Morgunblaðið - 24.07.2014, Page 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ELDHÚSTÆKI
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Harðir bardagar héldu áfram á Gaza-
ströndinni í gær en ekkert bólar enn á
vopnahléi á milli Hamas-samtakanna
og ísraelskra stjórnvalda. Meirihluti
mannréttindaráðs Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í gær að rannsaka
árásir Ísraelsmanna á Gaza. Fulltrúi
Bandaríkjanna greiddi atkvæði á
móti slíkri rannsókn en Evrópuþjóðir
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom til Ísraels í gær
til að reyna að koma á vopnahléi.
Hann sagði eitthvað hafa miðað í sam-
komulagsátt þó enn væri mikið verk
óunnið.
Navi Pillay, mannréttindastjóri
SÞ, fordæmdi vopnabrölt bæði Ha-
mas-liða og Ísraela á Gaza undafarn-
ar vikur. Hún sagði á neyðarfundi
mannréttindaráðs SÞ að Ísraelar
hefðu ekki gert nóg til að vernda
óbreytta borgara. „Það lítur út fyrir
að sterkar líkur séu til þess að al-
þjóðalög hafi verið brotin á þann hátt
sem gæti flokkast undir stríðsglæpi,“
sagði Pillay.
Dómsmálaráðherra Ísraels, Tzipi
Livni, gaf hins vegar lítið fyrir gagn-
rýnina og sagði mannréttindaráð SÞ
vera „and-ísraelska“ stofnun.
Réðust á skóla
Tugir þúsunda Palestínumanna
hafa flúið heimili sín frá því að árás-
irnar hófust. Ísraelsk stjórnvöld
halda því fram að þau leggi sig fram
um að vernda líf óbreyttra borgara.
Þannig vari herinn íbúa við loftárás-
um til að þeir geti komið sér undan.
Gaza-búar segjast hins vegar ekki
hafa í nein hús að venda. Ísraelar hafa
gefið út rýmingarviðvaranir eða lokað
43% af Gaza-svæðinu samkvæmt
mannúðarstofnun SÞ. Landamærin
að Ísrael og Egyptalandi eru lokuð.
Aðeins þeir sem eru særðir, veikir eða
hafa erlend vegabréf fá að yfirgefa
svæðið.
„Gaza er einstakt í sögu stríðs-
rekstrar sem átakasvæði með girð-
ingum þannig að óbreyttir borgarar
geta ekkert flúið,“ segir Chris Gunn-
ess, talsmaður flóttamannahjálpar
SÞ í Palestínu.
Um 118.000 manns hafast nú við í
77 skólum sem stofnunin rekur. Skól-
arnir eru yfirfullir og ekki hannaðir til
að hýsa fólk. Þá hafa þeir ekki sloppið
við árásir Ísraelshers. Fyrr í vikunni
féll sprengja á einn þeirra svo að 300
manns þurftu að yfirgefa hann. „Við
sögðum þeim þrisvar sinnum hvað
væri þarna. Þeir hafa nákvæm GPS-
hnit og það var SÞ-flagg á húsinu,“
segir Gunness.
Íbúarnir á Gaza geta ekkert flúið
Mannréttindaráð SÞ samþykkti
rannsókn á árásum Ísraela
AFP
Eyðing Palestínskar stúlkur á ferli innan um rústir húsa eftir loftárás Ísr-
aelsmanna á Gaza. Í gær voru 16 dagar liðnir frá því að árásirnar hófust.
Fjöldi látinna eykst
» Erlendur verkamaður lést af
völdum eldflaugar sem skotið
var frá landsvæðum Palest-
ínumanna í suðurhluta Ísraels í
gær.
» Þar með hafa 35 menn, þrír
óbreyttir borgarar og 32 her-
menn, látið lífið í Ísrael frá því
að hernaðurinn hófst fyrir
rúmum tveimur vikum.
» Eftir áframhaldandi árásir
Ísraelshers í gær er fjöldi fall-
inna Palestínumanna kominn í
að minnsta kosti 685.
Dráttarbátar byrjuðu að flytja skemmtiferðaskipið Costa Concordia frá
ströndum Giglio-eyjar, þar sem það hefur legið í tvö og hálft ár, til Genoa
þar sem skipið verður rifið í brotajárn.
Þúsundir heimamanna, ferðamanna og fréttamanna fylgdust með því
þegar skipinu var snúið við svo hægt væri að draga það af stað. Búist er við
því að skipið komist á lokaáfangastað sinn á sunnudag.
AFP
Hinsta för skemmtiferða-
skipsins Costa Concordia
Þúsundir fylgdust með brottförinni frá Giglio