Morgunblaðið - 24.07.2014, Page 25

Morgunblaðið - 24.07.2014, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 mbl.is alltaf - allstaðar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Gaslampi / hitari á pallinn, hæð 220 cm. Verð 74.600. Bindir & stál ehf, Hvaleyrar- braut 39, 220 Hafnarfirði. Uppl. í síma 864 9265 eða á www.el-bike.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald N.P. þjónusta auglýsir Tek að mér bókhald, endurútreikn- inga, uppgjör o.þ.h. Hafið samb. í GSM 861 6164. Byggingar Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt                                                Teg. 925 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.900. Teg. 6103 Mjúkir og þægilegir dömuinniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: rautt og svart. Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.900.- Teg. 407 Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: svart, rautt og hvítt. Stærðir: 36 - 42. Verð: 12.900. Teg. 406: Mjúkir og þægilegir dömu- inniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36–42. Verð: 12.900. Teg. 2178 Mjúkir og þægilegir dömuinniskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.550. Teg. 6935 Fallegir, mjúkir og þægi- legir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.550. Teg. 6935 Fallegir, mjúkir og þægi- legir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 36 - 42. Verð: 13.550. Teg: 70118 Mjúkir og þægilegir dömusandalar úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: hvítt og silfrað. Stærðir: 36 - 43. Verð: 5.500. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.– föst. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Til sölu Toyota Prius, Plug in Rrafmagns og hybrid bíll, árg. 2012. Mjög vel með farið eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863-7656. Hópbílar Bjóðum hópferðabíla frá 8-67 farþega. Guðmundur Tyrfingsson ehf gt@gtbus.is www.gtbus.is S. 568-1410 / 482-1210 Hópferðabílar til leigu með eða án bílstjóra Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. NICOLAI BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Húsviðhald         Hreinsa ryð af þökum, hreinsa þakrennur, laga veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Í dag kveðjum við Ingu. Inga var elst og lengi vel vorum við tvær systur í for- eldrahúsum. Okkur kom ekkert sérlega vel saman en með ár- unum og auknum þroska breytt- ist það í systrakærleik og við urðum mjög nánar þótt við ætt- um heima hvor í sínum lands- hlutanum. Inga flutti ung að heiman, rauðhærður strákur frá Kefla- vík, Sverrir Elentínusson, fór að venja komur sínar og til Kefla- víkur flutti hún, 17 ára gömul, og fyrsti sonurinn fæddist þegar hún var aðeins 18 ára. Hún systir mín varð fyrir- myndarhúsmóðir, eldaði, bakaði, saumaði og prjónaði, allt lék þetta í höndunum á henni. Dug- legir og kraftmiklir fjórir synir og nóg að gera á stóru heimili. Gestkvæmt var á þeirra heim- ili enda vinamörg og ákaflega gestrisin. Oft komum við fjöl- skyldan að norðan og vorum hjá þeim í nokkra daga og þá var glatt á hjalla og árlega heim- sóttu þau okkur til Akureyrar. Inga veiktist snögglega árið 1983 þegar hún fékk blóðgúl í höfuðið en með snarræði lækna tókst að fjarlægja meinið áður en það sprakk. Þessi stóra höf- uðaðgerð setti spor sín á systur mína, hún þurfti að læra að tala upp á nýtt og ekki þekkti hún eiginmann sinn eða syni. „Hvað eru allir þessir karlmenn alltaf að gera hérna“ spurði hún hjúkrunarkonuna. Smám saman kom þó minnið og að lokum komst hún heim og gat stundað léttustu heimilisverk en hún var breytt persóna, þurfti að læra að tala upp á nýtt en sem betur fer, alltaf glöð og jákvæð. Eftir andlát eiginmanns henn- ar báru synir Ingu hana á hönd- um sér og seinna tengdadætur og barnabörn. Hún var yndis- lega góð amma enda fáar ömm- ur eins viljugar og hún að spila við barnabörnin eða horfa á James Bond bíómyndir. Ingveldur Eyjólfsdóttir ✝ Ingveldur Eyj-ólfsdóttir fæddist 29. júní 1938. Hún lést 15. júlí 2014. Útför Ingveldar fór fram 23. júlí 2014. Spilagenin fékk hún Inga úr móðurættinni. Eftir að við höfð- um báðar misst maka okkar fórum við árlega í sumar- ferðir saman. Það var gaman að ferðast með Ingu, hún alltaf létt í lundu og naut þess að keyra í bíl og horfa á fallega landið okkar. Mörg gullkorn hrukku af vörum hennar í þessum ferðum því eftir höfuðaðgerðina vantaði hana oft orð eða sagði röng orð eins og þegar við vorum á Suðurlandi þar sem eru margar einbreiðar brýr. Þegar við komum að einni sagði hún: „Komum við nú ekki að enn einni einnota brú“. Ég þurfti að stoppa bílinn, ég hló svo mikið en mest hló Inga, hún var ekkert viðkvæm fyrir vit- lausu orðunum sem hún sagði. Margskonar veikindi hrjáðu Ingu síðustu árin. Alltaf reis hún þó upp og var ótrúlega jákvæð og dugleg. Synir hennar sáu til þess að hún átti alltaf góða bíla og daglega fór hún rúntinn um Keflavík og í Garð og Sandgerði og fylgdist vel með uppbyggingu bæjanna. Fyrir tveim mánuðum þurfti að taka af henni annan fótinn fyrir neðan hné vegna lé- legrar blóðrásar og þá var frels- ið farið, ekki var lengur hægt að fara út í bíl og taka smá rúnt. Hún var nýbúin að koma sér vel fyrir á nýju heimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ þegar kallið kom óvænt. Ég kveð nú með orðunum sem Inga kvaddi mig með í lok símtals þegar hún var að ná tök- um á talmálinu eftir höfuðað- gerðina. „Sé þig elskan á næsta leiti“. Vertu ævinlega Guð falin, elsku systir mín. Helena. Margar voru sögurnar sem amma Inga sagði og þrátt fyrir að hún hefði sagt okkur þær oft og mörgum sinnum var alltaf gaman að hlusta á þær aftur. Hún rifjaði oft upp stundir þeg- ar við vorum lítil, þegar við vor- um að rúnta saman, horfa á skemmtilegar bíómyndir í sjón- varpinu eða spila saman. Amma Inga var sú allra vinsælasta hjá okkur barnabörnunum og var slegist um að fá að gista hjá henni. Guðmundi þótti sérstaklega gaman að hringja í ömmu Ingu og spyrja hana hvað væri spenn- andi í sjónvarpinu í kvöld, ekki dugði honum að láta mömmu lesa sjónvarpsdagskrána því amma Inga sagði alltaf svo spennandi frá. Oft þegar Guð- mundur kom í heimsókn var hann beðinn um að ryksuga eða þrífa gluggana því það gerði það enginn jafn vel og hann að henn- ar sögn. Það voru ófá skiptin sem við fórum í hádegismat til ömmu Ingu því henni fannst fátt skemmtilegra en að elda ofan í vini og ættingja. „Ham og egg“- samloka varð oftast fyrir valinu enda gerði enginn jafn góða samloku og amma Inga. Ingveldi yngri þótti alltaf jafn gaman að koma með möndlu- köku óvænt til hennar þar sem hún ljómaði öll þegar hún fékk óvæntar heimsóknir og ekki skemmdi að kakan fylgdi. Sævar Freyr heldur mikið upp á næt- urnar sem hann gisti hjá ömmu Ingu og horfði á James Bond með henni. Það voru hennar uppáhaldsmyndir. Ömmu Ingu fannst mjög gaman að rúnta um götur bæj- arins og spurðu vinir okkar stundum hvort amma Inga fengi greitt fyrir að rúnta því þeir mættu henni nánast daglega og stundum oft á dag. Amma Inga lifði fyrir fjölskylduna sína og var mjög dugleg að koma í heim- sókn. Hún kom nánast daglega í heimsókn, í kaffi og spjall. Er árin liðu og heilsan versnaði sagði amma Inga okkur að henni þótti einna verst að komast ekki eins oft út á rúntinn og hana langaði til þess að sjá bæinn og fólkið. Amma Inga var ótrúlega góð og skemmtileg kona. Okkur leið alltaf svo vel hjá henni. Hún var sönn amma. Jákvæðari mann- eskju er erfitt að finna. Þrátt fyrir nokkra sjúkrasögu og makamissi var amma Inga alltaf hress og jákvæð, alveg fram á síðasta dag. Ingveldi yngri þykir afar dýrmætt að hafa fengið að annast ömmu sína á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu. Þar áttu þær góðar stundir saman. Nú er komið að endalokum og kveðjum við þig, elsku amma okkar. Nú hittir þú loksins afa Sverri. Þín barnabörn, Guðmundur Árni, Ingveldur og Sævar Freyr. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felligluggan- um. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.