Morgunblaðið - 24.07.2014, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.07.2014, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014 Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú er lag að blanda geði við vini eða í öðrum félagsskap. Stjörnurnar ýta undir framkvæmdir í viðhaldsmálum. 20. apríl - 20. maí  Naut Forðastu að gagnrýna samstarfsfólk þitt í dag og sættu þig ekki við ósanngjarna gagnrýni frá því heldur. Tæmdu vasana áður en þú stingur í þvottavélina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér finnist gaman að taka áhættu af og til þá er nú sú stund sem slíkt á ekki við. Hikaðu ekki við að ganga til samningaviðræðna við yfirvöld og stórar stofnanir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ágreiningur um lán á einhverju kann að verða til þess að þú vilt forðast ákveðinn vin eða efast um fyrirætlanir viðkomandi. Reyndu að sjá hlutina með augum annarra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að taka áhættu í einhverju sem við- kemur tjáskiptum er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Fáðu vin eða ættingja til að taka þátt með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er heldur löðurmannlegt að velta öðrum upp úr veikleikum sínum. Ef þú nærir þennan hluta af sjálfum þér bætir það sam- bönd þín við aðra og ljær verkum þínum dýpt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Góður smekkur þinn er dáður af þeim sem deila honum með þér. Af hverju er ann- ar aðilinn haldinn stjórnlausum ótta um það að þú sleppir? Kannski er góð ástæða fyrir þeim ótta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að leita uppi ókunnar slóðir og njóta þeirrar reynslu sem af því hlýst. Reynið að gera eitthvað nýtt í dag sem opnar ykkur nýja sýn á umhverfið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að hafa alla hluti á hreinu áður en þú tekur ákvörðun í veiga- miklum málum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu það ekki slá þig út af lag- inu, þótt vinur þinn virki mjög annars hugar. Reyndu að læra eitthvað nýtt þrátt fyrir að það virðist léttvægt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu frá tíma fyrir vini þína sem þú hefur ekki haft aðstæður til að sinna um hríð. Vertu frökk/frakkur og njóttu þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu það ekki óstinnt upp, þótt vinir og vandamenn vilji sýna þér ást sína og um- hyggju í verki. Gættu þess að leggja traust þitt á verðug verkefni og jákvæðar hugsanir. Það eru alltaf einhverjar fréttirog eitthvað að gerast á Leirn- um. Í hann skrifar Ármann Þor- grímsson feitletrað „kjaftstopp“ og bætir síðan við „sjálfsagt ell- in“: Ekkert lengur yrki níð engin rætin fæðist staka árangurslaust eg þess bíð að andinn skili sér til baka. Jón Arnljótsson gáir til veðurs: Þokan hylur himingeim, hæstu fjöll og vita, veikir trú á veginn heim og von um ljós og hita. En Ólafur Stefánsson er bjart- sýnn að venju og horfir fram á veginn: Upp með sokka, enn er lag, öllu góðu að sinna, auðnu leita, yrkja brag, elska,og gleði finna. Ármann Þorgrímsson er í póli- tískum hugleiðingum og kallar þær „Úr fortíðinni“: Fæddur inn í Framsóknar- flokkinn sællar minningar ungur hrakinn úr ég var eftir miklar væringar. Ármann heldur síðan áfram þar sem frá var horfið. „ Flótti“ heitir það núna á Leirnum með at- hugasemdinni: „Farnir fjórir úr framlínunni á stuttum tíma“. Flýja kappar Framsóknar fylgið minnkar allsstaðar enginn verður eftir þar er við nálgumst kosningar. Þriðja ráðuneyti Hermanns Jón- assonar var myndað í apríl 1939 með Framsóknarflokki, Alþýðu- flokki og Sjálfstæðisflokki. Jónas frá Hriflu vann ötullega að stjórn- arsamvinnu „hinna ábyrgu flokka“, en hann hafði löngum áður verið einn harðsnúnasti andstæðingur Sjálfstæðisflokksins: Íhaldinu er sálin seld, - sinnið allt úr skorðum. Jónas mígur í þann eld er hann kveikti forðum. Þegar hér er komið sögu get ég ekki stillt mig um að rifja upp stöku Jóns Þorsteinssonar á Arnarvatni, en Tryggvi sá, sem hér er talað um, var Tryggvi Þórhallsson formaður Framsóknarflokksins og síðan Bændaflokksins. Hann var for- sætisráðherra frá 1927-1932. Fellur regn með fossanið fúlt og ljótt í bragði. – En allt er betra en íhaldið eins og Tryggvi sagði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðurfari og pólitískum hrakningum Í klípu ÞAÐ ERU TIL MARGAR LEIÐIR FYRIR SVEFNLAUSA AÐ HALDA VÖKU HVER FYRIR ÖÐRUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HÚN ÞARF BREIÐARI SKÍÐI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila speglinum. STÖÐUUPPFÆRSLA: Í KVÖLDMAT FÉKK ÉG MÉR ... HANN SEGIR AÐ VIÐ ÆTTUM KANNSKI BARA AÐ KOMA SEINNA OG RÆNA HANN... ALLT STARFSFÓLKIÐ HANS ER MEÐ FLENSU NÚNA! EINN DAGINN VERÐ ÉG STÓRT TRÉ! NEI, ÞÚ ERT BLÓM. ÞÚ BLÓMSTRAR OG SVO DEYRÐU. ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ HÆTTA Í SKÓLA. Víkverji þarf að viðurkenna eitt:Hann er bókafíkill. Það gæti reynst ósköp saklaust, að vera hald- inn bókafíkn, en þegar Víkverji legg- ur leið sína í bókabúðir, tala nú ekki um á bókasöfn, sleppir hann fram af sér beislinu og fer í einhvern óút- skýranlegan ham. Þá er betra að standa ekki í vegi fyrir honum. En Víkverji er ekki aðeins bókafíkill, heldur einnig fréttafíkill. Sú fíkn lýs- ir sér þannig að það má ekkert fara fram hjá honum. Óttinn við það að missa af einhverju er hreint út sagt óbærilegur. Þá kemur sér nú vel að starfa á fjölmiðli, þar sem Víkverji þarf að vera á tánum allan daginn. Vandinn er sá að fréttafíkill nú- tímans á enga útgönguleið. Hann er fastur. Það eru engin mörk á því hversu margra frétta hann getur neytt, ef svo má segja. Hann les öll blöð sem hann kemst yfir, missir ekki af einum fréttatíma og grand- skoðar fréttasíðurnar, innlendar og erlendar, áður en hann fer á Twitter, þar sem milljónir manna miðla frétt- um allan sólarhringinn. Þar fær hann allt beint í æð. Það er vandlifað í þessum heimi. Víkverji telur að ekki sé tekið nægi- lega mikið tillit til fréttafíkla. Hvern- ig á til dæmis að koma einhverju í verk þegar allur fróðleikur heimsins kallar beinlínis á mann? Hefur eng- inn skilning á því? Af hverju eru síð- an aðeins 24 klukkustundir í einum sólarhring? Það er hvergi nærri nóg, eins og Víkverji rekur sig á á hverj- um degi. Fréttafíklar heimsins þurfa nauðsynlega að bindast samtökum um að gæta hagsmuna sinna. Þörfin er brýn. x x x Víkverja hefur annars gengið held-ur erfiðlega að halda dampi í bóklestrinum í ár. Hann strengdi þess heit að lesa að minnsta kosti þrjár bækur í mánuði í ár. Það er skömm frá því að segja að honum hefur rétt svo tekist að lesa tvær bækur í mánuði það sem af er ári. Það er mun minna en í fyrra – og þá var hann næstum hálft ár í skóla. George W. Bush las víst 95 bækur þegar hann var leiðtogi hins frjálsa heims árið 2006. Víkverji hefur því enga afsökun fyrir að bæta ekki ráð sitt. víkverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálmarnir 71:8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.