Morgunblaðið - 24.07.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tvö ný hótel á landsbyggðinni bæt-
ast við keðju Fosshótela í sumar.
Annars vegar er um að ræða nýtt
hótel í Franska spítalanum á Fá-
skrúðsfirði, Fosshótel Austfjörðum,
sem verður formlega opnað á
laugardaginn kemur á frönskum
dögum. Hótelið tók til starfa hinn 1.
júní sl. en þar eru 26 herbergi í
fyrsta áfanga. Stækkun er áformuð.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, verður heiðursgestur við
opnunina. Húsið er á vinstri mynd-
inni hér fyrir ofan. Eins og sjá má
setur það mikinn svip á bæinn.
Við hlið sjúkraskýlisins
Húsið var reist á Fáskrúðsfirði
1903 og stendur við hlið sjúkraskýlis
sem var fyrsta húsið sem Frakkar
reistu á Fáskrúðsfirði 1896. Skýlið
hefur líka verið endurbyggt.
Minjavernd tók ákvörðun um að
endurbyggja Franska spítalann árið
2008. Var húsinu fundinn staður við
Hafnargötu, neðan við Læknishúsið
sem Frakkar reistu 1907. Þessi tvö
hús hafa síðan verið tengd með
göngum undir Hafnargötuna. Hús
Franska spítalans stóð ónotað í tæpa
hálfa öld og var því orðið mjög illa
farið þegar það var endurbyggt.
Hins vegar er um ræða endurbætt
Fosshótel Vatnajökli, skammt frá
Höfn, en þar var 40 herbergjum
bætt við og eru þar nú 66 herbergi.
Fosshótel eru dótturfélag Íslands-
hótela. Að sögn Ólafs Torfasonar,
eiganda Íslandshótela, koma nýju
hótelin tvö í stað tveggja hótela
Fosshótela sem hættu rekstri í
fyrra, á Hellu og í Freysnesi í
Skaftafelli. Heildarfjöldi Fosshótela
er því óbreyttur milli ára.
Reksturinn á Hellu var erfiður og
ákváðu Fosshótel að endurnýja ekki
leigusamning. Eigendur húsnæð-
isins í Freysnesi ákváðu að hefja
hótelrekstur á eigin spýtur.
„Fáskrúðsfjörður var ekki í okkar
hring. Okkar vantaði hótel á Norð-
austurlandi. Endurbygging Minja-
verndar fól í sér spennandi valkost.
Það verður ráðist í að bæta þar við
21 herbergi fljótlega. Það fékkst
byggingarlóð við hliðina á Franska
spítalanum og þar verður byggt í
sama stíl. Það er spennandi að sjá
hver eftirspurnin verður. Verða
Frakkar fyrst og fremst meðal
gesta?“ spyr Ólafur en Íslandshótel
reka nú 13 hótel.
Tvö ný Fosshótel bætast í keðjuna
Fosshótel opnar ný hótel á Höfn og á Fáskrúðsfirði Íslandshótel reka nú alls 13 hótel á landinu
Ljósmynd/Fosshótel/Birt með leyfi
Tvö ný hótel Fosshótel Austfjörðum er hér á vinstri myndinni. Nýtt og endurbætt Fosshótel Vatnajökli er á myndinni til hægri. Íslandshótel keyptu húsnæðið á Höfn fyrir ári.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hvalbátanir komu með fjórar lang-
reyðar til vinnslu í Hvalstöðinni í
Hvalfirði í gærkvöldi. Aftur virðist
vera að lifna yfir hvalveiðunum eftir
þoku og brælu að undanförnu.
„Það hafa verið miklar þokur sem
hafa tafið okkur frá veiðum, lítið
skyggni og hvalirnir hverfa í þokuna,“
sagði Gunnlaugur F. Gunnlaugsson,
stöðvarstjóri í Hvalstöðinni, í gær. Þá
voru Hvalur 8 og Hvalur 9 með tvo
hvali hvor á síðunni á leið inn í Hval-
fjörð. Gunnlaugur segir að stutt sé á
miðin, aðeins um 12 tíma stím í land.
Hann segir einstakt að þegar Hvalur
8 komi að bryggju verði aðeins 25
klukkustundir liðnar frá því báturinn
hélt til veiða.
Um 90 starfsmenn vinna í Hval-
stöðinni í sumar enda unnið á 8 tíma
vöktum allan sólarhringinn. Nóg var
að gera í nótt og svo verður einnig í
dag. „Það eru allir mjög glaðir þegar
vel veiðist, í þessu eins og öðrum
veiðiskap,“ segir Gunnlaugur.
Starfsmennirnir hafa verið í ein-
hverju dundi þegar ekki hafa verið
verkefni við vinnsluna. Menn hafa
líka fengið að fara heim enda segir
Gunnlaugur að ekki hafi verið tíðarfar
til að mála mikið.
Með þessum fjórum hvölum er 51
langreyður komin á land í Hvalfirði.
Heimilt er að veiða 154 dýr. Skipin
veiddu 134 hvali á síðasta ári.
Fjórir hvalir
veiddust í gær
Lifnar yfir hvalveiðimönnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á land Nóg er að gera í hvalnum.
„Við eigum ekki að þurfa að bíða eft-
ir dómi sögunnar. Það þarf óháða,
alþjóðlega rannsókn á hugsanlegum
stríðsglæpum á Gaza, núna. Og það
á að vera okkar krafa. En fyrsta
krafan er sú að blóðbaðinu linni, Ísr-
aelsher leggi niður vopn, Hamas
leggi niður vopn,“ sagði Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri á útifundi
félagsins Ísland-Palestína á Ingólfs-
torgi í gær. Dagur lauk ræðu sinni á
kröfu um frelsi Palestínu.
„Við krefjumst alþjóðlegrar
verndar fyrir Palestínumenn. Við
krefjumst þess að herkvíin um Gaza
verði rofin. Við krefjumst frjálsrar
Palestínu,“ sagði Dagur í ræðu sinni.
Að fundi loknum gengu fundar-
menn að Stjórnarráðinu með álykt-
un fundarins þar sem Jóhannes Þór
Skúlason, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, tók við ályktuninni fyrir
hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar forsætisráðherra.
Í ályktuninni eru fjöldamorð Ísr-
aelsstjórnar á íbúum Gaza fordæmd
og íslensk stjórnvöld hvött til að
beita öllum tiltækum ráðum til að
endi verði bundinn á blóðbaðið taf-
arlaust og umsátrinu um Gaza aflétt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útifundur Stjórnvöld voru hvött til að beita öllum ráðum til að endi verði bundinn á blóðbaðið á Gaza.
Mótmæltu stríðsátökum
Borgarstjóri krafðist frjálsrar
Palestínu í ræðu sinni á útifundi í gær
Tillaga um ráðningu nýs bæjar-
stjóra í Hafnarfirði verður lögð
fram á fundi bæjarráðs árdegis í
dag. Ekki fékkst uppgefið í gær-
kvöldi hver hefur orðið fyrir valinu.
Þrjátíu sóttu um stöðu bæjar-
stjóra eftir að hún var auglýst. Val-
nefnd skipuð oddvitum Sjálfstæð-
isflokksins, Bjartrar framtíðar og
Samfylkingarinnar hefur metið
umsækjendur með aðstoð Hag-
vangs. Rósa Guðbjartsdóttir, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins og formað-
ur bæjarráðs, staðfesti í gærkvöldi
að niðurstaða væri komin og tillaga
um ráðningu bæjarstjóra yrði lögð
fram á fundi bæjarráðs í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt
framtíð mynduðu meirihluta eftir
kosningarnar í vor en þá féll meiri-
hluti Samfylkingarinnar og VG.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir
var síðasti bæjarstjóri á liðnu kjör-
tímabili. helgi@mbl.is
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar kynntur í dag Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra
sendi forsætisráðherra Ísraels
bréf í gær vegna stöðu mála á
Gaza. Í bréfinu kallar Sigmund-
ur eftir því að Ísrael axli sína
ábyrgð á stöðu mála og láti þeg-
ar af hernaðaraðgerðum sínum
á Gaza sem séu „gríðarlega um-
fangsmiklar og veki alvarlegar
spurningar í ljósi alþjóðlegra
skuldbindinga og mannúðar-
sjónarmiða.“
„Axli ábyrgð“
SIGMUNDUR SENDI BRÉF