Morgunblaðið - 24.07.2014, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2014
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Nýja platan er töluvert ólík fyrri
plötunni. Á meðan fyrri platan varð
til og fæddist þá var Low Roar
ennþá einstaklingsverkefni hjá
Ryan og útsetningar laganna voru ef
til vill ekkert stórbrotnar. Lögin
urðu til náttúrulega og svo voru þau
tekin upp og blönduð á tölvu í eld-
húsinu hjá honum. Á þeirri nýju
urðu lögin til jafn sársaukalaust en
svo var varið talsvert meiri tíma í út-
setningar og alla framleiðslu. Það
má segja að um margslungnari plötu
sé að ræða,“ segir Leifur Björnsson,
einn meðlima sveitarinnar Low Roar
sem gaf út plötuna 0 fyrir
skemmstu. Sveitin, sem áður var
einstaklingsverkefni Ryans Kara-
zija, gaf út sína fyrstu plötu árið
2011 en síðan þá hafa þeir Leifur og
Logi Guðmundsson bæst í hópinn.
Upptökustjórinn margreyndur
Leifur segir þá félaga fara ýmsar
leiðir á nýju plötunni og hafi þeir
meðal annars fiktað við allskonar
elektróník og strengjaútsetningar.
Aðspurður út í nafnið á plötunni, 0,
segir hann það til komið sökum ytri
þrýstings.
„Þetta er táknið fyrir núll eða
bókstafurinn O, fólk má bara gera
það upp fyrir sig hvað þetta er.
Fyrri platan er ónefnd og við ætl-
uðum ekki að láta þessa plötu heita
neitt. Við vorum hinsvegar beittir
þrýstingi að láta hana heita eitthvað.
Þetta varð afraksturinn. Þessar tón-
listarveitur og þetta nútímalega dót
býður ekki upp á nafnlausar plötur,“
segir hann. Upptökustjóri plötunnar
er enginn aukvisi en Andrew Scheps
hefur meðal annars unnið með
hljómsveitum á borð við Black Sab-
bath, Red Hot Chili Peppers og Me-
tallica.
„Við vorum í raun ótrúlega heppn-
ir að fá hann í þetta. Samstarfið kom
til sökum þess að Ryan var í annarri
sveit í Kaliforníu áður en hann flutti
til Íslands og sú sveit var hjá stóru
útgáfufyrirtæki með Andrew innan-
borðs. Það tókst með þeim mikill
vinskapur og það er í rauninni
ástæðan fyrir því að hann bauðst til
að vinna með okkur þessa plötu. Við
hefðum annars aldrei haft efni á að
vinna með honum. Hann er nátt-
úrlega fagmaður fram í alla fing-
urgóma og vinnur hratt og vel,“ seg-
ir Leifur og bætir við að hann hafi
húmorinn á réttum stað.
„Við munum vinna áfram saman
þar sem útgáfufyrirtækið sem sér
um alþjóðlegu útgáfu plötunnar,
Tonequake, er í eigu Andrews,“ bæt-
ir Leifur við en þess má geta að 12
Tónar sjá um útgáfu plötunnar hér á
landi.
Margir koma að plötunni
Margir tónlistarmenn, sem ekki
teljast meðlimir Low Roar, komu að
gerð plötunnar og má þar nefna
sveitina Amiina, Mr. Sillu, Kira Kira
og Mike Lindsay, sem er þekktur
fyrir Tunng og Cheek Mountain
Thief. Leifur ber þeim vel söguna.
„Samstarfið gekk ótrúlega vel. Að
mínu mati er einn stærsti kosturinn
við að vinna tónlist á Íslandi sá að
tónlistarbransinn er eins og ein,
ekkert rosalega stór, fjölskylda. Það
eru allir einhvernveginn eitt símtal í
burtu og allir til í að hjálpa. Allt
þetta fólk er mjög góðir vinir okkar.
Silla kemur til að mynda oft fram
með okkur á tónleikum og því er eins
farið með Mike,“ segir hann.
„Ferlið á þessari plötu var svolítið
lengra en á fyrri plötunni og vissu-
lega kom það upp að menn þyrftu að
hverfa frá um stund til að sinna öðr-
um verkefnum. Allt samstarf við
aðra listamenn gekk þó mjög vel fyr-
ir sig,“ endurtekur hann.
Útgáfutónleikar í haust
„Það sem af er þessu ári höfum við
verið að fylgja eftir fyrri plötunni.
Við erum búnir að fara tvær tón-
leikaferðir til Evrópu á þessu ári og
höfum verið nokkuð iðnir við að spila
hérna heima. Við höfum meðal ann-
ars spilað á ATP, Sónar og þessum
stærri hátíðum. Við förum síðan eina
Evrópuferð í haust og svo er í bígerð
fyrsta Ameríkutónleikaferð sveit-
arinnar,“ segir Leifur.
„Við stefnum síðan á, í samstarfi
við 12 Tóna, að halda útgáfutónleika
snemma í haust. Það verður það
helsta sem við gerum á Íslandi áður
en við höldum út í tónleika-
ferðalagið,“ segir Leifur að lokum.
Sveit Low Roar skipa Leifur Björnsson, Ryan Karazija og Logi Guðmundsson.
„Eins og ein, ekkert
rosalega stór, fjölskylda“
Sveitin Low
Roar gefur út sína
aðra breiðskífu
Upptökustjór-
inn reyndur
“Eipshit geðveik ef ekki
besta myndin í sumar”
-T.V. BIOFIKILL.COM
ÍSL.
TAL
"Besta stórmyndin í sumar.
Þú verður gersamlega agndofa“.
- P. H., Movieline
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÍSL.
TAL
TÖFRANDI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
POWERSÝNINGKL. 10:10
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★
L
L
12
12
14
14SEX TAPE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10
HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 (P)
PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 8 - 10:40
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 4
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
30%
Í ÖLLUM STÆRÐUM
SÓFAR
Verð áður 333.900 kr.
frá233.730kr.
Dallas
AFSLÁTTUR
af öllum sófum / sófasettum
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Basel
Verð áður 284.900 kr.
frá199.430kr.Verð áður 181.00 kr.
frá127.330kr.
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 180.530kr. verð áður 257.900
frá 233.730kr. verð áður 333.900
frá 260.330kr. verð áður 371.900
Verðdæmi:
Torino
3ja sæta
Sófasett 3+1+1
frá 144.130kr. verð áður 205.900
frá 300.230kr. verð áður 528.066
Verðdæmi:
Texas
Eins og áður hefur komið fram
stendur Sena fyrir Reykjavík Co-
medy Festival dagana 23. til 26.
október í samvinnu við alþjóðlegar
grínhátíðir í Noregi, Svíþjóð, Belg-
íu, Íslandi og víðar. Nú hefur enn
einn grínarinn staðfest komu sína á
hátíðina sem haldin verður í Hörpu,
en um er að ræða uppistandarann
Whitney Cummings. Cummings á
glæsilegan feril að baki þrátt fyrir
ungan aldur, en hún er aðeins 32
ára gömul. Hún var fyrirsæta áður
en hún gerðist uppistandandari en
stóra tækifærið kom þegar hún
gekk til liðs við Ashton Kutcher í
þáttunum Punk’d á MTV-sjón-
varpsstöðinni. Síðan þá hefur hún
komið fram í þáttum á borð við The
Tonight Show with Conan O’Brien,
Down and Dirty á HBO og Chelsea
Lately á E!
Whitney Cummings í Hörpu í haust
Reynd Whitney Cummings hefur unnið með Ashton Kutcher og Conan O’Brien.