Morgunblaðið - 24.07.2014, Síða 27
kortadeild Morgunblaðsins 2000-
2001. Hún var jarðfræðingur hjá
Raunvísindastofnun HÍ 1997-2000,
sérfræðingur hjá umhverfisráðu-
neytinu 2001-2004, deildarstjóri um-
hverfis- og skipulagsmála hjá Vega-
gerðinni frá 2004 til ársloka 2012 og
umhverfis- og öryggismála eftir
skipulagsbreytingar í ársbyrjun
2013.
Framkvæmdir og náttúran
En í hverju eru þá störf Matt-
hildar fólgin svona dags daglega?
„Þau snúast nú helst um að inn-
leiða og viðhalda faglegu verklagi við
framkvæmdir Vegagerðarinnar þeg-
ar kemur að umhverfisþáttum. Sjá
t.d. til þess að framkvæmdir séu
þannig skipulagðar og þeim þannig
stjórnað að landröskun og mengun
sé haldið í lágmarki og að allur frá-
gangur sé til fyrirmyndar. Þetta er í
raun viðleitni til að haga fram-
kvæmdum í sem mestri sátt við land
og þjóð.“
Matthildur er félagi í Jarðfræða-
félagi Íslands frá 1997, í Jöklarann-
sóknafélaginu 1997-2000, hefur verið
formaður umhverfisnefndar Nor-
ræna vegasambandsins (NVF) á Ís-
landi frá 2004, sat í stjórn Foreldra-
félags Selásskóla 2012-2014 og situr í
stjórn Íbúasamtaka Árbæjar, Ár-
túnsholts og Seláss frá 2013.
Fjölskylda
Eiginmaður Matthildar er Eiríkur
Björnsson, f. 6.12. 1959, tannlæknir.
Hann er sonur Björns Eiríkssonar,
skrifstofustjóra í Reykjavík ,og
Hjördísar Halldórsdóttur, hjúkr-
unarkonu í Reykjavík.
Börn Matthildar og Eiríks eru
Björn Ívar Eiríksson, f. 14.6. 2000,
grunnskólanemi, og Þórdís Matthea
Eiríksdóttir, f. 19.3. 2003, grunn-
skólanemi.
Alsystkini Matthildar eru Þórlaug
Braga Stefánsdóttir, f. 11.12. 1966,
þjónustufulltrúi hjá Nýherja, búsett í
Reykjavík; Hrafnhildur Brynja Stef-
ánsdóttir, f. 26.5. 1969, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, búsett
í Reykjavík; Arna Björk Stef-
ánsdóttir, f. 13.7. 1971, sagnfræð-
ingur, búsett í Reykjavík.
Hálfsystkini Matthildar, samfeðra,
eru Dagný Stefánsdóttir, 3.12.1946,
bóndi í Seljanesi í Reykhólahreppi;
Guðmundur Unnþór Stefánsson, f.
6.6. 1948, fyrrv. framkvæmdastjóri
Sjóvéla, búsettur á Álftanesi; Stefán
Stefánsson, f. 10.12. 1949, verkamað-
ur, búsettur í Kópavogi; Gunnar
Stefánsson, f. 21.1. 1953, lögfræð-
ingur, búsettur í Kópavogi, og Ása
Björg Stefánsdóttir, f. 6.9. 1954,
bóndi í Árbæ í Reykhólahreppi.
Foreldrar Matthildar voru Stefán
Guðmundsson, f. 16.6. 1922, d. 16.6.
2007, framkvæmdastjóri fjáröflunar
Framsóknarflokksins, og Matthea J.
Jónsdóttir f. 7.7. 1935, d. 9.8. 2009,
listmálari.
Úr frændgarði Matthildar Báru Stefánsdóttur
Matthildur Bára
Stefánsdóttir
Guðmundur Guðmundsson
b. á Dunki í Hörðudal
J. Matthildur Kristófersdóttir
saumak. og húsfr. í Rvík.
Jón Guðmundsson
sjóm. og verkam. í Rvík
Matthea J. Jónsdóttir
listmálar í Rvík
Kristín Einarsdóttir
húsfr. á Dunki
Kristófer Kristófersson
b. og smiður á Þverá
og Keldunúpi á Síðu
Sigurbjörg Einarsdóttir
húsfr. í Kambshjáleigu
Eyjólfur Jónsson
b. í Kambshjáleigu í Hálssókn
Guðmundur Eyjólfsson,
b. og rithöfundur á Þvottá
Þórunn Jónsdóttir
húsfr. á Þvottá í Álftafirði
Stefán Guðmundsson
framkvæmdastj. í Rvík.
Vilborg Jónsdóttir
húsfr. á Rannveigarstöðum
Jón Björnsson
b. á Rannveigarstöðum í Álftafirði
Bergur Kristófersson
b. á Keldunúpi á Síðu.
Hanna Bergsdóttir
fv. starfsm. Álafoss
Gígja Magnúsdóttir
vaktstjóriáveitinga-
staðnum Vox.
Björk Magnúsdóttir
fornleifafræðingur
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Margrét Frímannsdóttir
fv. veitingastj.
Margrét Runólfsdóttir
hótelstj.á Flúðum
Guðlaug Þórarinsdóttir,
húsfr. á Þverá og Keldunúpi
Guðný Jónsdóttir
húsfr. í Múla í Álftafirði.
Ingibjörg
Guðmundsdóttir
b. á Þiljuvöllum í Berufirði.
Alda
Snæbjörnsdóttir
rith. í Grindavík
Sigurborg
Björnsdóttir
húsfr. í Múla.
Björn Jónsson
rekstrarstj. Vega-
gerðarinnar í Ólafsvík
Afmælisbarnið Matthildur Bára.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Helga Bachmann leikkonafæddist í Reykjavík 24.7.1931. Foreldrar hennar
voru Hallgrímur Jón Jónsson Bach-
mann, ljósameistari LR og Þjóðleik-
hússins, og k.h., Guðrún Þórdís
Jónsdóttir kjólameistari.
Hallgrímur var sonur Jóns Bach-
mann, b. í Steinsholti, bróður Borg-
þórs, föður leikkvennanna Önnu,
Þóru og Emelíu Borg. Meðal bræðra
Guðrúnar var Gísli alþm. og Guð-
mundur Kamban rithöfundur. Guð-
rún var dóttir Jóns, b. í Litlabæ,
hálfbróður Stefáns, föður Eggerts
söngvara og Sigvalda Kaldalóns.
Eiginmaður Helgu var Helgi
Skúlason, leikari og leikstjóri, sem
lést 1996. Börn þeirra eru Þórdís,
Hallgrímur Helgi, Skúli Þór og
Helga Vala.
Helga ólst upp í Reykjavík og
dvaldi í Skálholti á sumrin sem ung
stúlka. Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Hallormsstaðaskóla 1948, stundaði
nám við Leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar og við Leiklistarskóla
Gunnars R. Hansens.
Helga hóf að leika hjá Leikfélagi
Reykjavíkur 1952, var fastráðin þar
1962-76 og fastráðin við Þjóðleik-
húsið 1976-2000. Hún var án efa í
hópi fremstu leikkvenna hér á landi
á sinni tíð en meðal eftirminnileg-
ustu hlutverka hennar má nefna Jó-
hönnu, í Föngunum í Alton, eftir
Sartre; Elenu, í Vanja frænda; Höllu
í Fjalla-Eyvindi; Heddu Gabler;
Antígónu Sófóklesar; Úu í Kristni-
haldi undir Jökli, og Alice í Dauða-
dansi Strindbergs. Þá lék hún í kvik-
myndum,, s.s. Í skugga hrafnsins, og
Atómstöðinni.
Helga var einnig leikstjóri. Hún
setti á svið leikgerð sína á Reykja-
víkursögum Ástu, í Kjallaraleikhús-
inu, leikgerð sína og Helga, eig-
inmanns síns, á Njálssögu, í
Rauðhólum og samdi nýtt stytt
handrit að leikritinu Marmara, eftir
Guðmund Kamban. Hún var fyrsti
formaður Hlaðvarpans, sat í stjórn
Friðarsamtaka listamanna, hlaut
leiklistarverðlaunin Silfurlampann,
1968, og var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1986.
Helga lést 7.1. 2011.
Merkir Íslendingar
Helga
Bachmann
90 ára
Guðlaugur V. Eiríksson
Kjartan T. Ólafsson
Ólöf Bjarnfreðsdóttir
85 ára
Árni Hemmert Sörensson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hulda Heiður Sigfúsdóttir
Magnús H. Sigurjónsson
Margrét Jónsdóttir
80 ára
Ása María Kristinsdóttir
Víglundur Þorsteinsson
75 ára
Arnar Daníelsson
Birna Zophaníasdóttir
Fjóla Benediktsdóttir
Guðmundur K.
Jónmundsson
Kolbrún Árnadóttir
Lilja Amalía Ingimarsdóttir
Ólafur Þ. Guðmundsson
70 ára
Bára Friðriksdóttir
Bragi Sigurðsson
Egill Örn Jóhannesson
Guðrún Áskelsdóttir
Kristín R. Magnúsdóttir
Lilja Hanna Baldursdóttir
Páll Magnússon
60 ára
Anna Beverlee Saari
Bjarni Jónsson
Edda María
Guðbjörnsdóttir
Eiríkur Þorsteinsson
Guðrún Ísleifsdóttir
Kristinn Rafnsson
Magnús Andrésson
Reynir S. Engilbertsson
Sólrún Guðleifsdóttir
50 ára
Aigar Tamm
Gísli Jónsson
Hafdís Þorleifsdóttir
Helga Kristín Bragadóttir
Magnús Egilsson
Margrét Eysteinsdóttir
Skúli Helgi Skúlason
Svanhildur Guðlaugsdóttir
Vilhelm Patrik Friðriksson
Þóra Þórðardóttir
Ægir Már Kárason
40 ára
Arunas Rimdeika
Ágústa Kristín Ágústsdóttir
Árný Björg Bergsdóttir
Borgþór Vignisson
Elín Gunnarsdóttir
Elísa Einarsdóttir
Guðbrandur Óli Albertsson
Guðni Einarsson
Heiðrún Þorsteinsdóttir
Inga Stella Pétursdóttir
Inga Þórunn Sigurðardóttir
Kristina Jóhannsson
Sigríður Hildur
Snæbjörnsdóttir
Sigurjón Þór Sigurjónsson
Sjöfn Sigurðardóttir
Vilhjálmur H. Jónsson
30 ára
Aldona Boguniecka
Antoine Hrannar Fons
Brynjar Konráðsson
Friðbjörn Ásbjörnsson
Grégory D.F. Cattaneo
Guðrún B. Kristófersdóttir
Heiðar Berg Hallgrímsson
Kai Ören Eidsvik
María K. Kristjánsdóttir
Reynir Tómas Emilsson
Rhea Pardillo Juarez
Sunna Kristín Hilmarsdóttir
Sæmundur H. Emilsson
Til hamingju með daginn
30 ára Þórir ólst upp í
Vogunum, er búsettur í
Reykjanesbæ, lauk BSc-
prófi í íþróttafræðum frá
HR og er íþróttakennari
við Njarðvíkurskóla og
knattspyrnuþjálfari þar.
Maki: Dagmar Þráins-
dóttir, f. 1991, örygg-
isvörður í Leifsstöð.
Dóttir: Elísabet María, f.
2009.
Foreldrar: Haukur Þór-
isson, f. 1959, og María
Kristjánsdóttir, f. 1954.
Þórir Rafn
Hauksson
40 ára Ingi ólst upp á
Sauðárkróki og er verk-
stjóri hjá Sjávarlöðri.
Maki: Oddný Ragna
Pálmadóttir, f. 1989,
þroskaþjálfi.
Bróðir: Þórir, f. 1981.
Foreldrar: Kristín Inga-
dóttir, f. 1948, húsfreyja,
og Guðmundur Trausta-
son, f. 1947, d. 1986.
Fósturfaðir: Jón Hjör-
leifsson, f. 1943, fyrrv.
starfsmaður hjá Steinull.
Ingi
Guðmundsson
30 ára Unnar ólst upp í
Breiðholtinu, býr í Kópa-
vogi, lauk prófi í lyfjafræði
frá Kaupmannahafnarhá-
skóla og er lyfjafræðingur
hjá Actavis og Lyfjavali.
Maki: Stella Rögn Sigurð-
ardóttir, f. 1984, lyfja-
fræðingur.
Sonur: Patrekur Leó, f.
2012.
Foreldrar: Sigurður Guð-
mundsson, f. 1949, og
Steinunn Kristín Árna-
dóttir, f. 1950, d. 2014.
Unnar Darri
Sigurðsson
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
nýja súrdeigsbrauðið okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.