Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014
Draggkóngur og Draggdrottning Íslands 2014 voru
krýnd við hátíðlega athöfn í Hörpu í fyrrakvöld. Dragg-
kóngurinn sem þótti bera af þetta árið heitir Russel
Brund, en það er sviðsnafn Svanhildar Sifjar Halldórs-
dóttur. Draggdrottning ársins var hin fagra Miss Gloria
Hole, sem er sviðsnafn Hjálmars Forna. Að sögn
Georgs Erlingssonar Merritt, skipuleggjanda keppn-
innar, voru atriði sigurvegaranna afar skemmtileg.
Russel Brund var með sirkusatriði í anda Rolling
Stones, þar sem hann lék listir sínar á sviðinu með
gjallarhorn við Bítlalagið sígilda I Am the Walrus sem
John Lennon samdi á sínum tíma.
Miss Gloria Hole söng I Look to You, sem R. Kelly
samdi til söngdívunnar Whitney Houston og finna má á
sjöttu og síðustu stúdíóplötu tónlistarkonunnar sem út
kom 2009. Mikill þokki þótti yfir vinningsatriði Miss
Gloriu Hole, sem hófst á því að hún sat í bala á miðju
sviðinu.
Morgunblaðið/Eva Björk Ægisdóttir
Sigursæl Russel Brund og Miss Gloria Hole voru krýnd Draggkóngur og Draggdrottning ársins 2014 í Hörpu.
Russel Brund og Miss Gloria Hole unnu
Textinn við Waking Up er mjög
vel heppnaður, í honum þekkilegur
þungi, en á plötunni er veigamest-
ur textinn í My Brain Drain, sem
er líka besta lagið, með líflegri og
snúinni laglínu. Queer Sweetheart
er líka skemmtilegt lag og vel flutt
með bráðfyndnum texta þar sem
við erum enn kominn að glímunni
við ímyndina sem umhverfið, ætt-
ingjar, vinir og ástvinir búa til af
okkur og við festumst í þó það sé
okkur þvert um geð: Hvernig er
hægt að bæla þarfir og þrár undir
sléttu og felldu fyrirmyndar-
yfirborði? Er ekki réttara að sætt-
ast við sjálfan sig en að reyna sí-
fellt að falla að fordómum annarra:
Mama said don’t play with fire /
and the x-rated pile just got hig-
her and higher, / oh, boys and girls
and girls and boys: / Just make
friends with your own desire.
Þetta er skemmtileg skífa og
hefði verið enn skemmtilegri ef
hún hefði verið lengri og þá gefið
færi á fjölbreyttari útsetningum og
fleiri stílbrigðum.
Adda Arnþrúður Ingólfsdóttir, sem notar listamannsnafnið Adda, horfir inn
á við til að skoða heiminn á stuttskífunni My Brain.
Upptaka af sýningu Monty Python
á úrvali gamalla sketsa og söng-
atriða í O2 Arena í London verður
sýnd í Bíó Paradís daglega út
ágústmánuð.
Sýningin með þessum kunnasta
grínhópi Breta var sýnd í júlí síð-
astliðnum og komust færri að en
vildu.
Breskir gagnrýnendur voru sam-
mála um að sýningin sem hinir
fimm eftirlifandi meðlimir hópsins,
Cleese, Palin, Idle, Gilliam og
Jones, léku allir í ásamt fjölda að-
stoðarmanna hefði einkum verið
við hæfi þeirra sem þegar væru
aðdáendur og væri hún ekki líkleg
til að laða nýja að. Rýnir The Tele-
graph gaf henni fjórar stjörnur en
rýnir Guardian gaf henni þrjár
stjörnur og taldi að hinir innvígðu
myndu ganga glaðir á braut að sýn-
ingu lokinni.
Sýna upptöku af sýningu Monty Python
AFP
Grínistar Eric Idle, John Cleese, Terry
Gilliam, Michael Palin og Terry Jones sem
skipa Monty Python eru samtals 358 ára.
Við erum öll elskendur nefnist sýn-
ing Dagrúnar Aðalsteinsdóttur sem
opnuð verður í Kaffistofunni að
Hverfisgötu 44 í kvöld kl. 20.
Sýningin er undir miklum aust-
rænum áhrifum og á opnuninni
verður gjörningur innblásinn af
hugleiðsludönsum súfismanns.
„Súfismi er kjarni íslam [sem snýr]
að því að ástin og listin sé leiðin að
hinu heilaga og að í grunninn séum
við öll elskendur. Á sýningunni
verður einnig klippimyndaserían
Ritúal sem er öll unnin út frá ind-
versku erótísku morðsögutímariti.
En maðurinn hefur lengi sett sam-
an þessar tvær andstæður, kynlífið
og dauðann, bæði í goðsögum,
trúarathöfnum, erótískum leikjum
og klámi,“ segir í tilkynningu.
Sýningin er opin um helgina milli
kl. 14 og 17.
Við erum öll elskendur í Kaffistofunni
Goðsögn Andstæðurnar kynlíf og
dauði hafa löngum verið tengdar.
Í tilefni Hinsegin daga býður Bóka-
safn Seltjarnarness gestum að
kynna sér fjölbreytt úrval bóka og
mynda sem fjalla um samkynhneigð
á einn eða annan hátt.
„Um er að ræða skáldsögur, ævi-
sögur, unglingabækur, myndir og
ýmislegt annað efni sem er í senn
fræðandi, upplýsandi og skemmti-
legt. Með framtakinu vill bókasafn-
ið sýna hinsegin fólki samstöðu,
efla fjölbreytileika og gefa hinum
einstöku hátíðarhöldum sinn lit,“
segir m.a. í tilkynningu frá safninu.
Bókasafnið er opið mánudaga til
fimmtudaga milli kl. 10 og 19, en
milli kl. 10 og 17 á föstudögum.
Hinsegin bækur á
Seltjarnarnesi
Brautryðjandi Tabú nefnist ævisaga
Harðar Torfasonar trúbadors.
EIN ÓVÆNTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó
GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR
MERKTAR MEÐ RAUÐU
16
ÍSL.
TAL
"Þú sérð ekki fyndnari
mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
L
L
12
12
14
14
LUCY Sýnd kl. 6 - 8 - 10 (P)
NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 3:50
HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10
SEX TAPE Sýnd kl. 8
PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 10:10
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
Þau gerðu
myndband
sem þau vilja
alls ekki að
þú sjáir
CAMERON DIAZ
JASON SEGEL
DWAYNE JOHNSON
A BRETT RATNER FILM
DISCOVER THE TRUTH
BEHIND THE LEGEND
POWERSÝNINGKL. 10
í 3D
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★ "Ég hló svo mikið að ég
skammaðist mín”!"
-Guardian