Morgunblaðið - 30.07.2014, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014
✝ MarteinnMitchell Pét-
ursson fæddist í
Reykjavík 2. febr-
úar 1944. Hann
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítala 21. júlí
2014.
Foreldrar hans
vor Ólavía Nielsen,
f. 25. desember
1908, d. 26. nóv-
ember 1997 og Pétur Ketilsson,
f. 17. september
1907, d. 15. apríl
1981. Systkini Mar-
teins eru Ketill
Þorsteinn, f. 15.
ágúst 1936, d. 29.
maí 1998 og Sig-
ríður, f. 17. apríl
1936.
Útför Marteins
fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag,
30. júlí 2014, og
hefst athöfnin kl. 13.
Starfsfólk Innness vill koma
samúðarkveðjum til fjölskyldu og
vina Marteins Péturssonar. Mar-
teinn var mikill húmoristi og
hafði ákveðnar skoðanir þegar
kom að stjórnmálum og knatt-
spyrnu. Hann var Liverpool-
maður fram í fingurgóma, hver
sem hélt með öðru liði í ensku
deildinni fékk glettnar ábending-
ar þegar það var Liverpool í hag.
Hann kom til starfa hjá Innnes
við sameiningu við Rydenskaffi
og var strax ljóst að þarna var á
ferðinni öflugur einstaklingur. Á
starfsmannafundum fyrirtækis-
ins er venja að óska eftir fyrir-
spurnum frá starfsfólki og það er
mál manna að nú verði Marteins
sárt saknað enda nýtti hann sér
það óspart. Hann kom ávallt með
fyrirspurnir um hvort þessi vara
eða hitt vörumerkið yrði ekki
brátt hluti af rekstrinum eða
hvort við stjórnendurnir ætluð-
um að láta aðra um að vaxa á
markaðnum. Allt var þetta þó
sagt með glettni og húmor svo
allir höfðu gaman af en sýndi vel
hversu mikinn metnað hann hafði
fyrir vexti og uppgangi fyrirtæk-
isins. Marteinn var vinnusamur
og samviskusamur starfsmaður,
hlífði sér hvergi við hvaða verk-
efni sem hann vann og var ávallt
boðinn og búinn til að taka þau að
sér. Hann var ósérhlífinn við
vinnu og alltaf tilbúinn til að
vinna lengur þegar á þurfti að
halda til að tryggja að viðskipta-
vinir Innnes fengju sínar vörur
sem fyrst. Hann var vakinn og
sofinn fyrir velferð fyrirtækisins
og kom með margar góðar tillög-
ur að úrbótum til þess að bæta
enn frekar þjónustu við við-
skiptavini og bar alla tíð hag fyr-
irtækisins fyrir brjósti.
Marteinn hætti hjá Innnes
snemma á þessu ári þá 70 ára,
voru þá veikindi hans sennilega
farin að hafa áhrif á heilsu hans.
Við starfslokin var honum sagt
að vinnustaðurinn væri ávallt
sem bakland hans sem hann og
þáði. Eftir að Marteinn lét af
störfum kom hann oft í kaffi og
mat til að halda okkur við efni líð-
andi stundar.
Það er með mikilli eftirsjá sem
við starfsfólk Innness kveðjum
þennan góða dreng, Martein Pét-
ursson.
Hvíl í friði.
Fyrir hönd Starfsfólks Inn-
ness ehf.
Magnús Óli Ólason.
Jæja nú ertu farinn, Matti
minn og eftir stendur mikill
söknuður af ljúfum manni með
skoðanir.
Þú getur nú lagt skóflunni og
kvatt skófluliðið eins og þú kall-
aðir það og haldið á leið til betri
heima og alls ekki gleyma húm-
ornum. Þú sást alltaf spaugilegu
hliðarnar og jákvæðu hlutina í
öllu og eins og þú sagðir stundum
við mig: „Við eigum að vera
þakklát fyrir að fá að taka þátt í
þessu ævintýri“ og tókst öllu með
jafnaðargeði. Jafnvel þegar slæm
veikindi sóttu að þér þá sagðirðu:
„Ég labba héðan út.“
Það er ekki annað hægt en að
dáðst að kjarkinum og æðru-
leysinu sem þú sýndir í kölfarið á
þínum síðustu dögum með okkur.
Og vil ég þakka þér fyrir að
vera alltaf til staðar, alltaf tilbú-
inn að hjálpa sama hvað bjátaði á.
Til dæmis man ég eftir einni
Reykjavíkurferð þar sem við vin-
irnir forum út á lífið og ekki vildi
svo betur til en að partívagninn
bilaði um miðja nótt í Reykjavík.
Urðum við strandaglópar þar,
standandi á skyrtunni eins og
sannir Íslendingar í nóvember.
Þá var leitað til þín í húsaskjól.
þú taldir það nú ekki nógu gott
og keyrðir okkur alla leiðina
heim í Laugarásinn um miðja
nótt. Á leiðinni sagði einn vinur-
inn við mig: „Þú átt æðislegan
frænda“ og ég játti því en því
miður sagði ég þér það aldrei,
Matti minn, og því miður segjum
sjaldan nóg.
Erfitt var nú að greiða til baka
alla þá hjálp sem þú veittir og
þegar það hafðist að launa greið-
ann þá varstu svo innilega þakk-
látur fyrir allt sem fyrir þig var
gert. Eitt var alveg á hreinu að
þú varst vinur vina þinna og vald-
ir þá fáa en góða.
Nú með söknuði í hjarta og tár
á kinn kveð ég þig og hugga mig
við það að þínum erfiðleikum
skuli lokið. Nú enda ég mitt raus
á smá vísu
Ég æðislegan frænda ég átti,
aldrei ég sagði hvað ég átti,
Matti minn, ég átti
Heyrir þú nú Matti,
góðan og traustan vin ég átti
og þakka ég allt sem ég átti,
heimsins besta frænda ég átti.
Elsku Matti,
farinn nú þú ert
til forfeðra þinna þú ert
í ljósinu þú nú ert
á vit nýrra heima þú ert
Gamlir og nýir heima kunna þig að
meta
nú þarft þú að vega og meta
hvorn heiminn þú, Matti, kannt að
meta
Kveðja frá frændanum í
kjallaranum.
Pétur Sigmarsson.
Marteinn Mitchell
Pétursson
✝ Helga Boga-dóttir var fædd
á Seyðisfirði 9.
mars 1932. Hún
lést á Landspít-
alanum 23. júlí
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Þórunn
Vilhjálmsdóttir,
húsmóðir, f. 1902,
d. 1990 og Bogi
Friðriksson, f.
1897, d. 1968, verslunarmaður á
Seyðisfirði. Bræður hennar eru
Friðrik, f. 1933, Ari, f. 1930 og
hálfbróðir Eiríkur Bjarnason, f.
1923, d. 2005. Eftirlifandi eig-
inmaður Helgu er Alexander E.
Litla prenti. En árið 1982 lauk
hún sjúkraliðanámi og starfaði
við það til ársins 2002. Vann
meðal annars á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
og á Borgarspítalanum. Börn
Helgu og Alexanders eru Þóra
Björg, f. 1955, maki Ólafur
Sturla Hafsteinsson, f. 1954,
börn þeirra eru Alexander
Ingvar, f. 1973, Íris, f. 1977,
Ingvi Steinn, f. 1983 og Helgi
Freyr, f. 1992. Ragnheiður
Kristín, f. 1959, Björn Eðvarð, f.
1962, maki Ari Halldórsson, og
Örn, f. 1966, maki Ragnhildur
Þórhallsdóttir, börn þeirra eru
Arnbjörg, f. 1992, Bergdís, f.
1995 og Hákon Elliði, f. 2000.
Barnabarnabörnin eru átta.
Útför Helgu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 30. júlí
2014, og hefst athöfnin kl 13.
Einbjörnsson, f.
1922. Foreldrar Al-
exanders voru Ein-
björn Þórðarson,
bóndi, og Ragn-
heiður G. Kristjáns-
dóttir, húsmóðir, í
Straumfjarðar-
tungu á Snæfells-
nesi. Helga og Al-
exander giftust
árið 1956 og bjuggu
alla sína tíð í Kópa-
vogi, fyrst við Álfhólsveg en
byggðu síðan hús við Lyng-
brekku 8 og fluttu í það árið
1959. Helga starfaði við ýmis
störf, s.s. á saumastofum, við
fiskvinnslu og í prentsmiðjunni
Með gleði munum við minnast
þín, elsku amma. Hláturs þíns,
lífsgleði og stóra hjarta. Þú
varst okkar fyrirmynd sem og
mikill gleðigjafi. Hlátrasköllin
þín munu hljóma innra með okk-
ur og fá okkur til að brosa þegar
við hugsum til þín. Þú tókst allt-
af svo fallega á móti okkur og
gerðir sérhverja heimsókn að
stórveislu og varst svo ánægð
þegar við gengum vel mett frá
borði.
Segja má að þú hafir ávallt
verið á undan þinni samtíð með
grænni hugsun sem við lærðum
mikið af. Því allt sem þú eign-
aðist var vel nýtt og ef allir
hefðu þína dyggð myndi heim-
urinn njóta góðs af. Þú varst ein-
staklega handlagin og gerðir ófá
lopalistaverkin handa okkur sem
munu verma okkur á köldum
dögum. Það var alltaf svo gaman
að vera með þér og taka spil sem
leiddu til þinna yndislegu hlát-
urskasta sem voru svo smitandi.
Með miklum söknuði og sorg
kveðjum við þig. Hvíl í friði,
elsku amma okkar.
Alexander, Íris, Ingvi og
Helgi.
Minningarnar um Helgu Boga
eru eins og blómin í garðinum
hennar og Alla, mannsins henn-
ar. Heimili hennar var mér eins
og gróðurvin í eyðimörkinni á
menntaskólaárum mínum í
Kópavogi. Þar fékk ég ósjaldan
að njóta gestrisni hennar,
hjartahlýju og vinsemdar.
Innilegur hlátur Helgu yfir
kaffisopa og ómældum góðgerð-
um hverfur mér aldrei úr minni.
Ekki heldur ástúðin og um-
hyggjan sem hún sýndi aldraðri
ömmu minni í veikindum hennar
þegar hún dvaldi á heimili þeirra
Helgu og Alla. Umhyggja var
Helgu í blóð borin.
Helga barst ekki mikið á og
sóttist ekki eftir hverfulum ver-
aldarauði, mannvirðingum og
hégóma. Saman bjuggu þau Alli
til fallegt heimili og ræktuðu
garðinn sinn af stakri alúð.
Garðurinn endurspeglaði hjarta-
lagið og varð sífellt fallegri með
árunum. Þau gátu alltaf á sig
blómum bætt.
Hjónaband Helgu og Alla bar
ríkulegan ávöxt. Þau sáðu kær-
leiksfræjum sem skutu rótum og
halda áfram að vaxa í stórum og
blómlegum hópi afkomenda.
Alexander, Þóru, Rögnu,
Birni og Erni og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð mína og
fyrir hönd föður míns og syst-
kina minna fyrir austan.
Bogi Þór Arason.
Helga Bogadóttir HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn
fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð blessi minningu
þína.
Bára.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR RAGNHEIÐAR
GÍSLADÓTTUR
THORLACIUS
frá Saurbæ á Rauðasandi.
Hólmfríður Margrét Ingibergsdóttir,
Pétur Ingibergsson, Guðfinna Hafsteinsdóttir,
Sólveig Ingibergsdóttir,
Hrefna Sumarlína Ingibergsdóttir, Rúnar Jónasson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýju við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR,
Hlíðarhúsum 3,
áður Garðsenda 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir
kærleiksríka umönnun og hlýtt viðmót.
Jóna Kristbjörg Jónsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Helgi Hannesson,
Guðjón Magnússon, Unnur V. Ingólfsdóttir,
Stefán Magnússon, Lone Madsen,
Sólveig Magnúsdóttir, Halldór Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
ÞÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Skildinganesi 35, Reykjavík,
lést laugardaginn 26. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 1. ágúst kl. 13.00.
Lára Margrét Sigurðardóttir, Magnús Pálsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Eggert Stefán Sverrisson,
Katrín Sigurðardóttir, Hilmar Bergmann,
Arndís Steingrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
Birtingaholti,
lést á Ljósheimum, Selfossi, fimmtudaginn
24. júlí.
Hún verður jarðsungin frá Skálholtskirkju
föstudaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður í Hrepphólakirkju.
Guðmundur Ingimarsson,
Sigurður Guðmundsson, Elín Þórðardóttir,
Jóhannes Guðmundsson, Inga Guðlaug Jónsdóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir,
Skúli Guðmundsson, Lára Hildur Þórsdóttir,
Sigríður María Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN H. ASPAR,
Ránargötu 9,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
25. júlí, verður jarðsungin þriðjudaginn
5. ágúst kl. 13.30 í Akureyrarkirkju.
Kristinn Halldór Jóhannsson, Margrét Alfreðsdóttir,
Elín Björg Jóhannsdóttir, Sævar Sæmundsson,
Ingunn Þóra Jóhannsdóttir, Skúli Eggert Sigurz,
Björn Jóhannsson, Sigrún Harðardóttir,
Jóhann Gunnar Jóhannsson, Ragna Ósk Ragnarsdóttir,
Ásta Hrönn Jóhannsdóttir, Gísli Agnar Bjarnason,
Magnús Jóhannsson,
Sólveig Jóhannsdóttir, Þröstur Vatnsdal Axelsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæri
HANNIBAL HELGASON
frá Unaðsdal,
Boðaþingi 22,
Kópavogi,
lést 25. júlí að Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
6. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarsjóð Oddfellow, stúku nr. 7,
Þorkels Mána, I.O.O.F, Vonarstræti 10, Rnr. 528-14-401733,
kt. 691053-2989.
Sjöfn Helgadóttir,
Hörður S. Hrafndal, Guðný Stefánsdóttir,
Harpa Hannibalsdóttir,
Helgi Hannibalsson, Hjördís Eggertsdóttir,
Hannibal Hannibalsson, Hrefna Yngvadóttir,
Heimir Hannibalsson,
Hekla Hannibalsdóttir, Ólafur Már Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.