Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.07.2014, Blaðsíða 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fyrir sjö árum síðan ræddi ég við þá Loga Höskuldsson (Sudden Weather Change, Prinspóló o.fl.) og Þórð Hermannsson (Her- óglymur, The Heavy Experience o.fl.) vegna deili-kassettu eða „split“ kassettu sem þeir voru að gefa út. Viðtalið var birt í þessu blaði hér en nokkru fyrr hafði ég skrifað grein í sama blað þar sem ég harmaði dauða kassettunnar en fréttir um framleiðslustöðvun á þessu merka afspilunarformi höfðu þá borist yfir hafið. Athafnasemi Loga og Þórðar á þessu sviðinu kom mér því gleðilega í opna skjöldu og því var réttast að bíða um stund með glerharða dán- artilkynningu. Áhugi yngri kyn- slóðar á þessu „hvorki né“ formi, sem var laust við töfra vínylsins og vinsældir geisladisksins, vakti um leið forvitni mína og þegar nánar var að gáð hafði verið mun meira falið í litlu, prúðu og nánast ámát- legu kassettunni en mig hreinlega minnti… Streymi Ég hafði nánast gleymt öllum þeim stundum sem ég varði við að taka upp úr útvarpinu, taka upp fyrir vini mína, afrita hjá þeim efni o.s.frv. Kassettan hafði að þessu leytinu til mun hagnýtara gildi en vínyll eða geisladiskar. Það var ekki bara afspilunarform heldur og tól til að dreifa fagnaðarerindinu. Fyrir tíma niðurhals og streymis var þetta litla plasthylki notað og efninu streymt á milli með strætó- ferðalögum og póstsendingum. Kassettan var í raun rígbundin við grasrótarstarfsemi og þar lifir hún enn og nokkur broddur hefur meira að segja verið í kassettuiðnaðinum undanfarin fimm ár eða svo. Er ég ræddi við þá Loga og Þórð á sínum tíma var um undantekningu að ræða, ástríðufullt einkaframtak sem gekk á móti straumnum, en nú er hægt að tala um senu, menningarkima, eitthvað sem þrífst allan ársins hring og fleiri eru um hituna en nokkrir draumóramenn og -konur. Kassettuútgáfa hefur reyndar alltaf haldist nokkuð reglu- bundin í geirum sem eru langt fyrir neðan yfirborðið; hráu svartþung- arokki og þvíumlíku en ef við horf- um t.d. hingað til Fróns í dag er merkilega mikið á seyði. Berglind Ágústsdóttir er t.a.m. iðin við kass- ettukolann, LadyBoy Records hef- ur nú gefið út tvær safnkassettur (en safnkassettur voru gríðarlega mikilvægar og mótandi á níunda og tíunda áratugnum) og Legend og Sólstafir gáfu út smá-kassettu með tveimur lögum svo fátt eitt sé nefnt. Broddurinn sem ég minntist á hefur þá sýnt sig úti í heimi m.a. í hinum alþjóðlega kassettudegi sem var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti síðastliðið haust og í hægum en öruggum uppgangi lítilla útgáfa sem sérhæfa sig í kassettum. Þá hafa fræðimenn á tónlistarsviðinu verið að beina sjónum að forminu í auknum mæli og hlýddi ég á tvo há- skólafyrirlestra um efnið í vor, ann- ars vegar í Glasgow og hins vegar í Edinborg. Ekki heimsyfirráð Fræðimennirnir höfðu báðir kannað nústarfandi kassettuútgáf- ur og allar áttu þær það sameig- inlegt að vera örsmáar í sniðum. Heimsyfirráð voru ekki á dagsplan- inu, öllu heldur mikil sátt með litla markaðshlutdeild og gróðasjón- armið víðs fjarri. Aðstandendur lýstu því m.a. að ódýrt væri að framleiða kassetturnar og upplög oft á bilinu 25 til 50 stykki. Mikið var selt á tónleikum og eigendur útgáfanna lýstu því að fólk keypti sér einatt kassetturnar sem eins- konar minjagrip um þá. Þar með komum við að nokkuð athygl- isverðum vinkli varðandi þetta allt saman, þ.e. hinni ó-tónlistarlegu virkni í kringum kassettusenuna í dag. Kassettan er nú orðin að tískutákni; merki um ákveðna af- stöðu og lífsstíl, umföðmuð af „hip- sterunum“ svokölluðu, smekkleið- urum samtímans. Margir kaupendur viðurkenndu, í viðtali við einn fræðimanninn, að þeir ættu ekki einu sinni kassettutæki. Spól- urnar væru skraut. Engar tölur eru til um hversu algeng sú nálgun er, miðað við fyrri tíma, en þess má geta að fyrrnefndir Logi og Þórður töluðu m.a. um hljóð-fagurfræði snældnanna, sem þægilegt og hressandi mótvægi við dauðhreins- aðan hljóm geisladiskanna. Þeir fé- lagar voru ekki bara í þessu út á stílinn en í dag er kassettan – fyrir suma a.m.k. – fyrst og fremst áminning um hversu gott og nota- legt allt saman var í gamla daga. Kassettan mun því aldrei ná sömu endurkomuhæðum og vínyllinn en virðist hins vegar hafa fundið sér nokkuð traustan íverustað í und- irgrundinni og færist því fjær dán- arbeðinum með hverju árinu. Ég ætla að ýta á „stop“ takkann núna en það þarf bara einfalda leit á netinu til að finna urmul greina um þetta nýtilkomna kass- ettudálæti tónlistaráhugamanna. Flestar greinarnar eru frá 2013 og 2014 þannig að „æðið“ er í fullum gangi. Já, tískan – hvort heldur í sjálfri tónlistinni eða umbúnaði hennar – fer í hringi. Ætli það sé þá ekki geisladiskurinn næst? Varla… Snældan snýr aftur  Kassettur ganga nú í endurnýjun lífdaga  Hagnýtt form eða bara fortíðarþrá hinna svölu? Snælduvitlaust Kassettur flæða nú hljóðlega yfir tónlistarheima. »Kassettan er nú orð-ið að tískutákni; merki um ákveðna af- stöðu og lífsstíl, umföð- muð af „hipsterunum“ svokölluðu, smekkleið- urum samtímans. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2014 „I Should Have a Party for All the Thoughts I Didn’t Say“ er dans- leikverk eftir bandarískan leikhóp, undir leiðsögn Samönthu Shay og Sam Szabo. Nú í endurgerð fyrir þrjá leikara hefur hljómsveitin Orphic Oxtra samið nýja tónlist fyrir sýn- inguna sem sýnd verður í kvöld klukkan 21.00 í Gym og Tonic-sal Kex Hostels. „I Should Have a Party for All the Thoughts I Didn’t Say er“ að sögn sjónrænt og lifandi ástarbréf til rússneska skáldsins Antons Tsje- kovs, tjáð með líkamlegum flutningi, fornum sorgarsöngvum og trylltri balkantónlist. Orphic Oxtra er með fjölmennari sveitum landsins en hún telur ellefu manns. Á meðal þeirra má nefna Báru Gísladóttur sem samdi meðal annars nýverið efni fyrir sýningu Arnars Dan Kristjánssonar, „Landsliðið á línu“. Orphic Oxtra semur fyrir bandarískt verk Morgunblaðið/Ernir Leikverk Sveitin semur fyrir verkið „I Should Have a Party for All the Thoughts I Didn’t Say“. “Eipshit geðveik ef ekki besta myndin í sumar” -T.V. BIOFIKILL.COM ÍSL. TAL "Besta stórmyndin í sumar. Þú verður gersamlega agndofa“. - P. H., Movieline Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÍSL. TAL TÖFRANDI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA "Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!" -T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian POWERSÝNINGKL. 10:10 -New York Daily News ★ ★ ★ ★ ★ L L 12 12 14 14SEX TAPE Sýnd kl. 2 - 5:50 - 8 - 10:10 HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 (P) PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 7:30 - 10:10 22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 - 5 TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 2 - 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.