Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 1
Hlutabréfaverð
alþjóðlegra álfyr-
irtækja með
starfsemi á Ís-
landi hefur tvö-
og þrefaldast á
síðastliðnum tólf
mánuðum. Gengi
Century Aluminum, sem m.a. rekur
Norðurál á Grundartanga, hefur
hækkað um 149% og gengi Alcoa,
sem m.a. á álver á Reyðarfirði, hef-
ur hækkað um 106%. Á sama tíma
hefur álverð einungis hækkað um
10% eða svo.
Hlutabréfaverð álfyrirtækjanna
hefur samt ekki náð sömu hæðum
og á árunum fyrir hrun.
Ragnar Guðmundsson, formaður
Samáls, samtaka álfyrirtækja, og
forstjóri Norðuráls, segir að al-
mennt fari horfur í áliðnaði batn-
andi. Álverð hafi hækkað, birgðir
séu að minnka sem hlutfall af sölu
og eftirspurn fari vaxandi. Bíla-
framleiðendur nýti til að mynda ál
og önnur léttari efni í vaxandi mæli
í stað stáls.
Citi-bankinn telur að eftirspurn
eftir áli muni vaxa um 6% á ári þar
til áratugnum lýkur. »16
Gengi álvera
margfaldast
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Samherji, Útgerðarfélag Akureyr-
inga og útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækið Fisk Seafood hafa gert
samninga við skipasmíðamiðstöðina
Cemre Shipyard í Istanbul í Tyrk-
landi um smíði á fjórum nýjum ís-
fisktogurum. Samherji og ÚA
kaupa þrjá togara, en einn fer til
Fisk Seafood. Áætlað er að smíði
fyrsta skipsins hefjist upp úr næstu
áramótum og afhending þess verði í
apríl/maí 2016.
Heildarverðmæti þessara samn-
inga, sem staðið hafa yfir í tvö ár, er
um 10 milljarðar íslenskra króna.
Skipin fjögur munu koma í stað
eldri skipa sem hafa verið í notkun
hjá félögunum tveimur. Elsta skip-
ið verður hátt í 50 ára gamalt þegar
það fer úr rekstri og er endurnýj-
unin því tímabær að sögn Kristjáns
Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra
útgerðar Samherja. „Það hefur
ekki verið endurnýjað í of langan
tíma. Þessi skip hafa verið í rekstri
lengi svo þetta er dálítið sögulegt,“
segir hann. „Pólitísk óvissa síðustu
ár hefur gert það að verkum að
menn hafa ekki þorað að fara út í
þetta fram að þessu.“
Samherji lét bjóða verkið út í
nokkrum löndum en talið var að til-
boðið frá Cemre Shipyard væri
hagstæðast. Eiginleg stálsmíði
skipanna mun fara fram í Tyrklandi
en íslensk fyrirtæki og aðilar hafa
komið að hönnuninni. „Það hefur
alltaf verið stefna Samherja að
kaupa þá vinnu innanlands sem
hægt er að kaupa og þetta er hluti
af því, þessi fyrirtæki eru mjög
samkeppnishæf í því sem þau eru
að gera,“ segir Kristján. Aðal-
hönnun skipsins hefur verið í hönd-
um Verkfræðistofunnar Skipa-
tækni og starfsmanna Samherja
undir yfirumsjón Bárðar Hafsteins-
sonar.
Við ákvörðun á stærð skipanna er
tekið mið af þeim veiðiheimildum
sem fyrirtækin ráða yfir ásamt hrá-
efnisnotkun landvinnslu félaganna
þannig að stöðugleiki í framleiðslu
og sölu afurða sé í sem bestu jafn-
vægi. „Til útskýringar á þessu er-
um við að gera ráð fyrir að skipið
geti borið 200 tonn, sem er vinnslu-
getan í landi á einum degi. Þá er
hráefnið sem við erum að vinna allt-
af sem nýjast,“ segir Kristján.
Skipin verða gerð út frá Akureyri
og Dalvík, en þar er landvinnsla
Útgerðarfélags Akureyringa.
Láta smíða fjóra nýja togara
Samherji og Fisk Seafood hafa samið um smíði fjögurra nýrra ísfisktogara Smíði hefst í Tyrklandi
upp úr áramótum og afhending áætluð 2016 Heildarverðmæti samninganna um 10 milljarðar króna
M50 ára togari leystur af »4
Tímabærar endurnýjanir
» Framkvæmdastjórar Sam-
herja og Fisk Seafood segja
endurnýjanir skipanna tíma-
bærar.
» Togararnir munu koma í
stað eldri skipa sem hafa lengi
verið í notkun, það elsta í tæp
50 ár.
» Margir íslenskir aðilar hafa
komið að hönnun skipanna, en
smíðin fer fram í Tyrklandi.
F Ö S T U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 4
Stofnað 1913 183. tölublað 102. árgangur
STENDUR OG
FELLUR MEÐ
VERKUNUM
SKINNAVERKUN
OG SMYRSL ÚR
MINKAFITU
MYNDASÝNINGIN
AUGNABLIK OPNUÐ
Í PERLUNNI
SLÁ Í GEGN 14 Í FIMM HEIMSÁLFUM 10FLÆÐI Í KÓPAVOGI 30
Stjarnan komst í gærkvöld í 4. umferð Evrópudeildar UEFA eftir að hafa slegið út pólska liðið Lech
Poznan. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Poznan í gærkvöld sem dugði Stjörnunni áfram, því Stjörnu-
menn unnu fyrri leik liðanna 1:0 í Garðabæ í síðustu viku. Stjarnan er á sínu fyrsta ári í Evrópukeppni og
er enn taplaus í Evrópukeppni. Það kemur í ljós í dag hverjir mótherjarnir í 4. umferð verða. » Íþróttir
Stjarnan enn taplaus í Evrópukeppni
Ljósmynd/Adam Jastrzebowski
Jafntefli í Póllandi kom Stjörnunni í 4. umferð Evrópudeildarinnar
Rétt er að
hækka lífeyris-
aldur vegna auk-
ins kostnaðar við
umönnun, hækk-
andi lífaldurs og
fyrirsjáanlega
aukningu fólks á
ellilaunum, að
mati Péturs H.
Blöndal, alþingismanns.„Fólk sem
nú er sjötugt er miklu sprækara en
fólk var á þeim aldri fyrir til dæmis
þrjátíu árum. Lausnin felst í því að
hækka lífeyrisaldur,“ segir Pétur.
Hann vill miða við sjötíu ár en legg-
ur áherslu á að kerfið verði sveigj-
anlegt þannig að fólk geti valið um
það hvenær það fer á ellilaun. »6
Lífeyrisaldur verði
hækkaður í 70 ár
Mannlíf Eldri
borgarar á ferð.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Íslensk stjórnvöld fengu það staðfest í gær
að Ísland væri ekki á lista rússneskra
stjórnvalda um innflutningsbann á mat-
vælum frá Vesturlöndum.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri
LÍÚ, telur að innflutningsbann Rússa geti
gert það að verk-
um, að bannlöndin
leiti að mörkuðum
fyrir útflutnings-
vörur sínar annars
staðar, þar með
talið í markaðs-
löndum Íslend-
inga. „Ég ímynda
mér að slíkt gæti
haft áhrif bæði á
framboðið og verð-
lagið og gæti
þannig komið illa
við okkur,“ sagði
Kolbeinn í samtali
við Morgunblaðið í
gær.
Friðleifur Frið-
leifsson, sölustjóri
hjá Iceland Seafood, telur að fiskútflutn-
ingur Íslendinga til Rússlands verði
óbreyttur. „Ef eitthvað er, þá gætum við
allt eins styrkt okkar stöðu þarna á mark-
aðnum, en það er of snemmt að segja til um
það,“ sagði Friðleifur m.a.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra vonar að ekki komi til þess að
Ísland lendi á bannlista Rússa.
Markað-
urinn get-
ur breyst
Áhrifin geta orðið til
hins betra eða verra
MLítil áhrif á Ísland af banni Rússa »4
Bannlistinn
» Rússar ákváðu í
gær að banna inn-
flutning á ávöxt-
um, grænmeti,
kjöti, fiski og
mjólk.
» Löndin og ríkin
sem bannið nær til
eru Bandaríkin,
Evrópusambandið,
Ástralía, Kanada
og Noregur.