Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Fjölmenni Um 2.000 stúlkur taka þátt í Símamótinu í knattspyrnu í ár og hefur þeim fjölgað um 15% frá því í fyrra. Mótið var sett með Ingó Veðurguði á Kópavogsvelli í gær. Eggert Tollvernd er önnur af tveimur meg- instoðum stuðnings við landbúnað, bæði hér á Íslandi og annars stað- ar í heiminum. Til- gangur tollverndar er að jafna stöðu inn- lendrar framleiðslu gagnvart innfluttri. Á Íslandi er hún meðal annars notuð til að styðja við fjölbreytta framleiðslu úr íslenskri sveit, þar sem hreinleiki umhverfisins er ótví- ræður, sjúkdómar fáir og sýkla- lyfjanotkun þar af leiðandi í lág- marki. Hún skapar þýðingarmikil störf, ekki síst í dreifðum byggðum landsins. Ekkert af þessu er sjálf- gefið og byggir meðal annars á því að tollverndin sé fyrir hendi. Landnýt- ing, fæðuöryggi og búseta eru þættir sem óheft markaðshöft taka ekki á. Stjórn búvöruframleiðslu er til hags- bóta fyrir landsmenn alla og þarf að taka tillit til langtímahagsmuna og öryggissjónarmiða. Neytendur hafa marg- víslegan ávinning af þessu fyrirkomulagi, sé því vel við haldið, en umræða af því tagi sem sjá hefur mátt í fjöl- miðlum síðustu daga er eðlileg og nauðsynleg. Eigin búvöru- framleiðsla Allar þjóðir sem við berum okkur saman við styðja eigin búvöruframleiðslu með tollvernd að meira eða minna leyti. Aðeins 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins eru seld á milli ríkja. Hin 90% eru til neyslu og vinnslu á heimamarkaði. Engin þjóð vill treysta alfarið á inn- flutt matvæli enda sýnir reynsla ann- arra þjóða að slíkt leiðir á endanum til hærra verðs, þegar aðrir kostir en innflutningur eru ekki lengur í boði. Stjórnvöld leggja tolla á innfluttar búvörur sem eru sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Einkum er um að ræða mjólkur- vörur, kjötvörur og blóm. Einnig nýtur útiræktað grænmeti eins og gulrætur, gulrófur og kartöflur toll- verndar þegar íslenska framleiðslan annar eftirspurn. Þegar íslenskar vörur eru ekki til eru erlendu vör- urnar fluttar til landsins án tolla. Langflestar landbúnaðarvörur eru fluttar inn án tolla. Þetta á til dæmis við um allt hveiti og kornvörur, pasta, hrísgrjón, sykur, matarolíur, ávexti og stærstan hluta af innfluttu grænmeti. Um það bil helmingur þeirra mat- væla sem neytt er í landinu er fluttur inn. Til þess þarf gjaldeyristekjur á móti. Bændur hafa lengi bent á að það skipti máli að vernda innlenda matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar og til þess að innlenda framleiðslan geti staðið traustum fótum áfram er sjálfsagt og eðlilegt að beita tollvernd þar sem það hentar. Um þessar mundir annar innlend framleiðsla ekki eftirspurn eftir nokkrum vörum sem njóta toll- verndar. Það á einkum við um nauta- kjöt og svínasíður. Brugðist hefur verið við með því að gefa út tollkvóta þar sem flytja má inn ótakmarkað magn af framangreindum vörum á lágmarkstollum í ákveðinn tíma. Innflytjendur hafa spurt hvers vegna tollar falli ekki alfarið niður við þessar aðstæður. Sú spurning er eðlileg en svarið er á sama hátt ein- falt: Það er vilji stjórnvalda og bænda að hægt sé að svara þessari eftirspurn með innlendri fram- leiðslu. Til þess að svo megi verða þarf að fjárfesta í þessum greinum og forsenda fjárfestingar er að rekstrarumhverfið sé stöðugt. Hafa þarf í huga að framleiðsluferlar í landbúnaði eru langir og fjárfest- ingar sérhæfðar. Ef opnað er fyrir ótakmarkaðan tollfrjálsan innflutn- ing á vörum sem við getum sinnt framleiðslu á hérlendis er ólíklegt að staðan breytist og við yrðum því lík- lega að treysta á innflutning á þess- um vörum til frambúðar. Starfshópur stofnaður Í byrjun mars 2014 skipaði sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp til að fara yfir tollamál í landbúnaði. Hópnum er ætlað að gera grein fyrir helstu núgildandi samningum um viðskipti með land- búnaðarvörur og að greina þau sókn- arfæri sem kunna að vera þar til staðar. Hópunum er ætlað að skila áliti í október næstkomandi og þá ættu að liggja fyrir gögn til að ræða málefnalega um skipulag þessara mála til framtíðar. Eftir Sindra Sigurgeirsson »Um þessar mundir annar innlend fram- leiðsla ekki eftirspurn eftir nokkrum vörum sem njóta tollverndar. Sindri Sigurgeirsson Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands. Hvað fá neytendur fyrir tollvernd? Síðustu vikuna hafa hver stórtíðindin eftir önnur borið að sem varða hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evr- ópusambandinu. Allt hef- ur þó borið að einu með að ekkert heyrist frá forystumönnum í stjórn- málum um orð og yf- irlýsingar háttsettra embættis- og stjórn- málamanna frá meg- inlandinu. Fyrst má nefna ummæli Atha- nasios Orphanides fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka Kýpur, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 10. júlí sl. Þar segir hann m.a. að hinn pólitíski óstöð- ugleiki í Evrópu sé slíkur að það væru mistök fyrir hvaða ríki sem væri, þar á meðal Ísland, að fara inn á evru- svæðið undir núver- andi kring- umstæðum. Þá segir ennfremur: „Orp- hanides telur það hafa verið viðeigandi að setja gjald- eyrishöft á Íslendinga á sínum tíma til að koma í veg fyrir enn stærra gengishrun krónunnar.“ Einnig hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birt mjög harða gagnrýni á efna- hagsstjórn evrusvæðisins, sem beinist ekki sízt að Seðlabanka Evrópu. Gagnrýnin beinist að því að yfirvöld hafi látið evrusvæðið lokast inni í lágvaxtargildru án þess að grípa til aðgerða. Verð- bólga hafi verið of lítil í of langan tíma. Þetta aðgerðaleysi hefur að mati AGS dregið úr trúverðugleika Seðlabanka Evrópu. Staðan í ESB er í stuttu máli þannig að þar er 10,5% atvinnu- leysi og 25,7 milljónir manna án vinnu. Þar af eru 5,34 milljónir undir 25 ára aldri atvinnulausar. Verst er ástandið á Grikklandi og Spáni, þar sem meira en fjórði hver maður er atvinnulaus. Þetta kemur fram í frétt Eurostat frá 2. maí sl. Á sama tíma var atvinnu- leysi á Íslandi 4,6%. Þann 15. júlí sl. sagði verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB að yfirstandandi viðræðum við um- sóknarríki verði haldið áfram en ekki verði um frekari stækkun að ræða næstu fimm árin. Nú er það svo að viðræður standa ekki einu sinni yfir við umsóknarríkið Ísland. Búið er að leysa upp allar samn- inganefndir og samningahópa og allir opinberir embættismenn sem við þetta unnu eru farnir til ann- arra starfa. Einnig hafa allar greiðslur til Íslands vegna aðlög- unar að stjórnsýslu ESB, svokall- aðir IPA-styrkir, verið stöðvaðir. Á hverju strandar þá að draga umsókn Íslands til baka? Verði það ekki gert munu embættismenn ESB gefa út skýrslu í haust um stöðu umsóknar okkar um aðild. Í besta falli er hægt að skemmta sér við tilhugsunina um hvaða orðaval þeir nota til að lýsa stöðunni. Eftir Ernu Bjarnadóttur » Gagnrýnin beinist að því að yfirvöld hafi látið evrusvæðið lokast inni í lágvaxt- argildru án þess að grípa til aðgerða. Erna Bjarnadóttir Höfundur er stjórnarmaður í Heims- sýn. Það er nauðsynlegt að afturkalla umsóknina um aðild að ESB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.