Morgunblaðið - 26.07.2014, Page 21

Morgunblaðið - 26.07.2014, Page 21
aldarvísu í öllum þáttum síns rekstrar hvort sem er til sjós eða lands.“ Gunnlaugur Sævar sagði Sigurð VE 15 gott vitni um það eins og aðrar fjárfestingar Ísfélagsins, í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Þær skipti milljörðum á ári og miði að því að nýta betur aflann sem að landi berist. „Við höfum líka fjár- fest í markaðsstarfi erlendis og rekum öflugt sölufélag fyrir Aust- ur-Evrópu með vinum okkar í Skinney Þinganesi. Sigurður VE er annað skipið sem við smíðum á ör- fáum árum og hefur félagið verið öðrum fyrirmynd og forysta í end- urnýjun skipaflotans,“ sagði Gunn- laugur Sævar og á þarna við Hei- mey VE sem kom ný árið 2012. Gunnlaugur sagði Ísfélagið hafa af fremsta megni reynt að vanda sig í ákvörðunum og framkvæmd þeirra. Glímt við sveiflur í nátt- úrunni eins og loðnubrest á þessu ári. „Við höfum á liðnum árum not- ið hás verðs á erlendum mörkuðum og ég er sannfærður um að svo verður áfram. En þá þurfum við líka að fjár- festa áfram í rekstrinum til að tryggja að við getum ávallt boðið upp á það besta. Það myndi sjálf- sagt kosta um 50 til 60 milljarða króna að byggja Ísfélag Vest- mannaeyja upp í dag í sinni mynd. Þar sjá menn hversu fánýtt tal það er að þörf sé á „nýliðun í grein- inni“, sagði Gunnlaugur Sævar og nefndi að ýmislegt mætti betur fara í umgjörð sjávarútvegs en þetta væri gleðistund. Upphafið að nýrri sókn „Við ætlum að láta þennan gleði- dag verða upphafið að sókn okkar. Að nýrri sókn Vestmannaeyja og vonandi landsbyggðarinnar allrar gegn því liði sem heldur að verð- mætin verði til á hjólastígum í póstnúmerinu 101.“ Næst ávarpaði hann skipstjórann Hörð Má Guðmundsson sem hann lýsti sem reynslumiklum dugn- aðarforki „Honum er falin stjórn þessa skips ásamt áhöfn sinni. Ég er þess fullviss að hann mun axla þá ábyrgð með glæsibrag og leysa verk sitt vel af hendi eins og önnur sem honum hafa verið falin. Ég óska honum og áhöfn hans til ham- ingju með nýja starfsstöð. Við ósk- um ykkur guðsblessunar. Megið þið verða fengsælir og umfram allt farsælir.“ Að lokum sagði Gunnlaugur Sævar að margir hefðu komið að verki og það bæri að þakka. „Hin- um stórhuga eigendum Ísfélags Vestmannaeyja, starfsmönnum þess, Vestmannaeyingum og Þórs- hafnarbúum óska ég innilega til hamingju með þetta stórkostlega skip Sigurð VE 15.“ Í heimahöfn Sigurður siglir inn í Vestmannaeyjahöfn um hádegisbilið í gær. Fljótlega verður haldið á makrílveiðar. 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 „Munurinn er mikill, Þorsteinn ÞH var smíðaður 1988 og hér erum við að koma með mun stærra og öfl- ugra skip sem búið er fullkomnasta og besta búnaði og tækjum sem völ er,“ sagði Hörður Már Guðmunds- son, skipstjóri á nýjum Sigurði. „Jú, þetta eru mikil viðbrigði, allt stærra, fullkomnara og miklu kraft- meira. Sigurður er meira en helm- ingi stærri en Þorsteinn sem var 1.800 brúttótonn en sá nýi er 3.763 brúttótonn.“ Sigurður kemur með ferskan afla að landi sem geymdur er í þar til gerðum kælitönkum. „Við erum með fullkomnasta kælikerfi sem hægt var að fá og það stærsta um borð í íslensku fiskiskipi. Allar vél- ar, spil, kranar og tækjabúnaður er sá besti og fullkomnasti,“ sagði Hörður sem hefur 20 skjái fyrir framan sig í risastórri brúnni. „Þetta eru dýptarmælar og asdic sem segja manni hvað er að finna í sjónum og hvernig ástandið er, hitastig og annað sem kemur að notum við veiðarnar. Ég get svo flakkað á milli skjáa allt eftir því á hvaða veiðiskap við erum.“ Heimsiglingin gekk vel og gott veður var alla leiðina frá Tyrklandi. „Hann komst upp í 17 mílur og gekk vel. Það var blíðuveður en ansi heitt á leiðinni um Miðjarð- arhafið.“ Tveir farþegaklefar Allar innréttingar og aðbúnaður fyrir áhöfn minnir helst á skemmti- ferðaskip í hæsta gæðaflokki og meðal annars eru tveir farþegaklef- ar. Við upphaflega hönnun skipsins fyrir norska útgerð voru klefarnir hugsaðir fyrir gesti ef skipið yrði leigt til að þjónusta olíuiðnaðinn. Líka setustofa og fundarherbergi fyrir átta sem átti að nota í sama tilgangi. Á trolli verða átta í áhöfn en ell- efu á nótinni. „Öll veiðarfæri verða stærri og afkastameiri en maður hefur kynnst áður. Það er nýjung að við getum dælt beint úr trollinu að aftan. Þarf ekki að losa pokann frá sem er mikið vinnuhagræði fyr- ir okkur. Við förum á makríl þegar skipið verður tilbúið sem tekur ein- hverja daga,“ sagði Hörður að end- ingu. Í brúnni Hörður Már Guðmundsson skipstjóri með konu sinni, Kristínu Sig- rúnu Grétarsdóttur. Þar er vítt til veggja og 20 skjáir sem fylgjast þarf með. „Allt stærra, fullkomnara og kraftmeira“ Margt um manninn Talsverður fjöldi fólks tók á móti skipinu og skoðaði það við komuna til Eyja. Í hæsta gæðaflokki Góður aðbúnaður er fyrir áhöfnina en einnig tveir farþegaklefar, setustofa og fundarherbergi fyrir átta manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.