Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Afslöppun Stundum getur verið gott að taka því rólega á kaffihúsi í miðbænum og fá sér te eða kaffitár.
Styrmir Kári
Við Íslendingar get-
um ekki talist fram-
úrstefnuþjóð í skipu-
lagsmálum. Lengst af
var okkur ósýnt um að
búa í þessu norðlæga
landi svo vel færi og
laga okkur að að-
stæðum þannig að sam-
búðin yrði áfallalítil. Og
víst var hér margt sem
gat komið mönnum á
óvart, eldgos og jök-
ulhlaup, að ekki sé talað um langvar-
andi áhrif bústangs og beitar á gróð-
urlendi. Að vísu hafði landið allt verið
gert skipulagsskylt að nafninu til
með lögum árið 1979, en þeirri skyldu
var lítið sem ekkert sinnt utan
þéttbýlismarka. Aðeins ákvæði um
náttúruvernd tiltekinna svæða reistu
skorður við ráðstöfun lands til annars
en hefðbundinna nota og 1998 voru
lögfest sérstök ákvæði um skipulags-
mál á miðhálendinu. Umræða og til-
lögur á Alþingi fyrir aldamótin síð-
ustu um sérstakt landsskipulagsstig
skiluðu þá ekki niðurstöðu í endur-
skoðaðri löggjöf, á sama tíma og
sveitarfélögum var gert að ljúka aðal-
skipulagi innan áratugar. Þessi töf
hefur reynst tilfinnanleg því að óleyst
vandamál og nýjar áskoranir hafa
hrannast upp sem kalla
á víðtækari málstök og
breytt vinnubrögð.
Landsskipulags-
stefna í mótun
Með lögum nr. 123/
2010 voru í fyrsta sinn
sett í löggjöf hérlendis
löngu tímabær ákvæði
um landsskipulag. Síð-
an hefur verið unnið að
því að leggja grunn að
landsskipulagsstefnu í
ferli sem Skipulags-
stofnun stýrir í umboði
ráðherra. Sem umhverfis- og auð-
lindaráðherra lagði Svandís Svav-
arsdóttir fram þingsályktunartillögu
um slíka stefnu fyrir síðustu alþing-
iskosningar, en málið náði þá ekki
lengra. Haustið 2013 fól svo núver-
andi ráðherra Skipulagsstofnun að
halda málinu áfram í virku samráði
við sveitarfélög og samtök þeirra, op-
inberar stofnanir og hagsmuna-
samtök, svo og almenning. Sam-
kvæmt bréfi ráðherra á
landsskipulagsstefna að taka til
miðhálendisins, dreifingu byggðar,
haf- og strandsvæða og landnotkunar
í dreifbýli. Samkvæmt verkferli á að
kynna forsendur, greiningu valkosta
og umhverfismat innan skamms og
gert er ráð fyrir að ráðherra leggi
fram þingsályktunartillögu um málið
á vorþingi 2015. Hér er því mikið
undir og ástæða til að hvetja almenn-
ing til að fylgjast vel með tillögugerð-
inni.
Endurskoðun laga í kjölfarið
Með mótun landsskipulags er verið
að leggja upp í mikla og flókna veg-
ferð sem reyna mun á alla hlutaðeig-
andi um framkvæmd, ekki síst sveit-
arstjórnir á hverjum stað. Markmið
gildandi skipulagslaga er m.a. „að
stuðla að skynsamlegri og hag-
kvæmri nýtingu lands og landgæða,
tryggja vernd landslags, náttúru og
menningarverðmæta og koma í veg
fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu,
með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“
Til að þetta verði meira en orðin tóm,
ekki síst varðandi landnotkun í dreif-
býli og á miðhálendinu, þarf að koma
til endurskoðun löggjafar á fjölmörg-
um sviðum, þar á meðal um land-
notkun í dreifbýli sem hér verður vik-
ið að nokkrum orðum. Álitaefnin eru
mörg og nægir að nefna ört vaxandi
ferðamannastraum, fjölda búfjár,
ekki síst hrossa, aðferðir við end-
urheimt landgæða og orkumannvirki.
Þar við bætist ört vaxandi ógn af
ágengum tegundum, ekki síst lúpínu.
Dæmi um staðnaða og löngu úrelta
löggjöf eru lög um skógrækt sem
hafa verið óbreytt frá árinu 1955, og
lög um gróðurvernd og landgræðslu
frá árinu 1965. Fjölmargar atrennur
hafa verið gerðar að endurskoðun
þessara lagabálka án niðurstöðu. Í
stað sérgreindra laga á þessum svið-
um þarf að setja samræmda löggjöf
um gróður- og jarðvegsvernd og
greina skýrt á milli skógverndar sem
hluta af verndun náttúrulegs gróð-
urlendis og hins vegar nytja-
skógræktar sem hluta af landbúnaði.
Sjálfgræðsla til
endurheimtar landgæða
Ásýnd mikils hluta lands okkar
endurspeglar ofnýtingu og jarðvegs-
eyðingu af hennar völdum. Hófleg
beit og friðun fyrir beit á ofnýttu
landi um lengri eða skemmri tíma er
lykilatriði til að snúa þessu við. Víða
um land hafa menn fyrir augum
svæði sem notið hafa friðunar um fá-
ein ár eða áratugi og gróðurfars-
breytingin án frekari aðgerða er slá-
andi. Þar sem birki er til staðar eða í
grennd breiðist það út ásamt víðiteg-
undum og öðrum gróðri eins og við
blasir á Skeiðarársandi og í Skafta-
felli. Það eina sem þarf er að gefa
landinu tíma til að jafna sig þannig að
náttúruleg gróðurlendi nái sér á
strik. Plöntun innfluttra tegunda á
slíku landi án vel skilgreindra mark-
miða og að undangengnu umhverf-
ismati ætti sem fyrst að heyra sög-
unni til.
Ágengar tegundir
sívaxandi ógn
Alþjóðlega er nú viðurkennt að
þörf er á mikilli aðgát við innflutning
og dreifingu plantna landa og heims-
hluta á milli. Afleiðingarnar blasa við
víða og miklum fjármunum er varið í
glímu við ágengar tegundir. Að-
stæður eru afar breytilegar eftir vist-
kerfum og ástandi gróðurlenda frá
einu landi til annars. Spánarkerfill og
lúpína eru hörmuleg dæmi sem blasa
við hérlendis. Lúpína ógnar nú gróð-
urlendum og aðgengi að landi í fjöl-
mörgum byggðarlögum; fleiri teg-
undir geta bæst í þann hóp hafi menn
ekki varann á. Á þessu sviði sem öðr-
um þarf skilning og skýra stefnu.
Landsskipulagsstefna byggð á þekk-
ingu og vel skilgreindum markmiðum
er fyrsta skrefið til viðspyrnu og
bættrar sambúðar við land okkar.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Með mótun lands-
skipulags er verið að
leggja upp í mikla og
flókna vegferð sem
reyna mun á alla hlut-
aðeigandi um fram-
kvæmd, ekki síst
sveitarstjórnir.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Mikilvæg stefnumörkun um landsskipulag
Fyrir nokkrum dögum
var skýrt frá því í fréttum
að umboðsmaður Alþingis
hefði tekið það upp að eigin
frumkvæði að óska upplýs-
inga frá innanríkisráðherra
í tilefni af ásökunum í DV á
hendur ráðherranum.
Hafði blaðið haldið því
fram að ráðherrann hefði
haft ólögmæt afskipti af
rannsókn lögreglunnar í
Reykjavík á ætluðum leka
úr ráðuneytinu á trúnaðarupplýsingum
sem vörðuðu málefni nafngreinds hæl-
isleitanda.
Ráðherrann svaraði erindi umboðs-
mannsins tveimur dögum síðar. Kom
fram í svarinu að ráðherra hefði átt fjóra
fundi með lögreglustjóranum á því tíma-
bili sem spurningar umboðsmanns tóku
til. Enginn þeirra hefði verið boðaður til
að fjalla um það mál sem um ræddi. Hún
hefði jafnframt átt símtöl við lög-
reglustjórann á þessu tímabili á sama
hátt og við aðra embættismenn sem undir
ráðuneytið heyrðu.
Í svarinu kom líka fram að ráðherrann
og aðrir starfsmenn í ráðuneytinu hefðu
gert allt sem í þeirra valdi hefði staðið til
að greiða fyrir þessari rannsókn. Hefði
ráðherrann ekki gert neitt til að hamla
framgangi hennar. Hún hefði hins vegar
haft orð á því að rannsóknin hefði tekið
langan tíma og hefði það verið bagalegt
fyrir sig, ekki síst vegna þess að hún hefði
í upphafi rannsóknarinnar tekið fram að
hún myndi ekki tjá sig um hana opin-
berlega fyrr en henni væri lokið. Þá vakti
hún athygli á því að ráðuneytið hefði í
varðveislu sinni mikið af trúnaðar-
upplýsingum um einkamálefni fjölda
fólks. Væri hagsmunum þess hætt meðan
utanaðkomandi aðili fengi aðgang að
þeim á þann hátt sem af rannsókninni
leiddi. Þau hefðu enga þýðingu fyrir
rannsókn lögreglu.
Eftir að bréf ráðherra hafði birst á op-
inberum vettvangi lýsti lögreglustjórinn
sem í hlut á samþykki sínu við svari ráð-
herra.
Með framangreindum hætti lá fyrir að
ráðherrann hafði veitt fullnægjandi svör
við spurningum umboðsmannsins. Sá
embættismaður sem í hlut átti og einn gat
vitað hafði staðfest réttmæti svaranna.
Afskiptum umboðsmannsins hefði því átt
að vera lokið. En ekki aldeilis. Nú birtir
hann almenningi upplýsingar um nýtt er-
indi til sama ráðherra. Þar eru bornar
fram frekari spurningar sem augljóslega
hafa ekki minnstu þýðingu fyrir upp-
haflegt erindi umboðs-
mannsins. Meðal þeirra má
finna kröfu um að hann fái að
vita um „hvaða málefni/
viðfangsefni voru til umfjöll-
unar á þessum fundum“.
Einnig vill hann vita hver
hafi boðað lögreglustjórann
til fundanna, óskar eftir
gögnum um þau málefni sem
þar hafi verið fjallað um og
krefst jafnvel enn frekari
upplýsinga sem ekki hafa
nokkra þýðingu fyrir það
málefni sem á að hafa verið
tilefni afskiptanna í upphafi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra hefur mátt sæta
óhæfilegum árásum vegna þessa máls.
Hið ofnotaða hugtak einelti kemur þar í
hugann og nú af fullu tilefni. Fremstir í
flokki hafa farið óvandaðir blaðamenn og
pólitískir andstæðingar ráðherrans tónað
undir. Umboðsmaður Alþingis hefur með
þessu nýjasta útspili sínu gerst liðsmaður
í flokki þessara ófagnaðarmanna. Það er
eins og embættismaðurinn vilji koma
höggi á ráðherrann. Svör og skýringar
ráðherrans skipta hann engu máli.
Menn skulu taka eftir því að umboðs-
maðurinn mun búa sér til mál á hendur
ráðherranum úr þeim efnivið sem hann
þykist hafa. Þetta mun hann gera þó að
fyrir liggi upplýsingar um að hann hafi
ekki talið nokkra ástæðu til að taka upp
„að eigin frumkvæði“ athugun máls
vegna afskipta fyrri ráðherra dómsmála
af rannsókn sakamála; afskipta sem klár-
lega samrýmdust ekki lögum.
Með ómálefnalegri þátttöku sinni í til-
efnislausri aðför að ráðherranum grefur
umboðsmaður Alþingis undan embættinu
sem honum hefur verið trúað fyrir. Sá
lögfræðingur sem fyrstur gegndi þessu
embætti, eftir stofnun þess á árinu 1987,
aflaði því almennrar virðingar, enda var
þar á ferð einhver vandaðasti og virtasti
lögfræðingur þjóðarinnar, Gaukur Jör-
undsson, sem nú er látinn. Það hefði orðið
honum þungbært að sjá hvernig sá sem
nú gegnir þessu embætti notar það í póli-
tískum hráskinnaleik sem hann sjálfur
hefur valið að taka þátt í.
Embættismaður fer offari
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
Jón Steinar
Gunnlaugsson
»Með ómálefnalegri þátt-
töku sinni í tilefnislausri
aðför að ráðherranum gref-
ur umboðsmaður Alþingis
undan embættinu sem hon-
um hefur verið trúað fyrir.
Höfundur er lögfræðingur.