Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er eitt og annað sem veldur þér
sérstakri kátínu þessa dagana. Kynntu þér
reglur laganna og hvort allt er eins og það á
að vera.
20. apríl - 20. maí
Naut Þolinmæði þrautir vinnur allar segir
máltækið. Taktu mark á því og þú munt fá
aðra og betri sýn á lífið og tilveruna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú hafir mikið að gera máttu
ekki vanrækja sjálfan þig. Láttu vera að taka
einhverja áhættu ef þér finnst landið liggja
illa.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lagt hart að þér að und-
anförnu og átt því skilið að eiga rólegan dag
og gera aðeins það sem þig langar til. Ef
það gengur eftir verður það þér til góðs.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fjölskyldan er tilfinningalegur kjarni til-
verunnar. Gættu þess að fara ekki yfir strik-
ið í samskiptum við vini eða fjölskyldu, ekki
síst við börn eða sakleysingja.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefðu þér tíma til þess að sinna því,
sem hugur þinn stendur til. Viðhorf sig-
urvegara gerir þig að sigurvegara, þó að
rökrétt niðurstaða sé að þú hafir tapað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Oft geta annarra orð valdið hugarfars-
breytingu hjá manni sjálfum. Reyndu samt
að missa ekki sjónar á velferð þinna nán-
ustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt hugsanlega eiga mik-
ilvægar samræður við foreldra þína eða yfir-
menn í dag. Vertu raunsær og sanngjarn um
leið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að stilla gagnrýni þinni
á börn og unglinga í hóf í dag. Reyndu að
komast að því hver ástæðan er fyrir þessu
ótrúlega aðdráttarafli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Deildu draumum þínum og fram-
tíðarvonum með vini þínum. Njóttu fé-
lagsskapar vina sem eru jafn lifandi og þú.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er mikilvægt að þú sinnir
löngun þinni til að gera eitthvað nýtt. Hugur
þinn er tilbúinn til að túlka slys sem upp-
götvanir, mistök sem tækifæri og rifrildi
sem tækifæri til að þroskast.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gríptu hvert tækifæri til að beita
mætti þínum til góðs. Með því að gefa færi
á þér tekst viðkomandi, sem er með álíka
þykka vörn og Kínamúrinn, að lækka við-
búnaðarstigið eilítið.
Kanadíski rithöfundurinn DouglasCoupland er í uppáhaldi hjá
Víkverja og mælir hann með bókum
hans. Coupland er meira að segja
Íslandsvinur en hann var gestur á
Bókmenntahátíð Reykjavíkur í
fyrra. Ein bóka hans ber nafnið
How to be good eða Hvernig skal
góður teljast. Í henni er söguhetjan
kona sem lítur á hlutina í karmísku
ljósi. Ef hún gerir eitthvað gott má
hún gera eitthvað slæmt á móti og
samt vera „góð manneskja“.
x x x
Án þess að lifa eftir þessari ágætuhugmyndafræði reynir Víkverji
eftir fremsta megni að greiða götu
samferðafólks síns, og aðstoða – upp
að vissu marki. Að gefa blóð getur
orðið til þess að bjarga mannslífi, en
reyndar einnig að gefa stefnuljós.
Víkverji gerir hvort tveggja. Hann
hefur reyndar gefið tæpa 25 lítra af
blóði á undanförnum árum. Hann
hlýtur samkvæmt kenningu Coup-
lands að eiga töluvert inni af hermd-
arverkum.
x x x
Úr því að minnst er á blóðgjafirmá Víkverji til með að klappa
sér á bakið fyrir að hafa mætt nán-
ast á þriggja mánaða fresti í Blóð-
bankann til að tappa af. Stungan
venst aldrei en öllum er hollt að vera
augnablik smeykur af óþörfu. Og til-
hugsunin um að vera að hjálpa ekki
bara náunganum heldur nýburum
og fólki í krabbameinsmeðferð er til
þess gerð að vekja undrun. Hvers
vegna vilja ekki allir sjá af 20 mín-
útum – í mesta lagi – á þriggja mán-
aða fresti (fjögurra mánaða fresti
hjá konum) til að gefa svona ríku-
lega af sér.
x x x
Ef einhver er svo þannig þenkjandiað kenningin úr How to be good
hentar lífsstílnum þá má benda á þá
„aukaverkun“ að með því að láta frá
sér 450 millilítra af blóði í þágu góðs
málefnis er blóðið í líkamanum tölu-
vert þynnra svona fyrstu dagana.
Er því væntanlega hægt að safna
sér neikvæðum karmastigum í hvelli
með því að mæla sér mót við Díóný-
sus. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt sem faðirinn gefur mér mun
koma til mín og þann sem til mín
kemur mun ég alls eigi brott reka.
(Jóhannesarguðspjall 6:37)
Síðasta vísnagáta var eftir HelgaR. Einarsson:
Með tækninni má taktinn fá,
tilvalið í kæfu,
fara í hann sem fljúgast á,
firrir brjóstið gæfu.“
Helgi svarar sér sjálfur og segir
fleira í leiðinni:
„Vandamálið virðist mér
vera léttvægt nú í dag
því allt að sama brunni ber.
Það blasir við að þetta er slag.
Í vikunni sem leið var ég með
góðu fólki í gönguferðum um Reyk-
hólasveitina og kom þá m. a. til tals
þegar Þorgeir Hávarsson hékk á
hvönninni frekar en kalla á hjálp.
Nú er öldin önnur.
Í dag sér stoltir bjarga á bótum
og bölva öllu streði
er forðum hengu á hvannarótum
með heiðurinn að veði.
Og að lokum.
Hugann bætir heilbrigð sál
og heilsubótagöngur,
en lífsgleðinnar leyndarmál
er líka vín og söngur.“
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Tromman slegin taktfast er,
tekið er í kæfu slag.
Slag í drengir dembdu sér,
datt þá einn með hjartaslag.
Harpa lét tvær vísnagátur fylgja,
sem verða að bíða næstu viku.
Guðmundur Arnfinnsson skrifaði,
að hann léti ekki hjá líða að líta í
Vísnahornið og sjá: þar leyndist gáta.
Heillengi ég heilann braut,
helgargátan snúin er,
að lotum kominn leysti þraut,
lausnina ég sendi þér :
Vélarbullan veitir slag,
vænt þarf slag í kæfuna,
slag menn iðka oft í dag,
endar slag lífs gæfuna.
Má til með að senda þér gátu:
Bærist hann í brjósti manns,
bjargræðis er tími þá,
bónarvegur betlarans,
birtist oflátungi hjá,
Magnús Ólafsson frá Sveins-
stöðum útskrifaðist af Landspít-
alanum í gær, en þegar hann fékk
þær góðu fréttir sagði hann við
hjúkrunarliðið:
Finn ég hér frá öllum il
að mér stöðugt gættuð.
Fyrir þetta þakka vil
þið mitt lífshlaup bættuð.
Ey á himni er nú ský
ekkert gleði hemur.
Frjáls ég héðan fer á ný
á föstudaginn kemur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af heilsubótargöngum
og útskrift af spítala
Í klípu
FRUMMAÐURINN UPPGÖTVAR
BARNAGÆSLU.
eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... eins og lífið á að vera.
VIÐ ERUM FARIN AÐ
VEIÐA OG SAFNA.
SJÁUMST FLJÓTLEGA!
VÆÆÆL!
KVARTANIR
HVERNIG VAR
RÁNSFERÐIN TIL
ENGLANDS?
ÞAÐ RIGNDI
ALLAN
TÍMANN!
KOMSTU MEÐ
EITTHVAÐ TIL
BAKA?
JÁ, 300
SÓLGLERAUGU.
VEISTU,
GRETTIR ...
ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÉG
ER EKKI MEÐ OFNÆMI
FYRIR KATTAHÁRUM ...
JÁ.
ÞÁ ÞYRFTI ÉG AÐ
FINNA HANDA ÞÉR
ANNAÐ HEIMILI.