉR FYRSTU LJÓÐABÓK SÍNA MEÐ FJÖRUTÍU OG FJÓRUM LJÓÐUM. Ég ætla að segja ykkur frá uppáhaldsbókunum mínum. Fyrsta bókin heitir Skrímsli í heimsókn eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Gu- ettler og Rakel Helmsdal. Mér finnst hún skemmtileg af því að hún fjallar um stóra skrímslið, það fer að veiða og litla skrímslið átti að veiða með því, en þegar stóra skrímslið kemur að sækja það er litla skrímslið með gest. Og þau fara að rífast aðeins. Bókin er um vin- áttuna og að allir eiga að vera góðir hver við annan. Ég hef lesið fleiri Skrímslabækur og mér finnst þær allar frábærar. Bók númer tvö heitir Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur. Hún fjallar um tvo vini og Randalín reykir, eða hvað? Og þau fara til sálfræðings til að fá hana til að hætta. Þau lenda í allskyns skemmtilegum ævintýrum. Randalín er líka svo uppátækjasöm. Strympa er þriðja bókin sem ég valdi. Þar sem Strympa snýr öllu á hvolf í Strumpalandi, en þegar maður er kominn langt inn í bókina er það klárt að Kjartan, vondi galdrakarlinn, stendur á bak við þetta allt saman. En hið góða sigrar að lokum. Skúli skelfir og Bína brjálaða eftir Francesca Simon er síð- asta bókin sem ég valdi. Mér finnst hún skemmtileg af því að Skúli skelfir er sniðugur og þegar Bína brjálaða á að fara passa hann er hann klárari en hún. Snýr henni alveg á hvolf. Í UPPÁHALDI ANNA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR 7 ÁRA Anna Sigríður á sínar uppáhaldsbækur og hún segir frá þremur þeirra. Þetta eru Randalín og Mundi, Skrímslabók og bók um Skúla skelfi. Morgunblaðið/Golli Skúli skelfir og Bína brjálaða.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.