Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2014, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Framkvæmdir hafa staðið yfir í sum- ar á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Þar hefur fjölskyldan undir merkjum Urðarkattar ehf. stundað loðdýrarækt í rúm 30 ár og nú hefur reksturinn undið það mikið upp á sig að brýn þörf var komin fyrir stækkun. Bygging á 1.600 fermetra skála er langt komin hjá Knúti Aadnegaard byggingarmeistara, en alls eru skálarnir á búinu orðnir sex. Urðarköttur er næststærsta loð- dýrabú landsins, með um 3.700 læður og alls 18 þúsund dýr á fóðrum, en er jafnframt orðið með veltuhæstu býl- um í Skagafirði þótt aðrar búgreinar séu taldar með. Árleg velta á búinu er um 150 milljónir króna. En Skörðugilsbændur eru ekki að stækka bústofninn heldur fyrst og fremst að bæta aðstöðu til skinna- verkunar og vegna vinnslu á vörum úr minkafitu. Stofnuð var sérstök vörulína um þá framleiðslu er nefnist Gandur. Þær vörur hafa verið að slá í gegn, en um er að ræða græðandi smyrsl fyrir fólk, er nefnist Sárabót, og fyrir hesta og aðrar skepnur, er nefnist Sárasmyrsl. Einnig er komin á markað leðurfeiti fyrir reiðtygi og útivistarfatnað úr leðri sem þarf að verja vel. Við þróun á þessum vörum hefur það komið sér vel að fjöl- skyldan býr yfir langri reynslu af hrossarækt. Fjölskyldufyrirtæki „Við nýtum minkafituna í þessar afurðir og höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð. Upphaflega var þetta hugsað sem græðandi smyrsl fyrir hesta en síðan fengum við fregnir af fólki sem hafði góða reynslu af þessu, til dæmis psoriasis-sjúklingum, og við héldum vöruþróuninni áfram í þá átt,“ segir Einar Eðvald Einarsson, sem heldur utan um rekstur Urðar- kattar ásamt fjölskyldu sinni; eigin- konunni Sólborgu Unu Pálsdóttur og foreldrunum Ásdísi Sigurjónsdóttur og Einari E. Gíslasyni. Ásdís og Ein- ar eldri hafa verið ötul í þróun smyrslanna en einnig hafa synir þeirra, Sigurjón Pálmi dýralæknir og Elvar hrossabóndi, gefið góð ráð. Leðurfeitin er nýjasta afurð Urðarkattar, en að sögn Enars var hún kynnt á síðasta Landsmóti hesta- manna og hlaut góðar viðtökur. „Vöruþróunin hefur tekið sinn tíma,“ segir Einar, en Urðarköttur hefur verið í samvinnu við Matís og fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði Rannís, Vaxtarsamningi Norður- lands vestra, Impru og Framleiðni- sjóði landbúnaðarins. „Við höfum líka verið með fólk í vinnu við að tína íslenskar jurtir og þurrka en minkafitunni hefur verið blandað saman við,“ segir Einar, en þegar mest lætur starfa 12-14 manns á Syðra-Skörðugili. „Þetta er skemmtilegur vaxtar- sproti með skinnaframleiðslunni, gaman að geta nýtt það sem fellur til, en alls eru það um 12 tonn á ári,“ seg- ir hann, en olían verður til við verkun skinnanna. Áður var þessu hent. „Þetta er feiknagóð fita, mjúk og græðandi og smýgur vel inn í hör- undið.“ Sem fyrr segir er nýi skálinn hugs- aður sem liður í að stækka aðstöðu fyrir skinnaverkun og búa til betri að- stöðu fyrir vinnslu fitunnar. Urðar- köttur hefur tekið að sér verkun fyrir önnur loðdýrabú en aðstaðan í fram- leiðslu smyrslanna er farin að þrengja verulega að í kjallaranum hjá foreldrum Einars. Hann segir hins vegar engin áform uppi í bili um að fjölga dýrum á búinu. „Þetta er fín stærð á alþjóðamælikvarða,“ segir hann og er bjartsýnn fyrir hönd loð- dýraræktenda þrátt fyrir verðlækk- un á skinnamörkuðum. Aukning á heimsframboði milli áranna 2013 og 2014 var rúmar 20 milljónir skinna, fór úr 60 í 82 milljónir, sem var meira en markaðurinn gat þolað, og segir Einar það koma í ljós í haust á næsta uppboði í Kaupmannahöfn hvort verðið haldi áfram að lækka. „Spurningin er hversu tekur lang- an tíma að vinda ofan af þessu. Við sjáum ekkert bakslag í tískuheim- inum. Við erum að framleiða góð skinn og verðið er eins gott og hægt er að fá, en er engu að síður komið undir framleiðslukostnað.“ Afurðir úr minkafitu slá í gegn  Loðdýrabændur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði stækka minkabúið  Fjölga ekki dýrum en bæta aðstöðu til skinnaverkunar og framleiðslu afurða úr minkafitu  Eitt veltuhæsta búið í Skagafirði Morgunblaðið/Björn Jóhann Loðdýrabóndi Einar Eðvald Einarsson með eina af þeim 3.700 læðum sem eru í ræktun hjá fjölskyldufyrirtækinu Urðarketti á Syðra-Skörðugili. Skörðugil Einar með minkahúsin í baksýn. Stækkunin er langt komin. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2014 Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is Trjáfelling og stubba- tæting FJARLÆGJUM LÍTIL SEM STÓR TRÉ OG TÆTUM TRJÁSTOFNA. Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum tækjakosti þegar kemur að því að fella stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo frábær lausn til þess að losna við trjástofna sem standa eftir í garðinum. Einar og fjölskylda verða á handverkshátíðinni á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit um helgina, þar sem smyrslin verða til sýnis og sölu. Smyrslin fást einnig í ákveðnum verslunum Lyfju, í verslunum Líflands, hjá Top- Reiter í Reykjavík, Knapanum í Borgarnesi og verslunum Kaupfélags Skagfirðinga að sjálfsögðu. Nánari upplýsingar um afurðirnar; Sárabót og Sára- smyrsl, og eig- inleika þeirra er að finna á vefsíð- unni gandur.is. Gandur á Hrafnagili SMYRSL ÚR MINKAFITU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.