Morgunblaðið - 26.07.2014, Qupperneq 24
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Landsmóti skáta á Akureyri lýkur
um helgina. Þúsundir manna hafa
verið saman á Hömrum í nokkra
daga í blíðviðri og fengist við marg-
slungin verkefni.
Fjölmargir útlendir skátar hafa
verið á Hömrum í vikunni, m.a. hóp-
ur úr sveitarfélaginu Huddinge við
Stokkhólm í Svíþjóð. Flestir Sví-
arnir eru 15 ára. Í hópnum eru 39
manns með fararstjórum.
„Þetta hefur verið mjög
skemmtilegt. Við höfum klifrað
bæði í klettum og klifurvegg. Og
svo dönsuðum við með Páli Óskari.
Það var frábært,“ sagði enn Svíinn
sem Morgunblaðið ræddi við. Aðrir
í hópnum tóku undir. „Við höfum
kynnst mörgum krökkum frá öðrum
löndum sem er mjög mikilvægt,“
sagði annar.
Sirkus Íslands er mættur til
Akureyrar með stórt tjald sem
komið hefur verið upp á flötinni fyr-
ir neðan samkomuhúsið. Þar má sjá
allt frá trúðum til loftfimleikafólks
en reyndar engin dýr. Sirkustjaldið
Jökla er 13 metra hátt. Sirkusinn
verður í bænum fram yfir versl-
unarmannahelgi.
Lággjaldaflugfélög frá Þýska-
landi, Bretlandi og Skandinavíu
kanna möguleika á millilandaflugi
frá Akureyri og svo gæti farið að
millilandaflug hefjist strax næsta
sumar. Þetta segir Arnheiður Jó-
hannsdóttir, framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norðurlands, í sam-
tali við Vikudag á Akureyri.
Arnheiður segir Easy Jet og
Norwegian á meðal þeirra flug-
félaga sem sýnt hafi Akureyri
áhuga en staðfestir að fleiri erlend
flugfélög séu í sigtinu.Hún vonast
til þess að viðræður gangi hratt fyr-
ir sig. „Við erum að vonast til þess
að það verði hægt að hefja milli-
landaflug strax næsta sumar en það
er ómögulegt að staðfesta það,“
segir Arnheiður.
Íbúar við Brekatún í Nausta-
hverfi nutu góðs af því í vikunni að
Þjóðverjar urðu á dögunum heims-
meistarar í knattspyrnu. Séra Hild-
ur Eir Bolladóttir og Eiríkur Björn
Björgvinsson bæjarstjóri búa bæði
við götuna en héldu með sitt hvoru
liðinu. Eiríkur var við nám í Þýska-
landi á sínum tíma og hafði lofað
prestinum að ef hans menn sigruðu
Argentínumenn í úrslitaleiknum
myndi hann blása til grillveislu í
götunni. Hildur lofaði á móti að sjá
um gosið! Allir íbúar voru svo boð-
aðir í grill í vikunni, þar sem boðið
var upp á þýskar pylsur.
Ferðamenn hafa stundum lent í
vandræðum þegar þeir þurfa að
kasta af sér vatni eða sinna kalli
náttúrunnar að öðru leyti. Gömlu,
góðu almenningssalernin undir
kirkjutröppunum hafa verið lokuð
um árabil en lausn er í sjónmáli.
Ákveðið hefur verið að taka til
hendinni og opna almenningssal-
ernin á nýjan leik fyrir verslunar-
mannahelgi og létta þannig álagi af
veitingahúsum og eina klósettinu í
Akureyrarkirkju!
„Takk fyrir að vekja máls á
þessu. Nú þurfa menn að huga að
fyrirkomulagi þessara mála til
framtíðar. Í hádeginu var hins veg-
ar ákveðið að þrífa og mála gömlu
bæjarklósettin og þau munu opna
fyrir verslunarmannahelgi. Þá verð-
ur sett upp skilti í miðbænum sem
vísar á snyrtingar í Hofi. Þetta er
vissulega bráðarbirgðalausn en
verður að duga í bili,“ skrifaði Logi
Már Einarsson, bæjarfulltrúi á
Facebook síðu sína í vikunni, eftir
að einn bæjarbúa, Hreinn Skagfjörð
Pálsson hafði skrifað um málið.
Hljómsveitirnar OjbaRasta og
Grísalappalísa blása til tónleika á
Græna hattinum í kvöld ásamt DJ
Flugvél og Geimskipi.
Drusluganga verður á Akureyri
í dag. Þetta er fjórða árið sem
Druslugöngur fara fram víða um
heim og hafa Akureyringar frá upp-
hafi staðið fyrir slíkri uppákomu og
þátttakan farið vaxandi milli ára.
Upphaf Druslugöngunnar má
rekja til Toronto í Kanada, þar sem
fyrsta gangan var farin 29. apríl
2011. Þá var gangan hluti af við-
brögðum samfélagsins við orðum
lögreglumanns sem sagði að konur
ættu að forðast það að klæða sig
eins og druslur ef þær vildu ekki
verða fórnarlömb nauðgana. Orðin
vöktu mikla reiði, sérstaklega hjá
konum sem sögðust vera orðnar
þreyttar á því að vera kúgaðar með
ásökunum tengdum klæðaburði
sínum.
Gangan hefst kl. 14.00 í dag við
Akureyrarkirkju og verður gengið
niður Gilið og inn á Ráðhústorg.
Af bæjarklósettum og druslugöngu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ánægja Krakkarnir og fararstjórar þeirra frá Huddinge í Svíþjóð voru hæstánægðir með lífið á skátamótinu.
Sirkus Íslands Tjaldið er á flötinni við Samkomuhúsið og sýningar hafnar.
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
SPUNI
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Veldu þinn lit úr rúmlega 50 litum sem í boði
eru og við bólstrum stólinn eftir þínum óskum.
STOFNAÐ 1956
Íslensk hönnun
& handverk
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Forvitnileg og ókeypis kammer-
veisla verður í Hofi í dag þegar á
svið stíga hljóðfæraleikarar af
skemmtiferðaskipinu Black Watch,
sem leggur að bryggju í morguns-
árið. Skv. tilkynningu eru tónlist-
armennirnir, sem alla jafna
skemmta farþegum um borð í skip-
inu, á heimsmælikvarða og kynn-
irinn, Hilary Finch, þekktur tónlist-
argangrýnandi og útvarpskona.
Tónleikarnir hefjast kl. 18.00.
Tónlistarmennirnir eru erlendir
nema hvað Einar Jóhannesson klar-
inettuleikari bættist í hópinn í
Reykjavík í fyrradag. Einar heldur
áfram með skipinu allt til New-
castle á Englandi.
Auk Einars leika á tónleikunum
flautuleikari og fyrsta flauta í Sin-
fóníuhljómsveit Lundúna, sellóleik-
arinn Alasdair Tair sem lék áður
með Balcea-kvartettinum og píanó-
leikarinn Carole Presland. Allt eru
þetta leiðandi listamenn í stóru
hljómsveitunum í Bretlandi.
Black Watch lagði úr höfn í New-
castle 20. júlí með um 800 tónelska
farþega. Ferðaskrifstofan Kirker
Holidays sérhæfir sig í menning-
arferðum og í þessari siglandi tón-
listarveislu verður siglt umhverfis
Ísland með viðkomu í Færeyjum.
Tónlistarmennirnir halda tónleika
um borð á hverjum degi en tónleik-
arnir í Hofi eru þeir einu sem öðr-
um en farþegum skipsins gefst
kostur á að hlýða á.
Morgunblaðið/Golli
Kemur frá borði Einar Jóhannesson klarinettuleikari leikur í Hofi í dag.
Ókeypis kammerveisla