Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 21

Morgunblaðið - 18.07.2014, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 nordicgames.is DOMINO EXPRESS Klassísku Domino kubbarnir eru komnir aftur og með fullt af nýju brellum! Útsölustaðir: Elko, Hagkaup, Spilavinir Endurupplifið æskuminningar á hraðari og skemmtilegri máta! NÝTT Enn eina ferðina hefur ITF, Al- þjóðaflutningaverka- mannasambandið, þurft að hafa afskipti af drullumixi Thor- Ship í Hafnarfirði sem sér um álflutn- inga fyrir alþjóðlegu álrisana Alcoa á Reyðarfirði og Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Intership Geshifffart- geshallschaft, útgerð flutn- ingaskipsins UTA frá Antígva og Barbúda, hefur verið tekin til gjald- þrotaskipta í Þýskalandi en skipið hefur legið við kaja á Reyðarfirði frá því það var kyrrsett fyrir tæp- um mánuði. UTA er átta þúsund tonna skip. Það átti að flytja ál til Rotterdam. ITF þurfti í síðustu viku að grípa í taumana til þess að tryggja ellefu skipverjum samningsbundin laun. Ég sem fulltrúi ITF fór um borð 10. júlí síðastliðinn. Í áhöfn eru Rússar og Úkraínumenn. Þýskur banki tók að sér að greiða launin en Intership hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna olíuskuldar. Væntanlega siglir dallurinn tómur til Þýskalands þar sem hann fer á uppboð. Cargow BV í skúffu á Selhellu Raunar er UTA á vegum Cargow BV sem mun geymt í skúffu Thor- Ship á Selhellu í Hafn- arfirði en er skráð í Hollandi. Eigendur Cargow BV eru sóma- piltarnir Karl Harð- arson, forstjóri ThorS- hip, Bjarni Ármannsson, banka- maðurinn siðprúði, og Norðmaðurinn Øvind Sivertsen. Sýslumað- urinn á Eskifirði kyrr- setti UTA vegna olíu- skuldar í Austur- löndum en þá höfðu sjö þúsund tonn af áli verið lestuð um borð í skipið sem átti að sigla til Rotterdam. Í kranaviðtali yppti Karl Harðar- son öxlum: „Hvorki Alcoa né hol- lenska félagið eru aðilar að mál- unum. Við erum eingöngu þol- endur,“ sagði forstjórinn með grátstafinn í kverkunum og helst að skilja að hann hefði enga vitn- eskju af tilvist Cargow BV í skúff- unni sinni. ITF hefur ítrekað þurft að grípa í taumana vegna vangreiddra launa og illrar meðferðar á skipverjum á hungurlaunum á ryðkláfum sem eru engum til sóma. Álrisarnir sem þykjast axla „samfélagslega ábyrgð“ kjósa að vega að íslenskri sjómannastétt með því að skipta við siðblinda spekúlanta í ThorShip. Af ryðkláf í Hafnarfirði Frægt er þegar ryðkláfur var dreginn úr Straumsvík til Hafnar- fjarðar þar sem hann var rústbar- inn svo að jafnvel hávaði sem var frá dalli, sem verið var að mylja í brotajárn, drukknaði í látunum. Fréttablaðið skýrði frá því að gauragangurinn hefði haldið vöku fyrir Hafnfirðingum. Ég sem fulltrúi ITF þurfti eitt sinn að fara með handarbrotinn sjómann á sjúkrahús vegna þess að skipafélag ThorShip hafði neitað honum um læknismeðferð. Blessuðum mann- inum hafði verið vísað til skottu- læknis í Hollandi og blöskraði ís- lenskum læknum meðhöndlunin sem hann hafði fengið. Auðvitað er þessi myrkvaveröld í hróplegu ósamræmi við fögur fyr- irheit álveranna. ThorShip nefnir ekki þessa gráu, skuggalegu veröld á heimasíðu sinni. Þeir segjast vera „snjallari“ og hafa öryggi og áreiðanleika í stafni. Öllu má nafn gefa en félagarnir á Selhellu eru snillingar í drullumixi svo sem dæmin sanna. Þeir og álrisarnir vega að öryggi þjóðarinnar með því að grafa undan íslenskri sjó- mannastétt. Eftir Jónas Garðarsson Jónas Garðarsson »Auðvitað er þessi myrkvaveröld ThorShip í hróplegu ósamræmi við fögur fyr- irheit álveranna um „samfélagslega ábyrgð“ Höfundur er framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands og fulltrúi ITF á Íslandi. Af drullumixi ThorShip, Alcoa og Rio Tinto Það er mikið fjallað um Lýsingu hf. og hvernig það fyrirtæki túlkar niðurstöður Hæstaréttar með öðr- um hætti en önnur fjármálafyrirtæki. Lýsing ber þannig fyrir sig eigin túlkun á dómi sem varðaði bíla- samning við allt annað fjármálafyrirtæki og var því allt annars eðl- is en samningar sem þeir sömdu. En það er þeirra val, að túlka dóma og niðurstöður þeirra með þeim hætti sem þeir telja að rúm- ist innan ramma laganna. Sama val eiga að sjálfsögðu allir þeir sem eru hinum megin borðs í ágreiningnum. Það eru þær þús- undir sem eru í samningssambandi við Lýsingu. Það er því hálf furðulegt þegar upplýsingafulltrúi Lýsingar, Þór Jónsson, stígur fram og tortryggir þau fyrirtæki sem í gegnum árin hafa staðið með lánþegum og hald- ið uppi vörnum gegn einhliða túlk- un Lýsingar á niðurstöðum í dómsmálum. Telur upplýsingafulltrúi Lýs- ingar að starfsemi lögfræðistofa líkt og þeirrar sem undirritaður veitir forstöðu og nú aðstoðar þessar þúsundir lánþega sé aðeins til þess fallin að draga fé af trygg- ingafélögum og hamla fyrirtæki á borð við Lýsingu að sinna sínu starfi. Þessi skringilegu orð upplýs- ingafulltrúans eru auðvitað hrein fjarstæða og sett fram í þeim til- gangi einum að slá ryki í augu við- skiptavina Lýsingar. Forsvarsmenn Lýsingar hafa sjálfir sagt, að hvert mál sé ein- stakt og því þurfi að skoða hvert mál sérstaklega. Af einhverjum ástæðum á þetta ekki við um fjármögnunarleigusamninga, þar eru allir eins, enda féll í því und- antekningartilviki dómur Lýsingu hf. í vil. Ef það er hins veg- ar svo, að hvert mál er einstakt og að í hverju máli telji lán- þegar á sér brotið, þá er ekki að undra að málafjöldinn sé veru- legur. Það er hins vegar fráleitt að tala um færibandavinnu og get ég fullyrt að á skrifstofu Procura er vandlega farið yfir hvert einasta mál, það metið út frá væntri niðurstöðu og áhættugreint fyrir hvern lánþega. Því við vitum, að þó Lýsing hf. hafi yfir að ráða lögfræðideildum og fjármagni til að standa í svona slag, þá á það ekki við um gagn- aðilana. Þeir þurfa því að velta vandlega fyrir sér hvenær það borgar sig að fara í mál og hvenær ekki. Ég get jafnframt fullyrt að starfsemi Procura er ekki fjár- mögnuð af tryggingafélögum né er Procura að standa í tilraunastarf- semi í dómsal. Við höfum einfald- lega unnið að þessum málum um árabil og vitum sem er, að eina leiðin til að sækja rétt sinn gagn- vart Lýsingu er að leita aðstoðar dómstóla. Ekkert af þeim málum sem undirritaður hefur sett af stað eða komið að með einhverjum hætti fyrir lánþega, hefur hingað til tapast. Líklega er það vegna þess að hér er vandað til verka og réttlætið haft að leiðarljósi. Þeir sem síðan eru svo forsjálir að vera vel tryggðir, þeir hafa greitt sínar tryggingar svo þær komi að notum í tjónum sem þess- um og þannig minnkað áhættu sína ef mál tapast. Vinnist málið hins vegar, þá eru yfirgnæfandi líkur til þess að málskostnaður greiðist af Lýsingu hf. og kannski er það nákvæmlega málið sem upplýsingafulltrúi Lýsingar hf. óttast fyrir hönd vinnuveitanda síns. Sérvalin fordæmi Lýsingar hf. Eftir Guðmund Andra Skúlason » Þessi skringilegu orð upplýsingafulltrú- ans eru auðvitað hrein fjarstæða og sett fram í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu við- skiptavina Lýsingar. Guðmundur Andri Skúlason Höfundur er framkvæmdastjóri Procura.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.