Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook 40% afsláttur af töskum og túnikumÚTSALA Mikil reiði og sorg ríkir í Hol-landi eftir hinn hörmulega atburð þegar farþegavél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Hefur reiðin meðal annars beinst að Vla- dimír Pútín, forseta Rússlands, sem er gefið að sök að hafa stutt uppreisn- armenn í Úkraínu með ráðum og dáð og bera þannig ábyrgð á að vélin var skotin niður.    Hollendingumþótti þó nóg um þegar úkra- ínskir aðgerð- arsinnar og hol- lensk dagblöð kröfðust þess að Maríu Pútín yrði vísað úr landi í refsingarskyni fyrir meinta ábyrgð föður hennar og fengu undirtektir hjá borgarstjóra Hilversum þar sem dóttir Rúss- landsforseta er sögð búa.    Heimilisfang hennar var birt ánetinu og skorað á fólk að fara þangað að mótmæla. Lögregla var við öllu búin og mætti á staðinn, en enginn mótmælandi lét sjá sig. Viðbrögð við kröfunni birtust á vefsíðu mánaðarritsins HP De Tijd: „Er ekki frekar óheiðarlegt af Guði að hafa ekki gefið okkur kost á því að velja okkur foreldra?“    Á félagsmiðlum jusu einhverjirúr skálum reiði sinnar yfir dóttur forsetans, en yfirleitt var viðkvæðið að hún skyldi látin í friði. „Ef svo er að dóttir beri ábyrgð á gerðum föður síns, þá hefði Maxima Zorreguieta drottning þurft að yf- irgefa landið fyrir löngu,“ skrifaði einn og vísaði þar til þess að faðir drottningar Hollands var ráðherra í herforingjastjórn Argentínu, sem losaði sig við andstæðinga sína með því að varpa þeim í sjóinn úr flug- vélum. Vladimír Pútín Syndir feðranna STAKSTEINAR Maxima Zorreguieta Veður víða um heim 25.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 17 skýjað Nuuk 10 upplýsingar bárust ekki Þórshöfn 12 þoka Ósló 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 27 heiðskírt Stokkhólmur 30 heiðskírt Helsinki 27 heiðskírt Lúxemborg 22 léttskýjað Brussel 21 léttskýjað Dublin 23 skýjað Glasgow 27 heiðskírt London 22 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 18 skýjað Hamborg 21 skýjað Berlín 21 þrumuveður Vín 26 léttskýjað Moskva 25 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 21 skýjað Montreal 22 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 21 alskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:16 22:53 ÍSAFJÖRÐUR 3:55 23:25 SIGLUFJÖRÐUR 3:37 23:09 DJÚPIVOGUR 3:39 22:29 Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli eru langefstir eftir for- keppnina í tölti í opnum flokki á Ís- landsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Þeir fengu 8,70 í ein- kunn. Árni Björn og Stormur eru Ís- landsmeistarar frá síðasta ári og sigruðu á Landsmóti hestamanna fyrr í mánuðinum. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Stjarna frá Stóra- Hofi og Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum eru í öðru og þriðja sæti inn í A-úrslit, nokkru á eftir Árna. Leó Geir Arnarson á Krít frá Miðhjáleigu og Ragnar Tóm- asson á Sleipni frá Árnanesi keppa einnig í A-úrslitum á sunnudag. Róbert Bergmann og Brynja frá Bakkakoti urðu efst í töltkeppni ungmenna og Viktoría Eik Elvars- dóttir á Mön frá Lækjamóti efst í unglingaflokki. Þá urðu Védís Huld Sigurðardóttir og Baldvin frá Stang- arholti efst í forkeppni í tölti barna. Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla 1 eru efstir inn í A-úrslit í slaktaumatölti. Arnór Dan Krist- insson á Straumi frá Sörlatungu er efstur í unglingaflokki og Gústaf Ás- geir Hinriksson á Skorra frá Skriðu- landi efstur í ungmennaflokki. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Eva Björk Sigurvegarar Árni Björn Pálsson með töltbikarinn á Landsmóti 2014. Árni Björn og Stormur á sigurbraut  Keppt í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum í Víðidal í gærdag Leikar fara að æsast á Íslands- mótinu í hestaíþróttum. B-úrslit verða í dag og þá verður endanlega ljóst hvaða knapar og hestar komast í A-úrslit sem verða á morgun. Íslandsmót í hestaíþróttum full- orðinna, barna og ungmenna fer fram á félagssvæði hestamanna- félagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík. Auk keppni er skemmtidagskrá í Reiðhöllinni og hestaleigur gefa börnum og unglingum kost á að komast á bak. Dagskráin í dag hefst með gæð- ingaskeiði klukkan hálftólf. Úrslitin á morgun hefjast klukkan 12 og síð- asta greinin, tölt, hefst klukkan sjö um kvöldið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandsmót Mikið er um að vera á Fákssvæðinu í Víðidal um helgina. Úrslitahelgi framundan á hestamóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.