Morgunblaðið - 24.07.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
ÞYKKSKORIÐ BEIKON
Þykkt og bragðmikið fyrir þá
sem vilja kröftugt beikon.
Gæðavara úr völdu svínafille,
matarmiklar og ljúffengar sneiðar.
HEFUR ÞÚ STERKAR BEIKONTILFINNINGAR?
Prófaðu þykkskorna beikonið frá SS.
Þykkt og
bragðmikið
Gott á
grillið eða
pönnuna
Sérvalið
svínafille
100% íslenskt kjöt
PI
PA
R\
TB
W
A
–
SÍ
A
Uppgangur Kína er vinsælt um-fjöllunarefni og efnahagsspár
um að brátt muni þeir bruna fram
úr Bandaríkjamönn-
um og verða mesta
efnahagsveldi heims
eru iðulega dregnar
fram. En Kínverjar
eru ekki bara vel á
veg komnir með að
fara fram úr Banda-
ríkjamönnum í
landsframleiðslu, þeir virðast einn-
ig ætla að verða skuldseigari.
Stephen Green hefur greint kín-verskt efnahagslíf fyrir bank-
ann Standard Chartered. Í nýrri
skýrslu hans segir að í júní hafi
samanlagðar skuldir Kínverja náð
251% af landsframleiðslu, þ.e fé-
lagsleg lán, lán milli banka yfir af-
lönd og landamæri, skuldabréfaút-
gáfa, ýmisleg skuggabanka-
starfsemi og ríkisskuldir. Þetta
hlutfall hefur hækkað um 20 pró-
sentustig síðan í lok árs 2013 og 100
prósentustig miðað við landsfram-
leiðslu á undanförnum fimm árum. Í
Bandaríkjunum er hlutfall heildar-
skulda af landsframleiðslu 260%.
Kínverjar gætu því náð þeim á
næsta ári.
Ambrose Evans-Pritchard, blaða-maður Daily Telegraph, skrif-
ar að matsfyrirtæki og eftirlits-
stofnanir, þar á meðal kínverski
seðlabankinn, hafi áhyggjur af því
hvað skuldir Kínverja vaxi hratt,
ekkert síður en umfangi þeirra.
Hann segir að þetta þýði ekki að
hrun sé í vændum í Kína, en líklega
muni hægja verulega á hagvexti.
Síðan segir hann: „Nánast allurheimurinn hefur verið dreginn
inn í svikamyllu ósjálfbærra skulda.
Hægt er að láta þær hverfa að hluta
með verðbólgu, eða fara leið verð-
hjöðnunar með gjaldþrotum og
ferðum lánardrottna til rakarans
(eins og sagt er þegar gefnar eru
eftir skuldir). Veljið eitrið.“
Stephen Green.
Skuldum vafðir
Kínverjar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 23.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 20 skýjað
Nuuk 11 upplýsingar bárust ekki
Þórshöfn 12 þoka
Ósló 30 heiðskírt
Kaupmannahöfn 27 heiðskírt
Stokkhólmur 28 heiðskírt
Helsinki 27 heiðskírt
Lúxemborg 27 léttskýjað
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 22 léttskýjað
Glasgow 25 heiðskírt
London 27 heiðskírt
París 26 skúrir
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 27 heiðskírt
Vín 21 þrumuveður
Moskva 26 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 27 léttskýjað
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 18 léttskýjað
Montreal 22 þrumuveður
New York 29 heiðskírt
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 30 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:10 22:59
ÍSAFJÖRÐUR 3:47 23:33
SIGLUFJÖRÐUR 3:28 23:17
DJÚPIVOGUR 3:33 22:36
Sigurður VE 15, nýtt skip Ísfélags
Vestmannaeyja, er væntanlegur til
heimahafnar í Vestmannaeyjum um
hádegisbilið á morgun, föstudag.
Skipið verður til sýnis bæjarbúum
og gestum sama dag frá klukkan 14
til 17.
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri
Ísfélags Vestmannaeyja, sagði að
heimsigling Sigurðar VE frá Tyrk-
landi, þar sem skipið var smíðað,
hefði gengið eins og í sögu. „Þetta er
allt á áætlun. Það hefur verið blíðu-
veður alla leið, eins gengur í Mið-
jarðarhafinu á þessum árstíma, og
svo hefur hann fengið gott veður í
Atlantshafinu,“ sagði Eyþór.
Eftir heimkomuna verður byrjað
á að útbúa Sigurð VE á makrílveiðar
sem hann byrjar að nokkrum dögum
liðnum. Eyþór sagði að kaupin á
nýja skipinu væru liður í endurnýjun
skipaflota félagsins. Gamli Sigurður
VE er farinn og eins er búið að selja
Guðmund VE og Þorstein ÞH.
„Þetta er stórt og mikið skip og
númerinu stærra og meira í öllum
búnaði en eldri skipin,“ sagði Eyþór.
Nýi Sigurður VE er með tólf kæli-
tanka fyrir aflann, samtals 2.970
rúmmetra, og mjög öflugt kælikerfi
sem tryggir góða meðferð aflans og
ferskleika. „Þetta er til að styðja við
landvinnsluna og er partur af þeirri
þróun að uppsjávaraflinn fer meira í
landvinnslu en áður,“ sagði Eyþór.
gudni@mbl.is
Sigurður VE er væntanlegur á morgun
Nýtt skip Ísfélagsins verður til sýnis
í Vestmannaeyjum kl. 14.00-17.00
Ljósmynd/Eyþór Harðarson
Sigurður VE Kemur á morgun.
Vonir standa til að ekkert heimili á
landinu verði utan þjónustusvæðis
Ríkisútvarpsins þegar notendur
hafa gert ráðstafanir til að taka á
móti stafrænum útsendingum en
hliðrænum útsendingum verður al-
farið hætt um áramótin.
Gunnar Örn Guðmundsson, for-
stöðumaður tæknikerfa RÚV, segir
að samkvæmt áætlun eigi allir að
vera jafn vel eða betur settir eftir
breytingarnar, en þó sé ljóst að
ákveðin svæði, s.s. hálendið, hluti
Hornstranda og sérlega djúpir dal-
ir verði áfram skuggasvæði. Gunn-
ar segir að alls hafi 0,3% lands-
manna verið þjónustulaus en vel
hafi gengið að fækka á þeim lista.
Skipin ná sendingum
Hvað varðar útsendingar á mið-
unum umhverfis Ísland segir Gunn-
ar stærri skipin ná sendingum
RÚV gegnum gervihnött en litlu
bátarnir, sem fara styttra frá landi,
geta í einhverjum tilfellum náð
sendingum með sama móti og
heimilin, þ.e. með stafrænum mót-
tökubúnaði.
holmfridur@mbl.is
Þjónustu-
lausum
fækkar ört
Skipin ná gervi-
hnattasendingum