Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Á rlega koma hingað til lands um 1.400 sjálf- boðaliðar á vegum sjálf- boðaliðasamtakanna SEEDS og taka sjálf- boðaliðarnir þátt í yfir 150 verkefnum í ár. Samtökin, sem stofnuð voru árið 2005, senda einnig 60-70 Íslendinga árlega til þátttöku í sjálfboðaliðaverk- efnum í 55-60 löndum um allan heim. „Marga sjálfboðaliða okkar lang- aði til að heimsækja Ísland og kynn- ast landinu frá öðru sjónarhorni, vera færir um að eiga samskipti við heima- menn og á sama tíma helga hluta af tíma sínum í að styðja við ákveðin verkefni. Það sem sjálfboðaliðarnir fá í skiptum er svo margt. Á meðan þeir eiga samskipti við Íslendinga læra sjálfboðaliðarnir um menninguna og fá tækifæri til að þróa með sér vin- skap. Auk þess öðlast þeir færni í að vinna í krefjandi og framandi um- hverfi,“ segir Oscar Uscategui, fram- kvæmdastjóri SEEDS. Hann segir flesta sjálfboðaliðana vera há- skólanema eða ungt fólk á vinnu- markaði. Sjálfboðaliðarnir koma í sumarfríum sínum til Íslands, kynn- ast landi og þjóð og finna að þeir láti gott af sér leiða á meðan á dvöl þeirra stendur. „Það verður öðruvísi upp- lifun hjá sjálfboðaliðunum en hjá öðr- um ferðamönnum,“ segir Oscar. Sex þúsund á níu árum Samtökin skipuleggja vinnubúð- ir um allt land í samstarfi við ein- staklinga, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Á þeim níu árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna hafa SEEDS ásamt samstarfsaðilum þeirra staðið fyrir hundruðum vinnu- búða og tekið á móti fleiri en sex þús- und sjálfboðaliðum frá um 70 löndum. Oscar segir SEEDS vera ein stærstu samtök sinnar tegundar í heiminum, það er að segja af þeim samtökum sem skipuleggja sjálfboðaliðaverk- efni með hópa. „Sjálfboðaliðahóparnir saman- standa yfirleitt af átta til fimmtán sjálfboðaliðum og reynum við að hafa ekki fleiri en tvo frá sama landi,“ seg- ir Oscar. Hann bætir við að einnig sé reynt að passa upp á kynjahlutföllin en konur séu í meirihluta hér á landi líkt og almennt gengur og gerist í sjálfboðaliðastarfi á heimsvísu. Hann segir flest verkefni á veg- um SEEDS vera fyrir þá ein- staklinga sem náð hafa átján ára aldri, en þó með nokkrum und- antekningum. „Við bjóðum stundum upp á sjálfboðaliðaverkefni fyrir unglinga. Þá erum við einnig með verkefni fyrir þrjátíu ára og eldri og einnig með verkefni fyrir sextíu ára og eldri.“ Náttúruvernd og hátíðarhöld „Flest þeirra verkefna sem sjálf- boðaliðarnir á okkar vegum vinna að snúa að náttúruvernd eða menning- arvarðveislu. Sjálfboðaliðarnir hafa einnig unnið verkefni í tengslum við ýmsar hátíðir,“ segir Oscar Usca- tegui, hjá samtökunum Seeds. Mörg þeirra verkefna sem sjálf- boðaliðar á vegum SEEDS hafa tekið þátt í hafa falist í fegrun umhverfisins með hreinsun og gróðursetningu, önnur í bættu aðgengi fyrir ferða- menn með lagningu og viðhaldi göngustíga, svo dæmi séu tekin. Einnig hafa sjálfboðaliðar SEEDS aðstoðað við undirbúning og fram- kvæmd ýmissa hátíða og menningar- viðburða og árið í ár var engin und- antekning þar á og tóku sjálfboða- Upplifun á Íslandi sem ekki fæst keypt 1.400 sjálfboðaliðar koma hingað til lands í ár í gegnum íslensku sjálfboðaliða- samtökin SEEDS. Sjálfboðaliðarnir taka þátt í 150 verkefnum hérlendis sem geta verið af ýmsum toga. Meðal þeirra verkefna sem sjálfboðaliðarnir hafa tekið þátt í á undanförnum árum er fegrun umhverfisins með hreinsun og gróðursetningu og bætt aðgengi fyrir ferðamenn með lagningu og viðhaldi göngustíga. Ljósmynd/SEEDS Kaffipása Það var við tjörnina úr ævintýrinu Dimmalimm í Bíldudal sem sjálfboðaliðarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku, allir léttir í lund. Það er tiltölulega einfalt að klúðra útilegunni, t.d. með röngum úti- legubúnaði. En að sama skapi getur verið mjög einfalt að halda öruggur af stað að heiman í pottþétta útilegu. Það er alveg ljóst eftir að hafa rennt í gegnum tíu atriða lista í útivistar- hluta vefsins How Stuff Works að gátlistinn fyrir ferðina þarf ekki að vera flókinn. Nokkur grundvallar- atriði eru ítrekuð þar en það eru ein- mitt grundvallaratriðin sem flaskað er á í stressinu við að koma sér af stað í útileguna. Margir kannast við að hafa sofið í tjaldi að sumarlagi og vaknað í hitakófi í svefnpoka sem gerður er fyrir jöklaferðir og þolir þrjátíu stiga frost. Þá er nú betra að vera með svefnpoka sem hentar bet- ur að sumarlagi. Það eru ráð á borð við þetta sem má finna á vefsíðunni. Einfaldir hlutir eiga það nefnilega til að gleymast á ögurstundu. Vefsíðan www.adventure.howstuffworks.com Morgunblaðið/Margrét Þóra Útilega Til að vakna úthvíldur í tjaldi er best að hvorki sé of hlýtt né kalt. Útilega sem getur slegið í gegn Annað kvöld, föstudaginn 31. júlí, klukkan 22 hefst „blúsuð“ upphitun fyrir verslunarmannahelgina á Café Rosenberg. Blúsbandið Skúli mennski kemur fram ásamt Þungri byrði. Söngur og gítarleikur er í höndum Skúla mennska, Hjörtur Stephensen leikur á gítar, Kristinn Gauti Ein- arsson annast trommuleik, Valdimar Olgeirsson sér um bassaleik og Þor- leifur Gaukur spilar á munnhörpu. Selt er inn á þessa blúsupphitun verslunarmannahelgarinnar við inn- ganginn á Café Rosenberg en tónleik- arnir standa til klukkan 01. Endilega … … hlustið á Skúla mennska Ljósmynd/Skúli Þórðarson Blús Upphitunin hefst annað kvöld. Það er afleitt að taka upp útilegu- græjurnar á góðri stundu, til dæmis um verslunarmannahelgina, og kom- ast þá að því að svefnpokinn lyktar eins og fuglabjarg að vori og tjaldið er orðið loðið og ásýndar eins og óþekkt tegund í dýraríkinu. Auðveld- lega má koma í veg fyrir slík ósköp með því að huga vel að útilegubúnaði og fylgja nokkrum einföldum ráðum:  Aldrei setja rakan svefnpoka í geymslupoka. Netapoki í vel loft- ræstu rými geymir hann vel.  Það má skella flestum svefnpokum í þvottavél og er ekki úr vegi að þvo hann fyrir helgina.  Sofðu í léttum fatnaði til að lík- amsfita komist ekki í snertingu við pokann. Flóknara þarf það ekki að vera! Er svefnpokinn tilbúinn fyrir útileguna? Umhirðan skiptir máli Morgunblaðið/Golli Hreint Að koma sér fyrir í illa lyktandi svefnpoka er alveg ónauðsynlegt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.