Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 59
25.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Lífsmörk er fyrsta skáldsaga Ara Jóhannessonar en hann er sérfræðingur í lyflækningum og starfar á Landspítala. Ari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2007 fyr- ir ljóðabókina Öskudagar. Að- alpersóna hinnar nýju skáld- sögu er Sölvi Oddsson, ungur svæfingalæknir, sem er í mikl- um metum á gjörgæsludeild Landspítalans, bæði meðal samstarfsfólks og sjúklinga. Sölvi helgar sig starfinu og er alltaf reiðubúinn að taka auka- vaktir en fjarlægist eiginkonu og börn á merkjavæddu heimili í Garðabæ. Smám saman fer álagið að segja til sín og mörkin milli þess að líkna og valda sársauka taka að dofna. Fyrsta skáld- saga Ara L’Atelier du roman (Vinnustofa skáldsögunnar) er franskt bók- menntatímarit helgað skáldsögunni fyrr og nú. Það er gefið út af einu öfl- ugasta útgáfufyrirtæki Frakklands, Flammarion, og nýtur mikillar virðingar meðal þarlendra bók- menntaunnenda. Næsta hefti kemur út í byrjun júní og er helgað Hall- dóri Laxness. Fjallað er um hann í samhengi heimsbókmenntanna og sögu skáldsög- unnar. Fróðir menn segja að Laxness hafi ekki áður verið meginefni í frönsku bók- menntatímariti, þótt vitaskuld hafi margoft verið skrifað um hann í Frakklandi í gegnum tíðina, aðallega þó í ritum sem fjalla um norræna menningu. Greinahöfundar eru frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi, Frakklandi og Grikklandi og má þar meðal annarra nefna Halldór Guðmundsson, Friðrik Rafnsson, Steinunni Sig- urðardóttur, Torfa Tulinius og Pétur Gunnarsson. Myndskreytingar eru eftir einn af höfuðsnillingum Frakka á því sviði, Sempé. FRANSKT TÍMARIT HELGAÐ LAXNESS Virt franskt bókmenntatímarit er helgað umfjöll- un um Halldór Laxness og kemur út í byrjun júní. Nora Roberts er einn af vin- sælustu rithöfundum heims og hefur skrifað rúmlega 200 bæk- ur, en sérgrein hennar eru rómantískar skáldsögur með spennuívafi. Í Húsinu við hafið leitar lögfræðingurinn Eli Land- on skjóls á fjölskyldusetrinu, bugaður vegna áfalla í einkalífi. Hann kynnist nuddaranum Öbru Walsh sem reynir að veita honum þá hjálp sem hann þarfnast. Bókin er á met- sölulista hér á landi. Rómantík og spenna við hafið Íslensk skáld- saga og þýddur Conrad NÝJAR BÆKUR NÝ ÍSLENSK SKÁLDSAGA EFTIR ARA JÓ- HANNESSON ER KOMIN ÚT. ÁSTAR- OG SPENNUSAGA EFTIR NORU ROBERTS NÝTUR VINSÆLDA. LEYNIERINDREKI JOSEPHS CON- RAD ER EINNIG Á MARKAÐI. NANNA NORN HELDUR SVO ÁFRAM AÐ LENDA Í MARGS KONAR SÖGULEGUM ÆVINTÝRUM. Leynierindrekinn er eitt þekktasta verk pólska rithöfundarins Josephs Conrads. Á síðari hluta 19. aldar rekur Verloc búð í Soho-hverfinu í London. Hann sogast inn í atburða- rás sem hann hefur enga stjórn á og við sögu koma stjórnleysingjar, hryðjuverkamenn, stjórnarer- indrekar, lögregluforingjar og stjórnmálamenn, ásamt þekktri samkvæmisdömu. Leynierindreki Conrads Tvær nýjar bækur eru komnar út um nornina vin- sælu, Nönnu norn. Önnur bókin er Nanna á fleygi- ferð en þar er að finna fjórar sögur um nornina. Hin er Nanna pínulitla og þar eru einnig fjórar frá- sagnir af ævintýrum nornarinnar. Það er aldrei tíð- indalaust í kringum Nönnu og ungir lesendur munu örugglega skemmta sér við lesturinn. Höfundur er Laura Owen og Korky Paul gerir myndirnar. Meira af ævintýrum Nönnu nornar *Og skáldskapurinn, hann er bara fyrirfínt fólk og fyllirafta. Jakobína Sigurðardóttir BÓKSALA 13.-20. MAÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Skuggi sólkonungsÓlafur Arnarson 2 20 tilefni til dagdrykkjuTobba Marinós 3 Frosinn - ÞrautirWalt Disney 4 Lost in Iceland miniSigurgeir Sigurjónsson 5 LífsmörkAri Jóhannesson 6 Iceland small World-small lítilSigurgeir Sigurjónsson 7 DægradvölBenedikt Gröndal 8 Eða deyja ellaLee Child 9 Verum græn - Ferðalag í átt aðsjálfbærni 10 155 Ísland áfangastaðir í alfaraleiðPáll Ásgeir Ásgeirsson Kiljur 1 DægradvölBenedikt Gröndal 2 Eða deyja ellaLee Child 3 Húsið við hafiðNora Roberts 4 HHhHLaurent Binet 5 ParadísarfórnKristina Ohlsson 6 Marco- áhrifinJussi Adler Olsen 7 FrelsarinnJo Nesbø 8 Sannleikurinn um mál Harrys QJoël Dicker 9 MeistarinnHjort & Rosenfeldt 10 MyrkraslóðÄsa Larsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Morgunstund gefur gull í mund. Um mánaðamótin kemur út hjá Veröld bókin Amma biður að heilsa eftir Fredrik Back- man en hann sló rækilega í gegn í fyrra með metsölubókinni Maður sem heitir Ove. Elsa er sjö ára og býr með mömmu sinni og ömmu í fjölbýlishúsi. Elsa er öðruvísi en flest önnur börn og amma hennar er engin venjuleg amma. Í ljós kemur að íbúarnir í húsinu búa yfir mögn- uðum örlagasögum sem Elsa flækist inn í og átakanleg en um leið bráðfyndin atburðarás fer af stað. Amma biður að heilsa fjallar þannig um ofurhetjur úr hversdagsífinu sem eiga erfitt með að fóta sig í veruleikanum. Amma biður að heilsa hefur gengið gríð- arlega vel í Svíþjóð og er nú væntanleg víða um lönd. Svenska Dagbladet sagði til dæmis: „Fredrik Backman fær mann til að hlæja, syrgja og gleðjast – og fella tár.“ Og gagnrýnandi Ex- pressen Söndag skrifaði: „Bækur sem fá mig bæði til að hlæja og gráta verðskulda hæstu einkunn.“ Nú er að sjá hvort Fredrik Backman á sum- arsmellinn á Íslandi annað árið í röð en bókin kemur í verslanir nú í lok maí. Amma biður að heilsa hefur fengið mjög góða dóma í Svíþjóð og kemur út á Íslandi. NÝR SMELLUR FRÁ HÖFUNDI OVE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.