Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Yfirmaðurbandarískuleyniþjón- ustunnar í Þýska- landi fór heim í gær eftir að þýsk stjórnvöld kröfð- ust þess að hann yrði kallaður heim. Samskipti Þjóðverja og Bandaríkjamanna eru í lægð, svo ekki sé sterkar til orða tekið, og hafa ekki verið verri síðan 2003 þegar þýsk stjórn- völd gagnrýndu Bandaríkja- menn vegna innrásarinnar í Írak. Uppljóstranir um að Bandaríkjamenn hefðu stundað umfangsmiklar njósnir í Þýskalandi, þar á meðal hlerað farsíma Angelu Merkel kanslara, hleyptu illu blóði í Þjóðverja. Ekki bætti úr skák þegar flett var ofan af því að tveir þýskir gagnnjósn- arar, annar í þýsku leyniþjón- ustunni, hinn í þýska varn- armálaráðuneytinu, hefðu verið á snærum CIA í Þýska- landi. Í fréttaskeytum í gær var sagt að Barack Obama Bandaríkjaforseti og Merkel hefðu ræðst við í síma. Tals- menn Bandaríkjastjórnar létu uppskátt að þau hefðu skipst á skoðunum um sam- starf í njósnamálum, en í Berlín fengust aðeins þau svör að ekki yrðu veittar upp- lýsingar um einkasamtöl utan hvað verulegur ágreiningur væri um starfsemi banda- rískra leyniþjónusta. Forsetar Bandaríkjanna hafa yfirleitt lagt áherslu á að rækta samskiptin við Evrópu og frá seinna stríði litið á Þjóðverja – Vestur-Þjóðverja til 1990 – sem mikilvæga bandamenn. Að einhverju leyti hefur sennilega mátt rekja þetta til mótunarára þeirra, í mismiklum mæli þó. Bill Clinton fékk til dæmis Rhodes-styrk og fór til Lond- on í nám. John F. Kennedy varði miklum tíma í Evrópu á sínum uppvaxtarárum og fað- ir hans, Joe Kennedy, var sendiherra í London. Sýn Obama er líklega ekki jafn Evrópumiðuð. Obama fæddist á Hawaii, var um ára- bil í Indónesíu, fluttist tíu ára aftur til Hawaii og bjó þar þangað til hann fór í háskóla. Það væri því eðlilegt að Evr- ópa hefði minna hlutverk í huga hans heldur en Clintons, forvera hans úr röðum demó- krata á forsetastóli. Þar við bætist að valda- jafnvægið í heiminum er að breytast. Evrópa hefur látið undan síga á meðan önnur ríki hafa eflst og seilst til meiri áhrifa. Þar ber fyrst að nefna Kína. Því hefur verið spáð að eftir sjö ár eða 2022 verði Kína mesta efnahags- veldi heims og landsfram- leiðsla orðin meiri en í Banda- ríkjunum. Önnur ríki hafa einnig verið í örum vexti á meðan evrópskt efnahagslíf er í vanda og bandaríska ríkið skuldum vafið. Það er til marks um að valdahlutföllin í heiminum séu að breytast að þessi ríki hafa nú ákveðið að stofna þró- unarbanka og neyðarsjóð. Þessi ríki eru Brasilía, Rúss- land, Indland, Kína og Suður- Afríka og er skammstöfunin BRICS notuð um þau í ensku. Alþjóðabankinn og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn, sem reyndar var við það að líða undir lok þegar efnahags- hremmingarnar dundu yfir heiminn 2008, verða því ekki lengur einir um hituna. Nýi þróunarbankinn á að hafa aðsetur í Sjanghæ og verður bankastjórinn ind- verskur. Kínverskir fjöl- miðlar fögnuðu þessu fram- taki og sögðu að vestræn ríki og stofnanir, þar sem þau réðu lögum og lofum, bæru ábyrgð á göllum hins al- þjóðlega fjármálakerfis. Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, lagði sig fram um að lýsa yfir því að nýi bankinn yrði ekki stofnaður til höfuðs Alþjóðabankanum og Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og Christine Lagarde, yfirmaður þess síðarnefnda, lýsti yfir því að hún hlakkaði til sam- starfs við nýja bankann. Til- gangurinn er hins vegar aug- ljós. Allt frá því að hinu al- þjóðlega fjármálafyrir- komulagi var komið á, sem kennt er við Bretton Woods, hafa Vesturlönd ráðið ferð- inni í efnahagsmálum heims- ins. Þar voru peningarnir og þau voru lánardrottnarnir. Það er ekki að furða að hin rísandi efnahagsveldi, sem áður voru ekki aflögu fær, en eru það mun frekar nú, vilji hnekkja þessu kerfi. Bolmagn þeirra er kannski ekki orðið sambærilegt, en þeim vex ás- megin. Það er líka eðlilegt að Obama sé frekar með hugann við þessa þróun og kippi sér síður upp við það þótt snurða hlaupi á þráðinn í samskipt- unum við lönd, sem áður höfðu forgang í samskiptum. Önnur heimssýn og breytt valdahlutföll bitna á gömlum bandamönnum} Uppstokkun heimsmála H afi það farið fram hjá einhverjum þá varð Þýskaland heimsmeist- ari í knattspyrnu á sérstaklega skemmtilegu heimsmeist- aramóti sem fram fór í Brasilíu í sumar og lauk núna um síðustu helgi. Þjóð- verjar sýndu það strax í upphafi keppninnar, þegar þeir lögðu Portúgal 4-0, að þeir væru komnir til að vinna. Liðsheildin, skipulagið og aginn fylgdi að venju þýska landsliðinu en að auki skein af þeim leikgleðin og var eins og leikmenn nytu hverrar stundar inni á vellinum. Joachim Löw, þjálfara liðsins, tókst að ná því besta út úr leikmönnum sínum sem skemmtu íslenskum sjónvarpsáhorfendum konunglega alla keppnina. Aðra sögu er að segja um rík- isstofnunina í Efstaleiti sem bauð upp á litlausa og daufa HM-stofu, fyrir og eftir hvern leik. Ekki skorti hæfileikafólkið en Björn Bragi Arnarsson var fenginn til að stýra þættinum og má alveg fullyrða að hann sé með betri sjónvarpsmönnum landsins. Þar að auki fékk hann til sín marga af helstu sérfræðingum landsins í knattspyrnu. Samt sem áður tókst ekki að gera áhuga- verðan þátt. Var það peningaleysi, metnaðaleysi eða hrein og klár tilviljun að ekki tókst betur til? Mér finnst það ekki skipta öllu máli. Hugsanlega er ég einn um þá skoðun að HM stofan hafi ekki verið neitt sérstök. Ég hefði kosið að sérfræðingar þáttarins hefðu greint leikina betur niður að þeim loknum. Eitthvað í líkingu við það sem tíðkast í Pepsi-mörkunum á Stöð2 sport. Boðið var upp á slíka greiningu á nokkrum erlendum stöðvum sem finna mátti á fjölvarpinu en af einhverjum furðulegum ástæðum var lokað fyrir útsend- ingar þeirra stöðva meðan á leikjum stóð. Það átti ekki við um alla leiki en suma, sem seldir voru til fjölmiðlafyrirtækisins 365. Engan af- slátt fékk ég þó af fjölvarpinu þó að dagskráin sem mér var lofað væri skert. Íslenskum neyt- endum virðist sjaldan vera treyst til að velja sjálfir. Kannski er það óhollt fyrir mig að horfa á útlenskar sjónvarpsstöðvar en ég vil engu að síður fá að hafa val um það sjálfur hvað ég horfi á. Mögulega voru einhverjar lagalegar ástæður bak við þetta sem rétthafar efnisins kunna betur skil á en ég. Hins vegar grunar mig að íslenska haftastefnan hafi haft eitthvað með þetta að gera enda fyrir löngu orðin ge- netískt vandamál meðal íslenskra stjórnmála- manna og stjórnenda sem sjá sér hag í höftum. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins finnur því allt til foráttu að erlend matvörukeðja komi upp tveimur versl- unum á Íslandi. Hún óttast um heilsu Íslendinga sem gætu valið útlendar vörur. Kannski vill hún að nammibarnum í Hagkaup verði lokað? Eða er íslenskt nammi ekki óhollt? Aðrir stjórnmálamenn hæðast að þessari stefnu Framsókn- arflokksins en um leið krefjast þess af mér að greiða skylduáskrift að Ríkisútvarpinu, áskrift sem ég hef engan áhuga á að greiða. Haftahugsjónin tekur á sig ýmsar mynd- ir og er misjöfn milli stjórnmálaflokka en eitt er öruggt að fáir stjórnmálamenn treysta neytendum til að velja. Genetískt haftavandamál Pistill Vilhjálmur A. Kjartansson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bandaríska fyrirtækið Sili-cor Materials hyggst íhaust hefja uppbyggingunýrrar verksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði fyrir hreinsun og framleiðslu á kísli fyrir sólarhlöð. Uppbyggingarkostnaður hljóðar upp á um 77,5 milljarða króna en áætluð stærð verksmiðju- byggingarinnar er um 93.000 fer- metrar og verður framkvæmda- svæðið alls 223.000 í fermetrum talið. Davíð Stefánsson, ráðgjafi Sili- cor Materials hér á landi, segir væntingar standa til þess að fram- leiðsluafköstum verði náð haustið 2017 eða vorið 2018. „Þegar þetta fer af stað þá verður þetta eitt stærsta iðnverkefnið hér á landi enda er það mjög umfangsmikið,“ segir Davíð og bendir á að framleiðslugeta verk- smiðjunnar verður 19.000 tonn og áætlað verðmæti framleiðslunnar um hálfur milljarður Bandaríkjadala á ári. Sólarkísill Silicor er að mestu seldur til Kína, eða um 75%, en einn- ig er hann seldur til Kóreu, Taívans og Bandaríkjanna. Átti fyrst að rísa vestanhafs – Á þetta verkefni sér langan aðdraganda? „Undirbúningur hefur verið í gangi í nokkur ár. Upphaflega ætl- uðu menn að fara af stað í Banda- ríkjunum og var sú vinna ansi langt á veg komin. Verkefninu var hins vegar sjálfhætt þar eftir að ákveðið var að setja á þá 60% tolla. Þurfti því að finna nýja staðsetningu og komu þeir til Íslands síðasta haust.“ Að sögn Davíðs komu helst þrír staðir til greina hér á landi, en þeir eru Helguvík, Bakki og Grundartangi. Aðspurður segir hann einkar gott aðgengi við Grundartanga hafa ráðið mestu þegar ákveðið var að reisa verksmiðjuna þar. „Vegna stærðar verkefnisins var fljótlega ljóst að Bakki yrði ekki inni í mynd- inni. Helguvík var hins vegar tals- vert mikið skoðuð, enda hafa báðir staðirnir sína styrkleika.“ Sólarkísilverksmiðjan byggist á framleiðsluaðferð sem Silicor Mat- erials fann upp og hefur einkaleyfi á. Felst framleiðslan í því að hreinsa hefðbundinn kísilmálm, eins og þann sem ætlað er að framleiða á Bakka og í Helguvík, með því að minnka magn bórs, fosfórs og ýmissa málma í kíslinum. Niðurstaðan verður svo 99,9999% hreinn kísill sem nota má í sólarhlöð. Að sögn Davíðs er bráðið ál notað til þess að hreinsa kísilinn en óhreinindi bindast frekar áli en kísli. Þessi hreinsunarferð kallar á mun minni orku þar sem hreinsunin fer fram með kísli í fljótandi formi en ekki í formi lofttegundar líkt og nú tíðkast. „Það sem greinir þetta félag frá öðrum er að þeir hreinsa kísilinn með áli. Sú vinnsluaðferð er mun umhverfisvænni en allar aðrar og fyrir vikið verður mengunin mun minni.“ Ferlið prófað í Toronto – Verða til einhverjar auka- afurðir við framleiðsluna? „Það verða aðallega tvenns kon- ar aukaafurðir til. Annars vegar það sem kallað er álklóríð sem notað er til að hreinsa vatn í vatnsveitum í Evrópu og Norður-Ameríku. Hin af- urðin er svo kísilblandað ál sem m.a. er notað í bíla- og flugvélaiðnað til þess að létta og styrkja farartæki og er meðal annars notað í álfelgur á bíla.“ Silicor hefur undanfarið rekið tilraunaverksmiðju í Toronto í Kan- ada þar sem sýnt hefur verið fram á ágæti þessa hreinsunarferils. Þar hefur fyrirtækið framleitt og selt sólarkísil en að sögn Davíðs hafa alls um 700 tonn af sólarkísil verið fram- leidd og yfir 20 milljónir sólarhlaða með kísil frá fyrirtækinu. Verðmæti um hálfur milljarður dollara Mynd/Faxaflóahafnir Sólarkísilverksmiðja Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials ætlar að reisa verksmiðju sína innan þess svæðis sem gulu línurnar ramma inn. Umhverfislegur ávinningur af framleiðslu Silicor á Íslandi er sagður margþættur. Er fram- leiðsluferillinn m.a. að mestu án mengunar. „Ef þessi verksmiðja væri af samskonar gerð og aðr- ar sólarkísilverksmiðjur þá hafa menn verið að áætla losun 100.000 til 120.000 tonn af koltvísýringi (CO2). Í tilviki Sili- cor er reiknað með um tæpum 1.000 tonnum á ári,“ segir Dav- íð. Til samanburðar er út- streymi koltvísýrings frá álver- um á Íslandi um 450.000 til 500.000 tonn á ári. Þá bendir hann einnig á að engin brenni- steins- eða flúormengun komi til með að fylgja framleiðslunni auk þess sem umhverfisáhrif af rekstrinum verða í lágmarki. „Árleg framleiðsla Silicor fer til framleiðslu sólarhlaða sem virkja munu í framtíðinni víða um heim 3-3,5 GWe sólarorku. Þetta er grænt og vænt. Slík verkefni ættu að vera velkomin í það græna hagkerfi sem við Ís- lendingar viljum byggja.“ Hentar grænu hagkerfi LÍTIL UMHVERFISÁHRIF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.