Morgunblaðið - 30.07.2014, Qupperneq 18
SVIÐSLJÓS
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Lánasjóður íslenskra náms-manna gaf í gær út árs-skýrslu sína fyrir skóla-árið 2012 til 2013. Við
lestur skýrslunnar kemur í ljós að
námsmönnum sem þiggja lán hjá
sjóðnum hefur fjölgað töluvert und-
anfarin ár eða um 4,2% frá árinu
2009.
Í lok árs 2013 var nafnvirði út-
lána sjóðsins um 202 milljarðar
króna, og hafa útlánin vaxið um 73%
frá árinu 2008. Núvirði lánanna er
þó nokkuð lægra en nafnvirði þeirra,
en það er um 129 milljarðar króna,
sem nemur 64% nafnvirðisins.
Annars vegar er þetta sökum
þess að öll lán verða ekki endur-
greidd að fullu vegna þess að þau
falla niður við andlát lánþega. Hins
vegar eru kjör lánanna betri en fjár-
mögnun sjóðsins, þar sem lántak-
endum bjóðast betri vaxtakjör en
sjóðurinn býr sjálfur við.
Endurgreiðslutími lengist
Hærri námslán þykja því al-
mennt minnka líkur á fullum end-
urheimtum. Ljóst er að afföll náms-
lána aukast í réttu hlutfalli við
upphæð lánanna og lengd endur-
greiðslutímans. Er þannig áætlað að
lán sem nemur 7,5 til 10 milljónum
króna feli í sér eftirgjöf tæplega
helmings fjárins.
Af þeim sökum þykir það geig-
vænleg þróun að mikil aukning hef-
ur verið í lánum sem nema slíkum
háum upphæðum. Þannig hefur
fjöldi lána sem nema 7,5 milljónum
krónum eða meira, þar sem endur-
greiðsla er ekki enn hafin, rúmlega
fimmfaldast á síðustu sex árum, og
hefur fjárhæð þeirra vaxið úr 5 millj-
örðum í rúma 28 milljarða.
Endurgreiðslutími lána er einn-
ig að lengjast og er hann nú að með-
altali 20 ár fyrir greiðendur sem eru
að hefja afborgun af sínum náms-
lánum, en var tæp 14 ár árið 2009.
Konur meirihluti lántakenda
Þá hefur skýrslan að geyma at-
hyglisverða sundurliðun á náms-
lánum eftir kyni og aldri. Konur hafa
lengi verið um 65% lántakenda, en á
síðasta ári varð breyting á því og er
hlutfall þeirra nú um 60%.
Einnig er athyglisvert að alls
eru 67 manns eldri en 50 ára sem
skulda meira en 7,5 milljónir króna
vegna námslána. Eftirstöðvar þeirra
nema um 729 milljónum, eða rúmum
10 milljónum á hvern lántakanda.
Þrír skulda 30 milljónir
Af þeim námsmönnum sem enn
eru í námi skulda fjögur prósent
meira en 12,5 milljónir króna. Þar af
eru þrír námsmenn sem skulda nú
þegar meira en 30 milljónir króna
hver um sig. Ef þessir námsmenn
eiga að geta greitt námslán sín fyrir
67 ára aldur þyrftu árstekjur þeirra
að vera rúmar 23 milljónir króna.
Til samanburðar má nefna að
námsmaður sem lýkur námi um þrí-
tugt, með skuld sem nemur 15 millj-
ónum króna, þyrfti að hafa tæpar 11
milljónir í árstekjur til að greiða nið-
ur lánið fyrir 67 ára aldur.
Í Danmörku fá námsmenn
styrki frá ríkinu í bland við sjálf
námslánin. Hafa sumir kallað eftir
því að íslenska kerfið breytist í
þá veru. Þegar tekið er tillit til
afskrifta lána og þeirra lágu
vaxtakjara sem íslenskum
námsmönnum bjóðast, virðist
þó sem opinber stuðningur
nemi 47% af útlánafjárhæð
sjóðsins. Skýrslan leiðir þannig
í ljós að námslán íslenskra
nemenda eru í raun að
helmingi styrkir hins
opinbera.
Endurgreiðslutími
námslána að lengjast
Morgunblaðið/Kristinn
Á flugi Ný ársskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna leiðir í ljós að fjár-
hæð lána fer vaxandi og greiðslutími þeirra hefur lengst töluvert síðustu árin.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er vinna viðfjárlaga-
frumvarpið á loka-
metrunum og útlit
fyrir að staðið
verði við áform
um lækkun trygg-
ingagjalds, eins og greint er
frá í Morgunblaðinu í dag.
Fjármálaráðherra gefur til
kynna að svo kunni jafnvel að
fara að vegna minna atvinnu-
leysis verði tilefni til frekari
lækkunar. Þetta er ánægju-
legt og mikilvægt, enda
áformin sem kynnt hafa verið
afar hófstillt.
Verði atvinnuleysi minna
en áður var talið verður vissu-
lega svigrúm til frekari lækk-
unar, en samhengi hlutanna
er líka í hina áttina þannig að
með frekari lækkun eru líkur
á minna atvinnuleysi. Trygg-
ingagjaldið hækkar kostnað
fyrirtækja við að hafa fólk í
vinnu og þar með dregur það
úr mannaráðningum og ýtir
að öðru óbreyttu undir at-
vinnuleysi. Þetta þekkja allir
sem reka fyrir-
tæki og þurfa að
velta fyrir sér
kostnaði við að
ráða nýja starfs-
menn. Og þeir
sem muna skatta-
hækkanir vinstri stjórnar-
innar og þær vangaveltur inn-
an fyrirtækja sem þeim
fylgdu og leiddu iðulega til
samdráttar í mannahaldi
skilja þetta samhengi afar
vel.
Atvinnulífið og heimilin í
landinu þurfa á því að halda
að áfram verði undið ofan af
skattahækkunum fyrri ríkis-
stjórnar og að þau óþurftar-
verk verði afmáð á þessu
kjörtímabili. Formaður fjár-
laganefndar, sem fengið hef-
ur kynningu á fjárlaga-
frumvarpinu, segir ýmislegt
þar sem eigi eftir að „koma
skemmtilega á óvart“. Von-
andi verða þeir óvæntu gleði-
gjafar ekki aðeins í formi
nauðsynlegs aðhalds heldur
einnig skattalækkana.
Frekari lækkun
tryggingagjalds
og fleiri skatta
er þjóðþrifamál}
Svigrúm til frekari lækkunar
Bandaríkineiga léttmeð að
ákveða efnahags-
legar refsiaðgerð-
ir gegn Rússlandi.
Viðskipti þessara
mestu kjarnorkuvelda ver-
aldarinnar eru tiltölulega lít-
il. Öðru máli gegnir um lönd
Evrópusambandsins. Við-
skiptin eru mikil en snerta
einstök lönd sambandsins
mismikið. Það flækir málið
enn. Evrópuríkin verða að
taka hugsanleg viðbrögð
Rússa með í sinn reikning.
Bandaríkin eru einnig að
mestu laus við þann þáttinn.
Rússneskur almenningur
styður enn afstöðu og athafn-
ir Pútíns forseta í Úkraínu og
telur Vesturlönd koma
ósæmilega fram við Rússa.
Innlimun á Krímskaga þótti
flestum Rússum sjálfsögð,
ekki síst eftir að „löglega
kjörnum“ forseta Úkraínu
var bolað úr embætti með
ólögmætum hætti að þeirra
mati. Því mun Rússum þykja
efnahagsþvinganirnar vera
óeðlileg og fjandsamleg að-
gerð gegn Rússlandi, sem
eðlilegt sé að forseti þeirra
bregðist við með þeim kost-
um sem hann hefur.
Á Vesturlöndum er hins
vegar bent á að þegar efna-
hagsþvinganirnar byrji að
bíta muni þær um leið bíta
marga stuðningsmenn Pútíns
af honum. Og þótt
þekkt sé og rétt
að efnahagsþving-
anir séu eins og
myllurnar frægu,
þær mali hægt, þá
eigi þær það líka
sameiginlegt að á endanum
mali þær vel. Versnandi kjör
Rússa vegna þeirra muni æsa
til andstöðu við Pútín. Vissu-
lega muni þvinganirnar í upp-
hafi hitta fáa Rússa fyrir, en
þessir fáu eigi mikið undir
sér í Kreml og þeir verði illa
úti. Forsetinn geti því furðu-
fljótt misst mikilvægan
stuðning úr hópi „klíku-
bræðra“.
Eftirtektarvert er að
markmiðin sem fylgja efna-
hagsþvingununum eru óljós.
Sagt er að þær séu ákveðnar
til að þvinga Pútín til að
breyta um stefnu í málefnum
Úkraínu. Ekki er til að
mynda líklegt að uppgjöf
Rússa á Krímskaga sé for-
senda fyrir því að fallið verði
frá þeim. Margir áhrifamiklir
þýskir stjórnmálamenn hafa
raunar lýst yfir ákveðnum
skilningi á því að Rússar hafa
sameinað hann Rússlandi á
ný.
Margir leiðtogar Evrópu-
ríkjanna voru bersýnilega
ekki áfjáðir að ganga mikið
lengra í efnahagsþvingunum.
En árásin á farþegaflugvélina
sópaði öllum öðrum kostum
út af borðinu.
Evrópuríkin urðu
nú að láta undan
þrýstingi
Bandaríkjamanna}
Tvíbent vopn
Þ
egar ég var yngri varði ég oft
drjúgum tíma í að velta fyrir mér
hvað „ég“ eða það sem ég þekkti
sem „mig“ var eiginlega. Ég held
að ungu fólki verði að fyrirgefa
slíka sjálfhverfu – að reyna að átta sig á sjálf-
um sér er öðrum þræði birtingarmynd tilraun-
ar til að átta sig á heiminum í heild sinni.
Helsta upplifun mín af sjálfum mér var rödd í
höfði mínu sem virtist eiga í látlausu samtali
við hljóðlátan viðmælanda. Ætli einhver hérna
inni eigi tyggjó? Á ég að reyna stungusendingu
eða gefa hann upp kantinn? Ætli ég fái eða fái
ekki samviskubit ef ég fæ mér Doritos í kvöld?
Hvort var ég röddin í höfði mínu eða hinn þögli
hlustandi hennar? Óvissan sem þessi vanga-
velta framkallaði olli mér miklum áhyggjum.
Það sem gerði illt verra var að þessar hugleið-
ingar um mig sem einhliða samtal í höfði mínu fóru auð-
vitað -- nema hvað -- fram sem einhliða samtal í höfði
mínu, þar sem hugsanir mínar rembdust við að komast
að rökréttri niðurstöðu um eigið eðli, spurðu spurninga
sem enginn svaraði. Þetta gerði vandamálið ennþá
stærra í mínum augum. Hvernig er hægt að færast nær
því að skilja heiminn, veru sína og hlutverk í honum ef
maður skilur ekki einu sinni hvað maður sjálfur er í
grunninn? Ég gerði þau mistök að halda að vandamál
hugans væri mögulegt að leysa í huganum sjálfum. Eins
og óður maður í nóttinni átti hugur minn í stjórnlausu
samtali við sjálfan sig, nema bara ekki í heyranda hljóði.
Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég gerði mér
grein fyrir því að það er ekkert að skilja, eng-
in rökrétt niðurstaða til að komast að. Sann-
leikurinn er nú þegar innra með hverjum
manni – hann verður aðeins skynjaður en ekki
skilinn með rökhugsun. Eins og tímann skap-
ar mannshugurinn tálsýnina um sjálfið, egóið
– hann þrífst á því að reyna að skilgreina sig
út frá tilbúnum vandamálum, liðinni tíð, vænt-
ingum til hins ókomna. Einn daginn verð ég
þarna. Öðrum finnst ég vera svona. Þegar ég
lýk við þessa prófgráðu verð ég þetta um ald-
ur og ævi. Eftir kvöldmat fer ég niður í eldhús
og gerist skáld. Þessar hugsanir leiða af sér
hræðslu og óöryggi, allt það sem vandamál
hugans þurfa til að viðhalda sjálfum sér. En
dragi maður andann djúpt, beini skynjun
sinni inn á við, hlusti án þess að reyna að
greina þá skynjun með orðum eða hugsun,
blasir við að öll þau óteljandi hlutverk sem egóið skapar
sjálfu sér eru byggð á sandi. Það er ekkert á bakvið þau.
Hugurinn er eins og útvarp sem skiptir handahófskennt
milli stöðva.
Líklega á ég við að ályktun mín hafi verið að ég sé ekki
hugur minn, langt því frá, og líf mitt ekki ein rökrétt og
samræmd frásögn eins og bíómynd heldur safn augna-
blika sem ég get notið ef ég er meðvitaður í þeim, ef mér
tekst að frelsa mig undan oki eigin hugsana. Sannleik-
urinn með Stóru Essi um mannlega tilveru verður ekki
skilinn með orðum, hugsun og tungumáli. Hann verður
skynjaður í einföldum upplifunum á borð við djúpan and-
ardrátt þar sem niður hafsins endurómar. haa@mbl.is
Halldór A.
Ásgeirsson
Pistill
Óðs manns hugur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Jónas Fr. Jónsson, stjórnar-
formaður LÍN, segir sjóðinn bú-
ast við auknum afföllum og
hann muni líklega þurfa að
reiða sig á frekara fjármagn í
framtíðinni.
„Við höfum séð fjölgun náms-
manna, en það sem kannski
meira máli skiptir er að þeir
virðast vera lengur í námi.
Heildarfjárhæð lánanna er að
hækka og endurgreiðslutíminn
hefur lengst um næstum helm-
ing frá 2009, úr 14 í 20 ár,“ seg-
ir Jónas.
„Frá og með 2009 hefur
lánasjóðurinn veitt lán
án sjálfsskuldar-
ábyrgðar og nú eru vís-
bendingar um hærra
vanskilahlutfall hjá þeim
sem tóku slík lán. Við
óttumst því að vanskil
muni aukast eftir því
sem líða fer að
endurgreiðslum
þessara lána.“
Útlit er fyrir
aukin vanskil
LÁNASJÓÐURINN
Jónas Fr.
Jónsson