Morgunblaðið - 18.07.2014, Side 10

Morgunblaðið - 18.07.2014, Side 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hafði engan áhuga álist og mér fannst listekkert merkilegt fyrir-bæri. En mig langaði til að búa eitthvað til sem ég myndi sjálfur vilja setja upp á vegg hjá mér. Þannig byrjaði þetta og ég hef fengið mikil og góð viðbrögð og margir þeirra sem hafa keypt af mér verk hafa aldrei áður keypt sér lista- verk,“ segir Oddur Eysteinn Frið- riksson sem hefur vakið þó nokkra eftirtekt fyrir klippimyndir sínar. „Ég byrjaði á þessu fyrir tveimur árum en fyrst fór ég í þó nokkra undirbúningsvinnu, því ég vildi skapa mér minn eigin stíl.“ Sneri blaðinu í hringi Oddur segir að listamaðurinn Erró sé ein af hans fyrirmyndum í listsköpuninni. „Ég var hugfanginn af Erró þegar ég var krakki, mér fannst teiknimyndastíllinn hans flottur. Erró málar allar sínar mynd- ir en ég nýti mér tækni tuttugustu og fyrstu aldarinnar og klippi og lími allar mínar myndir í tölvu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann var krakki þá teiknaði hann mikið. „Ég sneri alltaf blaðinu í hringi og á endanum var blaðið þéttskipað af allskonar myndum. Þetta var kannski upphafið af því sem ég er að gera núna, nema að nú teikna ég ekki myndirnar heldur sæki ljós- myndir og teikningar annað til að nota í verkin mín.“ Oddur segir að stíllinn hans hafi þróast og breyst. „Ég var ekki eins hnitmiðaður í byrjun, núna finnst mér ég hafa náð að fókusera betur, verkin mín eru orðin markvissari.“ Hann segir að fyrstu myndirnar hans hafi allar verið „silúett“ á svörtum bakgrunni, en síðan skipti hann upp og fór að nota hvítan bakgrunn með. „Núna fylli ég meira upp í bakgrunninn, með ljósmyndum eða öðru.“ Oddur segir að það sem á ensku fellur undir „popular cultures“ eða vinsæla menningu, hafi mikil áhrif á það sem hann velur í myndirnar sínar. „Ég skoða mikið hvað hefur verið vin- sælt, það sem er vinsælt og það sem mun verða vinsælt, hvort sem það eru Star Wars-bíómyndirnar eða eitthvað nýrra.“ Myndirnar þola veðrun Oddur er sjálfmenntaður lista- maður sem hefur náð góðri færni í myndvinnslu en þó fór hann eitt sinn á námskeið um auglýsingar í prent- miðlum. „Þar lærði ég hvernig góðar auglýsingar eiga að vera, en ég hef alltaf verið mjög markaðsmiðaður, kannski af því pabbi minn er mark- aðsfræðingur. Þetta skilar sér í verkin mín,“ segir Oddur sem er fæddur í Reykjavík, en hann ólst upp í Bandaríkjunum og flutti síðan aftur heim til Íslands. Núna býr hann á Eskifirði. „Ég hef verið þó nokkur flökkukind, hef búið á ýms- um stöðum, bæði í útlöndum og úti á landi hér heima. En nú er ég sestur að hér á Eskifirði og ég vinn í ál- verinu á Reyðarfirði. Ég titla mig sem álbónda því í vinnunni fæ ég stundum sömu tilfinningu og þegar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa sem voru bændur á Skógarströnd á Snæfellsnesi. Til dæmis þegar ég er að keyra lyftara og er umvafinn smurolíulykt, rétt eins og þegar ég var að keyra dráttarvélina hjá ömmu og afa.“ Oddur lætur prenta eitt stykki af öllum verkunum sínum í ál, til að fá ákveðna áferð og upplifun. „Þá verður bjarminn á litunum líkt Álbóndi sem prentar listaverkin sín í ál Oddur Eysteinn Friðriksson er sjálfmenntaður listamaður sem fer sínar eigin leiðir. Hann býr til klippimyndir sem hann lætur brenna á ál til að ná fram sér- stakri áferð og fá bjarma í litina. Hann hefur vakið athygli fyrir verk sín og selt eitt þeirra til þekktrar raunveruleikapersónu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/Jón Tryggvason Oddur Í hverju listaverki eru margar myndir sem hann klippir og raðar. Ég titla mig sem ál- bónda því í vinnunni í ál- verinu fæ ég stundum sömu tilfinningu og þeg- ar ég var í sveitinni hjá ömmu og afa. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Á vefsíðunni www.psychcentral.com er að finna aragrúa ráða til að stuðla að bættri líðan fyrir þá sem glíma við andleg veikindi. Einnig er þar að finna prýðilegar upplýsingar fyrir að- standendur og fróðleikurinn er með fjölbreyttasta móti. Einnig er að finna þar góð ráð við öllu mögulegu, t.d. hvernig má gleðja aðra, ná tökum á reiði og gremju, lífga upp á ástar- lífið, tjá kærleika, nýta lækningajurtir fyrir heilsuna og margt fleira í þeim dúr. Vefurinn hefur verið í stöðugri þró- un frá árinu 1995 og er einn viða- mesti leitarvefur um málefni tengd andlegum veikindum. Hann er ein- faldur í notkun og viðmótið líflegt og gott. Auk þess er á síðunni að finna ýmsa tengla og gagnlegar upplýs- ingar um það hvernig skuli leita sér hjálpar og hvar best sé að byrja í leit- inni að aðstoð. Vefsíðan www.psychcentral.com Reuters Ráð Ýmis ráð er að finna á síðunni, meðal annars um samskipti kynjanna. Ráð til andlegrar uppbyggingar Þær ætla að fagna eins árs afmæli Fjallkonunnar í dag mágkonurnar, framhaldsskólakennar- inn Elín Una og prestur- inn Sigrún Óskarsdóttir, en þær opnuðu sælkera- verslun á Selfossi á þessum degi í fyrra. „Þetta hefur verið spennandi ævintýri, við erum búnar að þróa okk- ar eigin framleiðslu, sultur, pestó, hummus og fleira, eignast trygga viðskiptavini og gera fullt af vitleysum líka. Við reynum að fá sem ferskast hráefni frá matarkistunni góðu hér í grenndinni í bland við framandi sælkeravöru frá Frakklandi og víðar. Gamli Óli, sá danski er í ostaborðinu. Hrossabjúgu, lynghænuegg og broddur er líka ómissandi í búðinni okkar,“ segir Sigrún. Meðal þess sem fæst hjá Fjallkonunni er nýtt og brakandi grænmeti, jarðar- ber og hindber beint úr uppsveitunum, reykt bleikja úr Mýrdalnum, holda- nautasteikur og hamborgarar frá Koti, þurrverkaðar gæðapylsur úr Þykkva- bænum, hveiti og bygg úr sveitinni, hunang af Skeiðunum, kartöflukonfekt, spænskar ólífur, frönsk gæsa- og andalifur og allskonar erlendir gæðaostar, franskar eðalolíur, edik og sölt, hrákökur, jurtate, síróp og rabbarbari. Endilega ... ... smakkið brodd og holdanaut Sælkerar Sigrún og Elín Una utan við verslun sína á Selfossi þar sem fæst gúmmelaði úr nærumhverfi. Morgunblaðið/Golli Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mörgæs í dýragarði í Madrid á Spáni gefur unga sínum að borða með því að gubba matnum upp í hann, en mikil gleði er með ungana hennar því þetta er í fyrsta sinn frá því garður- inn var opnaður 2001 sem mörgæs- irnar sem þar búa koma upp ungum. AFP Gubbar matn- um upp í unga Móðurástin söm við sig Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK Í I I VERTU KLÁR Í FERÐINA! VERSLAÐU 2 REDKEN HÁRVÖRUR FÁÐU EITT FERÐASETT MEÐ SJAMPÓI, NÆRINGU & DJÚPNÆRINGU (VIRÐI 3.900 KR.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.