Morgunblaðið - 30.07.2014, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.07.2014, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2014 Ingólfur Örn Ingólfsson er 23 ára og var að útskrifast úr BA-námi í lögfræði í Háskólanum Reykjavík og fer næsta haust ískiptinám við Kaupmannahafnarháskóla. Hann vinnur í sumar hjá Útlendingastofnun. Örn spilar knattspyrnu með Álftanesi í fjórðu deild. „Ég hef spil- að fótbolta frá því að ég var þriggja eða fjögurra ára gamall. Þetta er mitt helsta áhugamál. Sumarið hefur gengið vel hjá okkur á Álftanesi en við erum á góðri leið með að fara í úrslitakeppnina, en markmiðið er að komast upp í næstu deild.“ Þá segist Ingólfur ætla að taka því rólega fram að skiptináminu. „Ég ætla bara að taka því rólega og njóta þess að vera á Íslandi þennan mánuð sem ég á eftir og vera með mínum nánustu. Kannski kíki ég í golf. Því miður hef ég ekki getað sinnt golfinu vel í sumar vegna veðurs. Annars verð ég í vinnunni á afmælisdeginum en ég held matarboð um kvöldið fyrir mína nánustu.“ Nýjasta áhugamál Ingólfs er að rúnta um landið. „Mér finnst gam- an að rúnta um Ísland . Það er víst að verða eitthvað áhugamál hjá mér. Til dæmis var ég í brúðkaupi á Snæfellsnesi um daginn og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að keyra Hvalfjörðinn. Ég á samt eftir að fara einhverjar flottar fjallaleiðir,“ segir Ingólfur en hann segist alls ekki vera neinn jeppakarl. isb@mbl.is Ingólfur Örn Ingólfsson er 23 ára í dag Föðurlegur Ingólfur með Emblu Björk Einarsdóttur, bróðurdóttur sinni. Ingólfur spilar knattspyrnu með Álftanesi í fjórðu deildinni. Finnst gaman að rúnta um landið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Þeir bræður Jón Grétar og Kristinn Snær Guð- jónssynir söfnuðu dóti og seldu á tombólu fyrir ut- an Krónuna í Vallarkór. Þeir söfnuðu 6.200 kr. og færðu Rauða krossinum ágóðann. Hlutavelta T ryggvi Guðmundsson knattspyrnumaður fæddist í Reykjavík 30.7. 1974 en ólst upp í Vestmannaeyjum: „Ég er auðvitað Eyjapeyi í húð og hár. Þegar ég fæddist var fólk að byrja að tínast út í Vestmannaeyjar eftir gos og ég fór þangað með mömmu, strax eftir fæðinguna þar sem við bjuggum hjá afa og ömmu fyrst um sinn. Síðan fluttum við í Hlíðarnar í Reykjavík, ég fór fimm ára í Ísaks- skóla og kynntist þar Óla Stef. handboltakappa sem varð góður vinur minn á þessum árum. Síðan fór ég í Seljaskóla eftir að við flutt- um í Breiðholtið en fluttum svo aft- ur til Eyja þegar ég var tíu ára.“ Tryggvi var í Barnaskóla Vest- mannaeyja, stundaði nám við Fram- haldsskólann í Eyjum og stundaði síðar við Fjölbrautaskólann í Ár- múla þar til hann fór í atvinnu- mennsku í knattspyrnu. Tryggvi Guðmundsson knattspyrnukempa – 40 ára Morgunblaðið/hag Magnaður knattspyrnumaður Tryggvi sækir stíft og skorar gegn Víkingum, sumarið 2011 þegar ÍBV vann þá 3:1. Magnaður markakóngur Morgunblaðið/hag Íslandsmeistari með FH Tryggvi og Davíð Þór Viðarsson fagna titlinum haustið 2009. Tryggvi varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með FH. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Þú átt alltaf erindi til okkar Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.