Morgunblaðið - 24.07.2014, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
ÁLÞAKRENNUR
Viðhaldslitlar
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu
er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki,
ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar.
Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki.
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202
Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is
www.hagblikk.is
HAGBLIKK ehf.
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUR OG
RÚÐUVÖKVI
FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
Höfðatorg Íslandshótel opna hér
342 herbergja hótel á næsta ári.
Reykjavíkurapótek KEA-hótelin
opna hér 45 herbergja hótel í haust.
Hótel Borg Herbergjum fjölgar
um 43 á þessu sögufræga hóteli.
Morgunblaðið/Eggert
Hótel Kultura Framkvæmdir eru í
fullum gangi á Hljómalindarreit.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mikil fjölgun hótelherbergja í mið-
borg Reykjavíkur á næstu árum
mun auka samkeppnina um við-
skiptavini verulega og gæti nýtingin
yfir veturinn því minnkað. Það gæti
aftur leitt til tapreksturs þá mánuði
þegar eftirspurnin er minnst.
Þetta er mat Bergs Rósinkranz,
eiganda Hótels Fróns á Laugavegi
22a í Reykjavík, sem rifjar upp ró-
lega vetrarmánuði framan af öldinni.
Veturnir hafa stórbatnað
„Nýtingin hjá okkur yfir sumarið
er mjög áþekk og hún var. Veturnir
hafa hins vegar stórbatnað. Áður var
vertíðin hjá okkur búin um miðjan
september en nú lýkur henni ekki
fyrr en undir miðjan nóvember. Því
má segja að ró-
legi tíminn hjá
okkur standi yfir
frá miðjum nóv-
ember og út jan-
úar. Þeir mánuðir
eru enn dálítið ró-
legir,“ segir
Bergur.
„Áður var hluti
af hótelinu í lang-
tímaleigu á vet-
urna. Nú þarf þess ekki. Við vorum
til dæmis með erlenda prófessora og
aðra langtímagesti yfir veturinn til
þess að vera ekki með hálftómt hót-
elið á veturna.
Þetta hefur breyst mikið síðustu
árin en mest síðustu fjögur árin.
Framboðið af hótelum mun aukast
mikið á næstu misserum. Framboðs-
aukning liggur fyrir. Ef það verður
ekki þeim mun meiri eftirspurn á
veturna en er nú þurfum við að berj-
ast um viðskiptavinina. Þá þurfum
við að lækka verð og þá bera veturn-
ir sig ekki. Ég hef mestar áhyggjur
af því að veturinn gæti þynnst út aft-
ur,“ segir Bergur um hugsanlega
þróun á markaði.
„Það er umhugsunarefni fyrir
lánastofnanir að lána ekki of mikið í
þessa grein á stuttum tíma.“
Fimmföldun hótelherbergja
Bergur segir að ef spár um mikla
fjölgun ferðamanna á næstu árum
rætast muni þurfa að stórauka fram-
boð af afþreyingu í miðborg Reykja-
víkur. Ekki sé nóg að bjóða upp á
veitingastaði og verslanir sem selja
minjagripavörur.
„Vinsælustu ferðamannastaðirnir
úti á landi eru orðnir þéttsetnir. Ef
það á að auka gistirými í miðborginni
um 80% þarf að taka vel til hendinni
og byggja upp innviði.
Hótel Frón var opnað með 20 her-
bergjum árið 1998 og segir Bergur
aðspurður að samkeppnisaðilar hafi
þá verið með úrtölur. Hótelið hefur
síðan vaxið ár frá ári og er nú með
fimmfalt fleiri herbergjum en í upp-
hafi. Starfsmenn voru fimm í byrjun
en eru nú 21. Frekari stækkun er
ekki fyrirhuguð að sinni.
„Miðbærinn þarf að stækka til að
geta tekið á móti fleiri ferðamönn-
um, flýta þarf uppbygginu á hafnar-
svæðinu og á Granda. Verslunin þarf
að vera fjölbreyttari til að mæta
þörfum mismunandi markhópa og
það má ekki gleymast að uppbygg-
ingin þarf að vera í íslenskum anda,“
segir Bergur.
Óttast offramboð á veturna
Eigandi Hótels Fróns telur hættu á að vetrarmánuðirnir verði aftur rólegir
Vegna mikillar aukningar í framboði muni hótelin slást um viðskiptavini
Bergur
Rósinkranz
bergi muni koma ný á markaðinn á
höfuðborgarsvæðinu, en að fjölgunin
næstu árin þar á eftir verði mun
minni. Samanlagt segir hann að gera
megi ráð fyrir því að heildarfjárfest-
ing í nýjum hótelum í Reykjavík á
þessum tveimur árum verði um 19 til
20 milljarðar króna, fyrir utan hót-
elið við Hörpuna, sem hefur verið
metið á 6 til 7 milljarða kr.
Davíð segir að með þessari upp-
byggingu sé miðbærinn að ganga í
endurnýjun lífdaga, en að árin 1970-
2000 hafi vægi miðbæjarins minnkað
með flutningi margra fyrirtækja í ný
hverfi austar í borginni. Nú sé aftur
á móti barist um laus pláss þar.
hótela
kortinn
Fylgist ekki að
» Fjölgun ferðamanna og
hótelherbergja fylgist ekki að.
» Nýtingarhlutfall hótela í
Reykjavík er nú í sögulegu há-
marki, það var 77% að meðal-
tali í fyrra.
» Sérfræðingur hjá Lands-
bankanum áætlar að fjárfest
verði í nýjum hótelum í Reykja-
vík fyrir 26 milljarða á næstu
2-3 árum.
Björg Jónsdóttir, rekstrarstjóri
KEX Hostels á Skúlagötu 25 í
Reykjavík, segir reksturinn hafa
gengið vel síðan hostelið var opnað í
maí 2011. Þar eru nú í boði 12 hótel-
herbergi og 185 hostelrúm. Allt að
þrír gestir geta verið á hverju hótel-
herbergi og er því samtals rúm fyrir
um 215-220 gesti.
Björg segir stækkun hostelsins til
skoðunar. „Það er verið að skoða
möguleika hér í kring hvort við get-
um bætt við fleiri herbergjum.“
– Hvar sjáið þið helst tækifæri?
„Við sjáum helst sóknarfæri í því
að við njótum velvildar meðal gesta.
Orðsporið er gott og við vildum
gjarnan geta boðið fjölbreyttari
gistimöguleika. Líklega myndum við
bæta við einkaherbergjum fremur
en að fjölga kojuherbergjum.“
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Á baklóðinni Tónleikasvið í portinu
við Kex Hostel á Skúlagötu.
KEX íhugar
stækkun