Morgunblaðið - 18.07.2014, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.07.2014, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2014 Við vottum Ingólfi Andra, Herði Róbert, Moniku Rán, systk- inum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð, missir þeirra er mikill. Arnfreyr, Steinunn og Þorvaldur Gísli. Í dag kveðjum við fallegan eng- il. Elsku Kristín Hafdís, sem vildi öllum svo vel og var hreint gull af manneskju. Það voru algjör for- réttindi að fá að vera samferða þér, elsku fallega sál, en þú skilur eftir djúp spor í hjarta mínu sem aldrei verða fyllt. Hjarta mitt og augu fyllast tárum þegar ég hugsa til þín og þessa lokaverkefnis sem þú fórst í gegnum með þínu dásamlega æðruleysi. Þú hefur kennt mér svo margt, elsku engill, og ég efast um að þú hafir haft vitneskju um hversu mikil áhrif þú hafðir á mig. Í hvert sinn sem ég heyri Afgan eða aðra Bubba- klassík mun ég alltaf hugsa til þín. Við töluðum svo oft um að hitt- ast oftar og meira en alltaf vorum við að bíða eftir einhverju. Tíminn ekki góður núna o.s.frv. og ég naga mig enn í handarbökin að hafa ekki bara látið verða af því, nú verður ekkert af þessum hitt- ingi okkar og ég græt það. Ég hefði viljað faðma þig bara einu sinni enn og finna kærleikann streyma frá þér, sem þú hafðir endalaust að gefa. Núna ennþá ertu að kenna mér, lærdómurinn í þetta skiptið er sá að setja ekki líf- ið í biðstöðu heldur njóta þess með samferðafólkinu sínu, á meðan maður hefur líf til að lifa. Elsku Ingólfur Andri, Hörður Róbert, Monika Rán, systkini, fjölskylda og vinir Hafdísar, megi allir englar styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Anna Clara. Þar er með mikilli sorg í hjarta að ég kveð eina af mínum elstu vinkonum. Þegar ég fer að hugsa til baka þá hrannast upp fullt af skemmtilegum minningum sem ég mun ávallt hafa í mínu hjarta. Við kynntumst fyrst um 15 ára gamlar. Við gengum saman í gegnum erfiða tíma og yndislega tíma. Kristín var einstök mann- eskja, bæði falleg að utan og inn- an. Á hennar lífsleið kynntist hún mörgu fólki úr öllum áttum og tók hún öllum eins og þeir voru. Hún mat lífið mikils og gerði allt fyrir alla. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa verið stór hluti í lífi hennar og trúnaðarvinur. Ég vil votta börnum hennar, Ingólfi, Herði og Móniku og öðrum aðstandendum samúð mína. Elsku besta vinkona, elska þig alltaf. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Guðrún Antonsdóttir. Aldrei hefði mig órað fyrir því að ég ætti eftir að skrifa minning- arorð um Kristínu Hafdísi, en þetta segir manni hvað lífið er óút- reiknanlegt. Á þessum tíma fyrir ári vorum við Kristín að skipu- leggja vinnuferð sem var fram- undan, sumarfrí og stækkun fyr- irtækisins. Kristín hafði starfað hjá fyrirtæki mínu um árabil, við horfðum björtum augum til fram- tíðar og alltaf var stutt í hláturinn í samstarfinu, okkur leiddist ekki í vinnunni. Ég var svo lánsöm að kynnast Kristínu fyrir 15 árum er við unnum saman í versluninni Karen Millen, síðar kom Kristín til starfa með mér í mínu fyrir- tæki. Kristín var einstakur starfs- maður. Hún var ein lífsglaðasta manneskja sem ég hef kynnst með mjög góða nærveru og alltaf hjálpsöm. Allt þetta kom vel í ljós í sam- skiptum hennar við kúnnann og á annasömum dögum þegar ýmis- legt gat komið upp á var húmor- inn og grínið aldrei langt undan. Þær voru margar óborganlegar stundirnar sem við áttum saman og orðatiltækin sem við notuðum og enginn skildi nema við. Kristín varð síðan verslunarstjóri og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fyrirtækið. Hún tók þátt í innkaupum og stefnumörkun fyr- irtækisins sem var að fara í gegn- um breytingar og sá um daglegan rekstur á Ilse Jacobsen-verslun- unum. Allt sem hún tók sér fyrir hendur innan fyrirtækisins leysti hún óaðfinnanlega af hendi, fag- maður fram í fingurgóma. Kristín Hafdís var smekkleg og mikill fagurkeri með gott auga. Hún var þeim hæfileikum búin að allt varð fallegt í kringum hana og ekki síst hún sjálf, en Kristín var falleg kona með mikla útgeislun. Ég mun alltaf minnast síðustu vinnuferðar okkar til Kaup- mannahafnar í ágúst á síðasta ári og þeirra stunda sem við áttum þar, alveg grunlausar um að Kristín væri að veikjast og það sem framundan var. Það er með sorg og eftirsjá sem ég kveð ynd- islega samstarfskonu og félaga sem kvaddi allt of snemma. Henn- ar skarð verður erfitt að fylla. Mína innilegustu samúð votta ég fjölskyldunni og börnunum Ing- ólfi Andra, Herði og Móniku sem voru augasteinarnir hennar og hún var alltaf svo stolt af. Minn- ingin um einstaka og fallega konu lifir. Ragnheiður Óskarsdóttir. Elsku hjartans vinkona. Ekki veit ég hvernig á að vera hægt að skrifa minningarorð um þig þegar ég trúi því ekki enn hvernig komið er. Tilfinningin er eins og að þú hafir skroppið í frí til Spánar og sért væntanleg aftur von bráðar. En ég veit að svo er ekki því að al- veg sama hversu oft ég kíki þá kemur ekki aftur grænn punktur aftan við nafnið þitt á FB, engin sms og ekki ert það þú þegar sím- inn hringir. Flestir hafa heyrt því fleygt fram að það sé ekki magnið heldur gæðin sem skipta mestu máli og það á svo sannarlega við um okkar vinskap. Við fengum ekki langan tíma saman en hver stund var stútfull af gæðum og skemmtilegheitum hvort sem var á Spáni, tjúttinu eða bara yfir kósý kaffibolla. Einn kaffibolli endaði oftar en ekki með 3ja tíma spjalli og því að þú æddir inn í fataskáp af því að þú hafðir rekist á eitthvað sem var svo mikið ég og þú vildir endilega að ég tæki með mér heim og skipti þá engu hvort ég passaði í flíkina eða ekki. Ég ætla ekki að skrifa hér margar blaðsíður þó að ég gæti það auð- veldlega. Það vita allir sem voru svo heppnir að fá að kynnast þér hversu mikill töffari og orkubolti þú varst en samt svo mjúk og hlý við þá sem þér þótti vænst um. Eins erfitt og það var að fylgjast með þér berjast hetjulega til síð- asta dags við þann hrylling sem krabbameinið er, elsku hetjan mín, þá dáðist ég um leið að styrknum sem þú bjóst yfir og hvað þú varst alltaf jafn sæt og fín og glossið aldrei langt undan. Nú ertu laus undan þjáningunum gullið mitt og komin á góðan stað, þaðan sem þú munt vaka dag og nótt yfir fallegu börnunum þínum sem þú ert svo stolt af en eiga nú um sárt að binda og hafa misst svo mikið. Ég veit líka að þú munt kíkja við hjá mér annað slagið elskan og þá sérstaklega þegar ég þarf mest á því að halda, því þann- ig varst þú, alltaf til staðar. Þó ég fylgi þér í dag síðasta spölinn í þessu lífi, elsku Hafdís mín, þá er það ekki endanleg kveðjustund, því á meðan ég á myndir og fullt af fallegum og skemmtilegum minn- ingum um tímann sem við fengum saman þá verður alltaf hluti af þér hjá mér þangað til við hittumst einhvers staðar einhvern tíma aft- ur. Ég kveð þig núna, mín kæra, með sömu orðum og þú kvaddir mig í síðasta sinn: „Ég elska þig engill, góða nótt.“ Þín vinkona, Anna Kristín. ✝ Kristján Gunn-laugur Berg- jónsson, trésmiður, f. 3. október 1932, d. 4.7. 2014, sonur hjónana Ásthildar Jónasdóttir frá Gilsbakka, f. 19.10. 1893, d. 1.7. 1970, og Bergjóns Krist- jánssonar frá Snóksdal, f. 5.6. 1893, d. 23.12. 1980. Kristján átti eina systur, Jónu Bergjónsdóttur, f. 16.11. 1927, d. 3.6. 2013. Kristján kvæntist Guðbjörgu Margréti Jónsdóttur 3.9. 1960. Guðbjörg fæddist 25.11. 1929, dóttir Jóns Jóhannesar Jós- epssonar, f. 3.6. 1897, d. 23.1. 1997, frá Vörðufelli, og Magn- 2) Ásthildur Kristjánsdóttir, f. 16.12. 1964, stuðnings- fulltrúi, maki Jóhann Þór Baldursson, f. 6.3. 1965. Börn þeirra: a) Kristján Rafn, f. 1985, sambýliskona Guðrún Bryndís Jónsdóttir, b) Ruth Kjærnested, f. 1990, sambýlis- maður Einar Haukur Björns- son. Barn: Emma Sjöfn. c) Birta Kjærnested, f. 1999. 3) Jónheiður Berglind Krist- jánsdóttir bankastarfsmaður, f. 30.6. 1969. sambýlismaður Pét- ur Ólafur Pétursson, f. 24.2. 1971. Börn þeirra: a) Auður Björg, f. 1994, unnusti Karl Sigurvinsson, b) Alex Snær, f. 2000, c) Petra Lind Welker, f. 2010. Kristján fæddist í Snóksdal og ólst þar upp. Stundaði nám í farskóla, fór ungur að vinna og stundaði ýmis störf, meðal annars smíðar, sem sjúkrabíl- stjóri með vinnu í 30 ár, lög- gæslustörf, húsvörður en að- alstarf hans var smíðar. Útförin fór fram í kyrrþey. úsínu Steinunnar Böðvarsdóttur, f. 13.4. 1889, d. 7.10. 1977, frá Sáms- stöðum í Lax- arárdal. Kristján byggði hús sitt Dalbraut 6 í Búðardal 1966 og bjó þar alla tíð. Kristján og Guð- björg eignuðust þrjár dætur. 1) Magnína Guðbjörg Kristjáns- dóttir, f. 3.9. 1959, viðskipta- fræðingur, sambýlismaður Sig- urður Ingvason, f. 15.5. 1959. Börn þeirra: a) Eva Björk, f. 1983, maki René Jenke, og eiga þau Breka Örn og Berg- jón Paul. b) Ernir Freyr, f. 1993. Kristján Bergjónsson var einn af þeim mönnum sem ég kynntist fyrst er ég kom til starfa í Búð- ardal fyrir rúmum hálfum fjórða áratug. Þannig var, að tveir menn höfðu aðallega með höndum að sjá um sjúkraflutninga frá Heilsu- gæslustöðinni i Búðardal. Krist- ján var annar þeirra en Baldvin Guðmundsson hinn. Þurfti ég fljótlega á hjálp þeirra að halda eins og gengur. Annar gegndi hverju sinni. Læknirinn var jafn- an með. Mér varð fljótlega ljóst, að Kristján hafði sérstæða skapgerð og bjó yfir mikilli reynslu sem gagnaðist honum vel í þessu ábyrgðarmikla starfi. Hann var ætíð rólegur og yfirvegaður á vettvangi. Það var eftirtektarvert, hve Kristján varð sífellt rólegri og fumlausari eftir því sem alvaran og spennan jókst og hafði þannig jákvæð áhrif á alla í kringum sig og vakti traust aðstandenda hins sjúka eða slasaða. Ég fékk snemma að kynnast því trausta hraustmenni sem hann var öll sín starfsár í sjúkraflutn- ingunum. Ég þurfti í vitjun út á Fellsströnd síðdegis snemma í nóvembermánuði 1978. Það snjó- aði; spáin erfið og ég ákvað að fá flutning. Kristján var á vaktinni og féll það í hans hlut að aka. Þetta var ekki nema liðlega hálftíma akstur á góðum sumardegi og ég gerði ráð fyrir að koma fljótlega heim. Ófærðin byrjaði strax inni við Ljárskóga og þurfti að fara út að moka. Eftir það taldi ég 26 skafla sem moka þurfti þar til komið var í áfangastað. Á bakaleið vorum við á Skerðingsstöðum í Hvammssveit um miðnætti og fékk ég þurr föt, því ekki var á mér þurr þráður. Þurfti áfram að fara reglulega af bílnum og moka undan honum. Þegar við sátum al- veg kolfastir undir morgun í síð- asta skaflinum við Ljárskóga, var orðið stjörnubjart í logni og hart frost. Ljósin í Búðardal sáust vel. Þetta virtist snertispölur. Ég stakk upp á að við gengjum af bílnum og í Búðardal. „Það gerir þú ekki,“ sagði þá Kristján ákveð- inn. „Þá drepurðu þig.“ Þarna kynntist ég fyrst umhyggju hans. Eitt sinn vorum við á leið í vitj- un á Reykhóla en fastir á fjörun- um vestan megin í Gilsfirði. Það var blindbylur en við vorum vel búnir og þurrir og ákváðum að ganga út í Gilsfjarðarmúla. Þegar kom af fjörunum upp í múlann, þá herti norðanbálið og átti ég fullt í fangi með að halda mig á veginum. Undan vindinum var hlíðin sæ- brött. Þá fann ég að tekið var utan um mig og Kristján setti mig upp fyrir sig og sagði: „Þú skalt vera ofan við mig. Ég verð fyrir neðan.“ Konan mín segir, að í aðdrag- anda þess að við fluttum suður hafi hún hitt Kristján á kveðju- samkomu sem okkur var haldin í Búðardal. Gaf hann sig á tal við hana og fann því allt til foráttu að við flyttum suður; það væri bara eftirsókn eftir vindi. Hún sagðist hafa reynt að skýra fyrir honum að Sigurbjörn gæti ekki elst í þessu starfi við vaktir og erfiðar aðstæður. Þá svaraði Kristján með tár á hvarmi: „Ég skal bera hann.“ Traustur og þrekmikill sam- starfsmaður er fallinn og hans er saknað. Við Elín Ásta sendum Guðbjörgu og afkomendum þeirra Kristjáns okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörn Sveinsson Látinn er vinur minn og sam- starfsfélagi Kristján (Diddi). Við byrjuðum að vinna saman 1963 þannig að það er orðið æði langt sem kynni okkar hafa staðið, vinna hjá Benna á Saurum sem við unnum hjá við Dalabúð, Laugum og víðar. Eitt er það sem vakti hjá mér skelfingu um að stórslys hefði orð- ið eða þaðan af verra, við Diddi vorum á vinnupalli í Dalabúð að höggva víra af bitum sem voru fyrir ofan loftið sem danssalurinn er í dag. Stigi með uppgöngu um op á pallinum og vorum við staddir á pallinum og Diddi var að höggva mótavíra af með múrexi en gætti ekki að sér og hrapaði niður um opið í gegnum stigann og út í glugga sem plast var í og snýst þá þannig að hann lendir á bakinu á steingólfinu. Niðri voru tveir menn, annar sagði „hrinti Baddi þér“ við Didda en hinn sagði „hvaðan kom hann“. Diddi stóð upp smá marinn en jaxlinn hélt áfram að vinna, gerðum oft grín að viðbrögðum þessara manna. Svo er mér minnisstætt er við vorum í sveinsprófi í Stykkis- hólmi, kom í hlut minn að smíða m.a. geirneglingu, þá man ég að við mig sagði piltur: „Þú verður að passa þig að höggva ekki úr vit- lausa tappa,“ þá sagði Diddi: „Það er engin hætta á því, hann hefur aldrei gert þetta áður.“ Gleymi aldrei svipnum á drengnum. Svo er það sjúkrabíllinn sem við unnum við um 30 ár saman en það var að tilstuðlan Didda að ég byrj- aði í því, en fyrst var það lögreglu- bíllinn en í ársbyrjun 1979 kom fyrsti sjúkrabílinn og var það stór- kostlegt að fá fullbúinn sjúkrabíl og öryggi sjúklinga ekki sambæri- legt. Skiptum við fyrst vöktum þannig að þær voru einn mánuð í senn en var síðan breytt í hálfan mánuð. Oft voru vaktir langar og oft einir með sjúkling og ekið allt að 600-700 km á sólarhring og mætt í okkar föstu vinnu þó komið væri undir morgun en svona var þetta, reyna að láta þessa auka- vinnu okkar hafa sem minnst áhrif á okkar föstu vinnu. En í dag þætti þetta ekki boðlegt, sem betur fer er öryggi sett í forgang í dag. Er litið er yfir farinn veg þá vorum það við Diddi sem komum á föstu skipulagi á sjúkraflutninga á svæði Heilsugæslustöðvarinnar í Búðardal og við skiluðum af okkur þessum málum í því góða ástandi sem sjúkraflutningar eru í dag. Við Diddi stofnuðum ásamt tveimur öðrum Trésmiðjuna Meg- in ehf. og áttum og rákum í tæp 10 ár en seldum þá trésmiðjuna því heilsa okkar fór versnandi. Á heimili þeirra Biggu og Didda var ég í fæði hjá þeim í mörg ár, það má segja að það hafi verið mitt annað heimili á tímabili og fyrir það ber að þakka alveg sérstaklega og Didda fyrir alla þolinmæðina að hafa mig með sér í leik og starfi og ég hef örugglega reynt á þolinmæði hans en ein- hvernveginn hefur þetta gengið þessi 50 ár. En mín síðasta heim- sókn var að Dalsmynni núna í vet- ur og þá fylgdi hann mér út á hlað og það er sú minning sem ég vil eiga um hann Didda. Takk fyrir samfylgdina, Diddi, við áttum margar stundir sem í minningunni geymast. Elsku Bigga, Ína, Ásta og Nonna, innilegar samúðarkveðj- ur. Fallinn er frá sá sem lokið hef- ur dagsverki sínu. Baldvin Guðmundsson og fjölskylda. Kristján Gunnlaug- ur Bergjónsson Elsku Hörður, fyrrverandi tengdapabbi og afi strákanna minna, það er svo ótrúlega erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð þér til handa, líklegast er maður aldr- ei tilbúinn í svoleiðis skrif en ég geri mitt besta. Þú ert klárlega besti tengda- pabbi sem ég hef átt um æfina, ljúfur, hjartahlýr, ráðagóður og með skemmtilegri mönnum, aldrei neinn hasar og læti í kringum þig aðeins hlátur og gleði. Þegar ég hugsa til baka þá var mér vel tekið þegar ég kom í fjölskylduna og ég er óend- anlega þakklát fyrir margar ljúfar og skemmtilegar sam- verustundir á Vesturvangi 8, í Sléttuhlíðinni og í Akurgerðinu. Gamlárskvöld með stórfjöl- Hörður Jónsson ✝ Hörður Jóns-son fæddist í Hafnarfirði 24. mars 1934. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 2. júlí. Útför Harðar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 16. júlí 2014. skyldunni eru mér minnisstæðar, grassláttur,grill og gleði í Sléttuhlíð, afmæli eða kaffi og með því og alltaf tókstu vel á móti með elskulega Sirrý þína þér við hlið. Strákarnir mín- ir, Haukur Örn, Hákon Þór og Hlynur Freyr Harðarsynir áttu góðan og skemmtilegan vin í afa Herði, þú hvattir strákana til dáða í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur, sýndir þeim að þú hafðir mikinn áhuga á því sem þeir voru að gera. Spurðir þá hvernig gengi í skólanum eða hvort þeir hefðu skorað mark í leiknum sem þeir voru að spila, kallaðir þá afakalla þegar þeir voru yngri,þeim þykir svo óskaplega vænt um þig og sakna þín sárlega. Strákarnir gistu oft hjá afa og ömmu þegar þeir voru yngri og ég veit að þeir skemmtu sér alltaf vel enda umvafðir ást og umhyggju, amma Sirrý alltaf með góðan mat á borðum og jafnvel búin að baka brauð eða kökur sem hún vissi að þeim þættu gott enda miklir mat- goggar. Það er svo stórt skarð sem þú skilur eftir í fjölskyldunni en ég veit að Sirrý er umvafin börnunum ykkar, barnabörnum og barnabarnabörnum sem halda vel utanum hvort annað á þessum erfiðu tímum. Ég trúi því að Hemmi hafi tekið vel á móti þér í Blóma- brekkunni ásamt öðrum því þar líður öllum vel og fagn- aðarfundir verið miklir. Takk fyrir samveruna og ég veit að þú tekur vel á móti mér og mínum þegar þar að kemur. Þú varst einstakur maður Hörður Jónsson og textinn hér á eftir lýsir þér vel. EINSTAKUR er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. EINSTAKUR lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. EINSTAKUR á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. EINSTAKUR er orð sem best lýsir þér. Höf:Terri Fernandez Sigríður Baldursdóttir Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Blessuð sé minning þín, kæri Tommi. Þóra. Tómas Vilhelm Kristins- son ✝ Tómas Vilhelm Kristinssonfæddist 15. nóvember 1942. Hann lést 30. júní 2014. Útför hans var gerð 11. júlí 2014.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.