Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 ✝ HannibalHelgason fæddist í Unaðsdal á Snæfjallaströnd 1. mars 1930. Hann lést að Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 25. júlí 2014. Foreldrar Hannibals voru Guðrún Ólafs- dóttir, f. í Strand- seljum, Ögurhreppi 3. júlí 1897, d. 24. nóvember 1987, og Helgi Guðmundsson, f. í Snæfjöllum, Snæfjallahr. 18. september 1891, d. 8. október 1945. Hanni- bal var tíundi í röð sextán systk- ina, þau eru: Guðmundur, f. 1920, d. 1997, Guðbjörn, f. 1921, d. 1986, Ólafur, f. 1921, d. 2005, Steingrímur, f. 1922, d. 2008, Guðríður, f. 1923, d. 2011, Kjartan, f. 1925, d. 1999, Guð- björg, f. 1926, d. 2011, Jón, f. 1927, d. 2012, Sigurborg, f. 1928, búsett í Reykjavík, Matt- hías, f. 1931, búsettur í Reykja- vík, Sigurlína, f. 1932, búsett í Reykjavík, Haukur, f. 1934, d. 2001, Lilja f. 1935, búsett í Kópavogi, Auðunn, f. 1936, bú- settur í Reykjavík, og Lára, f. dóttir, þau eiga Agnesi Ýri en fyrir átti Helgi Þórdísi Sjöfn sem búsett er í Bandaríkjunum, maki er Luis Muralles og eiga þau fjögur börn. 4) Hannibal, f. 29.5. 1963, unnusta er Hrefna Yngvadóttir, dóttir Hannibals af fyrra hjónabandi er Helena Rún sem á einn son og stjúpdóttir af fyrra hjónabandi er Erla María sem búsett er á Spáni og á hún tvær dætur. 5) Heimir, f. 4.11. 1967, og hann á Sunnu Rós og Bjarka Jón. 6) Hekla, f. 5.8. 1970, maki Ólafur Már Sigurðs- son og eiga þau tvíburana Kjartan Helga og Ólöfu Örnu. Hannibal gekk í barnaskóla og var einn vetur í framhalds- skóla í Reykjanesi. Hann fluttist til Reykjavíkur 1947. Hann hóf nám við Iðnskólann um tvítugt og lauk sveinsprófi í ketil- og plötusmíði árið 1953 en meist- araprófi lauk hann 1974. Hann starfaði alla sína tíð við sitt fag. Hannibal var einn af stofn- endum Átthagafélags Snæfjalla- hrepps og stóð að endurbygg- ingu félagsheimilisins Dalbæjar. Hannibal var virkur bridgespil- ari og spilaði í sama bridge- klúbbnum í 35 ár. Hannibal gekk í Oddfellow árið 1978 og var lengi virkur í starfi stúku sinnar, Þorkels Mána. Útför Hannibals fór fram frá Kópavogskirkju 6. ágúst 2014. 1938, búsett í Kópavogi. Hanni- bal kvæntist 4. júní 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sjöfn Helgadóttur frá Reykjavík, f. 27.1. 1934, dóttur hjónanna Helga Einarssonar hús- gagnasmiðs og Að- albjargar Halldórs- dóttur. Hannibal og Sjöfn áttu heimili lengst af í Melgerði 20 í Kópavogi en bjuggu síðustu árin á Hólmavík og nú síðast í Boðaþingi 22, Kópavogi. Börn Hannibals og Sjafnar: 1) Hörður Hrafndal, sonur Sjafnar, f. 30.12. 1953, bú- settur í Garðabæ, maki Guðný Stefánsdóttir, þeirra dætur eru Drífa Lind sem á einn son, Hild- ur, unnusti Arnar Grétarsson, þau eiga einn son. Fyrir átti Hörður Hafdísi Sjöfn sem býr í Danmörku og á hún fjóra syni. 2) Harpa, f. 15.10. 1958, hennar börn eru Tara Lind, unnusti Rendall Clarksons og eiga þau einn son, Karólína Íris og Wal- ter Hannibal, unnusta hans er Jenny Lucia. 3) Helgi, f. 3.2. 1960, maki Hjördís Eggerts- Elsku pabbi minn. Þegar ég sest niður til að skrifa um þig nokkrar línur reikar hugurinn um víðan völl og ýmis minn- ingabrot koma upp í hugann frá mismunandi tímum frá samveru okkar síðustu tæp 44 árin. Ég man eftir: að skríða í pabbaholu um helgar; sundferð- um á bakinu á þér í sundlaug Kópavogs; þér að horfa á mig spila fótbolta með Breiðabliki og þér að horfa á allan þann fótbolta sem þú gast mögulega horft á, helst Manchester Unit- ed; löngum bílferðum í sveitina okkar á rykugum malarvegum; nestisstoppum í Bröttubrekku þar sem við sátum á teppi og borðuðum smurt brauð og heimabakað bakkelsi; ferð vest- ur árið 1982 þegar við fórum yf- ir Þorskafjarðarheiði á nýja gráa Subaru-bílnum og lentum í „stöðuvötnum“á veginum vegna leysinga. Kjartan Halldórsson var á græna Bronco sem drap á sér þegar hann gaf duglega í og ætlaði yfir en Subaru komst þetta en það flaut aðeins inn í hann; áningum við Mórillu í Kaldalóni þar sem dregin var upp flaska og fullorðna fólkið skálaði í einum sopa, nú vorum við loksins að komast á áfanga- stað; mörgum löngum sumrum á Snæfjallaströnd; dansiböllum í Dalbæ og samlokum með hangi- kjötssalati og ginger ale; einu ferðalaginu okkar annað en á Snæfjallaströnd þegar ferðinni var heitið á Norðurland. Við sáum Akureyri og Ásbyrgi og gistum í tjaldi. Þér fannst það ekkert sérstaklega skemmti- legt; ferð um sunnanverða Vest- firði, þér fannst það skárra enda nær heimaslóðum; að þú byggðir blokk á Suðureyri. Við dvöldum þar sumarlangt, og þú miklu lengur, í timburhúsi og þar skriðu mýs innan í veggj- unum; þér að spila bridge á fimmtudagskvöldum og þegar þú varst gestgjafinn, okkur mömmu að undirbúa veitingar og hlusta á útvarpsleikritið í eldhúsinu; þér og afa að spila maraþonrommí; þér í mörgæs- arfötunum á leið á fund í Odd- fellow; þér í mörgæsarfötunum að leiða mig inn gólfið í Dóm- kirkjunni á brúðkaupsdaginn okkar Óla; þér að fá þér há- karlsbita úr frystinum; hvað þú varst stoltur af öllum barna- börnunum og barnabarnabörn- unum. Vinnusemi, dugnaði, þrautseigju, þrjósku, örlæti, hlýju, ást. Ég man þig — alltaf Þín dóttir, Hekla. Við leiðarlok minnist ég vinar míns Hannibals Helgasonar með gleði, blandinni trega og söknuði. Haustið 1940 þegar ég hóf skólagöngu í reisulegum húsakynnum þeirra heiðurs- hjóna Salbjargar Jóhannsdóttur og Ingvars Ásgeirssonar að Lyngholti á Snæfjallaströnd hófust ævilöng kynni mín og Hannibals sem var einn sextán systkina í Unaðsdal. Við vorum samferða í skóla um árabil þótt Hannibal væri þremur árum eldri enda öllum börnum á skólaskyldualdri kennt í einum bekk eins og löngum hefur tíðk- ast í minni byggðarlögum. Þetta voru umbrotatímar og mikil hreyfing á fólki af landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins. Ég flutti með foreldrum mínum til Súðavíkur árið 1947 og eftir því sem ég best veit flutti Hannibal til Reykjavíkur tveim- ur eða þremur árum síðar. Þannig skildust leiðir um tíma. Hannibal lærði járnsmíði í Stálsmiðjunni og sinnti þeirri iðn þar til eftirlaunaaldri var náð. Á þessum árum stofnaði hann fjölskyldu og hóf búskap með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sjöfn Helgadóttur. Það var ekki fyrr en í kring- um 1970 að fundum okkar bar saman aftur. Sennilega höfum við hist hjá vini okkar af Snæ- fjallaströndinni, Kjartani Hall- dórssyni sem kunnastur var fyrir veitingarekstur og kennd- ur við Brauðbæ. Við þessa end- urfundi voru æskudagarnir oft- ar en ekki til umræðu og við veltum því fyrir okkur hvað við gætum lagt af mörkum til að auðvelda þáverandi og fyrrver- andi íbúum Snæfjallastrandar við Ísafjarðadjúp að halda og styrkja vináttu- og fjölskyldu- bönd. Niðurstaðan varð sú að réttast væri að endurreisa fé- lagsheimilið Ásgarð, sem á þessum tíma var að niðurlotum komið, og varð það úr. Um það er engum blöðum að fletta að Hannibal var atkvæðamestur okkar þriggja við að koma þess- ari hugmynd í framkvæmd enda bæði duglegur og laginn til allra verka. Kostuðum við þessa framkvæmd í sameiningu en þegar verkinu var lokið var nýja félagsheimilið, sem fengið hafði nafnið Dalbær, fengið Átt- hagafélagi Snæfjallahrepps til eignar. Þar hefur síðan lengst af verið rekin ferðaþjónusta og greiðasala. Árið 2003 var Snjá- fjallasetrið stofnað en því var ætlað að safna, skrá og varð- veita allt sem máli skipti fyrir byggðasögu Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppa. Að vonum átti Hannibal sæti í stjórn set- ursins frá upphafi, lengst af sem varaformaður. Snjáfjalla- setrið hefur staðið fyrir fjöl- mörgum sýningum í Dalbæ og var Hannibal forstöðumaður sýningarhaldsins. Ekki er ætlunin að rekja sögu seinni tíma uppbyggingar á Snæfjallaströnd, aðrir eru til þess hæfari. Mér þykir þó mik- ilvægt að hér komi fram hversu stór þáttur Hannibals Helga- sonar hefur verið í því starfi. Það hafa verið forréttindi að eiga Hannibal að vini frá æsku- dögum okkar beggja og fátt hefur veitt mér eins mikla ánægju í lífinu og að eiga hlut að þessari merku framkvæmd, sem bygging Dalbæjar var, með þeim heiðursmönnum Hannibal Helgasyni og Kjartani Hall- dórssyni. Með þessum fátæk- legu orðum minnist ég vinar míns og votta eiginkonu og börnum alla mína samúð. Árni Jóhannsson. Unaðsdalur á Snæfjalla- strönd er að sögn fagurkera tungumálsins fegurst bæjarheiti á Íslandi. Þar bjuggu á fyrri hluta síðustu aldar hjónin Guð- rún Ólafsdóttir frá Strandselj- um í Ögurhreppi og Helgi Guð- mundsson, bóndi og sjósóknari frá Berjadalsám á Snæfjalla- strönd. Þeim hjónum, Guðrúnu og Helga, varð alls 16 barna auðið. Það var glæsilegur hóp- ur, sem munaði um á manna- mótum við Djúp meðan mannlíf stóð þar í blóma á liðinni öld. Niðjatal þeirra hjóna mundi fylla þykk bindi, þegar hér er komið sögu og öllu nákvæmlega til haldið. Hannibal frændi okkar sleit barnsskónum í Unaðsdal í þess- um fjölmenna systkinahópi. Á uppvaxtarárunum vandist hann snemma öllum hagnýtum störf- um til sjós og lands. Það fór ekki fram hjá okkur, sem stóð- um með honum í slægju eða hirtum heyfeng á heitu sumri, að Hannibal var bæði verk- hygginn og verklaginn og vel að manni. Hann var fríður sýnum, kraftmikill og snaggaralegur. Að loknu námi við Héraðsskól- ann í Reykjanesi hélt hann til höfuðborgarinnar til náms við Iðnskólann í Reykjavík. Þar lauk hann námi í stálsmíði (eða ketil- og plötusmíði eins og sú iðngrein var þá látin heita). Hann reyndist hagur bæði á tré og járn en stálsmíðin varð helsti starfsvettvangur hans lengst af. Árið 1955 kvæntist Hannibal eftirlifandi konu sinni, Sjöfn Helgadóttur. Það skortir því að- eins tæpt ár á að þau gætu fagnað demantsbrúðkaupi sínu. Hannibal og Sjöfn settust að í Kópavogi og eignuðust börn og buru: Hörpu, Helga, Hannibal, Heimi og Heklu. Fyrir átti Sjöfn soninn Hörð Hrafndal, svo að alls eru börnin sex tals- ins. Það þykir býsna vel af sér vikið nú til dags, þótt ekki hefði þótt tiltökumál við Djúp í tíð Guðrúnar og Helga. Það hefur sennilega ekki ver- ið hending að Hannibal gerðist snemma samstarfsmaður hinna þekktu völunda Kristmundar og Péturs Sörlasona af Ströndum norður. Líkur sækir líkan heim. Fyrst sem almennur starfsmað- ur, en síðar sem verkstjóri í Stálveri. Seinna vann Hannibal að iðn sinni með Gísla Hildi- brandssyni í Garðasmiðju. Þá er þess að geta að hann fékkst í nokkur ár við byggingafram- kvæmdir, einkum á Vestfjörð- um, með vini sínum og félaga Árna Jóhannssyni frá Bæjum. Hannibal var um hríð for- maður Átthagafélags Snæfjalla- hrepps. Í þeim umsvifum beitti hann sér fyrir því, ásamt þeim Árna Jóhannssyni og Kjartani Halldórssyni frá Bæjum, að endurreisa gamla félagsheimilið að Dalbæ sem menningar- og fræðasetur á Snæfjallaströnd. Til þess að vera nær þessum vettvangi fluttu þau hjón til Hólmavíkur í Steingrímsfirði, þar sem þau áttu sér heimili í tæpan áratug. Þau byggðu sér einnig sumarbústað við Dalbæ og dvöldu þar öllum sumrum síðustu áratugi og tóku þar fagnandi á móti vinum og vandamönnum. Hannibal Helgason var í öllu sínu atferli vaskur maður og verkfús, glaðlyndur og gjöfull, vinsæll og vinmargur. Hann unni átthögum sínum hugástum og undi sér hvergi betur en í heimahögum, í Unaðsdal bernskunnar við Djúp. Hans verður sárt saknað í okkar hópi. Fari hann í friði. Ólafur og Jón Baldvin Hannibalssynir. Enn einn af systkinunum 16 frá Unaðsdal er látinn og nú eru þau einungis 6 eftir á lífi. Hannibal lést þann 25. júlí s.l. , en hann var einn af bræðrum hennar mömmu. Og þegar ég var stelpa var mikill samgangur á milli þeirra systkina og var svo reyndar fram á síðustu ár. Hannibal var sterkur karakt- er, með bros í augum, þétt faðmlag, gamansamur og gat stundum verið óskaplega stríð- inn. Hann hafði sterkar skoð- anir á málefnum líðandi stund- ar. Ef nafn Hannibals var nefnt þá fylgdi oftast með nafn Sjafn- ar eða Lillu eins og hún er köll- uð. Hannibal og Lilla – ein heild og órjúfanleg að maður hélt. Samstiga í lífinu og tilverunni. Þegar komið er að kveðjustund eru margar minningar sem koma upp í hugann enda margs að minnast á löngum tíma. Ég vil þakka fyrir allar sam- verustundirnar, allar rökræð- urnar og öll faðmlögin. Fyrir hlýjuna og áhugann sem hann hafði á því sem ég tók mér fyrir hendur og spurningum um hvað börnin mín væru nú að bardúsa hverju sinni. Fyrir vísurnar sem hann fór stundum með fyr- ir mig þegar ég var lítil stelpa og hafði ekki vit á að læra þá, en vildi svo gjarnan kunna núna. Hreinlega vildi ég bara þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm að þekkja þennan ynd- islega mann. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldunni sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur, minning hans mun lifa með okkur öllum sem hann þekktum. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir. Hannibal Helgason ✝ Katrín Ás-mundsdóttir fæddist þann 30. júlí 1925 og lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann 22. júlí 2014. Katrín var fædd og uppalin á Týsgötu 5 í Reykja- vík. Hún gekk í Kvennaskóla Reykjavíkur og lauk þaðan prófi 1944. Foreldrar Katrínar eru Eygerður Guðbrandsdóttir, fædd 23. febr- úar 1891 á Brúnastöðum, Hraun- gerðishreppi í Árnessýslu, látin 25. nóvember 1971 í Reykjavík, og Ásmundur Jón Magnússon, fæddur 13. desember 1888 í Garð- húsi í Gaulverjabæjarsókn, látinn 24. nóvember 1955 í Reykjavík. Systkini Katrínar eru Magnús Ás- mundsson, f. 1921, d. 2008, Guð- brandur Ásmundsson, f. 1927, d. 2008, og Oddný Ásmundsdóttir, f. 1932. Eiginmaður Katrínar frá 6.5. 1950 er Kári Elí- asson hárskeri, fæddur 7.6. 1925, fæddur og uppalinn í vesturbæ Reykja- víkur. Börn þeirra eru Elías Kárason, fæddur 13.8. 1952, og Katrín Ásgerður Káradóttir, fædd 24.5. 1963. Maki Ás- gerðar er Hannes Jón Helgason, fædd- ur 15.10. 1962 á Akranesi. Börn þeirra eru Katrín Hannesdóttir, fædd 12.9. 1995, og Kári Jón Hannesson, fæddur 26.10. 2000. Katrín og Kári hófu búskap á Týsgötu 5 í húsi sem Ásmundur hafði reist fjölskyldunni. Síðar keyptu þau íbúð í Mávahlíð 22 og bjuggu þar allar götur síðan, þar til þau fluttust á Hjúkrunarheim- ilið Sóltún árið 2013. Katrín var jörðuð í kyrrþey og fór útförin fram þann 31. júlí 2014 frá Fossvogskapellu. Elskuleg tengdamóðir mín hef- ur kvatt okkur í hinsta sinn. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Mig langar til þess að minnast Katrínar með nokkrum orðum. Mér er það sérstaklega minnis- stætt hversu vel mér var tekið alla tíð á heimili þeirra Katrínar og Kára að Mávahlíð 22. Allt frá því að ég hitti Katrínu fyrst fyrir 22 árum tók hún mér opnum örm- um. Ég varð strax var við hennar einstaka viðmót sem einkenndist af hlýju og virðingu við hvern og einn sem hún hafði samskipti við. Minningin er ljóslifandi um konu sem hafði djúp áhrif á okkur með öllum sínum gjörðum, hlýju og væntumþykju. Hversu dýr- mætt það er fyrir ömmubörnin Katrínu og Kára Jón að hafa fengið að kynnast henni og eiga við hana samskipti. Lærdóminn sem þau geta tekið með sér varð- andi framkomu, góðvild, um- hyggjusemi, gestrisni og þann einstaka hæfileika að leita alltaf að bestu og kærleiksríkustu lausninni á hverjum tíma. Katrín helgaði líf sitt fjölskyldunni að Mávahlíð 22 eftir að þau Kári giftu sig árið 1950. Samband hennar við börnin sín Ásgerði, Ella og eiginmann sinn Kára var einstakt. Hringt á hverj- um degi til að fá fréttir og hvort allir væru ekki hressir. Um- hyggjusemi gagnvart hverju skrefi barna og barnabarna var aðdáunarvert. Oddný systir henn- ar og Katrín voru mjög samrýnd- ar, hittust oft og hjálpuðu hvor annarri þegar á þurfti að halda. Lautarferðirnar á Þingvöll á sumrin með nesti og teppi eru mér ofarlega í huga. Þar nutum við fjölskyldan samverunnar og náttúrufegurðarinnar á Þingvöll- um með þeim Katrínu, Kára, Oddnýju og Ella. Öll kaffiboðin í Mávahlíðinni þar sem vinir þeirra komu í heimsókn voru eftir- minnileg. Mæðgurnar Katrín og Ásgerður báru fram dýrindis meðlæti með kaffinu, spjallað var saman, rifjaðar upp sögur frá því í gamla daga og mikið hlegið. Það tækifæri að hafa fengið að kynn- ast þeim og frásögnum þeirra frá lífinu í gamla daga er ómetanlegt. Frásagnir Katrínar af veru fjöl- skyldunnar í sumarlandinu í Mos- fellsdal eru ljóslifandi fyrir mér. Allar stundirnar sem við áttum um jól, áramót og við hin ýmsu tækifæri í Salthömrunum geym- um við í hjörtum okkar um ókomna tíð og ber að þakka. Katrín var glæsileg heiðurs- kona, með mikla reisn alla tíð. Reykjavíkurmær fædd að sumri og kvaddi að sumri. Hvert sem leiðin þín liggur um lönd eða höf; berðu sérhverjum sumar og sólskin að gjöf. (Stephan G. Stephansson) Elsku fjölskylda. Söknuður okkar er mikill og stundirnar erf- iðar. Guð veiti okkur styrk og þrótt. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Hannes Jón Helgason. Elsku amma, mikið er sárt að sakna þín. En við minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Það var alltaf jafn notalegt að koma í heimsókn til þín og afa í Mávahlíðina. Við komum til ykk- ar í hverri viku og alltaf tókstu vel á móti okkur. Rauða tertan var yfirleitt á boðstólum enda uppá- haldið þitt og allra sem komu í heimsókn. Það er gaman hvað þið afi hafið átt gott samband við fjöl- skyldu og vini ykkar í gegnum tíð- ina. Þú varst mjög heppin hvað þú áttir marga góða vini að. Við mun- um eftir afmælum og boðum hjá þér þar sem vinafólk ykkar og fjölskylda kom og við erum ánægð að hafa fengið að kynnast þeim. Elsku amma, mikið er erfitt að kveðja þig. Þegar við hugsum um þig sjáum við þig fyrir okkur allt- af brosandi og í góðu skapi. Þú varst alltaf svo ljúf og góð við alla og fólki fannst gott að vera ná- lægt þér. Þú varst alltaf svo fín og flott og vel til höfð, enda höfðu margir orð á því hvað þú værir glæsileg kona alveg fram á síð- asta dag. Með bleika varalitinn þinn, flottu eyrnalokkana, nagla- lakkaðar neglur og í fínum fötum. Þú áttir glæsilega hatta og flottar kápur. Bleikur var uppáhalds- liturinn þinn enda klæddi hann þig mjög vel. Við munum eftir bleiku klútunum þínum og þú Katrín Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.