Morgunblaðið - 24.07.2014, Side 4
Flóðbylgjur Vatn flæddi alla leiðina ofan í Víti, gíginn fyrir miðri mynd.
„Þetta var svolítið vígalegur mökkur,“ sagði Stefán Valur Jóns-
son, björgunarsveitarmaður í Skagfirðingasveit á Sauð-
árkróki. Stefán var að sinna hálendisgæslu Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar ásamt þremur öðrum
norðan Vatnajökuls þegar þau sáu mökkinn stíga
upp frá Öskjuvatni. Mökkurinn myndaðist þegar
gríðarstór skriða féll rétt fyrir miðnætti á mánu-
dagskvöld.
Að því er best er vitað voru þau einu sjónar-
vottarnir að því sem þarna gerðist, þótt þau
sæju ekki sjálfa skriðuna né flóðbylgjurnar
sem mynduðust.
Farið var að vatninu í fyrradag og þá
kom í ljós hvað gerst hafði. una@mbl.is
Vígalegur mökkur
SKÝ STEIG UPP FRÁ ÖSKJU ÞEGAR SKRIÐAN FÉLL
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Guðni Einarsson
Una Sighvatsdóttir
Skriðan sem féll seint að kvöldi
mánudags við Öskjuvatn er um 1,2
km breið þar sem hún er breiðust og
nær hún um einn kílómetra frá
fjallseggjum og fram á vatnsbakk-
ann. Áætlað er að skriðan hafi alls
verið að lágmarki um 50 milljónir
rúmmetra og þar af hafi 24 milljónir
rúmmetra af efni farið fram í Öskju-
vatn. Vísindamenn skoðuðu svæðið í
gær og halda því áfram í dag. Vænta
einhverrar niðurstöðu á morgun.
Almannavarnir
Vísindamenn frá Veðurstofunni
og Háskóla Íslands sátu í gær fund
með almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra og Vatnajökuls-
þjóðgarði. Í framhaldi af fundinum
var ákveðið í samráði við lög-
reglustjórann á Húsavík og Vatna-
jökulsþjóðgarð að loka næsta ná-
grenni Öskjuvatns, það er við
norðurbarm Vítis og annars staðar
þar sem flóðsins gætti og hætta er
talin vera á ferðum. Landverðir
Vatnajökulsþjóðgarðs settu upp
merkingar um lokanir leiða í gær.
Hálendisvakt björgunarsveitanna
aðstoðaði við eftirlit og upplýs-
ingagjöf til ferðamanna. Veginum
inn að Öskju verður lokað við Dreka-
gil frá klukkan 19.00 á kvöldin til
klukkan 9.00 að morgni, að sögn al-
mannavarnadeildar ríkislögreglu-
stjóra.
Vísindamenn hafa skoðað að-
stæður betur og var gert ráð fyrir að
flogið yrði með þá yfir berghlaupið í
þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag
svo þeir gætu betur lagt mat á um-
fang hennar og hvort hætta væri tal-
in á frekari skriðuföllum. Niðurstaða
þeirrar athugunar mun líklega
liggja fyrir á morgun og ljóst að áð-
urnefnd lokun muni a.m.k. gilda
þangað til, að sögn almannavarna.
Aðalgönguleiðin er opin
„Þetta er stór viðburður í jarð-
fræðinni,“ sagði Hjörleifur Finns-
son, þjóðgarðsvörður á norðursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs, um skriðuna
sem féll í Öskjuvatn undir miðnætti
á mánudagskvöld. Hann sagði að að-
al-gönguleiðin frá bílastæðinu hjá
Vikraborgum inn í Öskju og að Víti
væri opin.
„Við lokum fyrir það hins vegar að
fólk fari inn á svæðið sem skemmd-
ist í sjálfum flóðunum,“ sagði Hjör-
leifur. Hann sagði að þar hefði orðið
mjög mikið rof við atburðinn. Vik-
urlögin væru mjög viðkvæm og rofn-
uðu auðveldlega. Brúnirnar væru
því stórhættulegar. Svæðið þyrfti að
jafna sig áður en nokkurt vit væri í
að hleypa fólki að Öskjuvatni. Hjör-
leifur sagði að þessi lokun væri ekki
mjög íþyngjandi því langmesti
ferðamannastraumurinn lægi frá
bílastæðinu að Víti og aftur til baka.
Tiltölulega mun færri ferðamenn
færu alveg niður að Öskjuvatni.
Ferðamenn hafa gjarnan fengið
sér bað í Víti. Hjörleifur taldi ólík-
legt að það yrði leyft í sumar. Hann
benti á að vatn hefði flætt úr Öskju-
vatni í Víti og gæti hafa kólnað í Víti
við það.
Hefði getað farið verr
„Það er alveg klárt mál að þetta
hefði farið verr ef þetta hefði verið
um miðjan dag,“ sagði Ármann
Höskuldsson, jarðfræðingur, sem
var við Öskjuvatn. Hann var að skrá
ummerki eftir skriðuna sem féll rétt
fyrir miðnætti á mánudag. Ármann
sagði hlíðina enn óstöðuga og óráð-
legt að fara niður að vatninu.
„Það er bara bráðabani. Menn
verða aðeins að doka við í nokkrar
vikur meðan við erum að sjá hvort
hlíðin er stöðug eða ekki,“ sagði Ár-
mann.
Ármann sagði að skriðan sem féll í
Öskjuvatn hefði líklega ekki myndað
eina flóðbylgju heldur fjórar um 50
metra háar bylgjur sem svo slettust
upp um veggi öskjunnar. Hann benti
á að bylgjurnar magnist á grynning-
unum við Víti, einmitt á því svæði
sem ferðamenn gangi. Tekið skal
fram að umrætt svæði er nú lokað
fyrir umferð.
Ármann taldi að skriðuna mætti
rekja til hreyfinga í hringsprungum
í kringum öskjuna. Auk þess væri
einhver ólga í Víti.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í
landfræði við HÍ, sagði að von væri á
nýjum gervihnattamyndum af
Öskjusvæðinu á næstu dögum. Þá
yrði hægt að bera þær saman við
eldri myndir.
Eins þyrfti að skoða hvort greina
mætti einhverja fyrirboða þessa at-
burðar á myndunum.
50 milljóna rúmmetra skriða
Vinsælasta gönguleiðin að Víti er opin Bannað að ganga inn á flóðasvæðið við Öskjuvatn Vís-
indamenn kanna skriðuna miklu og afleiðingar hennar „Þetta er stór viðburður í jarðfræðinni“
Ljósmynd/Gunnar Víðisson
Öskjuvatn Skriðan olli líklega fjórum flóðbylgjum í vatninu. Mikið rof varð við þennan atburð og brúnirnar geta því verið stórhættulegar.
Skriðan í Öskju
Víti
Vikraborgir
Öskjuvatn
Skriðan
Merkt gönguleið, auðveld
Merkt gönguleið, krefjandi
Svæði sem sérstakar regla gilda um
Ljósmynd/Stefán Valur Jónsson
Hjörleifur
Finnsson
Hamfarir í Öskju
Mökkur Það steig upp mikið og stórt ský frá Öskju er skriðan féll.
Ármann
Höskuldsson
Stefán Valur
Jónsson