Morgunblaðið - 18.07.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
VEGAHANDBÓKIN ehf. • www.vegahandbokin.is
Sundaborg 9 • 104 Reykjavík • Sími 562 2600
TÍMAMÓTAVERK
Vegahandbókin í snjalltækin
• Yfir 3.000 staðir
• Þúsundir þjónustuaðila
• Kort sem sýnir staðsetningu
• Sía, notandi ræður hvaða
þjónustumerki birtast
• Leit, hægt að leita eftir
stöðum og þjónustu
• Bókamerki, hægt að geyma
og safna stöðum
• Tungumál, íslenska, enska og
þýska
1. SÆTIÁ LISTAEYMUNDSSON
VERÐ KR. 5.490,-
Hægt að skipta gamalli bók upp í nýja
og fá 1.000,- kr. afslátt af þeirri nýju (aðeins í bókabúðum)
Snjallsímaútgáfan
fylgir bókinni
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
telur mikilvægt að ráðist verði í að-
gerðir til að draga úr hraðakstri á
Suðurlandsvegi milli Víkur og
Kirkjubæjarklausturs. Hún leggur
til aukið eftirlit og að skoðað verði
hvort hraðamyndavélar séu heppi-
legur kostur á þessum stað. Þá legg-
ur nefndin til að Vegagerðin skoði
hvort bæta megi úr merkingum á
veginum. Þetta kemur m.a. fram í
skýrslu nefndarinnar um banaslys
sem varð á Suðurlandsvegi við Með-
allandsveg 4. ágúst 2013.
Tvær stúlkur, 15 og 16 ára, létust í
slysinu. Fólk í tveimur bílum var í
samfloti frá Reykjavík austur að
Jökulsárlóni. Veður var ágætt og
akstursaðstæður góðar. Bílarnir óku
á 100-120 km/klst. hraða. Leyfilegur
hámarkshraði þarna er 90 km/klst.
Vitni í hinum bílnum sögðu að
skömmu fyrir slysið hefði bíllinn far-
ið fram úr þeim á 130-140 km/klst.
hraða og lent í lausamöl hægra meg-
in í beinu framhaldi af framúrakstr-
inum. Ökumaðurinn reyndi að beina
bílnum aftur upp á veginn en fór yfir
veginn og lenti út af vinstra megin
þar sem hann valt.
Stúlkurnar sem fórust voru far-
þegar í aftursæti bílsins og köst-
uðust út úr honum. Hvorug þeirra
var í bílbelti. Þær létust báðar á
slysstað. Ökumaður og farþegi í
framsæti voru bæði í bílbelti en
hlutu mikil meiðsl við slysið.
Samkvæmt orsakagreiningu í
skýrslunni ók ökumaður „of hratt og
missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl
eftir framúrakstur. Stúlkurnar sem
létust notuðu ekki bílbelti og köst-
uðust út úr bifreiðinni. Þar sem slys-
ið varð er Suðurlandsvegur mjór og
engar vegaxlir á honum. Slitlagið er
brotið í köntum og gróft hraun í nán-
asta umhverfi vegarins. Ökumaður
var réttindalaus.“ gudni@mbl.is
Ekið of hratt og stúlkurn-
ar voru ekki í bílbeltum
Skýrsla birt um banaslys þar sem tvær stúlkur fórust
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Undirbúningi Íslandshótela að
stækkun Grand Hótels í Sigtúni í
Reykjavík miðar vel en á fyrirhug-
aðri byggingarlóð stendur líka til að
reisa fjölbýlishús með um 100 íbúð-
um. Um milljarða framkvæmd er að
ræða en endanleg kostnaðaráætlun
liggur ekki fyrir. Blómaval var lengi
með stórverslun á umræddri lóð.
Ólafur Torfason, eigandi Íslands-
hótela, segir stefnt að því að fram-
kvæmdirnar verði kynntar íbúum í
hverfinu með haustinu.
Skipulagsvinnu vegna fram-
kvæmdanna er ekki lokið og er því
ekki hægt að birta drög að fyrirhug-
uðum byggingum að sinni.
Bíða fundar með yfirvöldum
Ólafur segir styttast í að fram-
kvæmdir hefjist.
„Við bíðum eftir fyrsta fundi með
nýju skipulagsráði borgarinnar.
Þannig að það er ekkert fast í hendi
á meðan. Ætlunin er að hefja fram-
kvæmdir á næsta ári. Gera þarf
breytingar á gamla húsinu. Það væri
æskilegt að geta hafið þær fram-
kvæmdir um áramótin. Í kjölfarið
gætu framkvæmdir við íbúðahlutann
farið af stað um mitt næsta ár,“ segir
Ólafur og vísar til fjölbýlishúsa sem
reist verða á austari hluta lóðarinnar
sem sýnd er á mynd hér fyrir ofan.
Gætu þær íbúðir komið á markað
haustið 2016. Á vestari hluta lóðar-
innar, nær hótelinu, verður reist ný
aðstaða fyrir hótelið og ný her-
bergjaálma þar sem verða um 100
herbergi. „Við munum líklega rífa
ráðstefnusalinn Gullteig og byggja
nýja ráðstefnuaðstöðu,“ segir hann.
Átti að stækka meira
Upphaflega stóð til að bæta 100-
160 herbergjum við hótelið en nú
hefur þeim verið fækkað í 100. Nú
eru 311 herbergi á hótelinu sem
verður með um 411 herbergjum eftir
stækkunina.
Grand Hótel mun því tímabundið
missa titilinn sem stærsta hótel
landsins yfir til væntanlegs 342 her-
bergja hótels Íslandshótela við
Höfðatorg, en svo endurheimta
hann eftir stækkunina.
Fram kom í Morgunblaðinu í
september 2007, þegar Grand
Hótel var vígt, að kostnaður við
bygginguna væri um 2,5 millj-
arðar, eða 3,9 ma. á núvirði.
Þær framkvæmdir hófust
síðla árs 2005. Íslandshótel
reka 10 Fosshótel úti á
landi og Grand Hótel,
Hótel Reykjavík
Centrum og Best
Western Hótel
Reykjavík.
Morgunblaðið/Þórður
Byggingarlóð við Grand Hótel Blómaval var lengi með verslun á lóðinni en flutti þaðan í Skútuvog í október 2005.
Undirbúa milljarða
framkvæmd í Sigtúni
Grand Hótel stækkar 100 íbúðir verða byggðar á lóðinni
Að sögn Ólafs stendur til að
hafa bílakjallara undir fyrirhug-
uðum fjölbýlishúsum í Sigtúni.
Með því að gestir hótelsins
hafi aðgang að bílakjallaranum
á daginn, þegar íbúar fjölbýlis-
húsanna eru ekki heima, verði
nýtingin með því sem best
þekkist á Íslandi.
Íslandshótel reka nú 13 hót-
el og segir Ólafur áætlað að
veltan verði rúmlega 5 millj-
arðar króna í ár. Þau verða
14 með hótelinu á Höfða-
torgi og gætu þau orðið
20 innan nokkurra ára,
að sögn Ólafs. Hann
byrjaði með um 30 hót-
elherbergi árið 1992
og var árs-
veltan þá
um 30
milljónir
króna á
verðlagi
þess árs.
Bílastæði
verði vel nýtt
BÍLAKJALLARI
Ólafur Torfason
Morgunblaðið/Eggert
Tónlist Skálmöld kveikti áhuga Búa.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
96% þeirra sem svöruðu könnun
þjóðfræðingsins Búa Stefánssonar
eru jákvæðir fyrir því að útfarir séu í
meira mæli miðaðar við persónu
þess látna og að veraldleg tónlist,
t.d. dægurlög, popp og þungarokk,
hljómi á kostnað hefðbundinnar út-
farartónlistar. Þá kemur einnig fram
að 66% viðmælenda Búa hafi ákveðið
lag í huga fyrir sína eigin útför og
segir Búi 75% þeirra laga vera dæg-
urlög, rokklög eða popplög.
Spurningalisti var lagður fyrir 220
einstaklinga og
svaraði tæpur
helmingur þeirra
könnuninni sem
var hluti lokarit-
gerðar Búa til
BA-gráðu í þjóð-
fræðatengslum.
„Þetta efni
hafði lítið sem
ekkert verið
skoðað innan
þjóðfræðinnar, m.a. vegna þess að
það er ekki fyrr en á allra síðustu ár-
um sem athyglin hefur beinst að
samtímamenningunni á hennar eigin
forsendum, athöfnum, hefðum og
siðum sem einstaklingar þ.e. hópar
hafa tileinkað sér í daglegu lífi í nú-
tímasamfélagi,“ segir Búi sem er
mikill áhugamaður um tónlist og
ekki síst þá tónlist sem veki upp til-
finningar hjá fólki.
„Ég á mér nokkur lög sem ég
heyrði á sínum tíma og hugsaði með
mér að ég vildi láta flytja þegar ég
kveddi þennan heim,“ segir Búi.
Hann segir áhuga sinn á útfarar-
tónlist hafa aukist enn frekar eftir
að hann heyrði af því að lög með
þungarokkssveitinni Skálmöld hefðu
verið spiluð í útför kunningja síns.
Viðkomandi hafði verið veikur lengi
og vildi hann að lög Skálmaldar yrðu
spiluð í útförinni sinni, sem að öðru
leyti var hefðbundin kirkjuleg útför.
Útför fyrir aðstandendur?
Í ritgerðinni varpar Búi fram
spurningunni fyrir hvern útförin sé.
„Er hún fyrir þann látna eða
syrgjandi aðstandendur? Er mikil-
vægara að tónlistin sem hljómar í út-
förinni endurspegli persónu hins
látna eða að hún fari vel ofan í þá
sem syrgja,“ spyr Búi og segir hann
suma viðmælendur sína hafa talað
um að í sorgarferlinu væri betra að
heyra tónlist sem tengdist hinum
látna og hans persónu á meðan aðrir
hafi aftur á móti talað um að það
gæti reynst aðstandendum óbæri-
legt að hlusta á uppáhaldslög við-
komandi í athöfninni og sorgin yrði
bara meiri fyrir vikið.
Búi segir fullt tilefni til að skoða
þetta frekar og segir hann það koma
vel til greina að hann haldi sinni
vinnu áfram. „Það verður for-
vitnilegt að fylgjast með hvernig
hefðin muni mæta auknum kröfum
fólks um persónumiðaðar útfarir.“
Jákvætt viðhorf til
veraldlegrar tón-
listar í útförum
96% vilja persónumiðaðar útfarir
Guðjón Halldór Óskarsson org-
anisti segir að á þeim tæpu 25
árum sem hann hafi spilað í út-
förum hafi hann orðið var við
aukningu rólegra og fallegra
dægurlaga en segir að ekki sé
um byltingu að ræða í þeim efn-
um og að klassísku sálmarnir
haldi sér alltaf. Hann segir tón-
listarval vera hefðbundnara úti
á landi en í borginni.
Guðmundur Karl Brynjarsson,
sóknarprestur í Lindakirkju,
tekur í sama streng og segir
sína reynslu vera að meira sé
um óvenjulegar beiðnir á höf-
uðborgarsvæðinu en á lands-
byggðinni.
Hefðbundn-
ara í sveitinni
FRJÁLSLYNDARI Á HÖFUÐ-
BORGARSVÆÐINU
Búi Stefánsson