Morgunblaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Í dag, fimmtudaginn 24. júlí, verður
hið árlega Íslandsmót í sjósundi
haldið í Nauthólsvík.
Eins og síðustu ár eru það
Coldwater og Sundsamband Ís-
lands sem halda mótið í samvinnu
við Securitas sem hefur verið
styrktaraðili mótsins síðustu sex ár-
in. Keppt verður í þremur vega-
lengdum sem eru einn kílómetri, 3
km og að þessu sinni bætist 5 km
vegalengd við. „Iðkendur sjósunds
sem og aðrir sundmenn eru hvattir
til að mæta og taka þátt,“ segir í til-
kynningu frá mótshöldurum.
Áhorfendur eru velkomnir og
Götugrill Securitas mun grilla fyrir
mótsgesti og þátttakendur.
Mótið byrjar kl. 17 og er nánari
upplýsingar um mótið og skráningu
að finna á heimasíðunni sjokapp.is.
Íslandsmót í
sjósundi í
Nauthólsvík
Morgunblaðið/Eggert
Á sundi Vinsældir sjósundsins hafa
vaxið hröðum skrefum síðustu ár.
Samtökin Hjólafærni á Íslandi hafa
gefið út kort til að aðstoða fólk við að
ferðast um landið á vistvænan hátt.
Um tvö kort er að ræða. Annars
vegar hjólareiðakort af Íslandi, sem
sýnir umferðarþunga á vegum,
þannig að hægt sé að forðast vegi
með mikla umferð. Þá sýnir kortið
m.a. einnig hvar er hægt að fá hjóla-
viðgerðarþjónustu og á hvaða stöð-
um vegir liggja í gegnum ár.
Hins vegar var gert kort sem sýn-
ir allar mögulegar áætlunarferðir
um landið í rútum og strætisvögn-
um.
Hjólafærni á Íslandi er fræðaset-
ur um samgöngur og hjólreiðar. „Við
leggjum metnað í að styðja við vist-
vænan ferðamáta. Á Íslandi hefur
verið skortur á upplýsingum um
hvað hægt sé að gera með almenn-
ingssamgöngur á Íslandi. Með þess-
um kortum er verið að reyna að
koma þessum upplýsingum á fram-
færi og hvetja fólk til að nýta þessa
möguleika sem eru til staðar,“ segir
Sesselja Traustadóttir, fram-
kvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi.
Kortin eru á ensku en Sesselja
vonar að þau verði þýdd á íslensku
bráðlega. Þá segir hún að kortin opni
á nýjar ferðaleiðir. „Hjólakortið
hjálpar fólki að nýta sér aðrar leiðir
en þjóðveginn. Á kortinu sést hvar
umferðin er þyngst og enginn hefur
gaman af því að hjóla í návígi við bíla.
Svo eru bílstjórar heldur ekkert
ánægðir með að keyra nálægt hjól-
reiðamönnum. isb@mbl.is
Landið hjólreiðavætt
Samgöngur Á kortinu má sjá allar áætlunarferðir í rútum um landið.
Íslandskort gefið út sem styður við vistvænan ferðamáta
Bréf innan einka-
réttar munu
hækka um 11,5%
eftir að Póst- og
fjarskiptastofnun
samþykkti, að
hluta til, beiðni
Íslandspósts um
hækkun gjald-
skrár fyrir bréf
innan einka-
réttar.
Beiðni Íslandspósts var um hækk-
un sem næmi á bilinu 19-26% eftir
því um hvaða þjónustuflokk var að
ræða. PFS mat það svo að til-
greindar forsendur Íslandspósts
fyrir verðhækkun væru ekki að öllu
leyti fyrir hendi og því gæti stofn-
unin ekki samþykkt hækkunarbeiðni
félagsins óbreytta.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Íslandspósts, er ekki ánægður
með niðurstöðuna. Hún sé ekki í
samræmi við þær tölur sem Íslands-
póstur miðaði við.
„Við teljum að þetta dugi ekki til
að standa undir þeirri þjónustu sem
lög og reglur gera ráð fyrir,“ segir
Ingimundur.
„Í meginatriðum er það vegna
aukins tilkostnaðar og minnkandi
magns bréfa. Íslandspóstur ætlaði
að halda úti tilteknu þjónustukerfi
og það eru takmörk fyrir því hvað er
í því með þær kröfur sem eru gerðar
til þess. Með minnkandi magni verð-
ur dreifing dýrari,“ segir Ingimund-
ur. ash@mbl.is
Dýrara að
senda póst
Ingimundur
Sigurpálsson