Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Síða 59
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Lífsmörk er fyrsta skáldsaga
Ara Jóhannessonar en hann er
sérfræðingur í lyflækningum og
starfar á Landspítala. Ari hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2007 fyr-
ir ljóðabókina Öskudagar. Að-
alpersóna hinnar nýju skáld-
sögu er Sölvi Oddsson, ungur
svæfingalæknir, sem er í mikl-
um metum á gjörgæsludeild
Landspítalans, bæði meðal
samstarfsfólks og sjúklinga.
Sölvi helgar sig starfinu og er
alltaf reiðubúinn að taka auka-
vaktir en fjarlægist eiginkonu
og börn á merkjavæddu heimili
í Garðabæ. Smám saman fer
álagið að segja til sín og mörkin
milli þess að líkna og valda
sársauka taka að dofna.
Fyrsta skáld-
saga Ara
L’Atelier du roman (Vinnustofa
skáldsögunnar) er franskt bók-
menntatímarit helgað skáldsögunni
fyrr og nú. Það er gefið út af einu öfl-
ugasta útgáfufyrirtæki
Frakklands, Flammarion,
og nýtur mikillar virðingar
meðal þarlendra bók-
menntaunnenda. Næsta
hefti kemur út í byrjun
júní og er helgað Hall-
dóri Laxness. Fjallað
er um hann í samhengi
heimsbókmenntanna
og sögu skáldsög-
unnar. Fróðir menn
segja að Laxness hafi ekki
áður verið meginefni í frönsku bók-
menntatímariti, þótt vitaskuld hafi margoft verið skrifað um hann í Frakklandi í gegnum tíðina,
aðallega þó í ritum sem fjalla um norræna menningu.
Greinahöfundar eru frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Frakklandi og Grikklandi og
má þar meðal annarra nefna Halldór Guðmundsson, Friðrik Rafnsson, Steinunni Sig-
urðardóttur, Torfa Tulinius og Pétur Gunnarsson. Myndskreytingar eru eftir einn af
höfuðsnillingum Frakka á því sviði, Sempé.
FRANSKT TÍMARIT HELGAÐ LAXNESS
Virt franskt bókmenntatímarit er helgað umfjöll-
un um Halldór Laxness og kemur út í byrjun júní.
Nora Roberts er einn af vin-
sælustu rithöfundum heims og
hefur skrifað rúmlega 200 bæk-
ur, en sérgrein hennar eru
rómantískar skáldsögur með
spennuívafi. Í Húsinu við hafið
leitar lögfræðingurinn Eli Land-
on skjóls á fjölskyldusetrinu,
bugaður vegna áfalla í einkalífi.
Hann kynnist nuddaranum
Öbru Walsh sem reynir að
veita honum þá hjálp sem hann
þarfnast. Bókin er á met-
sölulista hér á landi.
Rómantík
og spenna
við hafið
Íslensk skáld-
saga og þýddur
Conrad
NÝJAR BÆKUR
NÝ ÍSLENSK SKÁLDSAGA EFTIR ARA JÓ-
HANNESSON ER KOMIN ÚT. ÁSTAR- OG
SPENNUSAGA EFTIR NORU ROBERTS NÝTUR
VINSÆLDA. LEYNIERINDREKI JOSEPHS CON-
RAD ER EINNIG Á MARKAÐI. NANNA NORN
HELDUR SVO ÁFRAM AÐ LENDA Í MARGS
KONAR SÖGULEGUM ÆVINTÝRUM.
Leynierindrekinn er eitt þekktasta
verk pólska rithöfundarins Josephs
Conrads. Á síðari hluta 19. aldar
rekur Verloc búð í Soho-hverfinu í
London. Hann sogast inn í atburða-
rás sem hann hefur enga stjórn á og
við sögu koma stjórnleysingjar,
hryðjuverkamenn, stjórnarer-
indrekar, lögregluforingjar og
stjórnmálamenn, ásamt þekktri
samkvæmisdömu.
Leynierindreki
Conrads
Tvær nýjar bækur eru komnar út um nornina vin-
sælu, Nönnu norn. Önnur bókin er Nanna á fleygi-
ferð en þar er að finna fjórar sögur um nornina.
Hin er Nanna pínulitla og þar eru einnig fjórar frá-
sagnir af ævintýrum nornarinnar. Það er aldrei tíð-
indalaust í kringum Nönnu og ungir lesendur munu
örugglega skemmta sér við lesturinn. Höfundur er
Laura Owen og Korky Paul gerir myndirnar.
Meira af ævintýrum
Nönnu nornar
*Og skáldskapurinn, hann er bara fyrirfínt fólk og fyllirafta. Jakobína Sigurðardóttir BÓKSALA 13.-20. MAÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Skuggi sólkonungsÓlafur Arnarson
2 20 tilefni til dagdrykkjuTobba Marinós
3 Frosinn - ÞrautirWalt Disney
4 Lost in Iceland miniSigurgeir Sigurjónsson
5 LífsmörkAri Jóhannesson
6 Iceland small World-small lítilSigurgeir Sigurjónsson
7 DægradvölBenedikt Gröndal
8 Eða deyja ellaLee Child
9 Verum græn - Ferðalag í átt aðsjálfbærni
10 155 Ísland áfangastaðir í alfaraleiðPáll Ásgeir Ásgeirsson
Kiljur
1 DægradvölBenedikt Gröndal
2 Eða deyja ellaLee Child
3 Húsið við hafiðNora Roberts
4 HHhHLaurent Binet
5 ParadísarfórnKristina Ohlsson
6 Marco- áhrifinJussi Adler Olsen
7 FrelsarinnJo Nesbø
8 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker
9 MeistarinnHjort & Rosenfeldt
10 MyrkraslóðÄsa Larsson
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Morgunstund gefur gull í mund.
Um mánaðamótin kemur út hjá Veröld bókin
Amma biður að heilsa eftir Fredrik Back-
man en hann sló rækilega í gegn í fyrra með
metsölubókinni Maður sem heitir Ove. Elsa
er sjö ára og býr með mömmu sinni og ömmu í
fjölbýlishúsi. Elsa er öðruvísi en flest önnur
börn og amma hennar er engin venjuleg amma.
Í ljós kemur að íbúarnir í húsinu búa yfir mögn-
uðum örlagasögum sem Elsa flækist inn í og
átakanleg en um leið bráðfyndin atburðarás fer
af stað. Amma biður að heilsa fjallar þannig um
ofurhetjur úr hversdagsífinu sem eiga erfitt
með að fóta sig í veruleikanum.
Amma biður að heilsa hefur gengið gríð-
arlega vel í Svíþjóð og er nú væntanleg víða um
lönd. Svenska Dagbladet sagði til dæmis:
„Fredrik Backman fær mann til að hlæja, syrgja
og gleðjast – og fella tár.“ Og gagnrýnandi Ex-
pressen Söndag skrifaði: „Bækur sem fá mig
bæði til að hlæja og gráta verðskulda hæstu
einkunn.“
Nú er að sjá hvort Fredrik Backman á sum-
arsmellinn á Íslandi annað árið í röð en bókin
kemur í verslanir nú í lok maí.
Amma biður að heilsa hefur fengið mjög
góða dóma í Svíþjóð og kemur út á Íslandi.
NÝR SMELLUR FRÁ HÖFUNDI OVE